Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1953, Blaðsíða 12

Fálkinn - 29.05.1953, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN FRAMHALDSSAGA: Karl í krapinu á dráttarvélina. — Vörðurinn kallaði á næsta varðfyrirliða, sem gægðist gegnum gatið á stáihurðinni. Hann sá ekki annað en dráttar- vélina, sem virtist vera ofur meinleysisleg, og opnaði hiiðið. Dráttarvélin blés í iúður sinn og brunaði inn í húsagarðinn. Varðmað- urinn lokaði 'hliðinu og liðsforinginn ætlaði að fara að snúa lyklinum. En ekkert varð úr því. Bæði hann og vörðurinn duttu niður steindauðir, eftir skammbyssuskot frá mönn- unum í dráttarvélinni. En lúðurmerkið sem dráttarvélin gaf var bending til uppreisnarmannanna um að nú væri leiðin opin inn í vopnabúrið. Og nú þusti liðið inn, svo að bráðum varð ekki þverfótað fyrir mönnum í húsagarðinum. En nú réðst hið fámenna setulið gegn dráttarvélinni og gestunum. Og úr glugga einum spjó vélbyssa kúlum og drap marga menn. Ein kúlan hitti dráttarvélastjórann í bakið og beið ííann bana, og tveir særðust, þeirra er stjórnuðu vélbyss- unum á dráttarvélinni. Dráttarvélin var um- kringd og horfði nú illa fyrir uppreisnar- mönnunum. — Bjargi sér hver sem getur, tautaði don Juan og hoppaði niður af dráttarvélinni og ætlaði að reyna að komast út. En þá mætti hann fyrsta mótorhjólinu, sem nú kom-inn í portið og lét gusurnar ganga úr véibyssunni. Stjórnarhermennirnir hrundu niður eins og flugur, en húsgarðurinn fylltist smámsaman uppreisnarliði, sem loks gat fengið mótor- hjölaskytturnar til að hætta að skjóta, því eigi féllu síður vinir en óvinir í hríðinni. Síðasti þátturinn var háður með byssustingjum. Nú var írska blóðið í John Cafferty farið að sjóða. Hann leit kringum sig eftir barefli, til þess að geta tekið þátt í blóðbaðinu. Dauði varðforinginn lá fram við hliðið. Don Juan dró sverðið hans úr slíðrum og vatt sér inn hringiðuna. Honurn fannst hann verða fyrir bæði sparki og barsmíð, og fólk öskraði og bölvaði kringum hann og hann snerist um á hnakka og hæli. Loks varð líkt og þoku létti fyrir sjónUm hans og þarna stóð do'ktor Pacheco og hélt í höndina á honum í hliðinu að vopnabúrinu. Doktorinn sagði honum að nú gæti hann farið sér hægt, því að vopnabúrið væri unnið og þeir sem eftir lifðu af varð- hernum hefðu gefist upp. Og döktorinn ætlaði að nota tækifærið til að þakka don Juan fyrir að hann hefði bjargað lífi hans. Don Juan glápti á hann eins og naut á nývirki, því að hann hafði enga hugmynd um hvað doktorinn var að tala um. Hann spýtti hugsandi frá sér, leit yfir húsagarðinn, sem var aiþakinn særð- um og dauðum mannabúkum, og hristi svo rauða hausinn. Fregnin um að vopnabúrið væri fallið og don Richardo orðinn húsbóndi í forsetahöll- inni barst um bæinn á ótrúlega skömmum tíma. Hundruð sjálfboðaliða buðu sig fram í byltingaherinn undir eins og hinn rauði fáni byltingarinnar sást blakta yfir vopnabúrinu í fyrsta sinn í fimmtán ár. Sjálfboðaliðunum var séð fyrir vopnum í skyndi. Klukkan tíu hafði verið mynduð ný herfylking, búin vél- byssu'sveitum, og hélt hún nú af stað úr bæn- um ti-1 að ná sambandi við hermennina frá San Bruno. Annað lið skipaði sér á víggirð- ingu kringum vopnabúrið og hindraði að stjórnarherinn í höllinni kæmist út. Og í höll- inni var líka Sarros sjálfur hnepptur inni. Þannig leið fyrri ihluti dagsins. K'lukkan eltt hafði don Juan, sém nú var orðinn hæst- ráðandi í vopnabúrinu, afhent siðasta riffil- inn. Hann var allur ataður í blóði og púður- leðju, skítugur, sveittur og þyrstur. — Nú hefði verið gott að fá ’sér glas af köldu öli, hugsaði hann með sér og andvarpaði, en vís- aði þessari hugsun þegar á bug, því að hann mundi bindindisheit sitt. Og nú mundi hann að hann hafði lofað að skreppa út að ,,La Estrellita“ og segja Webster fyrstu fréttirnar af viðureigninni. Hann fór því til doktor Pacheco á aðalstöðvum hans og fékk að vita að merkjamaður í vopnabúrinu hefði haft samband við don Richardo, sem hafði látið vel yfir hvernig gekk, og að gera mætti ráð fyrir fullum sigri áður en dagur væri að kveldi kominn. Og nú fór don Juan úr hernum jafn fyrirvaralaust og hann hafði gengið í hann, ti'l þess að rækja skyldu sína við Webster. WEBSTER og Dolores stóðu á þil- • farinu allan fyrrihluta dagsins og horfðu inn yfir bæinn. Logar blossuðu hér og hvar, vélfoyssurnar spýttu gráu og það vældi i sprengjukúlunum. Klukkan tíu varð orustugnýrinn enn meiri, og virtist vera mestur í miðbænum. Flótta- menn sem komu út í skipið gátu ekki gefið nema ósamhljóða og ruglingslegar fréttir, en Webster þóttist samt ski'lja að don Richardo vegnaði betur. Um miðjan dag fór að draga úr orustu- gnýnum og um klukkan tvö kom Webster auga á vélbát Lebers með don Juan við stýrið. Þegar báturinn sveigði upp að skipshliðinni hrópaði don Juan: — Húrra! Við höfum um- vkringt djöflana! Eftir tvo tíma er það búið! — H-ver hefir unnið? kallaði einhver til hans. Og annar sagði: — Þarf að spyrja að þvi? Vitanlega uppreisnarmennirnir! Þessi náungi er írskur, og allir írar eru fæddir upp- reisnarmenn. Littu á mannskrípið! Hann er eins og slátrari. Don Juan hljóp upp skipsstigann og faðm- aði Webster að sér. — Guði sé lof að það fór svona, hrópaði hann. — Eg lenti í atinu, hr. Webster! Það er satt, ég gerði það. Eg komst nógu snemma i land til að komast í vélbyssu- deildina, og ég skál segja yður, að þar voru nú drengir, sem kunnu að berjast! Þetta voru ljómandi áflog, það segi ég yður satt! Þeir settu mig á dráttar-vélina og sögðu mér að raða skothylkjum á 'beltin. En auðvitað gátu þeir ekki haft mig við þess háttar dútl. Eg lenti í sjálfri eldhríðinni í vopnabúrinu, og það kom sér vel fyrir doktor Pacheco að ég var þar. Hánn á mér að þakka nð hann er lifandi. Eg náði í stóreflis sverð...... — Þér eruð blóðþyrstur skratti, sagði Webster og hristi höfuðið. — Eg sagði yður að þér mættuð ekki skipta yður af þessu heldur vera í hæfilegri fjarlægð og koma svo hingað og færa mér fréttirnar. Hugsum okk- ur að þér hefðuð verið drepinn? Hver hefði þá átt að segja okkur fréttirnar? Þér vissuð að við vorum boðin í miðdegisverð í forseta- höllinni! — Eg hefði átt að halda mig fjarri! sagði don Juan móðgaður. Ónei, lagsmaður! Þér vissuð að mér var það ómögulegt! — Það var skrítið að þér skylduð muna það sem ég skapaði yður! — Deildin mín hafði ekki orðið meira að starfa, annars er ekkert víst að ég hefði mun- að eítir yður. Þeir hafa umkringt höllina og það verða líklega tveir tímar þangað til þeir taka hana. — Er svo kyrrt núna að við getum farið með ungfrú Webster í land? spurði Webster. — Það er öllu óhætt á Hotel Mateo. Aðal- her Sarros er nú að reyna að brjótast suður og vestur til að komast upp í fjöll. — Láng'ar yður til að komast í land? spurði Webster Dolores. — Já, það vil ég helst, svaraði hún. Þau fóru með don Juan niður í vélbátinn og si'gldu upp að bryggju. Geymsluhúsdyrnar hjá Léber stóðu upp á gátt. Þar sat. Leber sjálfur á naglatunnu innan um alla tómu kassana og furðaði sig á hvað gerst hefði þarna í hans eigin húsum. Á Hotel Mateo sat gestgjafinn fyrir innan diskinn í ársalnum og reykti langan vindil, mjög hugsandi. Webster spurði frétta af víg- stöðvunum, en gestgjafinn yppti öxlum. — Quien sabe? múldraði hann. Hver veit? Svona atburðir voru ekkert nýnærni frá hans sjón- armiði. Webster fór upp í herbergi sitt og bætti við sig einni skammbyssu í viðbót, ásamt skotum. Þegar hann kom niður aftur þóttist Dolores geta séð á honum að hann langaði ekki til að halda kyrru fyrir á gistihúsinu. Hann vildi heldur komast út á götu og spyrja tíðinda af byltingunni. Og svo stakk hún uppá að þau skyldu fara saman út í bæ, — þau gætu farið hliðargöturnar og hypjað sig inn i hús, ef eitthvað alvarlegt kæmi fyrir. Þannig ’hugð- ist hún geta afstýrt þvi að hann stofnaði sér í hættu. — Mér er illa við að þér stofnið yður í hættu .... byrjaði hann. En hún tók í hand- legginn á honum og sagði að þáu gætu farið varlega. Don Juan sagði að þeim væri óhætt að ganga spölkorn niður Calle San Rosario. En ef þau færu þá götu á enda gæti svo farið að þau sæi sjón, sem ekki væri neitt þokka- legt fyrir unga stúlku að sjá. Þau gætu lent í skotlhríð lííka, því að ýmsir úr stjórnarhern- um hefðu falið sig í húsum niður við höfnina, og það gæti farið svo að þeir yrðu ekki upp- rættir fyrr en á morgun. Svo lögðu þau af stað með don Juan sem fylgdarmann. Spottakorn frá gistihúsinu lá dauður hestur og við hliðina á honum sat Texasmaður úr vélbyssudeildinni og var að vinda sér sígarettu með vinstri hendinni. Kúla hafði farið gegnum hægri öxl og vinstri fót á honum, en ekki bundið um sár hans ennþá. Annar Ameríkumaður lá á maganum nokkru neðar í götunni. Hjá honum hafði or- ustunni verið lokið í sömu svifum og hún byrjaði. Og fyrir utan lögreglústöðina lágu fimm—sex sobrantínar í bláa einkennisbún- ingnum lögreglunnar. Þeir höfðu verið skotnir jafnóðum og þeir komu út úr stöðinni til að taka á móti uppreisnarmönnunum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.