Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1953, Side 11

Fálkinn - 13.02.1953, Side 11
FÁLKINN 11 P E L S I N N , sem hér er sýndur er ein af nýjungum Parísartískunnar. Hann er úr hlcbarðaskinni, einfaldur, með eins konar frakkasniði. STUTTUR SAMKVÆMISKJÓLL, sem margar ungu stúlkurnar hefðu yndi af að klæðast. Undirkjóllinn er svartur, efri hluti hans hlíralaus og úr svörtu tafti, en neðri hluti hans úr mörgum lögum af svörtu „tyll“. Yfirkjóllinn er aftur á móti úr fín- gerðri svartri silkiblúndu. Síðar meira má breyta kjólnum með því að fá nýjan yfirkjól úr ljósu „tyll“, sem fer mjög vel við hinn svarta undir- kjól. <V/VA« VITIÐ. ÞÉlt að diægt er að nú minni háttar vatns- bléttum af parketgólfi með því að nuddá þá með korki. Meðferð augnanna. Merkur fegrunarsérfræðingur skrif- ar eftirfarandi 'heilræði um meðferð augnanna: Augun eru eftirtektarverð- asti hluti andlitsins — en þrátt fyrir það er 'þeim sjaldan veitt sú uimhirða sem þeim ber. Til þess að halda þeim glampandi og skærum er nauðsynlegt að fá sér daglegt „augnbað". Ef þér hafið ekki þar til gerðan vökva við hendina get- ið þér búið hann til með lítilli fyrir- höfn. Takið eina teskeið af bórsýru og leysið upp i rúmuiri hálfpotti af heitu vatni. Þynnið upplausnina, áður en hún er notuð, með öðrum hálf- potti af vatni. Þvoið ekki bæði augun úr sama vatni, notið heldur hreina upplausn fyrir hvort auga. Augnvöðvana ætti gjarnan að þjálfa daglega á eftirfarandi hátt: Deplið augunum hratt nokkrum sinnum, lítið upp og niður á vixl og rennið augun- um til hliðar sitt á hvað. Séu augun þreytt er gott að leggjast fyrir um stund og hafa bómullarhnoðra vætta i fyrrnefndri upplausn á augunum. Einnig má 'þvo þau til skiptis úr heitu og köldu vatni. Eruð þér að verða hrukkóttar í kringiim augun? Fyrirbyggið það i tíina. Góð næringarkrem geta hjálpað til að halda hinni viðkvæmu húð kringum augun mjúkri og 'hrukku- lau'sri. Til þess að komast hjá þvi að teygja á húðinni er bést að byrja við utanvert augað og strjúka alltaf inn á við. Þessi aðferð, ásamt nægilegum svefni og útilofti ætti að hjálpa til að halda augunum fögrum og óþreytt- um. Tískufréttir. Tvískiptu sundbolirnir, öðru nafni Bikini sundfötin eru nú að liverfa úr Tískuhöfundurinn Jacque Fath á heiðurinn af þessum óvenjulega sam- kvæmiskjól. Hann er úr hvítu „quilt- eruðu“ gljásilki (satin) alsettur glitr- andi steinum. Hanskarnir og hið sér- kennilega handskjól er úr hvítu, sléttu gljásilki. tísku. í stað þeirra koma 'heilsteyptir aðskornir sundbolir, margir hverjir með áhnepptum hlýrum, sem má taka af þegar bolurinn er notaður til sól- baða eingöngu, og er honum þá haldið uppi af sanís konar teinum og notaðir eru í hina axlaberu kvöldkjóla. Herðaklútar — nýtisku útgáfa af sjölum eldri kyn'slóðarinnar — hafa sést öðru hvoru á tískumyndum und- anfarnar vikur. Tískufréttir utan úr 'heimi gera mjög mikið úr áhrifum þeirra á tískuna um þessar mundir. Á nýafstaðinni tiskusýningu i Lon- don voru þeir sýndir með sumarkjól- um, kvöldkjólum, blússum og pil'sum, jafnvel drögtum og strandfötum. Þeir eru búnir til úr Jersey, ullarefnum, netofnum efnum (tyll), rósóttum og köflóttum bómullarefnum og yfirleitt öllum efnum. Sumir herðaklútanna eru ílangir með kögri á endanum, allt að því 1,80 á lerigd en ca. 60 á breidd. Enn aðrir eru mjórri og fóðraðir. Algengastir eru þó ferkantaðir, sjallaga herðaklútar með kögri allt í kring. Þeir eru í öllum hugsanlegum litum og kögrið oft í gagnstæðum lit. Svört sjöl með livitu kögri og 'hvit með svörtu eru t. d. afar algeng. Tiskusérfræðingar segja að herða- •klútar þessir séu afar þægilegir í stað golftreyju yfir sumarkjóla og eiris yfir hina axlaberu kvöldkjóla, sem hafa notið áberandi vinsælda undanfarið ár. Herðaklútarnir hafa enn ekki náð mikilli útbreiðslu meðal almennings, ef til vill vegna þes's að konurnar kunna enn ekki að hagnýta sér þá til 'hlítar, og auk þess geta þeir verið þvingandi, þar til maður venst þeim, og lærir að hnýta þá og festa eins og við á við hvert einstakt tækifæri. Að endingu skal þess getið að hvaða S J A L I Ð , sem þessi mynd er af er ákaflega skemmtilegt við fleginn samkvæmiskjól. Þér getið sjálfar búið það til með lítilli fyrirhöfn. Það er hægt að búa það til úr svörtu „tyll“ eða „chiffon“. Utan um það þarf 3'/2 metra af 5 cm. svartri blúndu. KATHLEEN FERRIER, hin fræga alt-söngkona, hefir verið sæmd kommandörorðu British Empire (C. B. E.) af Elísabetu drottningu. Þetta er ein af veglegustu orðum breska heimsveldisins. „VEI ÞEIM SEM HNEYKSLUM Fjórtán ára skólatelpa í London, Sybil Lisher, er aðalpersóna í hneykslis- máli. Hún hefir verið rekin úr einum kunnasta tungumálaskóla í London, fyrir að hafa leikið til ágóða fyrir líknarstarfsemi. Hlutverkið var ger- spillt lauslætisdrós, og hún lék það svo eðlilcga að skólastýran staðhæfði að þctta væri ómögulegt nema telpan væri gerspillt sjálf. En móðir Sybil var á öðru máli. Hérna sést Sybil í gervinu. Henni vcrður víst ekki skota- skuld úr að fá ráðningu í Hollywood. slúlka sem er, getur sjálf búið til •slikt sjal. Kaupið 1,40 m. af t. d. Jersey efni sem er 1,40 á breidd, faldið það vel og saumið kögrið á i höndunum. Athugið að ganga þannig frá, að ekki sé áberandi munur á réttu og röngu. Séu þynnri efni notuð verður sjalið að vera tvöfalt, annað 'hvort fóðrað með sama eða tvilitt. (V/VlV — Hvernig líður bræðrum þinum? — Annar er giftur en hinum líður ágætlega. VITIÐ ÞÉR að hægt er að koma i veg fyrir að liörð sykurhúð myndist ofan á sultu og ávaxtahlaupskrukkum við geymsluna, með þvi ofur einfalda ráði að láta dálítið lyftiduft í sultuna, þegar verið er að sjóða hana.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.