Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1953, Blaðsíða 2

Fálkinn - 23.01.1953, Blaðsíða 2
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS: oróiðfecýum „Hreint ferskt hör- und er undirstaöa feguröar Verndiö þaö eins og ég geri, meö því aö nota Lux-sápuna“ segir Ann Todd. ^bít^ Verndið húðina með þvi að nota Lux-sápuna reglulega eins og Ann Todd, hin yndislega kvikmyndastjarna hjá J. Arthur Rank kvik- myndafélaginu, gerir. Dagleg andlitssnyrting með Lux-sápunni gerir hörundið hreinna og ferskara — undirstaða fegurðarinnr- ar! Hyljið andlit yðar með hinu rjóma- mjúka Lux löðri og nuddið vel. Skolið fyrst með volgu, því næst úr köldu vatni, þurrkið vel. Húðin öðlast nýja fegurð — fegurð kvikmynda- stjarnanna. LUX HANDSÁPA Hin ilmandi sápa kvikmyndastjarnanna A LEVER PRODUCT X-LTS 757/1-151-50 Árbók landbúnaðarins er nauðsýnleg öllum, sem’vilja fylgjast með hag og gengi íslensks landbúnaðar. Af efni síðasta árs má nefna: Yfirlit um landbúnaðinn 1951. Kornrækt, m. a. nefndarálit um það mál. Um fjárfestingu í landbúnaði. Iðnaður úr landbúnað- arvörum. Skurðgröfur að verki, eftir Árna G. Eylands. Um starfsemi Framleiðsluráðsins. Hvernig á að reka ísl. land- búnað? Verðlagsgrundvöllur landbúnaðarvara 1952/1953. Efnahagur íslenskra bænda. Margs konar skýrslur og skýr- ingar um mjólkur- og kjötframleiðsluna. Fréttaþættir frá útlöndum s.s. Hámarksverð á kjöti í Noregi, Danmörku og víðar. Búlgarskt skyr í Bandaríkjunum. Landbúnaður Sovétríkjanna 1951. Framl. og sala mjólkur í Bandaríkj- unum. Samningur Breta og Ástraiíu um verð á kindakjöti. Niðurgreiðslur á matvælum í Bretlandi. Kostnaður og fjár- reiður landnámsins nýja í Finnlandi. Uppskera í Banda- ríkjunum s.l. haust. Notkun tilbúins áburðar í Bandaríkj- unum. Bandaríkin og hveitimarkaðurinn. Verður voldugt ráðuneyti lagt niður? Þetta er aðeins úrdráttur úr efnisyfirliti Árbókarinnar s.l. ár. Af Árbókinni eru nú komnir út 3 árgangar og fást þeir allir hjá útgefanda. Bókin kemur út fjórum sinnum á ári. — Áskriftarverð aðeins 25.00 kr. Gerist áskrifendur strax í dag. Framleiðsluráð landbúnaðarins Austurstræti 5, Reykjavík. Tilkynning til hluthafa Hér með skal vakin athygli á því, að samkvæmt 5. gr. samþykkta félagsins, skulu hlutabréf í félaginu hljóða á nafn eiganda, og skal stjórnin halda skrá yfir alla hlut- hafa, enda skal stjórn félagsins tilkynnt öll eigendaski'pti, sem verða á hlutabréfum félagsins og þegar um sölu er að ræða, þarf samþykki stjórnarinnar til þess að hún sé gild gagnvart félaginu. Til þess að unnt sé að framfylgja þessum fyrirmælum um nafnaskráningu hlutabréfanna, og að halda rétta nafna- skrá yfir alla hluthafa, er hér með skorað á alla þá, er eignast hafa hlutabréf í félaginu og ekki hafa enn látið skrásetja eigendaskiptin, að tilkynna aðalskrifstofu fé- lagsins í Reykjavík eigendaskiptin hið fyrsta og taka jafn: framt fram hvort um arftöku, gjöf eða kaup hlutabréf- anna sé áð ræða. Taka verður fram upphæð, flokk og númer hlutabréfanna, svo og nafn og heimilisfang fyrri eigenda þeirra. Eyðublöð undir tilkynningar þessar fást á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík, sem skrásetur eigendaskiptin. Það skal tekið fram, að fyrr en eigendaskiptin hafa verið skrásett, njóta hluthafar ekki fullra réttinda í félaginu samkvæmt 10. gr. samþykktanna, t. d. er ekki hægt að fá aðgang að aðalfundum félagsins, eða veita öðrum umboð til þess að mæta þar. Þá skal og bent á það, að enn eiga allmargir hluthafa eftir að skipta á arðmiðastofnum hlutabréfa sinna og fá afhentar nýjar arðmiðaarkir með arðmiðum fyrir árin 1943—1961, og er æskilegt að hluthafar athugi hvort þeir hafa fengið hinar nýju arðmiðaarkir, og ef svo er ekki, að klippa stofninn frá hlutabréfinu og skipta á honum fyrir nýjar, hið fyrsta. Stjórn H.f. Eimskipafélags íslands — -----------------------------—~ Þrír vísir menn. SýslumaSur var í fjallgöngu með syni sínum. Þeir höfðu fengið bónda sér til fylgdar og sonurinn þreyttist ekki á að skopast að bóndanum. Eitt skiptið, sem þeir settust niður til þess að hvíla sig, fannst bóndanum piltur- inn ganga full langt. — Jæja, hér sitjum við þá, þrír vís- ir menn, sagði bóndinn. — Nú, já — hvernig það, spyr sýslu- maður. — Þú ert sá fyrsti — og þú ert rétt- vís, sagði bóndinn. — Og annar? — Það er ég — ég er vegvís. — Og sá þriðji? — Hann sonur þinn — liann er fá- vís.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.