Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1953, Blaðsíða 14

Fálkinn - 16.01.1953, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN KROSSGATA NR. 888 Aftttti honungamir eigo góða dogn. Lárétt skýring: 1. & 5. stjarna þessarar krossgátu, 10. vera á valdi Morfeusar, 12. söngla, 13. líkamshluti, 15. aga, 17. póll, 19. straumkast, 21. óæðri endi, 23. sálar- spegill, 24. skel, 26. hjúkrunarfélag í Reykjavík, 28. vefnaðarvara, 29. hengi, 31. fljót (flt.), 33. reykvískur bryti (upphafsstafir), 34. tíndi, 35. áburð- ur, 37. tveir óskyldir, 39. mikið kross- gátugoð, 40. peningar, 42. óhreinka, 44. danskur málfræðingur og íslands- vinur, 48. skógargoð, 49. ókyrrð (þf), 51. öryggisioka, 53. tvenning, 55. traf (þf), 57. ná á sitt vald, 59. umdæmis- bókstafir, 60. botnfesta, 62. sjúkdóm- ur, 64. fljótsheiti, 65. litur (hvk.). Lóðrétt skýring: 1. framför, 2. einn Fjölnismanna (upphafsstafir), 3. ádráttur, 4. for- setning, 5. þyngdareining (skst.), 6. abessinskur höfðingjatitill, 7. bæta við, 8. vot, 9. hreinlætislindir, 11. merki, 14. fyrir skömmu, 16. flýtir, 18. strengir, 20. sbr. 11 lóðrétt, 22. fyrrv. alþm. (upphafsst.), 25. temur, 27. hráefnalind, 29. prýði, 30. sigl- ingatálmar, 32. gort, 36. ishröngl, 38. kvöð til bæja- og sveitafélaga, 41. ganar, 43. fæddur, 45. úttekið, 46. iagleg, 47. umkvörtun, 50. verður til við bruna, 52. sáðland, 54. skrifaði, 56. dvel, 58. fæða, 61. tveir samhljóð- ar, 63. tvihljóði. Flóð eru algeng fyrirbæri víða um Suður-Evrópu, og fólk verður að vera við því búið að flýja heimili sín fyrirvaralítið oft og tíðum. Hér sést ítölsk fjölskylda í Sora forða sér að heiman vegna flóða í ánni Liri. ÞAÐ fara ekki miklar sögur af öllum konungunum, sem hafa oltið úr sessi síðustu áratugina. Þeir eiga náðuga daga, einkum þeir sem hafa nóg að bita og brenna, og hafa engar áhyggj- ur af öllum viðsjánum í veröldinni því að nú bera þeir ekki ábyrgðina. Sumir þeirra voru sviptir öllum eign- um sínum, aðrir fengu lífeyri eða áttu inneignir erlendis, sem þeir hafa nú aðgang að. Konungarnir berast því misjafnlega mikið á dags daglega. Umberto fyrrum ítalakonungur er rikastur allra þessara Iiöfðingja. Hann á nú heima í Estoril i Portúgal, en þangað sækja uppgjafakonungar ef þeir liafa efni á þvi, og svo milljóna- mæringar. Uinberto hefir 20 herbergja íbúð og vinnufólkið hjá honum er 25 alls. Fólk ávarpar liann enn „yðar hátign" og yfirmaður þessarar hirðar, sem hann hefir um sig er fyrrverandi aðmíráll í ítalska flotanum. Umberto hefir úr nógu að spila, því að afi hans lagði um 80 milljón krónur inn í enskan banka hér fyrrum, og Um- berto nægja vel vextirnir af þeirri upphæð. Og auk þess hefir hann að- gang að mestum hluta af fúlgu, sem ítalska ríkið lét honum eftir og nem- ur um 140 millj. ísl. krónum. Svo að Umberto hefir ekki yfir neinu að kvarta, þó að vitanlega sé það munur að vera iðjuleysingi í Estoril og krónprins og konungur i Italíu. Konungstign Umbertos stóð að vísu ekki nema 26 daga. En þá átti hann 40 liallir og 150 veiðiskála og sveitabýli. Hann er orðinn 47 ára, en kvað ekki vonlus um að vinna ríki sitt og konungstign aftur. í Estoril er líka annar konungur, sem mikið var talað um* hér einu sinni, aðallega í sambandi við kvenna- mál. Það er Carol fyrrv. Rúmena- konungur. Hann lifir þarna við alls- nægtir ásamt síðustu konu sinni, madame Lupescu, sem nú er orðin svo fín að hún er ávörpuð „Helena prinsessa". Carol lifir þó um efni fram og hefir orðið að selja ýmis- legt fémæti, meðal annars úr frí- merkjasafni sínu, sem var afar stórt og fágætt. Hann hefir t. d. selt sænska þrískildings merkið, sem hann keypti fyrir mörgum árum af sænskum safn- ara fyrir 100.000 krónur. En eigi er kunnugt um söluverðið. Þriðji konungurinn sem lifir í alls- nægtum er Zog af Albaníu. Hann á glæsilega höll, sem hann býr í með drottningu sinni, Geraldinu hinni ungversku. Hann hefir lifað lengst l>essara þriggja i útlegð, því að hann varð að flýja land þegar ítalar réðust inn i Albaníu í byrjun styrjaldarinn- ar. Honum tókst að hafa á burt með sér þrjár gullkistur er hann flýði og eignir hans eru taldar um 70 milljónir lcróna, og er það laglegur skildingur, þegar á það er litið að faðir Zogs var enginn auðkýfingur heldur réttur og sléttur ræningjaforingi. Michael, siðasti Rúmenakonungur, sonur Carlos er fátækastur hinna flúnu konunga. Þegar Stalin neyddi liann til að segja af sér og flýja land átti hann um 110 milljón króna sér- eign. Kommúnistastjórnin gerði þetta fé upptækt og vitanlega þær 150 'hall- ir, sem hann hafði umráð yfir, og hann flýði slyppur og snauður. Sama er að segja um Pétur Júgó- slavakonung, sem nú á heima í litlu liúsi skammt frá Genf, ásamt konu sinni og sjö ára gömlum syni þeirra. Þegar Þjóðverjar lögðu undir sig Júgóslavíu í byrjun stríðsins flýði Pétur til Englands. Eftir stríðið fékk hann fyrst í stað um 450.000 krónur á mánuði í eftirlaun og sárabætur hjá stjórn Júgóslava, en nú fær hann ekki eyri þaðan. Pétur gerðist um tíma bílasali i New York, en dugði ekki til þess. Simeon fyrrv. Búlgarakonungur er 14 ára og varð konungur 6 ára eftir Boris föður sinn, sem dó með grun- samlegum hætti rétt eftir að liann hafði heimsótt Hitler í Berchtes- gaden. Franco bauð Simeoni og Ju- önnu móður hans til Spánar og elur önn fyrir þeim. Leopold Belgíukonungur sem sagði af sér í fyrra, er sá eini sem ekki er útlægur. Hann á miklar eignir og getur gert það sem hann lystir. Oltið hefir á ýmsu fyrir hertog- anum af Windsor síðan hann lét af konungdómi 1936. Þau hafa átt heima víðsvegar í Ameríku, frú Simpson og hann. Við Miðjarðarhaf, í Frakklandi og á Bermdaueyjum. Þau hafa all- góðar tekjur, sem gera þó ekki betur en að hrök'kva til þvi að bæði eru eyðslusöm. FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - Afgreiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út á föstudögum. Áskriftir greiðist fyrirfram. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavár Hjaltested. - HERBERTSprent. Hinar lieimsfrægu Píanóharmonikur Orfeo — Borsini og Artiste nýkomnar, 120 bassa með 5—7 og 10 hljóðskiptingum. Verð frá kr. 3975, með tösku og skóla. — Tökum not aðar harmonikur sem greiðslu upp i nýjar. Höfum einnig mikið úrval af notuðum harmonikum fyrirliggjandi, allar stærðir. Verð frá kr. 650,00. Hjá okkur getið þér valið úr 14 tegundum. — Verð við allra liæfi. — Sendum gegn póstkröfu. Verslunin Tlm Njálsgötu 23. — Sími 7692.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.