Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1953, Side 12

Fálkinn - 13.02.1953, Side 12
12 FÁLKINN FRAMHALDSSAGA: Karl í krapinu 9, — Jú, þér munduð sjálfsagt gera það, herra Geary. En það er dálítið í þessu öllu, sem mér er ekki fyllilega ljóst, og sem ég ætla að biðja yður að útskýra nánar. — Já, alveg sjálfsagt! — Hvernig stendur þá á því að þér eruð svo ólmur í að besti vinur yðar, Jo'hn Stuart Webster, komi hingað úr því að þetta er svona hræðilegur staður? Það mun þó ekki vaka fyrir yður að drepa hann til þess að ná í pen- ingana hans? Billy roðnaði upp í hársrætur, þegar hann fann hvernig hann hafði gengið í sína eigin gildru. Meðan hann var að reyna að finna ráð til þess að bjarga sér úr klípunni hélt Dolores áfram: — Er það frú eða ungfrú Wilkins? Þér hafið kallað hana sitt á hvað, og þegar ég minnti yður á að hún væri ungfrú voruð þér mér sammála. Líklega er hún hvorugt. Og svo voruð þér að tala um „Mömmu Jenks“. Og að endingu, herra Geary, finnst mér að þér, sem eruð mér allsendis ókunnugur, berið grun- samlega mikla umhyggju fyrir velferð minni. Eg er ekki sá fáráðlingur að ég trúi kóleru- sögunni yðar. Eg hefði verið til með að trúa stjórnarbyltingarsögunni, því að ég veit að byltingar eru eins konar þjóðaríþrótt hér í landinu. En þegar þér berið á borð fyrir mig kóleru og þess háttar, herra Geary, þá tekur út yfir allan þjófabálk. Úr því að vinur yðar John S. Webster hættir á að koma hingað, þá ætti mér að vera óhætt líka. — Þekkið þér Webster? spurði Billy og gapti. — Eg .... ég ... . kom hingað til þess að aðvara hann líka! Dolores færði sig skrefi nær Billy og horfði hvasst í augun á honum. — Því miður get ég ekki trúað því, sagði hún. — Þér eruð vafalaust allra vandaðasti unglingur, að und- anteknu því að hugmyndaflugið er í meira lagi. Það vildi svo til að ég stóð nálægt yður þegar þér komuð úr landi og töluðuð við bryt- ann. Þegar þér spurðuð hvort Webster væri um borð ljómaði andlitið á yður af eftirvænt- ingu. En þegar þér ’heyrðuð að hann væri ekki á skipinu urðuð þér svo súr á svipinn að ég sárvorkenndi yður. — Já, auðvitað hefði ég haft gaman af að hitta gamlan vin minn, greip Billy fram í, en hún hélt áfram: — Þér eruð álíka áreiðanlegur, herra Geary, og hitamælarnir í Los Angeles. Og ef þér hafið nokkurn tíma átt heima í borg, sem hefir aðaltekjur sínar af veðráttunni, þá skilj- ið þér hve áreiðanlegur þér eruð. En nú skul- um við koma okkur saman, herra Geary. Ef þér haldið að ég sé svo mikill fáráðlingur að ég leggi á flótta ef éinhver segir ,;bö-hö“, eftir að ég er kominn upp að f jöru á ættjörð minni, þá eruð þér álíka greindur og þér eruð greind- arlegur. Eg ætla mér í land, jafnvel þó að það yrði það síðasta sem ég gerði þessa lífs. Og þegar ég kem í land ætla ég að tala við síma- stöðina. Síðan fer ég á eimskipafélagsafgreiðsl- una og lít á farþegalista síðustu þriggja skip- anna, sem hafa farið norður. Og ef ég finn ekki nafn Henriettu Wilkins á neinum af þeim listum, þá fer ég beina leið í Calle de Concordia númer 19 .... — Eg gefst upp skilyrðislaust, sagði Billy. — Eg hefi logið þessu öllu, frá upphafi til enda. Eg gleymdi að þótt þér séuð fædd hér í landinu og af innlendum foreldrum, þá hafið þér alist upp í Bandaríkjunum. En ég ætla að biðja yður að trúa því að ég laug allri þessari vitleysu til þess að gera annarri mann- eskju greiða. Persónulega langar mig síður en svo til þess að þér farið héðan aftur .... að minnsta kosti ekki fyrr en ég fer héðan líka. Ungfrú Ruey .... hér kem ég seki synd- arinn! — Allt er fyrirgefið, með einu skilyrði! — Og hvað er það? — Segið mér nú allan sannleikann. Og Billy sagði henni allt. Hann leyndi engu. Þær konur eru til sem menn með heimsins besta pókersnjáldur dirfast ekki að gabba. — Eg vildi miklu heldur setjast í sett og ösku eins og Job sálugi og hirða sár mín en að segja yður þetta, ungfrú Ruey, sagði Billy að lokum. — En þér komist að sannleikanum fyrr eða síðar hvort sem er. Mamma Jenks er engin dama, og það veit hún. En .... ég fullvissa yður um, að þér þurfið ekki að skammast yðar fyrir hana samt. — Með öðrum orðum, sagði Dolores bros- andi, — hún á hjarta úr gulli? — Já, tuttugu og fjögra karata, sagði Billy með sannfæringu. — Og ég get með öðrum ekki sest að í E1 Buen Amigo, hr. Geary? — Nei, ekki finnst mér það. Það er betra að mamma Jenks komi til yðar. E1 Buen Amigo er blátt áfram slordónahótel. Gestir mömmu Jenks eru vægast talað úrhrak. — En þá verðið þér að haga því þannig að hún komi hingað um borð. Hvenær get ég hitt hana? Billy taldi að réttast væri að mamma Jenks fengi dálitinn undirbúningstima svo að hann ákvað að þær skyldu hittast klukkan tíu dag- inn eftir. Og Dolores fannst skynsamlegast að láta Billy sjá um allan undirbúninginn. — Eigið þér heima í E1 Buen Amigo? spurði Dolores. — Já, ég hefi átt heima þar um tíma. Þang- að til fyrir hálfum mánuði sem gestur en nú er ég leigjandi. Nú get ég nefnilega borgað fyrir mig, svo er vini mínum Jack Webster fyrir að þakka. — En þér eruð varla einn í afhrakinu í Sobrante, herra Geary? — Eg var það um eitt skeið, sagði Billy skömmustulegur. — En Jack Webster kom undir mig fótunum. Þér skiljið .... peninga- valdið og allt það. — Hafið þér ekki frétt neitt af Webster? — Nei, ég skil ekkert hvað af honum hefir orðið. Hann sagðist ætla að koma með fyrsta skipi, en ég hlýt að fá skeyti frá honum ein- hvern næstu daga. Ungfrú Ruey, hafið þér nokkurn tíma orðið fyrir því að mæla yður mót við manninn sem þér metið mest allra í heimi og svo hafi maðurinn af einhverri dularfullri ástæðu forfallast? Ef svo er þá getið þér sjálfsagt ímyndað yður hvernig skap ég komst í þegar ég fann ekki nafn Websters á farþegalistanum. En þér hittið vafalaust gamla John Stuart þegar hann kemur hingað til Buenaventura. — Gamla John Stuart? spurði hún. — Hve gamall er hann? — Þrjátíu og níu eða fjörutíu. En hann er af þessari tegund, sem verður hundrað ára, og þá verður einhver að gera út af við hann með öxi. Hann kemur hingað til Sobrante til að hjálpa mér að koma á laggirnar námu- fyrirtæki. — Það er spennandi, herra Geary. Mig furð- ar ekki þó að yður félli þungt að 'hann kom ekki. Segið þér mér eitthvað frá honum. — Nei, sagði Billy. — Eg vil ekki segja frá honum. Eg vil láta hann tala fyrir sér sjálfan. Við vorum svo góðir vinir þegar við vorum saman í Colorado, en svo hljóp ég á mig, hagaði mér eins og flón og fór á burt án þess að kveðja hann. En jafnvel það hefir ekki móðgað hann eða spillt vináttu okkar. Fyrir tveimur vikum, þegar ég lá veikur og auralaus og í sárustu örvæntingu, átti sér- leyfi sem er mikils virði en ekki svo mikið sem einn centavo til að kaupa mér einn ban- ana fyrir — þegar ég var blátt áfram fjöru- lalli og lifði á góðsemi mömmu Jenks, tókst mér loksins að ná sambandi við Jack. Eg sagði honum hvernig ástatt væri fyrir mér. Og ég skammast mín ekkert fyrir að segja ýður að þegar svarið kom frá honum grét ég eins og barn. Hérna er það, sagði hann og rétti ’henni símskeytið frá Webster, sem hafði breytt nóttu í dag hjá Billy Geary. Dolores las það. — Það er engin furða þó yður þyki vænt um hann, sagði hún. Konan hans hlýtur að tigna hann. — Hann á enga konu, andvarpaði Billy. — Eg held varla að hann hafi nokkurn tíma orð- ið ærlega skotinn, fressið að tarna. Hann er víst alveg skotheldur. — Og hvað mömmu Jenks snertir, sagði Dolores og breytti umtalsefni upp úr þurru, — þá var sannarlega gaman að þér gátuð gert henni greiða eftir að hún hafði reynst yður svona vel meðan þér voruð fátækur. — Já, það er víst um það, sagði Billy. — Eg fæ aldrei launað henni það eins og skyldi. — Eg gæti hugsað mér að þér hefðuð far- ið á stúfana og keypt ósmekklegan hattkúf handa henni. — Ænei, það gerði ég ekki, af ákveðinni ástæðu. Enda notar kvenfólkið ekki hatta hérna. — En ég skal segja yður hvað ég keypti handa henni. Og nú þykir mér svo vænt um að ég gerði það. Hún notar það á morgun þegar hún kemur að hitta yður. Eg keypti svartan silkikjól og gamlan knipplingskraga, gullnælu og skjaldbökukamb. Og svo leigði ég opinn vagn og ók með hana fram og aftur um Strandgötuna svo að hún gæti hlustað á hljómleikana. — Hafði hún gaman af því? — Já, meira en lítið, sagði Billy af sann- færingu. Eg hugsa að það sé fyrsta ævintýrið sem hún hefir lifað síðan hún varð ekkja. — Slagæðin í Billy var ekki komin í samt lag þegar hann kom aftur heim í E1 Buen Amigo. Eldur hafði kviknað í honum, svona á borð við malaríuhita. Hann eyddi engum

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.