Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1953, Qupperneq 9

Fálkinn - 13.02.1953, Qupperneq 9
FÁLKINN 9 læg og kuldaleg, þegar liún var ein heima með Jan litla? Eða skyldi hún hafa leikið við hann, sungið og sagt 'honum sögur, áður en hún háttaði hann. Drengurinn Qiafði sagt að það gerði hún oft. Stóð hún ef til vill við gluggann og 'horfði út yfir ána? Ef til vill .... Nei, hann nennti alls ekki að eyða kvöldinu i að spila við hinn háværa og glaðklakkalega lögfræðing. Hann yrði að fá sér annan fjórða mann. Án þess að hugsa sig um, nam hann staðar fyrir utan hús eins sjúklinga sinna og fékk lánaðan síma. Þegar hann fékk samband sagðist hann þurfa að fara í langa sjúkravitjun. Gremjuleg mótmæli lögfræðingsins hljómúðu enn í eyrum hans, þegar 'hann lagði heyrnartólið á. Hann heyrði sinn eigin hjartslátt, meðan hann ók bifreiðinni í bílskúrinn og gekk upp að húsinu. Hvítt og hljótt stóð það í algeru myrkri nema hvað Ijós var í stofuglugganum. Hann heyrði óminn af hljómlist. Slaghörpu- tónar bárust út í myrkrið og kven- rödd raulaði með. Sylvia sat þar inni og spilaði á hljóðfærið i bjarmanum frá borðlampanum. Hann fór liljóð- lega inn í skrif'stofuna og fékk sér sæti. Söngurinn ómaði gegnum þung dyratjöldin, sem voru dregin litið eitt í sundur. Á milli þeirra sá hann spegilinn yfir arninum .... og í speglinum sá hann hana. Það lá við að hann tæki viðbragð! Var hann að dreyma? Hún leit nákvæmlega eins út og hann hafði svo oft ímyndað sér hana — í léttum ljósbláum kjól með 'hárið laust niður á lierðar. Hann hallaði sér aftur á bak i stólnum og hlustaði á mjúka rödd hennar, gagn- tekinn nýrri, óþekktri gleði. Sylvíu Giafði stórlega létt, þegar læknirinn sagði henni, að 'hann ætlaði út að spila. Dagurinn hafði verið henni crfiður. Henni hitnaði i vöng- um. Hafði hann tekið eftir nokkru — hafði hún komið upp um sig? Nei, nei, það gat ekki átt sér stað. Það reyndist henni full erfitt stundum að vera kuldaleg, en hún vissi að henni hafði heppna'st það. Erfiðast var þó, þegar hann stríddi henni, aðeins til að reyta hana til reiði. Það var illa gert af honum. En þegar honum heppnaðist að vekja gremju hennar, báðu augu hans alltaf fyrirgefningar eftir á. Og þá var það meira en lítið erfitt að halda áfram að vera hin kaldlynda ráðskona. Venjulega féll lokkur úr þykku brúnu hári hans niður á ennið, og liann strauk iþað frá dálítið skömm- ustulegur og hvarf síðan, án þess að segja orð, eins og stór, feiminn drengur. Þannig hafði hann verið i dag. Hann var undarlegur maður. Einu sinni hafði hún spurt hann lirein- skilnislega, hvers vegna hann væri alltaf svona við hana. Ef hann væri ekki ánægður með hana gæti hún farið. Hún hafði beðið titrandi eftir svari. Hann hafði orðið ákaflega leiður og sagði að engin væri henni færari að annast um heimilið. Og Jan litli myndi sjá mikið eftir henni. En daginn eftir stríddi liann henni aftur. Sylvía andvarpaði. Lífið var henni ekki auðvelt. Henni var þegar ljóst að hún fetaði í fótspor fyrirrennara sinna í ráðskonustöðunni. Hversu lengi gæti henni tekist að dylja það fyrir honum? Til allrar hamingju sat hann við spilaborðið í kvöld, svo að engin hætta var á, að hann kæmi snögglega 'heim og gerði hana þögula og ringl- aða. Iíún þurfti ekki að brynja sig kulda og afskiptaleysi og gat því ver- ið eires og 'henni var eðlilegt þessa kvöldstund. Hún hafði breytst síðast- liðið hálft ár, hið rólega heilbrigða líf hennar í húsi læknisins og gleðin yfir samvi'stunum við Jan litla, hafði gert hana unga á ný. Þegar hún hafði lokið við að hátta drenginn þvoði hún sér um hárið og fór í ljósbláan kjól. Það logaði glatt í arninum. Hún opnaði slaghörpuna og spilaði nokkrar nótur .... hætti svo og hlustaði — var bifreið að koma? Nei, allt varð hljótt aftur. Það heyrðist" ekkert rösklegt karlmanns- fótatak á ganginum. Það hlaut að hafa verið imyndun .... eða ef til vill óskadraumur. Hún brosti og sökkti sér aftur niður i hljómlistina. Smáir fætur trítluðu yfir gólf- ábreiðuna. Það var Jan litli í rönd- óttu náttfötunum, sem hún hafði saumað handa honum. Hann starði á hana stórum glampandi augum og sagði syfjulega: „Heyrðu?" „Sefur þú ekki, snáðinn minn?“ „Get ekki. Eg þarf að spyrja þig um dálítið." „Nú, jæja. Komdu þá til min, svo að við getum talað saman. En þá verður þú að lofa mér því að fara að sofa strax á eftir. Sylvia skal bera þig inn í rúm. Jan litli hreiðraði um sig á hnjám hennar. „Getur þú verið alvöru mamma mín? Eg hefi oft sagt honum pabba að spyrja þig, en hann segir bara já og gerir það aldrei. Hann platar mig alltaf. í gær sagði hann, að hann vildi ekki spyrja, þvi að þá færir þú bara. En gætir þú ekki verið alvöru mamma mín, Sylvia?“ Hana hitaði í kinnarnar og hún sat eins og stirðnuð í sætinu. Loks stundi hún upp. „Hvað sagði pabbi þinn meira?“ „Hann sagði,“ Jan litli deplaði aug- unum syfjulega. „Hann sagði að þú færir, tækir töskuna þína og færir. En það finnst mér vitlaust hjá þér. Og það finnst pabba lí'ka. Ósköp vit- Iaust!“ S'ylvia hló og stóð upp með dreng- inn í fanginu. „Við erum alltof syfjuð bæði til að tala um þetta i kvöld,“ sagði hún. „Á morgun skulum við fara i búðina og kaupa rauða bilinn sem þig lang- aði í.“ Hún dró dyratjöldin að skrifstof- unni til hliðar til að stytta sér leiðina í herbergi Jans litla. Hún hafði ákaf- an hjartslátt. Hafði hann raunveru- lega sagt .... Það blossaði upp i arninum við umganginn og Sylvia nam staðar og rak upp lágt óp — í stóra hægindastólnum sat hávaxinn maður. Læknirinn var kominn heim. Hann stóð upp. Það varð andartaks þögn. Siðan kallaði Jan með skærri drengjarödd sinni: „Nú, þarna er hann pabbi. Segðu nú sjálfur hvort þetta er ekki satt, pab’bi. Á Sylvia ekki að vera alvöru mamma min?“ Orðin virtust hanga í loftinu. Ekk- ert hljóð 'heyrðist nema tifið í klukk- unni og snarkið í arninum. Sylvía fann að kökkur stóð í hálsinum, það var ekki um annað að gera en að forða sér. Hún þrýsti drengnum að sér opn- aði dyrnar og hljóp fram á ganginn. Læknirinn náði henni brátt og tók fast um axlir hennar. Frh. á bls. 5. Stjörnulestur eftir Jón Árnason, prentara. Sólmyrkví 14. nóv. 1953. Alþjóðayfirlit. Loftsmerkin eru enn þá mjög sterk í áhrifum og benda á áætlanir miklar og áframhaldandi undirbúning til framkvæmda og framtaks í heimsmál- unuin, enda eru framtaksmerkin einn- ig yfirgnæfandi í áhrifum. Mars er nálægt vestursjóndeildarhring ís- lenska lýðveldisins. Slæm afstaða til . utanríkismálanna. En myrkvinn í miðnætursmarki skammt fyrir vestan Hornafjörð. Er hann á 25. stigi í Vatnsbera. Bendir á eldgos, jarðskjálfta eða 'hvorttveggja. Áður en Katla gaus 1918 var Úran á þessum sama stað í Vatns'bera og Satúrn í andstæðu við hann frá Ljós- merki. Myrkvi var á þessum sama stað í Vatnsbera áður en Vatnajökull gaus 1934. Einnig var afstaða í þessu sama merki Vatnsbera 1860 áður en Katla gaus þá. í Vatnsbera var einnig afstaða áður en Hekla gaus nú síðast og einnig áður en gosið braust út rétt hjá henni 1913. Lundúnir. — Sól, Tungl og Merkúr i 3. lnisi. Samgöngur, pó'stur, sími, fréttaflutningur og útvarp, bækur og blöð mun mjög á dagskrá og veitt athygli. Eru afstöður frekar góðar. — Mars í 4. húsi. Slæm afstaða fyrir bændur. Eldur gæti komið upp í opin- berri byggingu og aðstaða stjórnar- innar örðug. — Júpíter i 6. húsi. Góð afstaða fyrir verkalýðinn, heilbrigði sæmileg og sjóherinn undir góðum áhrifum. — Úran í 8. húsi. Bendir á voveiflega dauðdaga vegna spreng- inga eða íkveikju. — Neptún og Satúrn i 11. húsi. Slæm afstaða fyrir þingið og framgang þingmála, tafir og óvænt atvik og lagayfirtroðslur gætu átt sér stað. Berlín. — Afstöður nokkuð áþekkar og i Englandi og að sumu leyti enn á'hrifameiri. Þannig munu samgöngur og viðfangsefni þeirra ennþá meira áberandi og afstaða stjórnarinnar og bændur undir athugaverðum áhrifum, barátta gegn stjórninni og áróður mikill gegn henni. Þó hafa verkamenn góðar afstöður og heilbrigði frekar góð. Voveiflegar slysfarir vegna elds og sprenginga og háttsettir menn í bændastétt gætu látist. Tafir í þing- inu og ólögíhlýðni áberandi. Moskóva. — Nýja tunglið og Merkúr eru í 2. 'húsi. Þetta ætti að vera sæmi- leg afstaða fyrir fjárhagsmálin og tekjur ættu að aukast. — Mars og Venus i 3. húsi. Athugaverð afstaða í samgöngumálunum og eldur gæti komið upp í samgöngutæki eða járn- brautarbyggingu eða húsi því tilheyr- andi. — Júpíter í 5. húsi. Skemmtanir og leikhús undir góðum áhrifum og tekjur munu aukast i 'þeim greinum. — Úran i 7. húsi. Slæm afstaða fyrir utanríkismálin og viðskiptin. Áróður mikill rekinn gegn landinu og ráð- endum þe'ss og óvæntir örðugleikar birtast 'sem örðugt er að fást við. — Satúrn og Neptún í 10. húsi. Mjög slæm afstaða fyrir stjórnina og ráð- endurna og aðstöðu hennar. Óvænt atvik koma í Ijós. Tokyó. — Nýja tunglið er í 11. húsi. Þingmálin niunu mjög á dagskrá og veitt mikil athygli og ættu þau að 'hafa góðan framgang. — Júpíter í 1. húsi. Ætti að hafa góð áhrif á afstöðu alls almennings, framfarir miklar og fjárliagur álitlegur. — Merkúr i 12. húsi. Góðgerðastarfsemi, vinnuhæli, spítalar og betrunarhús undir góðum áhrifum og verða blaðaummæli nokk- ur um þau efni. -— Satúrn og Neptún í 6. húsi. Athugaverð afstaða fyrir verkamenn og þjóna og mætti búast við töfum nokkrum í afgreiðslu mál- efna þeirra. — Úran i 3. húsi. Eldur gæti komið upp i flutningatæki og sprenging út frá rafmagni gæti or- sakað slys og dauðsföll. Washington. — Nýja tunglið í 5. húsi. Leikhús, leiklist og leikarar ættu að vera undir góðum áhrifum og veitt mikil athygli. Rekstur leikhúsa og skennntistaða ætti að gefa góðan arð. Mars og Venus í 6. húsi. Athuga- verð afstaða fyrir verkamenn og þjóna, en þó ætti sjóherinn að vera undir góðurn á'hrifum og sýning eða æfing að eiga sér stað. — .Túpíter í 7. húsi. — Góð afstaða til utanríkismál- anna. — Satúrn og N'eptún í 1. húsi. Slæm áhrif á almenning og tafir ættu að koma í Ijós í störfum 'hans og óvænt óhöpp koma til greina og heilsu- farið affliugavert. Island. 4. hús. — Sólmyrkvinn í húsi þessu. —- Mætti búast við gosi eða jarð- skjálfta á eftir honum eða hvoru tveggja. Er álitamál um áhrif þessi að öðru leyti og liklegt að þetta styðji andstöðu stjórnarinnar. Þó gætu áhrif Merkúrs eitthvað dreift áhrifunum. 1. hús. — Satúrn og Neptún í húsi þessu. — Ekki heppileg áhrif á al- menning og hætt við undangraftar- starfsemi og lögbrotum. Heilsufarið. ekki gott. Betra að verja sig vel gegn kælingu. 2. hús. — Mars ræður húsi þessu. — Hætt er við að fjárhagsástæðurnar verði ekki álitlegar og bankastarf- semin örðug. 3. hús. — Júpíter ræður húsi þessu. — Samgöngur ættu að vera sæmilegar og ganga vel og fréttaflutningur und- ir góðum áhrifum. 5. hús. — Mars ræður liúsi þessu. — Hætt er við urg og áróðri innan leiklistarinnar og meðal þeirra sem lifa á 'skemmtunum og skemmtiat- vinnu. 6. hús. — Venus i húsi þessu. — Ætti að vera sæmileg afstaða fyrir verkamenn og þjóna og heilbrigði ætti að vera sæmileg meðal þeirra jafnvel þó að Úran hafi hér slæm áhrif. 7. hús. — Júpíter í 'húsi þessu. — ' Þetta ætti að móta nokkuð sterka af- stöðu til utanrikismálanna og við- skipta við aðrar þjóðir. Mætti búast við að eitthvað greiddist úr heldur en hitt. 8. hús. — Venus ræður húsi þessu. — Þjóðin gæti eignast fé við dauðs- fall. 9. hús. — Úran i húsi þessu. — Sprenging gæti átt sér stað í skipi. Vísindaleg uppgötvun gæti orðið heyrinkunn. 10. hús. — Plútó i húsi þessu. — Varasöm afstaða fyrir stjórnina og óvæntir örðugleikar gætu orðið á vegi 'liennar. Saknæmir verknaðir koma í ljós. 11. hús. — Merkúr ræður liúsi þessu. — Bendir á aukna starfsemi í fræðslu og lagaundinbúningi og við- skiptamálum. 12. hús. — Engin pláneta í húsi þessu. — Mun það þvi eigi hafa Veru- lega áberandi áhrif. Heildarafstaðan bendir mjög á aukna framtakssemi i ýmsum greinuni. Ritað 30. jan. 1953.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.