Fálkinn


Fálkinn - 27.02.1953, Blaðsíða 12

Fálkinn - 27.02.1953, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN FRAMHALDSSAGA: Karl í krapinu 11. alveg rétt. Hann stóð hinu megin við land- ganginn. — Hvorn miðann á þjónninn? spurði stýri- maðurinn. — Þann sem nafnið Andrew Bowers stend- ur á. — Gott, herra Webster, sagði stýrimað- urinn og skaut ölnboganum í brjóstið á dón- anum. — Hvað kemur mitt starf þér við? Bolabítur tók viðskotinu þegjandi. Hann starði á Webster og glotti djöfullega. — Buena! sagði hann. — Hvað er það sem er „buena“? spurði Webster. — Við hittum senjor fyrst á eimskipa- afgreiðslunni. Við hittum senjor í morgun líka. Quien sabe? Senjor er að fara til Buena- ventura með „La Estrellita" — er ekki svo? — Jæja, svo að þið eruð að njósna, þorp- ararnir? Bolabítur glotti og kinkaði kolli. Hann hafði fengið það sem hann vildi, fengið nafn og á- kvörðunarstað óvinar síns. Webster átti ekki erfitt með að skilja tilganginn með því, og lét sér fátt um finnast. Honum hefði þótt vænst um að atvikið í garðinum hefði engin eftirköst. En nú var ekki um annað að gera en taka í hornin á bola. Hann færði sig skrefi nær honum og spurði ógnandi. — Jæja, þorp- ari, hver er tilgangurinn með þessu. Ætlarðu að reyna að beita hnífstungum aftur? Bolabítur svaraði ekki. En hann leit undan fyrirlitningaraugnaráði Websters, sem var ís- kalt og hvasst. — Heyrið þið, hélt Webster áfram. — Eg hefi átt í kasti við fénað af ykkar tagi fyrr. Eg veit hvað þú hefir í huga. Þú ætlar líklega að hefna þín fyrir útreiðina sem þú fékkst í morgun. En þú skalt ekki reyna það, því að þá lendirðu í því að vera borinn fremstur í lík- fylgd án þess að hafa hugmynd um það. Bolabitur tók upp vindlingabréf, kveikti í hjá sér sjálfur og rétti svo Webster bréfið. Webster vissi að þetta var háttur suðurbúa þegar þeir vildu sýna öðrum fyrirlitningu. — Við hittumst aftur, herra Webster, sagði hann. — Nú, reykið þér ekki? Wébster tók við farmiðanum hjá stýri- manninum og stakk þeim í vasann. — Þegar við hittumst næst maður minn, átt þú áreið- anlega hægt með að muna mig, sagði hann. — Eigðu vindlingana þína sjálfur. Svo tók hann í nefið á Bolabíti, kreisti að og sneri á, svo að þrællinn lyppaðist niður á hnén vælandi. Svona hélt Webster um stund og sneri íér að þeim rauðeygða. — Ef þú skiptir þér af þessu þá sný ég upp á trýnið á þér líka! Bolabítur streyttist við að losna, en fann að því meira sem hann reyndi því fastar klemmdi Webster. Svo að hann hætti að brjót- ast um en vældi af sársauka. — Nú ættirðu að fara að læra að vera ekki með nefið ofan í því, sem öðrum kemur aðeins við, sagði Webster loksins. Hann linaði á takinu. En með vinstri hendinni sleit hann eitt hár, sitt hvoru megin úr yfirskegginu á bófanum, og hélt þeim upp að tárvotum aug- um hans. — Nú héfirðu kynnst hvernig hvítur maður kennir dagó mannasiði, sagði hann. Hafi ég gefið þér eitthvað til minja um samfundi okk- ar, þá hefi ég líka tekið dálítið í staðinn. Og eftir að ég er farinn, mun nefið á þér halda endurminningunni um mig talsvert lengi. Og þessi hár úr rottukömpunum þínum, eiga að minna mig á þig. Þú manst vonandi hér eftir að það er ekki hollt að vera með nefið ofan í því, sem ,,gringo-um“ kemur við. Svo sleppti hann Bolabít, kinkaði kolli til stýrimannsins og varðmannsins, sem höfðu skemmt sér dátt við að horfa á aðfarirnar og hélt áfram upp á þilfarið. I sama bili kom þjónn og barði á þríhyrnda málmplötu. Það var merkið um að allir, sem ekki ætluðu með skipinu yrðu að hypja sig í land. Webster leit inn í klefann sinn til þess að ganga úr skugga um að farangur hans væri þar og fór svo út að borðstokknum til þess að horfa á þá, sem voru að kveðja. Dagóarn- ir tve^r stóðu enn við landganginn og var Bolabítur að þurrka sér um augun með vasa- klútnum sínum. Félagi hans virtist vera að athuga síðustu farþegana sem hlupu um borð. Hann er víst að skyggnast eftir þjóninum mínum, sem hann heyrði að væri ókominn, hugsaði Webster með sér. Klukkan eitt stundvíslega fór skipstjórinn upp á stjórnpallinn og gaf merki um að taka landganginn. Nú voru festar leystar, skipið pípti lengi og leið frá landi út í strauminn í stórum boga. Webster sá að ■bófarnir gengu áleiðis upp í bæinn og leiddust. Sá rauðeygði veifaði til hans. Webster kveikti sér í vindli og hallaði sér út á borðstokkinn. En skipið herti á ferðinni og brátt hvarf New Orleans sjónum. ÞEGAR hann hafði reykt vindilinn á • enda, fleygði hann stubbnum fyrir borð og gekk til klefa síns. Þegar hann var kominn inn úr dyrunum, heyrði hann mjúka og við- feldna karlmannsrödd sem sagði: — Hvernig líður yður? Webster leit upp og 'korn auga á ungan mann í gullfallegum bláum silkinærfötum, sem lá á efri rekkjunni. Hann var með bók í hendinni. Með hinni hendinni klóraði hann sér á fæt- inum, og í munninum var vindlingur. Hann virtist láta eins og hann væri heima hjá sér, og var brosandi út undir eyru. Webster stóð um stund og horfði á mann- inn og þóttist loks vita að hann hefði farið inn í skakkan klefa. — Afsakið þér, sagði hann, — ég hefi víst farið dyravillt. Hann fór út fyrir og leit á númerið yfir dyrunum. Nei, þetta var númer 34. Hann fór inn aftur og starði á gestinn, enn forvitnari en áður. — Það er eins og mér finnst, kunningi, sagði hann, — áð ég kannist við náttfötin, sem þér eruð í! — Eg er ekkert hissa á því, herra Webster. Því að ég fann þau í einni töskunni yðar, sagði gesturinn. — Jæja, og hvernig líður yður annars? — Eftir atvikum líður mér vel. Má ég bjóða yður vindling frá yður sjálfum? Eg fann þá líka í töskunni og get mælt með þeim! — Þakka yður fyrir, sagði Webster, tók vindling og settist á legubekkinn. Hann reykti þegjandi um stund, en svo sagði hann: — Mér er illa við að vera nærgöngull, kæri klefanaut- ur, en það væri gaman að vita hvar þér hafið náð í þessa bók? Er það ekki „Allrar veraldar vegur“ eftir Samuel Butler? Eg keypti hana í Denver fyrir nokkrum dögum. — Mér má standa á sama hvar hún er keypt, sagði hinn. — Mér finnst bókin góð, hvað sem öðru líður, og hún er lika úr töskunni yðar. Þessi taska. er mesti fjársóður, finnst mér. Webster tók af sér flibbann og fleygði sér á legubekkinn. — Kannske þér viljið gera svo vel að hringja bjöllunni, sem er þarna hjá yður, sagði gest- urinn. — Mér finnst við ættum að drekka kynningarskál, og ég held að byrlarinn hérna um borð sé snillingur að blanda golden fizz. Eg geri ráð fyrir að þér þekkið þennan fræga golden fizz, sem þeir blanda í New Orleans. — Já, hann er ágæt uppgötvun, svaraði Webster. — Við biðjum um tvo. Eg þarf ein- hverja hressingu til þess að ná mér eftir þessa ákomu. Og á meðan við bíðum eftir þjóninum, fæ ég kannske að líta á farmiðann yðar? — Farmiðann! sagði ungi maðurinn. — Eg hefi engan farmiða! Það var einhver góðsam- ur maður, sem keypti miða handa mér, og líklega er hann með hann á sér. Það munduð ekki vera þér? — Ja, hver veit...... — Eg vona að þér iðrist ekki eftir það. Eg hefi verið eins og milli steins og sleggjn út af því hvernig þessu mundi reiða af. Eg vona að þér takið þessu eins og göfugum manni sæmir. — Hvaðan úr fjandanum eruð þér? spurði Webster. — Því miður hefi ég ekki nafnspjaldið á mér. Og jafnvel þótt ég héfði það, þá væri það of mikið ómak að þér færuð að lesa það. Því að foreldrar mínir voru svo örlátir þegar þau skírðu mig, að þau klíndu á mig öllum dýrlinganöfnum, sem þau fundu í almanakinu. Eins og stendur geng ég undir gervináfni. Eg kalla mig Andrew Bowers. — Og hvað eruð þér? spurði Webster. — Herbergisþjónn hjá afar tignum manni, sem heitir John S. Webster, svaraði hinn og glettnin skein úr augunum. Webster stóð upp. Eiginlega hefði hann átt að reiðast, en hann langaði mest til þess að skellihlæja. Þó reyndi hann að virðast alvar- legur. Andrew Bowers blés reykjarstróknum frá sér. — Hefi ég ekki séð yður áður? spurði Webs- ter á báðum áttum. — Jú, það ættuð þér að hafa gert. Eg ók yður til skips í leigubíl fyrir hálftíma. Og þér munið víst að ég bar farangurinn yðar um borð! Webster leit kringu msig. — En hvað hafið þér gert við bílstjórafötin? — Eg braut þau saman, vafði gömlum dag- blöðum um þau, og þegar ég sá að þilfarið var mannlaust gekk ég út á þilfarið í náttfötunum

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.