Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1953, Blaðsíða 3

Fálkinn - 20.03.1953, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 * Gwen Wilkins var kosin harmóníku- meistari Bretlands í vetur. Hún hcfir gist ísland og leikið víða um land. A þessari mynd eru nokkrir þeirra, er þútt tóku í keppninni með Gwenn. Við sjáuni þennan unga svertingja, sem tekinn hefir verið höndum sak- aður um morð. Hann er úr Mau-Mau- flokknum í Kenya og var geymdur í vörslu lögreglunnar í Nairobi, en nú er verið að flytja hann eitthvað burtu. Á degi hverjum flýja 10—20 lögreglu- þjónar af hernámssvæði Rússa inn í Vestur-Berlín, þar sem þeir leita hælis. Lögregla Vestur-Berlínar hefir ekki nóg af borgaralegum klæðum handa þessum mönnuni öllum, svo að þeir verða að ganga í sínum rússneska einkennisbúningi, þó þannig, að fyrst eru einkenni öll rifin af. — Hér sjáum við tvo flóttamenn. Snoddas við komuna til Reykjavíkur. Með honum á myndinni er Adenby ritstjóri er kom með honum hingað. Ljósm.: Guðni Þórðarson. STYRKIÐ S. I s. Konungurinn eins nrs. Fuad hinn ungi konungur Egypta- lands, sonur Farúks og Narrimans Sadek, varð eins árs gamall fyrir skömmu. Þessi mynd var tekin af feðgunum í bústað fjölskyldunnar í Grossaferrata 25 km. fyrir sunnan Rcm. Annars eru þau Narriman Sadek og Farúk nú skilin að borði og sæng, og Narriinan er farin til Sviss. Snodrffls í Reykjovílt Hinn 'kunni, sænski dægurlaga- söngvari Snoddas — eða Gösta Nord- gren, eins og liann Iheitir réttu nafni — kom til Reykjavíkur s. 1. mánu- dagskvöld og heldur 10 söngskemmt- anir i Reykjavik og e£ til vill víðar um landið. Snoddas kemur hingað frá Noregi á vegum S.Í.B.S. og syngur endur- gjaldslaust, en aðgangseyrir rennur til slyrktar S.Í.B.S. Sænski blaðamað- urinn Adenhy, sem fyrst kom Snoddas á framfæri, kennir hingað með hon- um og einnig harmónikuleikarinn John Forniell. Héðan fer Snoddas svo til Danmerkur, þar sem hans er beð- ið með cftirvæntingu. Gösta Nordgren — eða Snoddas — er 25 ára gamall og var alls ókunnur maður fyrir ári síðan. Það var blaða- maðurinn Adenby, sem fyrstur veitti honum athygli. Það var í sænsku borginni Haparanda i Norður-Svíþjóð, er Snoddas var fenginn til að raula nokkur iög i samkvæmi. Snoddas hef- ir aldrei lært að syngja og ekki hlotið neina Söngmenntun. Hann hefir lifað fiskimannsldfi og selt aflann sjálfur í bandvagni, sem hann hefir ekið á markaðstorgið. Adenby fór með Snoddas (eða gabbarann, eins og það þýðir) til Stokkhólms. Eftir ö vikur fékk hann að syngja eitt lag í sænska útvarpið. Það var lagið „Flottarkarlek", sem allir kannast við. Er það ekki ofmælt, að hann liafi blátt áfram unnið hug og hjarta allra hlUstenda. Nokkru síðar gerðu þeir Snoddas og Adenby samninga þess eðlis, að Snoddas fengi 10 aura af hverri hljóm- plötu, sem seldist með Snoddas. Þess- ir samningar ihafa nú fært honum 50 þús. sænskar krónur. Á einu ári hafa % milljón Snoddas-plötur verið seld- ar í Svíþjóð. Ymsar vörutegundir eru farnar að bera nafn Snoddas, t. d. skyrtur og krem. Pundið í nýtisku herskipum kostar nákvæmlega jafn mikið og pund af sméri. * Taki Chulam Mohammed dó fyrir skömmu í Bombay 127 ára gamall. Hann hefir verið tvíkvæntur og á þó ekki nema 32 börn. Það yngsta er 4 ára og það elsta 85. * Venezia stendur á 118 hólmum og eru 378 brýr á sundunum milli þeirra.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.