Fálkinn


Fálkinn - 27.02.1953, Blaðsíða 6

Fálkinn - 27.02.1953, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN FRAMHALDSSAGAN : FJÓRAR rétt við dyrnar, sem hann reyndi alltaf að ná í. Þar gat hann staðið nokkurn veginn öruggur og hafði vegginn til að styðja bakið við þessa tíu tíina, sem innstaðan var. — Hugsum okkur ef ég dytti! Hugs- um okkur ef ég dytti! Þessi tilhugsun skelfdi hann alltaf þegar hann var rekinn inn á kvöld- in. Það lá við að luin gerði hann brjálaðan. Ef hann dytti þarna í emj- andi, hrindandi þvögunni, mundi hann aldrei standa upp aftur — hann yrði troðinn til bana. Trench hafði séð lík fanga, sem troðist Iiöfðu undir, vera dregin út úr fangelsinu á hverj- um morgni. Og sjálfur var hann lág- ur vexti. Þess vegna barðist hann cins og sært dýr fyrir því að komast i hornið sitt, hann sparkaði með Iilekkina á fótunum, lirinti frá sér með olnbogunum, klóraði og barði. Og yfirkominn af mæði komst liann svo í hornið sitt, og þar varð hann svo að verja alla nóttina. — Hugsum okkur ef ég dytti! Hann saup hveljur. — Drottinn minn! Og svo hrópaði hann til næsta manns, því að annars heyrðist ekki til hans í liávaðanum: — Ert það þú, Ibrahim? Og svo heyrðist hrópað á móti: — Já, effendi! Trench létti við það. Arabinn Ibrahim var orðinn vinur hans í neyðinni. Fangarnir i Omdurman fengu ekki fæði. Allt var komið undir því að þeir ættu peninga eða einhverja miskunnsama vini í bænum. Stundum fékk Trench peninga á laun frá vinum sínum, sem fengu innfædda menn til að smygla þeim, en stundum átti liann ekkert og þá var Ibrahim vinur hans þrautalendingin. Þeir hjálpuðu hvor öðrum eftir megni og þeir stóðu hlið við hlið á nóttinni. 22. FJAÐRIR — Já, effendi, hér er ég. Trench fann hönd á handleggnum á sér í myrkrinu. í einu horni fangelsisins voru stympingar enn ferlegri en venja var til og fangarnir stóðu svo þétt að þegar einum var ýtt inn í þvöguna komst hreyfing á alla hina. Allir börðust fyrir því að standa í fæt- urna, það hringlaði í lilekkjunum og fangarnir stundu, en gegnum allt þetta heyrðust vein og öskur, sem svo þögnuðu allt i einu. Þá vissi maður að einhver hafði verið troðinn i hel. Allt þetta gerðist í svarta myrkri. Trench hafði staðið þarna tvo tima i hræðilegum ódaun og svækju, og ennþá voru átta tímar þangað til dyrnar yrðu opnaðar og hann gæti komist undir bert loft, lagst fyrir og sofnað. Hann tyllti sér á tær til að verða jafnhár hinurn, og hann reyndi að draga andann. Hálsinn var skrælnaður, tungan bólgin og stirð eins og þurrkuð gráfíkja. Honum fannst ekki liægt að búa til verra helvíti en þetta fangelsi var, þetta ágústkvöld í Omdurman. Það eina sem hann gat hugsað sér verra var að vera brenndur lifandi. — Hugsum okkur ef ég dytti, stundi hann einu sinni enn. En í sama bili opnuðust dyrnar og Idris-es Saiber kom inn. — Rýmið till öskraði hann. — Rýmið til! Og svo kastaði hann log- andi hálmviskum inn til fanganna til að fá þá til að hörfa undan. En þeir stóðu í kös og gátu ekki fært sig undan eldinum. — Rýmið til! öskraði Idris. Hinir fangaverðirnir létu svipuólarnar hvína í loftinu yfir föngunum og nú varð ofurlitill auður blettur innan við dyrnar. Á næstu sekúndu var manni fleygt inn og liurðinni skellt í lás. Trench stóð rétt við dyrnar. Hann hafði séð nýja fangann sem snöggvast, mágran, ungan mann, með þunga hlekki. Það var svo að sjá sem hann hefði liðið miklar kvalir. — Hann verður troðinn undir! stundi Trench. Eösin þrýsti að honum og bölvið og ragnið varð enn háværara en áður. .Astæðan lil þess var sú að nýl fanginn hafði komið. Hann hélt dauðahaldi í hurðina, með munninn upp að rifu, til þess að fá ofur lítið loft. Þeir sem bak við hann stóðu reyndu að stjaka lionum burt til að ná i stæðið hans sjálfir. Þeir hrintu og spörkuðu uns liann hrökklaðist þangað sem Trench stóð. Venjuleg samúðarkennd gat ekki lifað í martröðinni í fangelsinu. Á daginn gat það komið fyrir að einum fanga væri hlýtt til annars, og þeir hjálpuðu liver öðrum eftir megni. En á nóttinni var hver sjálfum sér næst- ur. Trench var eins og hinir. Sjálfs- bjargarhvötin var það eina sem nokkru skipti. Ilann hugsaði aðeins um að verja sig. — Burt! hrópaði hann hryssings- lega. — Burt, annars lem ég þig með hlekkjunum! Hann reyndi að 'Iyfta höndunum til að síá, og i sama bili heyrði hann fangann scgja eitthvað sundurlaust á ensku. — Dettu ekki! hrópaði Trench og greip í handlegginn á lionum. — Ibra- liim, hjálpaðu mér! Hann má ekki detta! Og í öskrandi og organdi ólátunum í pestarholunni streittist Trench við að hjálpa landa sínum til að standa. Það var undursamlegt að heyra sitt eigið mál eftir alla þessa mánuði. Hann gat ekki heyrt hvað hann sagði, því að hávaðinn var svo mikill. En hann skildi óm af orðum, sem voru honum svo ósegjanlega mikils virði. Hann sá í huganum græn engi, bláan himin og niðandi læki. Sem snöggv- ast gleymdi hann alveg að liann var að sálast úr þorsta, að hann gat varla andað í svækjunni, að hann var hálf- MONTGOMERY OG SIRKUSMÆRIN. — Montgomery marskólkur var ný- lega gestur í hádegisveislu, sem haldin var í London í tilefni af því að Olympía var að hefja sirkussýningar. Þarna var hann kynntur ölluin helstu skemmtikröftunum og sést hér á myndinni vera að tala við eina stúlk- una, sem sýnir listir á reiðhjóli. kraminn í troðningunum. En hann fann að ntaðurinn var að síga, og aftur hrópaði hann til Ibrahims: — Hjálp- aðu mér! Hann má ekki detta! Ibrahim var kraftamaður og gott að eiga stoð hans. Hann ýtti þeim næsta frá uns þeir öskruðu: — Eruð þið orðnir vitlausir? Nú varð ofurlitið rúm í króknum og þeir settu Englendinginn upp að veggnum og stóðu fyrir framan hann, svo að hann yrði ekki troðinn undir. Trench heyrði við og við eitthvað tautað á ensku. — Eg er hræddur um að hann deyi í nótt! sagði Trench við Ibraliim. — Hann er með hitasótt. — Sestu á gólfið hjá honum, sagði Arabinn. — Eg skal verja ykkur. Trench settist á liækjur í horninu en Ibrahim hélt vörð. Nú gat hann heyrt hvað maðurinn sagði. Hann var með hálfgerðu óráði en röddin var biðjandi. Allt var sundurlaust sem hann sagði. — Eg sá ljósin frá skipunum spegl- ast í vatninu, við heyrðum hljómsveit líka, þegar við fórum framhjá bryggj- unni. Ilvað var lnin að leika? Það var ekki forleikurinn — og ég hehl varla að ég muni nokkuð annað lag. — Hann hló liásri röddu. — Þú sagð- ir alltaf að ég væri svo ósöngvinn. Það sem þú lékst var það eina sem ég skildi. Manstu hæðina með trjánum á hægri hönd þegar við sigldum út úr víkinni — kannske þú hafir gleymt henni? Og litln matstofuna, þar sem við borðuðum nokkrum sinnum, við tvö ein .... áður en allt cyðilagðist .... Það var svo einkennilegt að sigla út á haf og vita þig svona langt burtu. Það er ekki rétt að maður eigi að líða svona, sagðir þú mórguninn þann. En vélin í skipinu gekk áfram og áfram, eins og ekkert hefði gerst — ævintýrið var eins og gullblettur langt i fjarska — svo var bara haf og saltur vindur — og allt sem þurfti að gera. Sóttheiti maðurinn ungi reis upp við dogg og þuklaði á brjóstinu á sér eins og hann væri að leita að ein- hverju. — Allt sem þurfti að gera, já, endurtók hann í hálfum hljóðum. HNEYKSLISMÁL Á DÖFINNI. — í New York er nú á döfinni hneykslismál, sem vekur mikla athygli. Ungur maður, Minot Jelke að nafni, sonur vellauðugs sinjörlíkisframleiðanda, hefir um skeið haft miklar tekjur af stúlkum, sem hann hefir fengið til að selja ýmsum auðugum mönnum blíðu sína. Réttarhöld í máli þessu hafa farið fram fyrir luktum dyrum að mestu, en þó hefir það kvisast, að ýmsir þekktir menn séu við málið riðnir sem „viðskiptavinir“ vændiskvenna þeirra, sem Jelke hefir hagnast á. Eitt aðalvitnið er I’at Ward, sem áður var trúlofuð Jelke, en hún hefir skilað „húsbóndanum" 10—15 þús. dollurum eftir 20 vikur. Veiðarnar hafa stúlkurnar einkum stundað í dýrustu og íburðarmestu skemmtistöðum orgarinnar. — Önnur myndin hér að ofan er af Minot Jelke (til vinstri), en hin af Nancy, sem var drjúgur tekjustofn fyrir Jelke. Kvenlögreglu- þjónn er að tala við hana.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.