Fálkinn


Fálkinn - 08.05.1953, Blaðsíða 13

Fálkinn - 08.05.1953, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 gjörn, að geta ekki farið með Billy í þessa flýt- isför, úr því að það 'hefði orðið að kosta það, að ég hefði ekki getað hitt bróður minn? — Nei, það er satt. Eg hugsaði ekkert út í það, sagði Webster. Eg hugsaði yfirleitt að- eins um Billy .... ekki augnablik um ástæður yðar. — Það var ljótt af yður, sagði hún. — Víst var það. En ég hélt að ég gæti ekki betra fyrir ykkur gert en að reyna að haga öllu þannig að hann gæti gifst yður. Þér eruð svo að segja einstæðingur í veröldinni — eða voruð það þegar Billy kynntist yður. Og ég þekki drenginn svo vel að ég veit að framtíð- argæfan væri tryggð ykkur báðum ef þið gift- ust. Ja, ég vona að yður finnist ég ekki of frekur þó ég segi þetta. Þetta er eiginlega tals- vert óvenjulegt samtal .... — Ekki meira en búast má við að óvenju- legum manni eins og yður, kalífi. Og mér finnst þér alls ekki frekur. Þetta var mjög fallega hugsað af yður, og ég er þakklát fyrir, að Billy skuli eiga svona tryggan og ósín- gjarnan vin, sem aðeins hugsar um það sem honum er fyrir bestu — og mér. Eg vissi áður en við vorum kynnt, að mér mundi falla vel við yður, og nú met ég yður meira en nokkurn tíma áður, eftir að ég veit að þér eruð gamall og hugulsamur hjúskaparmiðlari. Mér þótti leitt að þurfa að valda Billy vonbrigðum, en haldið þér ekki að hann nái sér fljótt eftir það? — O-jú! Billy er einn af þessum bráðlátu unglingum, sem eru uppi í skýjunum þetta augnablikið og langt niðri í jörðinni það næsta. Hann jafnar sig eftir þetta skakkafall. Það er gott að vita að timinn læknar öll sár. Það eina sem mér finnst að, er tilhugsunin um að úr þvi að Billy hefir skilið eftir segul- stál 'hér í Buenaventura, þá muni hann kannske koma of fljótt aftur. — Þér skuluð ekki hafa áhyggjur af því. Þegar þér og ég vinnum saman skal okkur takast að halda 'honum þarna norðurfrá þang- að til hann hefir náð fuilri heilsu og kröftum aftur. — Það er gott. Og svo tölum við ekki meira um Billy, nema þér séuð svo ástfangin af hon- um að þér viljið helst ekki tala um annað. — Hvernig líður don Juan, kalífi? — Hann hefir nú svitað öllu áfengi úr skrokknum á sér, er farinn að fá matarlyst, og fyrir nokkrum dögum fékk hann áfengis- sopann, sem væntanlega verður sá síðasti. En ég verð sjálfsagt að hafa gát á honum lengi ennþá, sérstaklega þegar hann er í bænum. Þarna uppi í námunni er ekkert til að freista hans. Stritvinna er besta lækningin sem hann getur fengið. Það er talsvert satt í gömlu orð- unum, að Satan hafi alltaf eitthvfið að bjóða þeim sem leiðist. En hvernig er því háttað FELUMYND Hvar er hljómsveitarstjórinn? með yður? Hefir yður ekki leiðst upp á síð- kastið? — Nei, mér 'hefir ekki leiðst. Eg hefi saum- að tvo kjóla handa Mömmu Jenks, ég sauma útsaum, og svo hefi ég byrjað að læra móður- mál mitt. Ef bróðir minn kynni að verða for- seti hérna, væri það illa viðeigandi að systir hans kynni ekki spönsku. En Billy sagði mér að þér munduð verða lengi ennþá uppi í nám- unni. Hvernig stendur á að þér komuð í bæ- inn núna? — Eg á von á verkfærum þá og þegar. Og svo vildi ég ganga úr skugga um hvort allt væx’i i lagi með sérleyfið hans Billy. — Hve lengi verðið þér þá hérna í Buena- ventura? Með því að freistingin, sem hann hafði ótt- ast var nú ekki nein freisting lengur, afréð Webster að verða í bænum þangað til stjórn- málahorfurnar yrðu eitthvað gleggri. Áður en hann hitti Dolores hafði hann verið ráðinn í að standa ekki við nema tvo daga. — Eg fer ékki fyrr en ég hefi efnt loforð mitt og fylgt yður til bróður yðar í forseta- höllina. En ef ekki kemur til þessa, þ. e. a. s. ef framvindan í stjórnmálunum verður öðru- vísi en ætlað er, þá er ég 'hræddur um að námusérleyfið verði ekki mikils virði, og þá höfum við ekki meira að gera hér, hvorki Billy né ég. Hann sagði henni frá því, sem bróðir henn- ar hafði sagt honum um áform sín og hvað Sarros mundi hugsa sér að gera við sérleyfið. — Það er ekki viðlit fyrir einstakling að reyna að leita réttar síns hjá dómstólunum í einræðislandi, sagði hann að lokum. Bróðir yðar verður að sigra og ‘koma Sarros fyrir kattarnef. — En ef bróðir minn sigrar ekki? — Ja, þá horfir iila fyrir mörgum. Þetta er ekkert gaman, ungfrú Ruey. Ef bróðir yðar ihefir ekki bolmagn til að láta byltinguna lukk- ast, verða örlög hans þau sömu sem föður yð- ar, nema honum takist að komast úr landi. Hún þagði um stund, sjálfsagt var hún að hugsa um þennan raunalega möguleika. — Og þér? spurði hún allt í einu. — Hvað verður um yður? Eg skyldi yður svo, sem þér nytuð verndar aðeins stutta stund. — Eg verð að reyna að bjarga mér út úr þessu með sóma. Eg get alltaf fengið atvinnu heima, og ef það verður forstaða fyrirtækis, get ég haft Billy með mér. — Hvernig teljið þér horfurnar hjá bi'óður minum ? — Eg held að áætlun hans sé öll skynsamleg. Hann vonar að geta komið Sarros í opna skjöldu og teppt setuliðið inni í ‘höllinni. Þeg- ar hann hefir náð valdi á höfninni hérna getur hann flutt inn vopn og skotfæri eins og hann vill. Og þá getur 'hann boðið út liði opinber- lega og ráðist á stjórnarliðið víðsvegar í land- inu. Það er mikill kostur að Sarros hefir ekki hugmynd um að Riehardo er í landinu. Og ég er viss um að ef hann vinnur fyrstu atlöguna gengur öll þjóðin á band með honum. —Eg held að hann sé líkur föður sínum .... hann er ekki hræddur við að deyja fyrir þjóðina, sagði ‘hún lágt. — Og mér þykir vænt um að ég skuli vera hérna þegar hann leggur í þetta stórræði. — Nei, þér megið alls ekki vera hérna, sagði Webster. — Hvers vegna ekki? — Hér verða ákafir götubardagar, og mér hefir verið sagt, að þegar landar yðar eru komnir í bardagahug aðhafist þeir ýmislegt sem dómstóllinn í Haag hefir skömm á. Ef skip kemur á höfnina hérna ætla ég að koma yður um borð þangað, uns allt er afstaðið. — Eg gæti leitað til ameríska konsúlsins, sagði hún. — Ónei, það getið þér ekki. Kálhausinn, sem er amerískur ‘konsúll hérna, mundi fram- selja yður fyrsta bófanum, sem spyrði eftir yður. En annað kvöld á ég að hitta Richardo og þá frétti ég nánar um áform hans. Og svo getum við talað saman á eftir. Richardo Ruey, doktor Paoheco og • Caraveo ofursti sátu á ráðstefnu þegar Webster 'kom. Hann hafði í annað sinn notað gluggann og koffortaólarnar til þess að kom- ast út, án þess að tekið væri eftir. Samsæris- mennii’nir þrír tóku á móti honum með mikl- um þökkum, enda höfðu þeir fulla ástæðu til þess, því að hann var þeim ekki svo lítils virði. — Jæja, sagði Webster. — Nú er ég kom- inn til Buenaventura og bíð bara eftir að eitt- hvað gerist. — Þér skuluð ekki þurfa að bíða lengi, sagði Caraveo ofursti. — Svo er fyrir að

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.