Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1953, Qupperneq 5

Fálkinn - 13.02.1953, Qupperneq 5
FÁLKINN 5 Ccynivopn Joe Smiih Lauslega þýtt úr Readers Digest. JOE SMITH var 'liæggerður og rólynd- ur maður um fimmtugt. Hann var fréttamaður hjá blaði i New York og skrifaði hversdagslegar greinar um störf ýmissa undirnefnda innan vé- banda Sameinuðu þjóðanna. Smitih var kvæntur og átti fjögur börn. Var 'hann þeim góður faðir. Hann átti stórt hús nálægt aðalbæki- stöðvum Sameinuðu þjóðanna á Man- hattan. Og hann hafði leigt tvö her- bergi manni að nafni Pyotr Votic- henko, þingfulltrúa frá einum hinna svonefndu aiþýðulýðvelda. Joe Smit'h hafði vonað, að sér tækist að kynnast Pyotr Votichenko eitthvað, en sú varð raunin á, að hann sá honum bregða fyrir örsjaldan utan byggingar Sameinuðu þjóðanna. í fyrstu hafði hann 'stöðvað hann öðru hverju á göngunum þar og boðið hon- um að 'borða með sér, en Votichenko hafði jafnan svarað hiklaust og án þess að brosa: „Nei.“ Herbergi Votichenkos voru ' alveg aðskilin frá ibúðinni sjálfri. Ætíð, þegar hann þurfti að hafa samband við Smith, til dæmis þegar hann þurfti að kvarta undan einhverju, notaði hann símann. „Halló," sagði hann, „það er Votichenko. Eg sá rottu i baðherberginu." Joe Smith kvaddi rottubana nokkrum sinnum á vett- vang með eyðingartæki sín, en þeir urðu aldrei neins varir. Leigjandinn átti líka til með að segja: „Það er Votichenko. Eg get ekki sofið fyrir hávaða í börnunuin yðar.“ Og Joe Smith sagði börnunum að framvegis mættu þau ekki vera með skvaldur eftir klukkan 9 á kvöldin. Smith var samt vanur að segja: „Góðvild og kurteisi vinna Votichenko brátt.“ En Votiohenko var ekki auðunninn. Kvöld eitt, þegar hann hafði verið leigjandi í húsinu í heilt ár, kom liann i fyrsta skipti inn i ibúð Smiths. Það var einkennilegt atvik. „Hvað! iHerra Votiohenko,“ sagði Smith og stóð á öndinni af undrun. „Og Weiss lögregluþjónn! Er nokk- uð að?“ Weiss var greinilega i vandræðum og vissi ekki, hvað hann átti eiginlega að segja þvi að hann þekkti Smith vel. „Mér þykir þetta mjög leitt,“ sagði hann. „Herra Votichenko hringdi á stöðina og bar fram kæru.“ „Kæru?“ sagði Smitli. „Eg skll ekki.“ Votidienko stóð við hliðina á lög- regluþjóninum og sagði ekkert. And- litið var rautt og augun ólundarleg. „Herra Votiohenko segir, að ein- hver hafi brotist inn i herbergið hans i dag.“ Smith hörfaði aftur á bak, eins og og ýmsar finar reikular oliur og sölt, en mjög lítið af sútunarsýru. Af henni er miklu meira i Brasilíukaffi, en þar er hins vegar aðeins Vt% af koffeini. 1 næsta blaði verður sagt frá með- ferð kaffisins i ýmsum löndum, og ennfremur frá hinum þjóðardrykkn- um: te-inu. hann hefði verið barinn. „Eg get ekki trúað þessu.“ „Mér finnst þú ekki iíklegur til þess að hafa gert það,“ sagði Weiss. „En mér var aðeins falið að aðvara þig, þar sem Votiohenko segir, að ekkert hafi horfið." „Herra Votichenko,“ sagði Smith, „trúið þér því í raun og veru —?“ Votichenko gekk burtu. Lögreglu- þjónninn starði á eftir honum, en leit svo spyrjandi og ráðleysislega á Smith. „Mér er þetta 'hulin ráðgáta," sagði hann. „En mér er skylt að taka tillit til ’hans, þar sem hann er sá, sem hann er. Góða nótt, herra Smith, og gleymum þessu.“ Smith fór aftur inn i dagstofuna og settist niður. „Jæja, aldrei hefi ég ....“ byrjaði konan hans. „Ekki ég heldur,“ sagði Smith. „En ég held, að ég 'skilji hann. Hann er hræddur.“ „Við hvað?“ spurði konan lians. „Við það, sem kann að verða sagt. Ekki hérna, heldur í heimalandi hans og meðal félaga hans, sem eru í sendi- nefndinni. Hann verður að kappkosta að sanna, að honum geðjist ekki að okkur. Hann verður að mynda skel utan um sig. „Joseph!“ hrópaði hún æst. „Jos- eph Smith, þú verður að koma þess- um manni út úr húsinu undir eins.“ „Eg skal tala við hann,“ sagði Joe Smith. Daginn eftir hitti Smith Votichenko á einum af göngunum i byggingu Sameinuðu þjóðanna. „Eg þarf að segja dálítið við yður,“ sagði Smith. Votiohenko hvessti augun, en stóð kyrr. „Sjáið þér til,“ sagði Smith. „Eg skil, að við getum ekki átt nein vin- samleg samskipti og þér verðið — eða yður finnst, að þér verðið — að gera vissar ráðstafanir. En ég vil að- vara yður. Engin lögregla oftar og ekkert slíkt ónæði.“ Votichenko horfði á hinn ákveðna, litla mann og yppti öxlum. „Ha!“ sagði hann. „Þér eruð nasistahundur.“ „Jæja,“ sagði Smith. „Eg er ekki að óska eftir því, að yður geðjist að mér eða fjölskyldu minni. En þér skuluð vara yður á þvi að leita eftir vandræðum." „Vara mig á hverju?“ sagði Votic- henko. Smith talaði rólega. „Mér er alvara. Eg gæti komið yður fyrir kattarnef.“ Hann tók sér málhvild og virtist telja á fingrum sér. „Eg gæti gert það með orðum. Ef til vill með tiu orðum. í kvöld ætla ég að nota tvö af þess- um tíu orðum.“ Blóðið þaut fram i kinnarnar á Votichenko, en samt reyndi hann að hlæja. „Þér lesið,“ sagði Smith spyrjandi. „Blöðin á ég við?“ Votichenko hélt áfram að hlæja. Siðla dags settist Smith niður við ritvélina sína og byrjaði að skrifa greinpum starfshætti undirnefndar þeirrar, sem fjallaði um menningar- sambönd rikjanna. Votichenko var fulltrúi i þeirri nefnd. „Hinn við- mótsþýði og elskulegi Votichenko, fulltrúi frá ....“ Kvöldið eftir sat Smith í dagstof- unni 'heima hjá sér, þegar síminn hringdi. „Halló! Það er Votichenko. Eg hefi lesið hina viðbjóðslegu lyga- sögu ykkar. Eg banna yður að nefna nafn mitt framar.“ „Það er ómögulegt að hlita því banni,“ svaraði Smith. „Eg hefi þegar skrifað framhaldið í blaðið á morg- un. Þar eru tvö orð, sem kunna að vekja athygli yðar. Góða nótt.“ Orðin, sem hann átti við, voru „tillögugóð- ur“ og „samvinnuþýður". Daginn eftir hringdi Votichenko aftur. Röddin var óttablandin, þótt bitur væri. „Herra Smith,“ sagði hann. „Eg banna yður ...'.“ „Banna?“ „Eg bið yður ....“ „Já, það orð fellur mér vel i geð.“ „Viljið þér vera svo góður að skrifa ekki meira?“ „Það er ómögulegt. Eg hefi þegar skrifað —“ „Já, en ég bið yður,“ hrópaði Votidienko næstum því. „Það skal verða bundinn endir á öll vandræði. Eg heiti þvi.“ „Eg veit ekki,“ sagði Smith. „Orð yðar „Verið þér nú bónljúfur." „Jæja, gott og vel. En ég verð að biðja yður að minnast þess, að ég hefi ennþá sex orð í varasjóði. Eg hefi aðeins notað fjögur.“ „Eg skal minnast þess.“ Smith lagði heyrnartólið á, hringdi síðan á ritstjórnarskrif'stofurnar og bað um að strika út orðin „vingjarn- legur“ og „vinveittur vesturveldun- um“, sem hann hafði notað um Pyotr Votichenko í grein sinni. Seinna um kvöldið sagði hann konu sinni, að nú hefði hann jafnað reikn- ingana við Votich'enko. „Hann ónáðar okkur ekki framar. Á ég annars að segja þér nokkuð?“ „Hvað?“ „Ef ég kærði mig um, gæti ég gert út af við flesta kommúnista í heimin- um. Þá, 'sem eru utan Rússlands að minnsta kosti. Eg gæti komið þvi svo fyrir, að hvert skipið á fætur öðru sigldi með kommúnista austur fyrir „járntjald“ til þess að þeir yrðu skotnir.“ „Ertu genginn af vitinu?" „Nei, þetta er bara ofurlítil hug- detta. Eg geri ekki ráð fyrir að það verði nokkurn tíma n'eitt meira úr þvi.“ SYLVÍA. Framhald af bls. 9. „Eg læt sjálfur Jan í rúmið,“ sagði hann. „Bíddu mín í stofunni .... viltu gera það, Sylvia?“ Hún sat hreyfingarlaus og hélt að sér höndum. Hjarta 'hennar barðist ótt, logarnir í arninum glóðu eins og rauðar, skínandi stjörnur .... Hún vissi ekki 'hve lengi hún sat þannig, og heyrði ekki þegar dyrnar voru opnaðar. En þegar hún leit upp stóð hann við hliðina á henni. Hann líktlst meira en nokkru sinni áður feimnum dreng. Hárið féll fram á ennið og Jan litli hafði skekkt háls- bindið hans. „Jæja,“ sagði hann. „Nú veistu hvernig málum er háttað. Ferðu þá?“ Sylvía rétti honum báðar hendurn- ar, augu hennar skinu eins og stjörn- ur. „Jan litli er þér kjarkmeiri,“ sagði hún blíðlega. „Og ég sem hélt ....“ Það skipti engu máli lengur hvað — Segið þér mér nú alveg eins og er, Pusi minn: — Er nokkuð á milli hennar dóttur minnar og yðar? — Þakka þér fyrir, Gústaf. Þetta hefði ég aldrei getað gert einn. Hann ber merki starfsins. hún hélt, nú þegar hún hvíldi í faðmi 'hans. Eittlivað kalt og hart losnaði frá 'hjartarótum hennar. Henni fannst hún aldrei hafa verið kysst fyrr. „Hugsaðu þér, við liöfum lokað okkur livort inn í sínum ís'skáp í allt þetta dásamlega sumar,“ sagði hann að lokum. „En 'hvað við höfum verið heimsk .... mig grunaði ekki ...1“ Hann þagnaði og varð vandræðalegur á svip. Sylvía brosti. „Þig grunaði ekki, og mig grunaði ekki .... en nú vitum við. Hún leiddi hann að opnum glugg- anuim og horfði upp í istjörnubjartan himininn. Það þaut í trjánum í garð- inum. „Það kemur sumar aftur .... mörg sumur,“ 'hvislaði hún og grúfði höf- uðið við öxl hans.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.