Fálkinn


Fálkinn - 20.03.1953, Blaðsíða 6

Fálkinn - 20.03.1953, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN fEAMHALDSSAGAN 25. FJORAR FJAÐRIR — Hann kemur aldrei aftur, sagðiV Trench angurvær. — Hann kemur — svo framarlega sem iiann er lifandi, sagði Fevers- ham, sem hafði óbifanlega trú á Arabanum. — En skyldi hann vera lifandi? Sjöundi mánuðurinn leið til enda. Einn morguninn komu tveir menn úr lifverði kalífans og töluðu við Idris. Farigavörðurinn kom til Englending- anna tveggja. — Guð er í sannleika góður hinum vantrúuðu, sagði hann — Þið eigið að fá að koma fyrir auglit kalífans. Mikl- ir hamingjumenn eruð j)ið! Treneli og Feversham stóðu upp en voru ekkert lirifnir. — Hvað skyldi hann vilja okkur? Er úti um okkur? var spurningin sem báðum datt í hug. En hvort þeim var það ljúft eða ieitt urðu þeir að fara með varðmönnunum í kalífabústað- inn. — Er þetta dauðinn? sagði Fevers- ham lágt. Trench yppti öxluni og hló ólnign- anlega. — Nei, þeir drepa okkur ekki strax, svaraði hann. Þeir voru leiddir inn á stóra völl- inn fyrir framan musterið og áfram inn í hús kalífans. Furstinn mikli sat á lágum dívan, og við liliðina á hon- um stóð skeggjaður Grikki. Kalífinn sagði þeim í stuttu máli, að héðan í frá ættu þeir að vinna í púðurgerð- inni. Um að gera að framleiða sem mest púður til að hnekkja kúgun Tyrkja. Feversliam var kominn á fremsta iilunn að segja að hann hefði ekki hugmynd um livernig púður væri bú- ið til, en áður en hann gat sagt nokk- urt orð heyrði hann að Trench sagði frá því á reiprennandi arabisku, að liann væri sérfræðingur i púðurgerð. Kalífinn tók það gott og gilt, og end- urtók að þeir ætlu báðir að vinna að púðurgerðinni undir umsjón Grikkj- ans. Jafnvel í þgssari litlu veröld, sem liét Omdurman, var þó einn góð- ur maður til. Grikkinn hafði frétt að tveir Englendingar væru í liinu ili- ræmda fangelsi, og af mcðaumkun með þeim hafði hann látið i ljós við kalifann, að þeir mundi geta komið að gagni í púðurgerðinni. Og hvenær sem liægt var klöraði liann yfir skyss- urnar sem þeir gerðu. — Eg hefi ekki hundsvit á púður- gerð, sagði Trench við Feversham. ■— Iín með þessu móti fáum við þó að koma út úr fangeisinu á hverjum degi, þó að við verðum að fara þangað aftur að kvöldi. Hver veit nema við fáum einhvern tíma tækifæri til að flýja? Púðurgerðin var í norðurhluta bæjarins á árbakkanum fyrir utan bæjarmúrinn. Á hverjum morgni var föngunum lileypt út úr fangelsinu og svo stauluðust þeir upp að ánni með hringlandi hlekkina. Og á hverju kvöldi fóru þeir aftur sömu leið — ailtaf fyrir utan bæjarmúrinn. Enginn vörður var látinn fylgja þeim, því að flótti var óhugsandi. í hvert skipti skimuðu þeir eftir Arab- anum í bláu kápunni. En mánuðurnir liðu, nú var komið fram í maí, og sumarið kom. — Það hlýtur eitthvað að hafa komið fyrir Abou Fatma, sagði Fev- ersham. — Kannske hefir iiann verið handtekinn í Berber. Eitthvað hefir tafið hann. — Hann kemur aldrei, sagði Trenclr. Feversham gat nú ekki lengur lát- ist liafa trú á að þeir gætu nokkurn tima flúið. Hann vissi ekki að Abou Fatma hafði fengið sverðshögg á lærið þegár hann flúði um Berber á heimileiðinn frá Omdurman. Einn af gömlu fangavörðunum liafði Jiorið kérinsl á hann, svo að hann mátti hrósa happi að sleppa með sverðs- liöggið. Síðan liafði hann legið á spitala og batinn kom seint. Feversliam frétti ekkert af vini sínum Abou Fatma, en í mailok fékk hann ávæning af því, að verið væri að gera tilraun til að bjarga þeim. Eitt kvöldið er þeir Trencli og hann gengu um þrönga sundið milli bæjar- múrsins og púðurgerðarinnar var livíslað til þeirra að nema staðar. Trench beygði sig þegar og lét sem liann hefði rekið fótinn í stein og meitt sig. í sama bili gekk ókunnugur maður hjá og lét blaðsnepil detta. Þetta var kaupmaður frá Suakin, sem hafði verslun við Omdurman. Trencli tók miðann, faldi hann i lóf- anum og haltraði áfram við hliðina á Feversham. Ekkert nafn eða heimils- fang stóð á blaðinu. Þegar þeir voru komnir framhjá geymsluskúrnum og höfðu bæjarmúrinn á hægri liönd og Níl á vinstri, settist Trench. Það var mannmargt á árbakkanum og alltaf gengu einhverjir framhjá þeim. Trench fór að atliuga á sér fótinn. Um leið braut hann blaðið sundur i lóf- anum og las upphátt það sem skrifað var á það. Hann gat varla lesið fyrir geðshræringu og Feversham varla heyrt, af sömu ástæðu. „Maður réttir ykkur eldspýtustokk. Treystið honum. — Sutch." — Hver er Sutch? spurði hann svo. — Mjög góður vinur minn, svaraði Harry Feversham. — Getur hugsast að liann sé hér í Egyptalandi? Skrifar hann nokkuð um það? — Nei, En úr því að það var kaup- maðurinn Mohammed AIi, sem kom með skilaboðin, má ganga að því nokkurn veginn vísu að hann sé i Suakin. Maður með eldspýtustokk I Hugsum okkur! Ivannske við hittum liann í kvöld? En svo leið mánuður þangað til að það gerðist eitt kvöld að Arabi gekk framhjá þeim á árbakkanum og sagði: — Eg er maðurinn með eld- spýturnar. Kem á morgun á sama tíma að geymsluskúrnum. Og um leið og hann gekk hjá fleygði hann frá sér eldspýtustokk. Feversham ætlaði að beygja sig til að taka hann upp en Trench stöðvaði hann. — Snertu liann ekki! Og svo steig liann á stokkinn. — Sutch! muldraði Feversham. — Að hann ætli að hjálpa okkur! Eg skil bara ekki hvernig hann veit að ég er hérna. Trench skalf af geðshræringu en liann þorði ekki að minnast einu orði á þetta nýja flóttaáform. Hann reyndi að láta eins og ekki væri um neinn flótta að tala. Ilann fann nefnilega að hann þoldi ekki fleiri vonbrigði. Þeir sváfu ekki mikið um nóttina. Vonin var of rík í huga þeirra til þess. Feversham lá á bakinu og starði á stjörnurnar. Honum fannst allt í einu að hann svæfi lieima í garðinum á Broad Place, og að hann þyrfti ekki annað en hreyfa höfuðið ofurlitið til að sjá dökku trén á hægri hönd. Hann sofnaði ckki fyrr en kominn var' dag- ur, en eftir tæpan klukikutima var tekið i hann. Trench stóð yfir honum, óttasleg- inn. — Hugsaðu þér ef þeir halda okkur hérna í fangelsinu i dag. Hvað eigum við þá að gera? — Hvernig ætti þeim að detta það i liug? spurði Feversham, en smitað- ist um leið af óttanum við að Idris fengi kannske nýja skipun frá kalíf- anum. En Idris kom og opnaði hliðið án l>ess svo mikið sem líta á þá. Enijj- andi og organdi rifust fangarnir um að verða sem fyrstir út. Meðal þeirra kom einn froðufellandi og æddi yfir lilaðið og rak höfuðið fast í múrinn. — Hann er brjálaður, sagði Trench. Nokkrir fangaverðir fóru og tóku manninn. Trench hafði ekki þá stjórn á sjálf- um sér sem hann var vanur, og lét dæluna ganga, stundum samliengis- laust. — Það hefi ég líka óttast, Fevers- liam — að ég missti vitið. Eg gæti sætt mig við að deyja hérna, þó illt sé, en að verða brjálaður .... Hann skalf eins og hrísla. — Ef þessi mað- ur með eldspýturnar svíkur okkur, Feversliam, þá er ég ekki viss um hvernig fer fyrir mér. Hugsa sér að vera maður i dag og froðufellandi vit- firringur á morgun — ég get ekki liugsað til þess! Últ LANI>I VANAFESTUNNAR. — Englendingar halda trútt við fornar venjur og hafa gaman af íburðarmikl- um skrúðgöngum, einkum ef gömul hefð er á þeim. Og „blátreyju“- skrúðgangan hefir fengið hefð á sig. í henni taka þátt drengir og telpur frá barnaheimulum Christs Hospitals í Horsham og Hertford. Frá kirkjunni St. Sepulchre í Holborn ganga börnin í skrúðgöngu til borgarstjórasetursins, Mansion House, en þar leysir borgarstjórinn sjálfur þau út með gjöfum. — Hér sjást börnin á leið til borgarstjórans.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.