Fálkinn


Fálkinn - 12.11.1953, Blaðsíða 7

Fálkinn - 12.11.1953, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 atburðir sem þessir, væru algengir hérna megin Ermarsunds, liann kvað Frakland allra landa friðsælast og Frakka mjög HiglilýSna. Hann var ekki í neinum vafa um aS hinum meg- in Ermarsunds væri ástandiS ekki jafn gott. Eins og allir vissu ríkti hungursneyS í Englandi ....“ ViS andmæltum þvi kröftuglega. „ÞaS gleSur mig aS svo er ekki,“ sagSi Monsieur Boudet. Hann leit ísmeygilega á okkur. „Eg er að brjóta heilann um hvort hugsanlegt sé aS Monsieur og Madame hafi haft kaffi meSferSis þaSan?“ Sem betur fór hafSi A'lice frænka ráðlagt mér aS háfa kaffi meS til Frakklands. Eg sótti einn pakka og gaf honum. Hann þakkaSi mér meS mörgum fögrum orðum og ég svar- aSi: „Ekkert að þakka.“ „EruS þér búinn að komast aS því liver átti hnífinn sem frú Frenier var myrt með?“ Eg bar þessa spurningu fram fyrst og fremst til að storka Martin, sem hafði leyft sér að skipa mér aS láta máliS afskiptalaust. „Já, mademoiselle Suzy þekkti hníf- inn. Hann hefir jafnan verið geymdur i glerskápnum i setustofunni. Eg hélt áfram að spyrja hann. Eg varð að nota tækifærið, meðan hann var í þakklætishug vegna kaffigjafar- innar. Eg minntist þess snögglega að ég átti einnig í fórum mínum enska vindlinga. Þeir gátu ef til vi'll komið einnig í góðar þarfir ....“ „Hefir yður tekist að finna töslcu frú Frenier? Eg minnist þess að þeg- ar hún var í Jersey bar hún jafnan mjög fallega tösku úr hvitu lcðri með gulllás." „Nei,“ sagði Boudet. Þrátt fyrir kaffið hleypti hann brúnum. „Mig minnir að ég hafi áður sagt yður, aS það er mitt að spyrja og annarra að svara.“ „Vissulega,“ sagði ég vingjarnlega, „Mér varð aðcins á að fara að brjóta heilann um þessa tösku?“ „Hvað þýSir þaS — að brjóta heil- ann um,“ spurði Boudet. „ÞýSir það að yður hafi þótt hún falleg?“ „Nei, það þýðir aðeins að ég hafi hugsað mikiS um hana. Eg gæti nnn- ars — þegar um lrægist hjá yður Monsieur Boudet — veitt yður nokkra HEIMSMEISTARATIGN. — í London var nýlega heimsmeistaramót fyrir „model“-svifflugur, en það hefir ver- ið mörgum flugfræðingum góður skóli að spreyta sig á að smíða þær sem bestar. Hér sjást fjórir unglingar, hver frá sinni þjóð, ræða um sigur- horfurnar. tilsögn í ensku. Eg á auðvitaS ekki við fyrir borgun —eingöngu til gam- ans.“ „Dásamlegt,“ sagði Boudet og ljóm- aði allur. Það var auðséð á honum að hann tók eklci fyrst og fremst eftir því „móðurlega" í fari mínu. Martin glápti reiðilega á mig. JARÐARFÖR Mollý Frenier átti að fara fram daginn eftir réttarrann- sóknina. Það var þegar búið að yfir- heyra alla og skýrslur höfðu verið undirskrifaSar. Lögreiglan hafði enn svefnherbergi Mollý á valdi sínu, en að öðru 'leyti var daglegt líf í húsinu að færast í venjulegt horf undir stjórn læirra .Tosephinc og Pierre. Litla hvítmálaða herbergið, sem var fyrst lil vinstri þegar komið var upp stigann, hafði verið útbúið fyrir Denis. Hann sat við morgunverðar- borðið með okkur og einnig Monsieur Dugand. Suzy gegndi húsmóðurskyld- unurn af mestu prýði. Mér varð tíð- litið á hana. Eg vissi nú — þólt lög- fræSingurinn hefði ekki látið nein orð falla — að þær Iielen voru mjög auSugar. Helen sendi mér feimnislega ást- úðlegt augnatillit öðru hverju. Það leyndi sér ekki, að hún hafði tilhneig- ingu til að leita styrks og uppörvunar hjá öðrum. Ef hún giftist .Túlíusi yrði hann að fara með völdin. „ViS skulum koma út,“ hvislaði Martin að mér að máltíðinni lokinni. Það stóð ekki á mér. Helen hafði farið upp til að hvíla sig, og viS Martin tókum til sundboli og hand- klæði. Við leigðum litinn vé'lbát og von bráðar vorum við á hraSri leið yfir flóann. Mér varð ótrúlega létt i skapi, hressandi hlærinn og gljá- andi vatnsflöturinn fengu mig til að gleyma áhyggjunum. Martin er mjög leikinn að stýra báti. Mér hlýnaði um hjartaræturnar þegar ég horfði á hann; ljósblá skyrta hans var óhneppt i hálsinn og sólin skein á útitckið hörund hans. Eg var í blá- og hvít- röndóttum kjól og berhöfðuð með hár- ið blaktandi í golunni. Þegar við komum til Dinard bund- um við bátinn við fornfálega bryggju og st'igum í land. Dinard var vissu- lega hrífandi staður, og hefðum við komið þangað undir öðrum kringum- stæðum hefðum viS eflaust orSið enn hrifnari. Frá bryggjunni fórum við í eins konar lyftu upp á klettinn. SíS- an gengum við eftir sandbornum stig fram hjá háum liúsum með grænum gluggahlerum og. gluggakössum full- um liinna TitskrúSugustu blóma. Við gengúm einnig fram hjá gulu stór- hýsi, spilavitinu, og siðan eftir mörg- um stuttum þvergötum og skoðuSum verslanir sem höfðu mikið úrval alls kyns listmuna og fatnaðar á boð- stólum. Og hvar sem litið var sáum við sólbrennt ferðafólk i litskrúðug- um sumarfötum. Þegar við höfSum fengið nóg af að litast um í búðunum fórurn við niSur að baðströndinni. Við afklæddumst í röndóttu sóltjaldi, óðum út, syntum og busTuðum. Himinninn var skínandi blár og gulir smábátar sigldu allt í kring um okkur. Við vorum i hátiðaskapi þcgar við klæddumst á ný og síðan fórum viS á veitingahúsið Old France og drukk- um te undir sólhlif sem var í laginu eins og útsprunginn túlípani. Snotur afgreiSslustúlka bar okkur teið og eigandi veitingahússins, myndarlegur og skemmtilegur maður, sýndi okkur mikla alúð og umhyggju. Þessa s.tund- ina var mjög auðvelt að gleyma, eða öllu heldur erfitt að muna, allt hið illa sem við höfðum komist i snert- ingu við síðustu dagana, hina óráðnu morðgátu. Martin, kjáninn sá arna, varð til að eyðileggja alla ánægjuna fyrir mér. „ITér er dásamlegt að vera,“ sagði hann. „Mér þykir fyrir þvi að við skyldum ekki bjóða Suzy með okkur. Hún hefði haft mikla ánægju af því.“ „Hvað mig snertir finnst mér'al- veg nógu ánægjulegt án hennar,“ sagði ég þóttalega. Martin leit kuldalega á mig. Hann kveikti sér í vindlingi, en honum láð ist að bjóða mér lika. „Rosie, þú ert ekki sanngjörn gagn- vart veslings barninu!" sagði hann. „Eg hlýt að viðurkenna að hún liegð- aði sér ekki sem best á dansleikn- um forðum, en slíkt getur jafnan hent hugsunarlaust barn. Eg skil ekki hvað getur fengið jafn faTlega stúlku og þig til að vera svona uppsigað við hana.“ „Eg rnyndi ekki telja mig fallega i sambandi við Suzy,“ sagði ég. Martin var svo ósvífinn að brosa. „Hættu nú elskan mín,“ sagði hann letilega. „Þú ert falleg og þér er það vel ljóst. Því verður ekki neitað að Suzy er óvenju hrífandi stúlka, en það er ekki þess vegna, sem ég her umhygigju fyrir henni. Hins vegar virðist mér hún þurfa á hjálp að halda. Hún þarf að hafa karlmann til að vernda sig.“ „Hún hefir þá nú tvo — Dcnis og Sebastian." „Eg er ekki frá þvi að þnð þurfi einmitt að vernda hana fyrir þeim.“ Eg sá út um gluggann að við vor- um skammt frá hótelinu. Hotel Rien- venu stóð letrað meS gylltum stöfum á rauða framhlið þess. „ViS skulum koma viS einhvers staðar og fá okkur glas af víni áður en við förum heim,“ sagði ég. Við skoðuðum nokkrar verslanir i viðbót og éig sætti lagi að teyma Martin í áttina að Hotel Bienvenu. Eg hafði i hyggju að liefna min á hon- um. Hann hafði bannað mér að skipta méi' nokkiuð af lausn mörðmáTsins. TIví skyldi ég taka þnS til greina? Eg vissi mætaveT að ég bjó yfir tnls- verðum leynilögregluhæfileikum og hví skyldi ég ekki notfæra mér þá. ÞaS tók mig ekki langan tíma að fá skrifstofustúlku liótelsins til að snjalla við mig. Eg sá að Martin hrökk i kút, ]iegar ég spurði hana hvort ekki væri laust herbergi á hótelinu. Því miður, sagði stúlkan, hvert herbergi var fullsetið. „ÞaS var leilt,“ sagði ég. „Við höld- um þá til Bláskóga, og eins og'málum cr háttað ....“ Eg þurfti ekki að segja meirn. Martin til mikillar gremju beindist athygli allrá að okkur! Skrifstofu- stúlkan lét dæluna ganga á frönsku og var svo óðamála aS ég vissi að Martin myndi ekki skilja hana. „GuS minn góður.“ sagði luin. „Hvílikur sorgáratburSur. ÞaS er ekki talað um annaS í Dinard. Þetta er eflaust verk þorparanna í La Rande Voleur. Eg skal segja yður frú, einn fastagesta hótelsins fór oft í héim- sókn til Bláskóga. Hann var þar meira að segja nokkrum klukku- stundum áður en þessi hræðilegi at- burSur átti sér stað. Og lögreglan kom liingaS til að yfirheyra hann! Það var hræðilegt fyrir veslings Monsieur Sebastian. Frú Frenier var vinkona móður hans, svo að þnð var ekkert óeðlilegt að hann heimsækti hana. En ég sagði við hann í morgun: RÁÐ VIÐ HITANUM. — Hér sést ameríska leikkonan Margaret Lynn Munn vera að gefa góð ráð til að standast hitann. Klæðast skal dýrind- is baðfötum og setjast á stærsta skaft- pottinn sem til er í eldhúsinu. Síðan tekur maður könnu fulla af ísköldu vatni og hellir varlega yfir sig. Ef þú gerir þetta og hefir ljósmyndara nærri verður þú alveg ný manneskja —segir Lynn Munn. ÞÖKK FYRIR GESTRISNINA! Fyrir nokkru var liðið ár siðan Far- úk leitaði hælis í Italíu, eftir að Naguib hafði úthýst honum. f tilefni af því gerði hann sér ferð í Quirinalið, sem áður var konungshöll, og skrifaði nafn sitt í gestabókina, með þakklæti fyrir meðferðina á sér. — Hér sjást þau Farúk og dóttir hans skrifa. DUGLEGUR HUNDUR. — Juno er af „grand danois“-kyni og eigandinn er áttræð kerling, Judith Mmodhouse. Þegar hún fer í reiðlúr á morgnana lætur hún Juno sækja hestinn. Juno er talsvert hreykinn af dugnaði sín- um, og skín það út úr myndinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.