Fálkinn


Fálkinn - 23.01.1953, Blaðsíða 11

Fálkinn - 23.01.1953, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 GRÁR ULLARKJÓLL. Nýjasta eftirlætishugmynd franska tískuteiknarans Jean Desses er að koma fyrir fellingum um axlirnar, og flestir „modelkjólar" hans eru prýdd- ir einhverju afbrigði af þeirri hug- mynd. Þessi einfaldi grái ullarkjóll, s'em hér er sýndur, er auk þess prýddur stykki úr efninu, sem lagt er yfir herðarnar. Pilsið er lagt í laus föll undir svart rúskinnsbeltið. Fegrun hörundsins. Andlitsliörund okkar kvennanna cr ákaflega mismunandi, og má með réttu scgja að engum tveim konum dugi nákvæmlega sama meðferð þess. Sumar geta haldið því fögru með köldu vatni með eða án sápu, en aðr- ar fá hrukkur og þurra húð af þeirri meðferð, þótt enginn munur sé sjá- anlegur á húð þeirra í upphafi. Krem- tegund sem ein kona hefir mjög góða reynslu af og fær vinkonu sína til að prófa getur valdið bólum á andliti þeirrar síðarnefndu, — þótt ekkert sé athugavert við k-remið í sjálfu sér, vegna þess að einstaka konur eru of- næmar fyrir efnum sem notuð eru i góð næringar- og hreinsunarkrem. Það er því nauðsynlegt að þreifa sig áfrani með hvað lientar best því liörundi, sem hver einstök hefir lilot- ið i vöggugjöf. Sumum tekst skjótt að komast að niðurstöðu, aðrar verða að gera margar tilraunir — og hyrja nýja aðferð um leið og húðin verður of þurr, eða breytir sér á annan hátt. Sé húðin orðin svo þurr að andlits- duftið verður eins og sjáanlegt hreist- ur á andlitinu, er timi til kominn að reyna nýja aðferð. Reynið að nudda lítið eitt lituðu (eða venjulegu hreins- unarkremi) „dagkremi“ inn í húðina, vætið siðan fingurgómana undir kalda vatnskrananum og bleytið með þeim allt andlitið. Berið andlitsduftið á áður en húðin er alveg þurr og lítið svo i spegil eftir stundarfjórðung. Það eru miklar líkur til að húðin hafi nú liinn slétta, mjúka gljáa sem yngir konuna mildu meira í útliti en hin þurra matta púðrun. Augun verða skærari ef þau eru höfð opin i hvert skipti sem þér þvoið yður úr köldu (sápulaúsu) vatni, og eins mikið og þér þolið af vatninu Eiginkona skrifar: Við verðum að spara! Hræðilegir dagar eru fram undan. Maðurinn minn var að enda við að segja, „það þarf að mála hjá okkur í vor. Við verðum að reyna að draga úr útgjöldum.“ Eg veit að nú koma liræðilegir dagar, þvi að við fáum þessi köst oft á ári og ég veit full- komlega á hverju ég á von. Versti gallinn á eiginmönnum er sá það þeir halda að með þvi að segja: „Við verðum að spara“ sé hægt að vinna eitthvert fjárhagslegt kraftaverk. Þegar ég svo segi „Hvern- ig?“ svarar liann: „Eg dreg úr reykingunum. Tuttugu á dag gera 70 kr. á viku. Ef ég reyki bara tíu spörum við 35 kr. á viku.“ Hvað skeður. Hann reykir sinar tiu fyrir hádegi og gengur svo um eins og grenjandi ljón það sem eftir er dagsins og segir: „Eg er svangur — er ekkert til að borða á heimilinu?" 1 vikulokin höfum við eytt því, sem sparaðist á tó'baksbindindinu, og meira til í aukin matarkaup. Næst reynir hann aðra hugmynd. „Við skulum alltaf tína saman smá- aurana og láta þá í mjólkurflösku. Þegar liún er full hljótum við að liafa sparað lieilmikið.“ Hvað skeður? Sá er galli á gjöf Njarðar, að mun auðveldara er að tæma mjólkurflösku en fylla liana. Það bregst ekki að, þegar búið er að hylja botn flöskunnar af smáaurum, koma óvænt útgjöld og flaskan tæmist. Hann gefst upp á þessu og snýr sér að mér. „Getum við ekki lækkað matarútgjöldin?“ segir hann. Hvað skeður? Eg fæ honum inn- kaupatöskuna og skömmtunarseðlana og segi: „Gjörðu svo vel, elskan mín. Reyndu það.“ Og þeirri sparnaðartilraun er ]>ar með lokið. Hann lítur kringum sig í örvæntingu og segir: „Við verðum að spara rafmagnið og heita vatnið.“ Hvað skeður? Hann gengur um og slekkur ljósin alls staðar, hann slekk- ur jafnvel undir pottunum á eldavél- látið fara í augun. Eins og allir vita er þetta líka ágæt aðferð til að lirista af sér morgundrungann og syfjuna á morgnana. Að endingu skal hér getið einnar fegrunaraðferðar sem margar hafa góða reynslu af og allir geta veitt sér. Drekkið þrjú glös af soðnu kældu vatni á dag, það á að hreinsa líffærin og bæta meltinguna og skapar kon unni þar af leiðandi bjartan litar- hátt og skær augu. HÚN SAGÐI NEI. — Það kemur fyrir þótt ekki sé það oft, að brúðurin segir nei þegar presturinn spyr hvort hún vilji manninn, sem lijá henni stend- ur, og lifa með honum i meðlæti og mótlæti. Meðal annars gerðist þetta nýlega í þorpi í Austurríki. Brúðurin sagði nei þegar hún var spurð, og inni. Eftir nokkra hörmungardaga kulda og myrkurs steypist ég niður stigann eitt kvöldið með mjólkur- könnu í hendinni og mjólkin hellist yfir nýja gólfteppið á ganginum. Þegar lniið er að kaupa nýja mjólk- urkönnu Ög borga auk þess hreinsun á teppinu er þessi sparnaðaraðferð dæmd óhæf. Næsta úrlausn er: „Við verðum að hætta að fara út að skemmta okkur. Við ættum að geta haft það gott heima.“ Hvað skeður? í hálfan mánuð sit ég og staga fatnað og plögg á hverju kvöldi og horfi á liann dotta yfir bók í hægindastólnum. Loks segi ég: „Þetta get ég ekki afborið lengur." Hann svarar: „Ekki ég heldur. Hugsaðu þér nú alla peningana sem við erum búin að spara — nú skulum við fara út og skemmta okkur kon- unglega." Seinna komumst við að raun um, að þessi konunglega skemmtun kostar okkur tvisvar sinnum meira en hinar venjulegu kvikmyndahússferðir tvisv- ar í viku. Að lokum færir hann þyngstu fórn- ina og segir hátíðlegur á svip: „Eg hætti að taka þátt í getraununum." Hann fylgdist með úrslitunum eins og venjulega á laugardögum. Þriðja laugardaginn þýtur hann upp úr stóln- um og segir: „Eg vissi alveg að svona myndi það fara. Hefði ég nú tekið þátt í þeim hefði ég grætt 700 kr.“ Hann getur ekki afborið það að fara á mis við svo mikla peninga. Svo hann neyddist til að vera með næstu viku — og næsta laugardag böl- sótaðist liann yfir úrslitunum eins og venjulega. Þetta eru sem sé ástæðurnar fyrir því að ég geri mér ekki miklar vonir um árangur af „sparnaðarherferðum" hans. Nú, jæja, ég býst við að ]>að endi með að við verðum að mála sjálf lijá okkur i vor! bætti því við að hún hefði látið undan fortölum foreldra sinna, en væri þvert um geð að ganga í eina sæng með brúð- gumanum, enda var hann kominn yfir sextugt. — En brúðguminn var ekki af baki dottinn. Hann sneri sér til brúðkaupsgestanna og spurði livort nokkur kona væri i hópnum, sem viidi eiga hann. Og á augnablikinu kom ein af fyrrverandi ráðskonum hans og gaf sig fram. Ilún hafði verið hjá honum fyrir tiu árum og þá hafði hann beðið herinar en hún sagt nei, en nú gat hún ekki stillt sig. Og svo var lýst fyrir nýja parinu og eftir fjórar vikur voru þau pússuð saman. Það er vafalaust að ég hefi unnið til þess að eignast óvinina, sem ég á, en ég held varla að ég liafi verðskuld- að vini inínasegir WALT WHITMAN. KÖFLÓTTUR DAGKJÓLL. Þessi hentugi dagkjóll er úr köflóttu ullarefni í svörtum, hvítum og sterk- bláum litum. Hann er hár í hálsinn og án kraga, ermar langar en þeim ýtt upp fyrir olnboga. Pilsið er að- skorið um mjaðmir en víkkar niður í fellingar að framan og aftan. f beltið er komið fyrir stórum klút úr sama efni og kjóllinn. Kökur. SYKURKAKA: 4 egg. 180 gr. sykur. 70 gr. liveiti. 70 gr. kartöflumjöl. 1 teskeið lyftiduft. Egg og sýkur er hrært í hrærivél ca 5 minútur. IJveiti, kartöflumjöli og lyftidufti blandað vel saman og bætt út í. Síðan er öllu hrært saman með sleif. Deiginu rennt í smurð lagköku- mót sem raspi hefir verið stráð í. Bakist í meðalheitum ofni ca. 30 mínútur. Á milli tertulaganna má hafa hvort sem er vanillukrem, smjörkrem eða ávaxtamauk, en ofan á tertuna er ákaflega Ijúffengt að hafa karamellu- húð og fer uppskrift iliennar liér á eftir. KARAMELLUHÚÐ: (Toffee frosting). 2 dl. rjómi, 125 gr. sykur. 2 matsk. sýróp. 30 gr. smjör (smjörliki). 1 teskeið vanilludropar. Sykur, sýróp og rjómi látið hitna og sjóða við hægan hita. Þegar það er farið að þykkna er smjöri og van- illu bætt í. Hrært vel í á meðan. Sé karamelluhúðin í þynnra lagi er gott að láta liana kólna lítið eitt áður en henni er hellt yfir kökuna. Drengurinn kom heim óhuggandi eftir fyrsta daginn sinn i skólanum. „Eg fer aldrei i skólann aftur“. sagði liann einbeittur. „Hvers vegna ekki?“ spurði mamma. „Ekki kann ég að lesa, og ekki kann ég að skrifa“ sagði dreng- urinn, „og svo leyfir kennarinn mér ekki að tala.“ /

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.