Fálkinn - 05.03.1954, Blaðsíða 4
4
F ÁLKINN
LENGSTI AKVEGUR HEIMSINS:
Alaskabrautin
STUTT ÁGRIP AF FRÁSÖGN FERÐAMANNS.
EGAR Alaskabrautin var
opnuð árið 1942, dró mjög
úr ótta manna í Banda-
ríkjunum og Kanada við mögu-
lega árás Japana á Alaska. Og um
ófyrirsjáanlega framtíð mun þess-
um tveimur þjóðum verða ómet-
anlegur styrkur að þessari þjóð-
braut, sem tengir nyrstu byggðu
svæði meginlandsins við þéttbýlið
sunnar í álfunni. Fáir munu þó
hafa fagnað þessari vegargerð
meira en ferðamennirnir. Ekki
þeir, se mferðast til að njóta mun-
aðar, heldur hinir sönnu ferða-
menn og náttúruunnendur. Þeir,
sem leita friðar og fegurðar í
faðmi víðáttu og óbyggða.
Það var á árinu 1941, að hafist
var handa um að leggja Alaska-
brautina, og 20.000 manns og
ógrynni véla unnu verkið á 9
mánuðum. Vegurinn er 30 metra
breiður og 'liggur norður um skóg-
lendi Kanada, yfir ár, fjöll og
sléttur. Nauðsyn rak á eftir verki
þessu — knýjandi nauðsyn. Ame-
ríkumönnum stóð mikil ógn af
því, að Japanir kynnu að gera
innrás í Alaska, og þar eð sam-
gönguæðar voru fáar og ógreið-
færar milli Bandaríkjanna og hins
strjálbýla landflæmis skóganna
og gullsins, var mikil vá fyrir
dyrum. Betur fór þó en á horfð-
íst, og þegar hernaðarmáttur
Japana dvínaði, minnkaði þýðing
Alaskabrautarinnar um stund, þó
að hún hafi í fyrstu verið mikil.
Nokkru eftir lok styrjaldarinn-
ar tóku kanadísk yfirvöld að sér
umsjón og rekstur þess hluta Al-
askabrautarinnar, sem liggur um
Kanada, en það eru 2000 km
vegalengd af 2500 km. lengd
brautarinnar alls. Komið hefir
verið á fót bensínafgreiðslustöðv-
um, bifreiðaverkstæðum, gistihús-
um og greiðasölum meðfram
brautinni með hæfilegu millibili,
og síðustu árin hafa tugþúsundir
ferðamanna lagt leið sína norður
hina nýju þjóðbraut, gegnum áð-
ur óþekkt landssvæði, inn í hrif-
andi fagurt land kyrrðar og víð-
áttu, fegurðar og tignar.
„Akferð norður Alaskabrautina er undursamlegasta ferðalag, sem hægt er
að hugsa sér“. Þannig auglýsa ferðaskrifstofurnar nú ferðir sínar norður til
Alaska, sem verða æ fleiri og fjölmennari með hverju ári, sem líður. Og víst
er um það, að óhætt er að kveða sterkt að orði og gefa mikil fyrirheit, þegar
rætt er um ferðalag norður til Alaska. Töfrar óbyggðanna gera ferðalangana
hugfangna. Snævi þaktir fjallstindar, straumþungar ár, fossar í gljúfrum,
skógar á sléttlendi og í hlíðum — allt hrífur þetta ferðamanninn, sem heldur
norður Alaskabrautina.
Alaskabrautin er 2500 km. löng og liggur um fjöll og sléttur, skóga og gróður-
lausar auðnir frá Dawson Creek í kanadíska fylkinu British Columbia til
Fairbanks í hjarta Alaska. Hún var gerð að forgöngu Bandaríkjamanna árið
1942 og verkið var unnið á 9 mánuðum. Tilgangurinn með því að hraða
vegargerðinni eins og gert var, var sá að geta varist betur hugsanlegri árás
Japana á Alaska.
Eiginlega hefst ferðin í Edmon-
ton, höfuðborg kanadiska períu-
fylkisins Alberta. Fyrstu 700 kiló-
metrana liggur leiðin um hveiti-
ræktarsvæðin í hinu þekkta
Peace-River héraði. I Dawson
Creek, 3000 íbúa bæ, endar járn-
brautin, og Alaskabrautin sjálf
tekur við.
Leiðin liggur síðan hundruð
kilómetra norður á bóginn um
landssvæði, sem til skamms tima
var órannsakað og nýtur sólar-
birtu dag sem nótt um hásumarið.
Síðan sveigir vegurinn upp í
Klettafjöllin við smábæinn Hud-
son Hope, sem þarna hefir
risið upp. Við Fort Nelson stað-
næmast margir og hafa bækistöð,
meðan þeir fara í styttri ferðir
um nágrennið. Hrikalegt fjall-
lendi, veiðivötn, ár og fossar,
að ógleymdum frumskógunum,
gleðja auga gestsins. Heppinn
ferðalangur gæti ef til vill séð
bisonuxa, og skógarbirnir kynnu
að gera sér dælt við hann. Og
hver mundi ekki vilja sjá Virginia-
fossinn, hæsta foss Kanada?
Kjósi ferðamaðurinn hins veg-
ar að halda ferðinni viðstöðulaust
eða viðstöðulítið áfram, þá bíða
hans ekki síður undralönd: Eftir
50 km. spöl er hann staddur á
Summitpass, hæsta stað Alaska-
brautarinnar. Þaðan liggur leiðin
niður á við með dásamlegt útsýni
til suðurs og norðurs, Klettafjall-
anna, Yukonfjallanna og snævi
þakinna tinda hinna þriggja 4000
metra háu fjalla, Mount Stalin,
Mount Roosevelt og Mount
Það er eiginlega hægt að segja að Alaskabrautin liggi um einn samfelldan
dýragarð. Öll dýr norðursins ber fyrir augu vegfarandans. Jafnvel skógar-
birnirnir, sem eru ekki alltaf vinsamlegir í garð þeirra, sem raska rónni í
heimkynnum þeirra, gera sig nú heimakomna á braut bifreiðanna og viíja
gjarna heilsa upp á vegfarendur. Stundum kemur það fyrir að hjarðir félags-
lyndra dýra, sem reika um beitilöndin stöðva alla umferð um veginn góða
stund. Akferð á Alaskabrautinni er sannkallað ævintýri fyrir alla, sem unna
lögru og tilkomumiklu landslagi og fjölskrúðugu dýralífi í faðmi náttúrunnar.