Fálkinn


Fálkinn - 02.01.1953, Blaðsíða 9

Fálkinn - 02.01.1953, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 — Farðu bara, guð fylgi þér, andvarpaði gamla konan. — Ekki máttu slá slöku við viðskiptin mán vegna, nei .... Eg ætla bara að hvíla mig dálitla stund, svo fer ég heim aftur .... Vasja og börn- in hans biðja að heilsa þér .... Aliösja, góði ....... — Heldur hann áfram að svolgra vodka? — Ekki mikið, en hann skvettir í sig öðru hvoru.....Það stoðar víst ekki að reyna að fara í felur með syndýia, víst drekkur hann. .... En hann á aldrei peninga, svo að hann drekkur ekki nema þegar góðir menn gefa honum í staupinu. Æ, þetta er auma lífið hjá honum, Aliösja! Mig svíður lengst inn í hjartarætur að sjá hann, já, svei mér þá! Enginn matarbiti á heimilinu, börnin í lörfum .... Hann skammast sín fypr að láta sjá sig á götunni með buxurnar rifnar og tættar og enga skó á fótunum. Þau sofa í einni kytru öll sex. Eintóm fá- tæktin, drengur minn, beisk og bitur eymdin! Þú gætir ekki hugs- að þér það bölvaðra, nei, jafnvel ekki þú, nei .... Og svo kom ég til þess að biðja þig um að hjálpa okkur, Aliösja .... hjálpa hon- um Vassili, vegna hennar mömmu þinnar gömlu, hann er þó bróðir þinn.......! Malarinn þagði og góndi út í bláinn. — Hann er fátækur, en þú, guði sé lof, átt mylluna þína sjálf- ur, þú átt aldingarða og svo versl- ar þú með 'fisk. Herrann hefir gert þig hygginn. Hann hefir hafið þig yfir aðra og gefið þér af ríkdómi náðar sinnar — og þú ert einhleypur! Vesja á fjögur börn, og ég, gamla skarið, er hon- um til byrði, og svo fær hann ekki nema sjö rúblur. Hvernig á hann að fæða okkur öll á sjö rúblum? Þú verður að hjálpa okkur .... Malarinn tróð vandlega í píp- una sína en sagði ekki orð. — Viltu ekki hjálpa okkur? sagði gamla konan. Malarinn þagði. Móðirin leit bænaraugum á hann, leit svo til munkanna, til Jevsei .... Svo varð óviðfeldin þögn. Loks stóð hún upp og sagði: — Jæja, guð veri með þér, drengurinn minn .... þú verður þá að sleppa því að hjálpa okkur. Eg vissi að þú mundir ekki gera það, en við komumst einhvern veginn af. Annars var það hann Nazar Andreitsj, sem ég kom til þess að tala víð þig um, hann grét svo mikið, drengurinn minn! Hann kyssti hendurnar á mér og bað mig um að fara til þín og tala máli sínu við þig. — Hvað vill hann? — Hann langar bara til þess að fá það, sem hann á hjá þér, Aliösjenka. Mélið, sem hann fékk aldrei, fyrir rúginn, sem hann bað þig um að mala fyrir sig. Hann fer ekki fram á meira, en það sem hans er, sagði hann. — Þér er best að sletta þér ekki fram í annarra manna mál, mamma, hreytti malarinn út úr sér. — Hugsaðu um bænirnar þínar og láttu mig í friði. — Eg geri það, drengur minn. Eg bið dag og nótt, en guð hefir víst ekki heyrt bænirnar mínar. Vassili er sveitalimur .... Eg betla brauðið, sem ég et og geng í gauðslitinni úlpu af öðrum .... og þú ert ríkur, ríkur og voldug- ur ertu .... En guð á himnum sínum veit hve vel þú ert inn- rættur, hve sálin í þér er góð . . Ó, Aliösja, sonur minn, þú hefir orðið fyrir álagaauga öfundsjúkra manna! Þér blessast allt .... Þú ert hygginn og fallegur, prins í kaupmannastéttinni, en það er eins og þú .... það er ekkert mannseðli í þér lengur. Þú átt enga vini, þú brosir aldrei, segir aldrei vingjarnlegt orð við nokk- urn mann. Þú ert miskunnarlaus eins og villidýr .... Líttu bara í spegil! Og allt sem fólk segir um þig — það nístir hjartað í mér að hlusta á það. Spurðu bara heilögu bræðurna þarna! Allir ljúga á þig, segja að þú sjúgir mannablóð, og þú hafir illvirki á samviskunni, að þjónar þínir ráð- ist á saklaust fólk, sem fer hér hjá á nóttunni, að þú sért meira að segja hestaþjófur .... Myllan þín er orðin svo illræmd, að börn þora ekki að koma nærri henni. Allt sem lífsanda dregur forðast þig .... Fólk kallar þig aldrei annað en Kain eða Heródes hinn illa .... — Þú ert heimskingi, mamma! — Grasið grær ekki þar sem þú stígur fæti, flugur halda ekki lífi þar sem þú andar! Or öllum áttum heyri ég fólk segja, að það væri þarfur maður, sem stútaði þér, svo að fólk losnaði við þennan ódrátt úr byggðarlaginu! Hvernig heldur þú að móður líði þegar hún heyrir þessu líkt um son sinn? Eða ertu kannske ekki sonur minn, mitt eigið hold og blóð .... — Eg verð að fara, mamma, tautaði malarinn og stóð upp. — Vertu sæl, gamla mín. Hann dró vagn út úr skúrnum, teymdi hest út, ýtti honum eins og hvolpi inn á milli vagnkjálk- anna og beitti honum fyrir vagn- inn. Móðirin stóð við hliðina á honum, leit upp til hans og aug- un voru full af tárum. — Vertu þá sæll, drengurinn minn, sagði hún um leið og son- ur hennar fór í stóran, þykkan jakkann. — Lifðu vel hérna í guðs blessun og gleymdu okkur ekki. Bíddu snöggvast, ég var með gjöf til þín, sagði hún og leysti upp pinkilinn. — Eg var hjá prestskonunni í gær, og hún gaf okkur fátæklingunum dálítið. Eg geymdi einn bitann til að gefa þér. Og gamla konan rétti malar- anum sneið af mjúkri piparköku. — Vertu ekki að þessu, hvæsti malarinn og ýtti höndinni frá sér. Það kom fát á gömlu konuna og hún missti kökubitann, svo sneri hún frá ’og haltraði niður að stíflunni. Þetta var ömurleg stund. Munkarnir fórnuðu upp höndunum og hrópuðu af skelf- ingu. Jafnvel fyllirafturinn Jevsei varð sem steini lostinn og starði á húsbóndann. Það hefir ef til vill verið við- bragð munkanna og stráksins; er hafði áhrif á malarann, eða ef til vill var það einhver tilfinning, sem lengi hafði legið grafin djúpt niðri í hugskoti hans, sem nú vaknaði úr dái. Það var líkast og þjáning færi um andlit hans. Josephine-Charlotte prinsessa af Belgíu og Jean stórhertogi af Luxemburg sjást hér á leið til guðsþjónustu í Briissel. Var hún haldin til heiðurs belgíslsu konungsættinni. Þetta var í fyrsta skipti, sem þau komu fram opinberlega eftir trúlofunina 7. nóvember s.l. — Mamma .... mamma mín. .! kallaði hann. Gamla konan nam staðar og leit við. Malarinn stakk hendinni í vasann og dró upp stóra peninga- buddu úr leðri. — Hérna! tautaði hann og tók upp seðlabúnt úr buddunni. — Nokkrír silfurpeningar höfðu villst inn á milli seðlanna. — Líttu á, taktu þetta! Hann hringsneri seðlunum í hendinni, af einhverri ástæðu leit hann á munkana, sneri peningun- um einu sinni enn í lófanum. Seðl- arnir og silfurpeningarnir runnu á milli fingranna á honum ofan í budduna aftur. Aðeins einn ör- lítill silfurpeningur varð eftir í lófanum. Hann horfði lengi á hann, neri hann milli fingurgóm- anna, andvarpaði, kafrjóður í andliti og rétti móður sinni pen- inginn. * MISSTI MINNIÐ. — Maður nokkur frú Strasbourg fór nýlega til Metz, en þar átti hann að taka við stöðu. Rétt eftir að hann var kominn til Metz rakst hann á betlara, sem bað hann um ölmusu. — Strasboourgarmanninum fannst betlarinn minna sig mjög á mág sinn, sem, ekkert liafði spurst til í 11 ár, svo að hann fór með hann til lögreglunnar og hún sendi mann- inn til Strasbourg. Þar sannaðist að þetta var liorfni mágurinn. Hann hafði verið kvaddur í lierinn í sept- ember 1939 og særðist skömniu síðar. Iiann var útskrifaður af spítalanum en var nú alveg minnislaus. Á frönsku herskýrslunum var liann talinn meðal horfinna hermanna. Og undanfarin 11 ár hefir liann lifað á betli og á þvi að fara smásnúninga fyrir fólk. „LÍKIÐ GAF SIG FRAM. — í Council Bluffs skýrðist dularfullt vandamál nýlega á þann hátt að „lik“ kom á lögreglustöðina og kynnti sig sem Robert Peterson. Peterson hafði ekið út af aðalveginum skamrnt frá Council Bluffs, til þess að koma^t hjá áakstri, og bíllinn tók 15 metra loftstökk og lenti svo á rafleiðslustólpa og ofán i skurð. Þegar lögreglan kom á vett- vang gat hún hvergi fundið líkið i rjúkandi járnaruslinu, heldur aðeins eina skó. Nú var leitað allt um kring en hvergi fannst líkið, og leiddi lög- reglan ýmsar getur að þessu þangað til Peterson kom. Hann var að visu neflaus, en ómeiddur að öðru leiti. Skórnir sem fundust voru ekki þeir, sem liann liafði verið í. — HEYRNIN BJARGAÐI. — Mike O’ Connel frá Tredegar er námumaður og heyrir betur en fólk flest. Að minnsta kosti getur liann lieyrt það á hljóðinu frá sprengingum í nám- unni, hvort hætta sé á ferðum eða ekki. Eitt kvöldið sat hann heima lijá fjölskyldunni, konu og 11 börn- um. Allt í einu heyrði hann það, sem námumenn kalla „steinleka“. — Hann rak í flýti fjölskylduna út úr húsinu og rétt á eftir lirundi það til grunna. —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.