Fálkinn


Fálkinn - 02.01.1953, Blaðsíða 3

Fálkinn - 02.01.1953, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Þjóðleikhúsið: SKUGGA-SVEINN Skugga-Sveinn Matthíasar Jochum- sonar er meðal þeirra íslenskra leik- rita, sem mestum vinsældum hafa náð hér á landi. Strax þegar leikritið var fyrst sýnt í sinni upphaflegu mynd árið 1862, undir nafninu „Útilegu- mennirnir", féll það í góðan jarðveg, og vinsældir þess jukust enn, eftir að Matthias liafði cndursamið það mjög falleg og eiga sinn þátt í að gera kvöldstundina eftirminnilega. Skugga-Sveinn er leikinn af Jóni Aðils, og gerir hann hlutverkinu góð skil, þótt sterkari leiks hefði mátt af honum vænta. Klemans Jónsson leikur Ketil skræk, Gestur Pálsson Ögmund og Rúrik Haraldsson Harald. Vilhjdlmur Finsen sendiherra í Vestur-Þýshalandi Hinn 26. nóvember afhenti Vilhjálm- ur Finsen forseta Vestur-Þýskalands, lir. prófessor dr. Tiieodor Heuss, trún- aðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Bonn. Var það gert við mjög liátíðlega atliöfn á heiinili forsetans að viðstödd- um nokkrum háttsettum embættis- mönnum Bonnstjórnarinnar. Skipun Finsens í þetta embætti hefir mælst mjög vel fyrir, enda er liann duglegur og vinsæll með afbrigðum. Finsen hefir verið aðalræðismaður ís- lands í Þýskalandi síðan vorið 1949, með búsetu í Hamborg. Hefir liann unnið mikið starf fyrir ísland á sviði viðskipta við Vestur-Þýskaland. Eink- um hefir hann látið fiskimálin til sín taka, og eru útgerðarmenn honum þakklátir fyrir hve mjörg vandamál þeirra hann hefir leyst i sambandi við fisksölurnar. Hinir mörgu vinir Finsens óska hon- um allra heilla i hinu nýja embætti, sem liann mun þó því miður ekki geta gegnt lengi, þvi að næsta ár verður hann sjötugur og verður þá að láta af embætti. Myndin hér að ofan er af Finsen og Theodor Heuss forseta. — Bessi Bjarnason (Gvendur), Nína Sveinsdóttir (Gudda) og Valdimar Helgáson (Jón sterki). ekki síst af eldri kynslóðinni, sem liann á rik tök í, og áreiðanlega munu menn njóta leiksins ríkulega, en liitt er líka jafnvíst, að engin persónan verður gerð eftirminniiegri en hún hefir ]>egar verið gerð af öðrum leik- urum á'ður. Leiktjöldunum mun hins vegar lengi verða við brugðið að verðleikum. Jón Aðils sem Skugga-Sveinn. Fara þeir aliir heldur vel með hlut- verk sín. Eigi mun þó þess að vænta, að útilegumennirnir verði nú eftir- minnilegri en þeir, sem áðúr hafa komið fram á sviðið i Skugga-Sveini. Haraldur Björnsson leikur Sigurð bónda i Dal og Guðbjörg Þorhjarnar- dóttir Ástu dóttur iians, og fer hún lagiega með hlutverkið og kemur henni söngröddin að góðu haldi. Hjúin í Dal, þau Jón sterki, Gudda og Gvendur, eru leikin af Valdimar Helgasyni, Nínu Sveinsdóttur og Bessa Bjarnasyni. Valdimar vekur mikla kátínu með leik sínum, þó að ýktur sé hann lielst um of, og Bessi sýnir ennþá einu sinni, að hann er gott efni, þó að viðvaningsbrags gæti eðliiega nokkuð. Margir munu kunna þvi illa, þótt kynlegt sé, að sjá kven- mann leika Guddu, enda hafa margir karimenn vel á því hlutverki haldið, og er það þó ekki illa leikið nú. Ævar B. Kvaran er aðsópsmikill sýslumað- ur og Sigrún Magnúsdóttir leikur Marg'réti af miklu fjöri og gáska. Hróbjartur er skemmtilegur i með- ferð Lárusar Ingólfssonar, en stúd- entarnir tæplega nógu snjallir í með- ferð Baldvins Halldórssonar og Ró- berts Arnfinnssonar. Bóbert skilar hlutverki sinu þó vel, en lilutverk Gríms virðist ekki liæfa Baldvini, sem þó hefir gert ólikum hlutverkum góð skil til þessa. Ekki er að cfa, að Skugga-Sveinn verður mikið sóttur í Þjóðleikhúsinu, árið 1898 og gefið því nafnið „Skugga- Sveinn". Það voru kandidatar og prestaskólastúdentar, sem sýndu leik- ritið fyrst í ársbyrjun 1862, en þá hafði Matthías nýlokið við leikritið. Hann liafði að mestu leyti samið það í jólaleyfinu, þá 26 ára gamall. Um efni Skugga-Sveins er óþarfi að fjölyrða, svo kunnugt er það, en smávegis iiefir verið feilt niður úr því og lögum breytt lítils háttar við sýningarnar í Þjóðieikhúsinu. Leik- stjórn annast Haraldur Björnsson, en söngstjóri er Dr. V. Urbancic. Heild- arsvipur leikritsins er góður, en þó naumast mjög sterkur. Leiktjöld eru Nína Sveinsdóttir sem Gudda.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.