Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1953, Blaðsíða 4

Fálkinn - 16.01.1953, Blaðsíða 4
ALLEGAN vormorgun árið' 1187 þyrptist öll Lun- dúnaborg út á Finsbury Field, en á þeim víðu völlum voru fiinar kon- unglegu burtreiðar háðar. Nú átti að keppa í bogfimi þar, og höfðu mikl- ar sögur farið af iþvi hve dýrmæt verðlaun sigurvegararnir ættu að liljóta. Það var tilkomumikil sjón að horfa y.fir völlinn. Á þrjá vegu höfðu verið settar upphækkandi bekkja- raðir með skrautlegum stúkum handa konungsfólkinu og aðlinum fyrir annarri hliðinni miðri. En á fjórðu liliðina voru tjöld með alls konar lit- um. Hver bogamannasveit hafði silt tjald. Fólksfjöldinn var fyrir löngu kom- inn í sæti sín og beið með óþreyju, þangað til stóra hliðið hjá tjöldunum var allt i einu opnað upp á gátt. Kall- ari í gullbryddum skarlatsklæðum kom inn, ríðandi hvitum hesti. Lét hann lúður sjnn gjaila og komu nú sex fánaberar ríðandi inn á völlinn og svo sjálf konungshjónin. Á eftir Hinrik II. og Eleanor drottningu komu synir þeirra tveir, Ríkliarður, sem síðar var kallaður ljónshjarta og Jó- Itann, sem kunnur er i sögum undir kenninafninu landlausi. Þau settust í konungsstúkuna öll fjögur, og nú hófst keppnin en fagnaðarlætin gullu við frá fjöldanum. Hinir miklu yfirburðir Englendinga í skotfimi með langboga höfðu síð- ustu hundrað árin fært þeim marga sigra á meginlandinu, og í dag voru þarna saman komnir allir bestu boga- menn landsins til úrslitakeppni. Kon- ungurinn varð æ broshýrri eftir því sem bogmennirnir úr varðsveit lians sköruðu meira og meira fram úr öllum liinum, og hann varð enn lirifnari en aðrir áhorfendur er eftirlætisgoð lians tvö, þeir Gilbert og Tepus stóðu að lokum sem sigurvegarar. Fagnandi laut hann að drottningunni. Ilún hafði upp á síðkastið oft ymprað á því að til mundi vera sá bogmaður er sigrað gæti Gilbert, og þetta hafði konungi gramist mjög. — Þarna sérðu, sagði hann hreyk- inn. — Enginn getur sigrað mína menn. Þeir eru bestu bogmenn i heimi. Eg slcal veðja fimm hundruð pundum um það! — Eg tek þvi og veðja sömu upp- hæð um mína menn, sagði drottning- in öllum á óvænt og benti Marian Fitzwalter hirðmey sinni, sem sat i stúkunni rétt hjá. —• Þína menn?' Hinrik konungur horfði á drottn- inguna eins og álfur úr hól. En hún vildi ekki gefa neina skýringu. — Mér ieiðist orðið ailt þetta gort af Gilbert og Tepus, sagði liún bara. — Þess vegna bað ég Marian um að ná í tvo vini sína, sem ég hugsa að geti sýnt bogamönnunum þínutn í tvo heimana. Hún hvislaði nú einhverju að Mari- an og síðan hvarf hirðmærin á burt. Undrunarkliður heyrðist frá mann- fjöldanum þegar kallarinn kom fram á ný og tilkynnti að úrslitakeppni skyldi fara fram milli sigurvegaranna og tveggja manna, sem drottningjp hefði valið. Hverjir voru þessir menn? Fólk ræddi um það i óða önn, en svo varð allt hljótt í einni svipan. Hlið- ið opnaðist og inn komu tveir menn en á undan þeim kona ríðandi. Þau stefndu beint að konungsstúkunni. Fólk þekkti von bráðar konuna — hún var engin önnur en Marian Fitzwalter, hirðmær drottningarinn- ar og dóttir jarðsins af Huntingdon. En enginn þekkti mennina tvo. Annar þeirra var grannur vexti og bar sig eins og aðalsmaður, hinn var risi að vexti svo að alls staðar hefði verið tekið eftir honum. Báðir voru þeir i grænum veiðimannaklæðum og höfðu að vopni boga og örvar og stutta veiðihnífa. Þeir tóku ofan líúfurnar og lineigðu sig djúpt fyrir konungs- hjónunum, síðan hjálpuðu þeir Marian af baki. — Yðar liátign, sagði hún við drottninguna. — Þetta eru mennirnir sem þér senduð mig eftir. Þeir eru komnir hér til að bera liti yðar í samkeppninni. Eleanor drottning laut fram og gaf hvorum þeirra um sig mittisband, grænt með gyllingu. — Robert Fitzooth! sagði hún hátt og skýrt við grannvaxna manninn. — Eg þakka þér og vini þinum fyrir þennan greiða! — Robert Fitzooth! Það er Robin Hood og einn af útilegumönnum hans! var nú hvíslað frá eyra til eyra í öllum liópnum. Og sumir þóttust geta sagt með vissu, að risinn sem fylgdi honum væri enginn annar en Jón kuggun, hinn nafntogaði *trúnaðar- maður Robins Hood, sem ge'kk honum næstur að völdum. I nokkur ár höfðu hinar furðuleg- ustu sögur um Robin Hood og afrek lians flogið landsendanna á milli. All- ir vissu að hann hét réttu nafni Ro- bert Fitzooth og að faðir hans hafði verið konunglegur yfirskógarvörður Sberwoodskóganna við Nottingham. En föður hans hafði verið bolað burt fyrir róg voldugra manna, og Robin hafði orðið að flýja og leggjast út i skógunum eftir að hann hafði vegið mann, er hann átti hendur sinar að verja. Smám saman höíðu aðrir út- lægir menn safnast kringum hann, og höfðu þeir stofnað ræningjaflokk sem aldrei hafði átt sinn líka. Þeir rændu vitanlega menn sem áttu leið um Sherwoodskógana, en aldrei aðra en þá sem fengið höfðu auð sinn með óheiðarlegu móti, og Robin gaf ávallt peningana sem hann hafði rænt, fátækum mönnum og þurfandi. Borg- arstjórinn í N’ottingham hafði hvað eftir annað gert út her manns til að handsama útlagana, en alltaf hafði farið svo að þeir voru ginntir eins og fifl. Útlagarnir voru jafn kænir og þeir voru djarfir og fimir með bogann. Um Robin var sagt að hann væri frábær skytta, en samt voru þeir fáir sem trúðu að hann gæti staðið þeim Gilbert og Tepus snún- ing. Allir héldu niðri í sér andanum af eftirvæntingu og horfðu á konung- inn. Hann var orðinn sótsvartur af reiði og sneri sér nú snöggt að drottningunni. — Er það satt sem þú segir, að þetta sé Robin Hood? — Já, svaraði drottningin. — Og ég hefi gefið honum konungslieit um að hann megi fara frjáls ferða sinna eina viku. — Eg verð að halda það loforð, sagði konungurinn og reyndi að bæla niðri í sér bræðina. — Við skulum láta keppnina byrja. Það var illgirnisleg tilhlökkun í röddinni þegar hann sagði þetta. Auð- sjáanlega bjóst hann við að bogmenn lians mundu gefa drottningu og skóg- armönnunum það svar er þau seint mundu gleyma. Ný skotskifa var sett upp og Tepus skaut fyrstur. Fyrsta örin lians hitti rétt utan við svarta blettinn í miðju, önnur innan við brúnina á honum og sú þriðja beint í miðju. Þetta var ágætt afrek því að færið var langt, og fólk gerði góðan róm að. Nú gekk risinn Jón kuggur fram. Fyrstu tvær örvar hans lentu rétt fyrir innan örv- ar Tepusar, sú þriðja beint í miðdep- ilinn við siðustu örina hans. Þetta var aðdáanlegt, en fögnuðurinn komst í algleyming er Gilbert skaut öllum sínum örvum í niiðdepilinn á nýrri slcífu. Engum datt í hug að liægt væri að gera betur, þó að örmjótt bil væri í miðju á milli örvanna. — Vel af sér vikið, Gilbert! sagði Robin Hood og lyfti boganum sinúm. — Ef þú liefðir getað skotið einni örinni þinni þarna, annarri þarna og þriðju þarna, þá hefðir þú getað kall- að þig besta bogmann i Englandi. Þessi gamanyrði drukknuðu alveg i fagnaðarlátum þeirra sem horfðu á. Því að nú komu örvaskot sem tóku öllu fram. Tvær fyrstu örvarnar lentu hlið við hlið inni á milli örva Gil- berts, en sú þriðja fleygaði sig milli hinna tveggja fyrstu, svo að í fjar- lægð virtust örvarnar þrjár vera eins og ein stór. Konungur stóð upp og var hinn reiðasti, rigsaði á burt frá drottning- unni án þess að mæla orð, settist á bak hesti sínum og reið burt og synir hans og lífvörður nieð honuin. En þetta dró ekkert úr fögnuði fjöldans, og Marian var öll eitt bros er hún stóð við filið drottningarinnar meðan hún var að afhenda verðlaunin, sem Rohin Hood og Jón kuggur fengu. Hirðmærin hafði verið leiksystir Robins meðan þau ólust upp, þangað til liann var gerður útlægur. — Það er ráðlegast að þið riðið sem fyrst inn í Sherwoodskóga aftur, sagði drottningin. — Hans hátign mun að vísu virða þá friðhelgi sem ég hefi veitt ykkur, en liann er reið- ur og mun vafalaust leggja kapp á að ná i ykkur undir eins og friðhelgi- tíminn er liðinn. Eg lieiti ykkur þvi að ég skal siðar gera allt sem mér er unnt til að bliðka hann, og þegar á reynir býst ég við að hann muni náða aðra eins bogsnillinga og þið eruð. Þau Robert og Marian skildu með miklum trega, en vonuðu að fá að sjást bráðlega aftur. En örlögunum þóknaðist ekki að haga þvi svo. Það gekk ekki eins greitt og drottningin hafði haldið að sefa reiði konungs- ins, og árið 1189 varð hann bráð- kvaddur og Ríkharður Ijónshjarta, sonur hans, settist í hásætið. Nú af- réðu útilegumennirnir í Sherwood- skógum að sækja um náðun. Þeir höfðu bestu trú á Ríkharði, eins og allur almenningur, og töldu víst að liann mundi verja almúgann gegn á- gengni voldugra hrappa. En Rikharð- ur fór krossferð áður en þeir gátu komið umsókninni á framfæri, og Jó- liann bróðir hans, hinn versti mað- ur, tók við ríkisstjórninni. Nú varð ofbeldi höfðingjanna verra en verið bafði nokkurn tíma áður og nýir hóp- ar útlægra manna leituðu á náðir Robins Hood. Hetjudáðir hans voru færðar i frásögur, og nýjar sögur af afrekum hans og félaga hans — Jóns kuggs, Villa rauða og bróður Tueks — flugu landsendanna á milli. Marian Fitzwalter var ein þeirra sem varð fyrir ofsóknum Jóhanns landslausa. Eftir að hann hafði rekið fö$ur 'hennar í dauðann og gert allar eignir hans upptækar, fór hann að líta girndarauga til hennar sjálfrar. Henni var því nauðugur einn kostur að flýja, og einn haustdag náði hún fundi Robins Höod i Sherwood-skóg- unum. Útilegumennirnir tóku henni með miklum fögnuði, og í gömlu hetjuljóðunum segir frá hvernig hún tók þátt í ýmsum hættulegustu ferð- unum þeirra, og klæddist þá jafnan karlmannshúningi. Það var lika hún, sem að lokum þekkti hinn kynlega gest, sem ári síðar fór að gera vart við sig í Sherwoodskógunum. Þessi duiarfulli maður var tvimæla- laúst mjög tiginn, því að framkoma hans var öll með svo miklum ágætum að menn báru lotningu fyrir honum. Ekki vottaði fyrir ótta i svip lians er útilegumennirnir umkringdu hann, og hann lét þá fara með sig i felu- stað þeirra án þess að sýna nokkurn mótlþróa. En hann var ófáanlcgur til að segja til nafns síns, og Robin Hood gafst loks upp við að hafa það upp úr honum. Hins vegar var honum boðið að taka þátt í einni hátiðinni sem útilegumennirnir voru orðnir frægir fyrir. Hinar ágætustu kræsing- ar voru bornar fram kringum bál, sem gert var i skóginum, sögur voru ^ sagðar og sungin kvæði og leikið á lút, og á eftir höfðu útilegumennirnir skotkeppni með þeim ágætum að ó- kunni gesturinn varð orðlaus af undrun. Það leyndi sér ekki að hann notaði bæði augu og eyru, og sér- staklega eftirtektarsamur varð hann þegar talið barst að Jóhanni prins og öllum bellibrögðum lians. — En hvaða álit liafið þið á Rik- harði? spurði hann upp úr eins manns hljóði. — Honum erum við trúir og fyrir hann erum við fúsir að fórna lífi okkar, sagði Robin með áherslu. — Þegar liann kemur aftur frá landinu helga ætlum við að biðja hann um að náða okkur og ganga i þjónustu hans ef hann vill við okkur taka. Allir útilegumennirnir tóku undir þessi orð með fögnuði. Það fór bros um alvarlegt andlit gestsins, og nú rétti liann úr sér. — Er þá enginn hér sem þekkir mig? spurði hann hátt og snjallt. Þá var eins og liula væri dregin frá augum Marian. — Þetta er Rikharður konungur sjálfur! hrópaði liún með óttabland- inni gleðirödd. — Þér liafið breytst Robin Hood Frá því á miðöldum og fram á vora daga hafa sagnirnir um Robin Ilood (Hróa hött) og kappa hans notið frábærra vinsælda i Englandi. Flestir telja Robin Hood sögulega persónu og sagnirnar um hann eru ágætt kvikmyndaefni. Og Walt Disney hefir gert mynd um hann, sem þó er ekki alls staðar í samræmi við söguna. En hér verður sagan sögð efíir gömlu heimildunum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.