Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1953, Síða 8

Fálkinn - 13.02.1953, Síða 8
8 FÁLKINN SYLVIA Læknir óskar eftir siðprúðri stúlku sem vill taka að sér ráðs- konustöðu og annast fimm ára dreng. Tilboð merkt „Ekki hjóna- band“. C YLVÍA RAVIST kunni auglýsinguna ^ utan að — og það sem meira var, hún sat nú í lestinni á leið til liins afskekkta þorps, sem J. Östring, lækn- ir, bjó í. Ekki hjóna'band! Hún hafði hlegið að auglýsingunni, hugsað mál- ið vandlega — og að síðustu sent umsókn. Sjálf var iiún búin að fá nóg af 'hjónabandsfyrirætlunum, og orðin „Ekki hjónaband“ voru hæfilegur end- ir á síðustu sjö ár ævi liennar. Hún hafði vprið trúlofuð Helga Weruer í sjö ár og ’hafði meira að segja verið búin að sauma allt í búið og merkja ])að snyrtilega með W. Uppsagna- l>rófið frá honum hafði lika verið snyrtilegt — eins og hann sjálfur. „Eg v’eit ekki hvort þú getur eða vilt skilja mig, Sylvía. Eg vona það. Eg vildi gefa ár af ævi minni til að þetta hefði ekki þurft að koma fyrir.“ Þannig hafði staðið í bréfinu! Sylvía brosti kuldalega. Hann var óneitanlega hugulsamur. Hún hafði þegar gefið mörg ár ævi sinnar! Sylvía Ravn opnaði töskuna sína og tók upp spegil. Hún virti andlit sitt rannsakandi fyrir sér, eins og hún sæi það nú í fyrsta skipti. Ó, nei, hún liktist ekki framar ungri lífsglaðri stúlku. Sjö ár er langur tími. Efi og áhyggjur, og að lokum sorg og beiskja, höfðu markað fín- gerðar hrukkur á hvelft enni hennar og þreytudrætti kringum blá augun og munninn. Þó var hún aðeins tuttugu og átta ára. Hún litaðist um í tómum klefanum. Hlátrasköll og grammofónglamur ómaði gegnum vegginn úr næsta klefa. Sylvía varð hugsað til gömlu systr- anna, sem hún hafði lijúkrað — hún hafði tekið þá atvinnu til að komast að heiman í örvæntingu sinni yfir heitrofunum. Önnur þeirra dó en hin var flutt á gamalmennahæli. Sú er leiðin okkar flestra, hugsaði Sylvía þunglyndislega. Fyrst gamalmenna- hælið, síðan kirkjugarðurinn. Meðan aðrir spila á grammofón. Hún átti enn nokkurra klukku- stunda ferð fyrir höndum. Þetta var fyrsta ferð hennar til þessa hluta landsins. Lestin þaut fram hjá hvít- flekkuðum fjallshlíðum, drungalegum djúpum skorningum, hvítum kyrrlát- um vötnum, sem voru umkringd dökkurn greniskógum. Það kom enginn inn í klefann á leiðinni, og hún lagðist fyrir á bekk- inn og gróf andlitið í kápunni sem hékk við gluggann. Hún var þreytt, þvi að hún hafði vakað hálfa nóttina áður við að ljúka við fella pilsið sem hún var í. Og svo hafði það orðið of stutt! Hún lokaði augunum, andvarp- aði og gróf andlitið enn dýpra í káp- unni. Það var verið að leika fjörugan Straussvals á grammofóninn. Hún fann tárin renna niður vangana. Skrölt lestarinnar var reglubundið og svæfandi, og innan skannns sofnaði hún. Þegar hún vaknaði heyrði hún karl- mannsraddir í ’klefanum .... Hvar var hún? Hverjir voru þessir tveir menn, sem stóðu og horfðu á hana. Allt í einu áttaði ’hún sig. Hún ’hlaut að vera komin á l'eiðarenda, annar mannanna var lestarstjórinn en hinn, hár og herðabreiður maður í leður- jakka, var eflaust læknirinn. Og þarna lá hún úfin og syfjuð í fellda pilsinu, sem huldi varla hnén. Verst af öllu var þó að þeir virtu hana brosandi fyrir sér. „Afsakið, ég hefi víst sofnað,“ stam- aði hún og stóð upp, en hana svimaði og hún lét fallast niður í sætið aftur. Læknirinn tók varlega undir herðar liennar. „Eruð þér of þreyttar, eða þolið þér ef til vill ekki að ferðast með lest?“ Læknisleg umhyggja lýsti sér í rödd hans. „Nei .... jú .... ég á við .... ég er dálítið ....“ „Það er ekkert að lienni, lestar- stjóri, hún er aðeins dálitið ringluð. Þakka yður fyrir hjálpina.“ „Ekkert að þakka. Ungfrúin er auð- sjáanlega að ná sér. Góða nótt.“ Lest- arstjórinn tók ofan og fór. Östring læknir settist á bekkinn á móti Sylvíu og horfði rannsakandi á hana. Allt of ung! hugsaði hann gramur. Nákvæmlega sarns konar stúlka og hinar þrjár sem höfðu verið hjá hon- um síðan hann varð einn. Gátu stúlk- ur ekki skilið að „Ekki hjónaband" var sagt í fyllstu alvöru. Þær héldu eflaust allar, að það væri einhver fyndni. Nú, jæja, hann varð þá að láta hana fara líka. En það var erfið- lei’kum bundið að vera alltaf að skipta um, og eflaust slæmt fyrir Jan litla .... þau gátu að minnsta kosti ekki setið hér alla nóttina. „Jæja,“ sagði hann ákveðið. „Getið þér gengið sjálfar út i bifreiðina, eða á ég að bera yður?“ Sylvía flýtti sér að standa upp og strauk um leið hárið frá enninu. Þegar birtan féll á andlit hennar sá hann, að hún var fölleit og það mótaði fyrir hrukku á enni hennar og þreytusvip til munnsins. Sylvía kynntist vorinu í þorpinu. Vegirnir voru brúnir og blautir og einstaka blóm gægðust undan snjó- sköflunum. Síðan kom sumarblíðan, og það var eins og blómin kepptust við að springa út og blómstra á sem skemmstum tíma. Hún hafði notið sumarsins, en nú var komið fram i september, og farið að kólna í veðri. Sólin skein enn á björtum bláum himninum, og ennþá voru kvöldin fögur og kyrrlát. Eitt slíkt fagurt síðsumarkvöld var Östring læknir á leiðinni frá sjúkra- vitjun. Hann hafði sagt Sylvíu, að hann kæmi ekki heim, þar sem hann liefði lofað að spila heima hjá lög- fræðingnum. Himinninn var djúpblár, næstum fjólublár. Eins og augu henn- ar, hugsaði hann .... þegar þau dökknuðu af reiði yfir stríðni hans. Hann botnaði ekkert í henni. Þau höfðu nú búið i næstum hálft ár undir sama þaki, en þrátt fyrir það var faún jafn kuldaleg og fjarlæg í við- móti og fyrsta daginn. Hann hafði aldrei kynnst slíku áður. Hún fékk sjaldan bréf svo að varla var því til að dreifa að hún væri trúlofuð .... Hann fleygði gramur vindlingnum út um glugga bifreiðarinnar. Það var heimskulegt að brjóta heilann um þess háttar. Hún var köld sem is. En hann gat ekki varist þessum liugs- unum, þær voru orðnar að vana, hættulegum vana á hinum einmana- legu ferðum hans. Hrukkan milli augna hans dýpk- aði er hann rifjaði upp fyrir sér liðin ár ævi sinnar. Hann hafði verið ham- íngjusamur í hjónabandinu með Doris. Hlægilega, ’bjánalega hamingjusamur í fimm ár. Þegar 'hann komst að því, að hún hafði svikið hann af mestu léttúð með hverjum sem hafa vildi, varð hann skyndilega bæði gamall og beisklyndur. Doris, grannvaxin og með barnslega sakleysislegt andlit, hafði táldregið hann og gert að at- hlægi. Hún hafði þegar í stað sam- þykkt að gefa honum eftir skilnað, en erfitt hafði það allt verið engu að siður. Það var eins og hinn ungi og laglegi Jan Östring hefði um leið skilið við lífsgleði sína. Eftir var starfið, alvaran og ábyrgðin af drengn- um. Átti hinn litli, granni, stóreygði Jan að fara algerlega á mis við móð- urkærleika og blíðu. Þrátt fyrir allt hafði Doris alltaf liugsað vel um hann. Hann liafði vanist þvi að ung hlýleg rödd kallaði til hans út i garð- inn, og hann var vanur því að lionum væri sýnd blíða. Östring læknir gat ek'ki hugsað sér strangan skipunar- tón i barnaherberginu. Þess vegna hafði 'hann reynt að fá sér ungá ráðs- konu. Östring læknir hafði fljótlega kom- ist að raun um, að nóg var af ungum vingjarnlegum stúlkum, sem vildu annast Jan litla. Hefðu þær aðeins látið þar við sitja. En ástúð þeirra takmarkaðist ekki við drenginn. Ekkert getur bakað karlmanni meiri gremju en heitar ástarbylgjur, sem hann ekki kærir sig vitund um. Hann hafði haft þrjár ráðskonur á einu ári. Og hann þekkti orðið hættumerkin. Fyrst órofinn straumur nýrra fallegra kjóla og svuntna, siðan angandi blóm á skrifborðinu. Við mal- borðið sat hann á móti brosandi rauð- máluðum vörum, eftirvæntingin lá i loftinu, daður og tvíræðar setningar. Þegar hann hélt áfram að vera stuttur í spuna og fráhrindandi, misstu þær skjótt áhugann, bæði á lionum og móð- urlausum drengnum. En núna! Nú gat hann verið ánægð- ur. Sylvia Ravn hélt heimilinu i full- komnasta ásigkomulagi, drengurinn dáði hana, framkoma hennar var hlé- dræg og óaðfinnanleg — svo óaðfinn- anleg að honum gramdist það! Honum gramdist dökku kjólarnir sem hún klæddist jafnan. Hvers vegna gekk hún aldrei um hinar hlýju stofur i Ijósbláum kjól? Östring læknir kveikti sér í nýjum vindlingi. Og svo hárgreiðslan! Hárið strengt aftur í járnharðan linút i hnakkanum. Kvöld eitt hafði hann komið að henni óvörum i eldhúsinu þar sem hún var að þurrka nýþvegið liár sitt. Rauðgullnir lokkar umkringdu and- litið, og varir og vangar voru rjóðir. Þá hafði hún verið falleg. En daginn eftir var hún aftur orðin að litlausri afturkembdri gamalfrænku, fjarlægri og kuldalegri. Það lá við að hann sturlaðist yfir því .... Hann vissi að það var hlægilegt og ósanngjarnt að hugsa þannig, og gremja hans í eigin garð fékk útrás í háðslegum atliugasenidum. Þegar reiðin roðaði vanga hennar og fékk augu hennar til að dökkna, skamm- aðist hann sín. En þá stundina var hún að minnsta kosti lifandi kona, í eitt skiptið hafði hún meira að segja sagt Oionum til syndanna og barið í borðið .... það eina sein hvarflaði að ’honum þá, var að taka hana í faðm sér, kys'sa hana og biðjast fyrirgefn- ingar, segja henni .... En hann reyndi það aldrei. Hon- um fannst 'hann vita livað hún myndi segja: Þér hafið vist ekki fulla stjórn á yður, herra læknir! Honum fannst hann heyra ískuldann í rödd hennar, Og svo myndi hún kveðja Jan litla með ástúð, taka saman farangur sinn og fara. Östring lælcnir ók hægt, myrkrið breiddist eins og mjúk, stjörnum stráð ábreiða yfir ásinn og fjörðinn. Hann sá glytta í hvíta húsið sitt og svartan greniskóginn að baki þess. Þarna inni var hún. Skyldi hún líka vera fjar-

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.