Fálkinn


Fálkinn - 19.11.1953, Blaðsíða 4

Fálkinn - 19.11.1953, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Stríðið i Indo-Kína kostar Prakka um 50 milljón krónur á dag, og um tíu þúsund manns hafa fallið. Tveir innfæddir ferðamenn hafa steikt sér egjr á pönnu og eru að gæða sér á því. INDO-KÍNA er frönsk nýlenda i aust- urhluta Austur-Indlandsskaga. Fyrir siðari heimsstyrj31(1 ina skiptist þetta svæði i fimm lönd: Annam, Kambodja, Tonking, Laos og Coohinkína. Lögðu Frakkar löndin undir sig smátt og smátt á árunum 1858—98. Þegar Þjóð- verjar íhöfðu hertekið Frakkland 1940 gengu frönsku yfirvöldin í Indókina Vichystjórninni á hönd, og hún gekkst undir að Japanir fengju að vaða uppi í landinu og tækju við s'tjórn járn- brautanna og fengju að ieggja járn- brautir. ()g árið 1944 lögðu Japanar allt landið undir sig. Frakkar í Indó- kína og yfirstéttin yfirleitt tvafði sam- vinnu við Japana og voru auðsveip þý þeirra. En hins vegar hóf alþýðan and- stöðuhreyfingu gegn útlendu böðlun- um, undir forustu Ho Chi Minh. Frels- isher hans tóku völdin í mestum 'hluta Indókina þegar Japanar gáfust upp, sumarið 1945. Sama ár var stofnað lýðveldi í lndóldna með Ho Chi Minh sem forseta, og skirt Viet NAM. Bresk- ur og indverskur her kom inn í land- ið að sunnanverðu og kínverskt lið að norðan til að afvopna japanska herinn, og síðar kom einnig franskur her. En andstöðuhreyfingin hóf nú stríð til að ná fullu sjálfsforræði, og árið 1940 fékkst franska stjórnin til að viðurkenna Viet Nam sjálfstætt lýðveldi. En deilur héldu áfram um Coahinkína — Frakkar vildu ógjarna afsala sér yfirráðum sínum þar, ]>vi að þeir höfðu mikla gúmmíframleiðslu þar. Þeir settu stjórn þar og viður- kenndu Cotíhinkína opinherlega sem sjálfstætt lýðveldi. Þetta vakti gremju í Viet Nam, og liaustið 1940 gripu Viet Nam-búar til vopna gegn franska setuliðinu i Indókína. Þessi styrjöld hefir verið háð sem skæruhernaður og Frakkar hafa átt í vök að verjast. Ho Ohi Minh er eins konar vasaútgáfa af Mao Tse Tung í Ivina, og síðan hann hófst til valda, og enda fyrr, liafa kínverskar her- sveitir hjálpað Viet Namhúum, þóP að ekki sé sú hjálp nema smáræði hjá þeirri, sem Kínverjar hafa veitt Norð- ur-Kóreu. En það er margt skylt með Kóreu- og Indókína-stríðinu. Ef Fra'kkar láta undan í Indókína cr stutt til Indlands og vestur til Burma og Indlands. Frakkar eru ilta staddir fjárhags- lega og hafa engin efni á að heyja stríð í Indókina, samtímis því seni þeir eiga i vök að verjast í Tunis. Þeir hafa hvað eftir annað skorað á Brctland og Bandarikin að hjálpa sér, og það mun vera mála sannast að þeir geta ekki varið Indókína einir, gegn sókn Ho Chi Minih. Um ástandið i Indókina er hægt að gera sér nokkra 'hugmynd af frásögn blaðamannsins og Ijósmyndarans Werner Bischofs, sem fyrir nokkru fór með járnbraut 400 km. leið frá Saigon, höfuðborg Cochinkina til Muong-Man. KLUKKAN er sex að morgni cr ég stend á brautarstöðinni í Saigon. Her- málafulltrúinn segir: — Komið aftur iim sama leyti á morgun. Þá fcr lestin, cf heppnin er með. „La -Rafale“, hraðlestin hefir rekist á sprengju um 100 kílómetra héðan. Jæja, ])á er mér nauðugur einn kost- ur að biða. Þessi járnbrautarleið á merkilegt að dráttarafl. Hér getur maður feng- ið reynslu fyrir hverju fólk og flutn- ingur getur orðið fyrir, og hve mai'gs konar hlutverkum lestir af þessu tagi verða að gegna. Þetta er kynleg lest. Farþegar og hermenn ganga uppi á þaki er þeir þurfa að komast milli vagnanna, því að ómögulegt er að klifra yfir varn- ingshrúgurnar inni í vagninum. í matarvagninum er hægt að fá allt sem nöfnum tjáir að ncfna, meira að segja kampavín og fínustu rauðvín, og lestin hefir mikið af vistum, lil þess að farþegarnir þurfi ekki að svelta, þó að lestin verði fyrir skæru- liðaumsát i nokkra daga. Hermenn- irnir í brynvörðu vögnunum reyta hænsni og sjóða þau í vatninu frá eimreiðinni. „Sve>fnvagninn“ er þægi- legasta vistarveran i þessari lest, þar eru óþægilegir leðurfóðraðir bekkir. En nýstárlegast er að skoða IV- flokks vagnana, þar sem hengikojurn- ar eru í þyrpingu undir loftinu, en körfur með fiski, grænmeti og ávöxt- um eru í stafla undir kojunum. A hverri stöð er fleira fólki og meiri varningi troðið inn i vagnana, þang- að lil gengur fram af farþegunum og þeir fara að mögla. En þeir eru ekki virtir svars. Þeim er troðið í einhverja smuguna milli varningsins — það er varningurinn sem er verðmæti en ekki farþegarnir! Fólk setur og horðnr þar sem það hefir fundið sér skot, þessi ferð er barátta frá upphafi til enda, þögul og bitur barátta á hverri stöð. A eimreiðinni stendur maður og einblínir fram eftir brautarsporun- um, sem renna saman út við sjón- deihlarhringinn. Hann er óvopnaði lestarstjórinn og hefir e'kki augun af gljáandi teinunum og verður að taka eftir ef eitthvað er grunsamlegt og slöðva lestina ef með þarf. Mennirnir á cimreiðinni eru i mestri hættu allra í lestinni, því að sprengjurnar sem settar eru undir teinana springa þeg- ar eimreiðin þrýstir á teinnna. Bak við þá sitja þúsundir manna i far- þega- eða varningsvögnunum, verka- menn á leið á vinnustaðinn á næstu plantekru. Allir mega þeir búast við vopnaðri árás. Hcrmenn frá Kambodja sitja uppi á þaki brynvörðu vagnanna. Þeir hafa plast-gleraugu til að verjast koladustinu frá vélinni. Þeir þekkja hvern metra leiðarinnar, hafa sifelll gát á 'flækjuskóginum á báða bóga, bæði dag og nótt. Það er eins og þeir geti snuðrað um hætturnar ekki síður en skógardýrin. Þarna þarf engan for- ingja til að skipa fyrir, þeir gera sjálfkrafa það sem hægt er að gera. Eg horfi á þá um stund er við ökum um hættulegasta kaflann, skógargróð- urinn er svo nærri leslinni að maður þorir varla að rétta höndina út um gluggann. Þá skelfur lestin allt í einu — sprenging! Lestin heldur enn áfram nokluir hundruð metra. Allar vélbyss- urnar fara að smella. Þetta er eins og þrumuveður eftir molluhita. Frá öftustu vögnunum heyrast drunnr frá Bofors-fallbyssum sem hergmála inni í skóginum. Svo verður hljótt langa stund. Blöð- in á hæstu trjánum folakta í golunni, allir stara. Ungi franski liðsforinginn tekur fastar um skammhyssuskeftið og fer burt úr vagninum. Kavnfoodja' dáti, ekki meira en fimmtán ára, titr- ar og svitinn rennur niður andlitið á honum. í næsta vagni stendur her- maður með byssuna í hendinni. Undir vagninum okkar er foútur úr teinunum á foak og hurt — tveggja metra skarð í línuna og svefnvagn hefir slitnað lir lestinni, eimreiðin orðið fyrir skot- um og bilað, tveir vagnar hafa runnið af sporinu. En enginn er særður. Hér ríkir Asíu-ró, enga hræðslu að sjá á and- litum fólksins. Kínverskur faðir situr oglhorfir á dóttur sína sem er að leika sér. —- Þetta er i þriðja skipti sem hún Icndir í járnforautarslysi, segir liann. Loftskeyti er sent lil að íáta' vita hvernig komið er og næsta stöð focðin að hafa aðra eimreið viðhiina. Eim- reiðarstjórinn heldur áfram á biluðu eimreiðinni, slcógurinn meðfram lin- unni er kannaður og varðsveitir settar hér og hvar, og foyrjað að moka ofan í holuna sem sprengjan hafði grafið. Eftir klukkutíma er komin aúkalest með nýja teina og vcrkamenn. Og eftir þrjá tíma eru afsporuðu vagn- arnir komnir á teinana, og töfin hefir ekki orðið nema rúmir fjórir timar. Svo hyrjar rannsóknin á hverjir hafi gert árásina. Á hverri einustu stöð cru Viet-nam-menn viðbúnir við ferma og, afferma vörur. Hver veit nema einhver þeirra hafi komið sprengjunni fyrir. Loks erum við í Muong-Man. Þar er krökt af hermönnum. Á stöðinni biður lest, brynvarðir vagnar og vopn- aðir. En þarna eru oft framin spell- virki, einu sinni var brautarstöðin gereyðilögð, og það var franskur liðs- foringi, kommúnisti, sem stóð fyrir þvi. Síðan eru allir grunaðir, og hver maður sem ekki þekkist er rannsak- aður, jafnvel þó að hann sé í frönsk- um hershöfðingjahúningi. Hver veit nema hann sé landráðamaður? * Svona er umhorfs i vögnunum í lestinni, þar sem allir berjast um stað til að koma sér fyrir á.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.