Fálkinn


Fálkinn - 12.03.1954, Blaðsíða 8

Fálkinn - 12.03.1954, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN CHItlSTEN LARSEN: y\b sjnum nú XJ ANN ívar í Tobbakoti var ekki -*■ vanur að flana að neinu. — Við sjáum nú til, sagði bann oftast, og eiginlega sagði hann sjaldan fleira, þvi' að hann var ógn orðfár. Og þess vegna hafði ekki orðið neitt úr gift- ingu hjá honum ívari. Ekki svo að skilja að hann væri í kvenmannsliraki, ónei, ég held nú ekki, þvi að hann hafði þó alltaf liana Olgu, en eiginlega var hún varaskeifa hjá lionum. Og þó var það svo, fannst honum, að ef hann kvæntist nokkurn tíma þá niundi Olga verða konan hans. En það urðu aldrei hentugleikar til að koma því i kring. Einu sinni munaði þó minnstu. Það var þegar hún móðir hans sálaðist. Iíver átti að hirða um kúna? Hann fór að tala utan að ýmsu við hana Olgu, sem var vinnukona í Þrándar- holti þá. — Það verða ekki önnur ráð, sagði hann, ég verð að fara til prests- ins og biðja hann um að lýsa með okkur. Það verður of erilsamt fyrir mig að eiga að liugsa um kúna þegar ég vinn i skóginum allan daginn við að böggva. Ég hefi nóg að hugsa að verða að elda ofan í mig sjálfur. — Já, það fer að verða mál til komið, sagði Olga sem var 36 ára og ekki beinlínis neitt augnayndi lengur, — en þá verður þú að fara í höfuð- staðinn og kaupa handa okkur hringina. — Jamm, hringina. ívar dró seiminn, — þeir eru nú dýrir, — og nú hefi ég haft svo mikinn kostnað af jarðar- förinni. Við sjáum nú til. Það höfðu runnið á hann tvær grímur og hann fór heim til að hugsa málið. Kannske gæti hann fengið liana Jónínu á Hliði til að taka kúna að sér fyrst um sinn, hún hafði tvo auða bása i fjósinu og þeim mundi eflaust koma saman um skilmálana. En þeim kom ekki sam- an, hún Jónína vildi fá þrjá lítra af mjólk á dag fyrir umstangið — og það af morgunmjólkinni, en ívar vildi ekki borga nema tvo lítra og það af kvöldmjólkinni, því að hún var fitu- minni. Nei, það varð víst ekki hjá því komist — liann varð að gifta sig. En áður en hann komst að Þrándarholti aftur til að tala við Olgu, kom ein- hver slajmska í beljuna. Hún hafði fengið einhvern óþverra ofan i sig — glerbrot eða vírgadd, og hann varð að drepa hana. Svo að ekkert varð úr giftingu í það skiptið. Svo liðu tvö ár. Þá fór ívar að hugsa ráð sitt aftur. Nei, ekki dugði þessi skratti. Vorannirnar voru að byrja og hann vantaði hauginn. Hvernig mundi fara með kartöflurnar eftir- leiðis, þegar ekki var hægt að krigja út svo mikið sem einn mykjukiáf nær- lendis. Og ef sækja þurfti skítinn langt að varð flutningurinn svo dýr. Hann fór til Olgu á nýjan leik og sagði: — Við verðum að giftast, Olga, þvi að mig vantar skít! — Hvað er að lieyra til þín, maður — þú kemur og biður mín, vegna þess að þig vantar skit — heldurðu að ég ........ — Ég meina kúaskít, sagði ívar, sem alltaf var orðfár. Olga skildi hvað fyrir honum vakti og svaraði: — Þá verður þú að biðja um að lýsa með okkur strax, því að það er vorbær kýr, sem þú kaupir, og þá þarftu að bafa mig til að mjólka undir eins og hún er borin. — Nei, við sjáum nú til, sagði ívar, sem aldrei vildi flana að neinu — mér datt nú í hug að kaupa haust- bæru, og þá get ég mjólkað sjálfur í sumar — og svo verður hún geld nokkrar vikur, en rétt áður en hún ber í liaust skulum við gifta okkur — því að ég þarf aðstoð um það leyti sem hún ber. ívar keypti sér góða kú, sem átti að bera í nóvember. Svo að hann gat haft tímann fyrir sér. Og sumarið leið og fram á haustið. En í septem- ber var kýrin orðin feikna vambmikil. Það fór ekki lijá þvi að hún ætti tvo kálfa ef þessu héldi áfram fram í nóvember. Um miðjan október þóttist ívar sjá þess öll merki að kýrin nmndi bera þá og þegar. Hann fór til Olgu, sem vegna giftingarinnar hafði sagt upp vistinni um miðjan mánuð en ætl- aði þó að vinna áfram í Þrándarholti fyrst um sinn. — Ég er hræddur um að þeir hafi gabbað mig, Olga — þeir sögðu í nóv- ember — en ef kýrin ber ekki ein- hvern næstu daga eða kannske í nótt þá hefi ég ekki vit á kúm. Þú verður að koma með mér undir eins, Olga, ég get ekki staðið í þessu einn. — En lýsingin þá, ívar? — Við skulum tala um hana seinna, — nú er um kúna að gera, það ríður meira á þvi. — En ég get ekki legið hjá þér fyrr en við erum gift — hvað held- urðu að fólk segði? — Hver hefir sagt að þú eigir að liggja hjá mér — þú átt að liggja í f jósinu. — Fjósinu? — Já, einhver verður að vera yfir kúnni, við skiptumst á. Kálfarnir urðu tveir. Þau sváfu til skiptis í fjósinu i rúman hálfan mán- uð. En jiegar þetta var um garð geng- ið fór ívar upp í skóg án þess að hugsa um lýsinguna. Hann hafði sjálf- sagt gleymt því. Olga mundi það, en hún var önnum kafin við að þrífa til í bænum, sem bar þess merki að þar hefðu kvennahendur ekki komið til nærri neinu i tvö ár, svo að þetta var eins og svínaból. Hún sagði ekkert fyrst um sinn. En þegar hún liafði verið í Tobbakoti í mánuð — síðari hálfan mánuðinn lá hún ekki í fjós- inu — fór hún að ympra á lýsingunni. — Já, jamm, sagði ívar, — ég verð víst að fara til prestsins bráðum. En því liggur ekki mikið á. — Liggur ekki mikið á? Fyrst bið- um við í fimmtán ár, og nú hefi ég legið i bólinu þínu i hálfan mánuð — og svo segir þú að ekki liggi á að fá lýsingu! — Já, en því bráðliggur ekki á, rneina ég. Ég verð að keppast í skóg- inum á meðan þetta góða veður lielst. En undir eins og breytir til og hann fer að snjóa, svo að ég kemst ekki í skóginn, skal ég fara til prestsins. Olga gáði til veðurs á hverjum degi, það var það fyrsta sem hún gerði á morgnana. Hún óskaði þess heitt að nú kæmi hríð, svo að hún kæmist loksins í lijónabandið. En himinninn var alltaf lieiður og blár, svo að út- litið var slæmt. Loksins vaknaði hún einn morgun í desemberbyrjun við að hríðin buldi á rúðunni. Það snjóaði og veðurhæðin var mikil og fór versnandi — það varð blindbylur. Snjónum hlóð niður á veg- ina á ótrúlega skömmum tíma, það var likast og honum væri mokað ofan af himnum og úr öllum áttum. — Nú er kominn bylur, sagði Olga vonglöð. — Ég sé það, sagði ívar og tók skóflu og fór að moka götu út í fjósið. Hann var nærri því tvo tíma að þessu, því að langt var i fjósið. Og þegar því var lokið mokaði iiann götu að brunninum. Hún var enn lengri. Og siðan út að eldiviðarskjólinu og loks niður að veginum. Þá var komið fram á miðjan dag. Og svo lagði hann sig í klukkutima. Og á meðan liafði fokið í alla stígana, svo að hann varð að byrja á nýjan leik og mokaði til kvölds. Daginn eftir gerðist sama sagan og eins daginn þar á eftir. En svo breytti um veður og kom' bloti. Snjórinn sjatnaði og ívar gat komist upp í skóg aftur með öxina sína. Hann hafði misst þrjá góða vinnudaga og varð að vinna það upp. Bylurinn hafði ekki komið að neinu gagni. Olga sagði ekkert fyrr en á aðfanga- dagskvöld er þau sátu við borðið, sem hún hafði dúkað og matreitt á eftir með bestu getu. ívar var í ágætu skapi, svo að lá við að hann brosti, og þvi fannst lienni reynandi að segja: — Nú hefðum við getað lialdið brúð- kaup um jólin ef þú hefðir farið til prestsins og fengið lýsingu þegar snjórinn kom. ívar lirökk við og lijó liægri hnefa undir vinstri handlegg. — Æ, hver skrambinn, þvi gleymdi ég alveg, Olga — ég hefi alltaf verið að hugsa um það, en aldrei getað mun- að hvað það var, sem ég liafði gleymt. — Nei, þú þarft að hugsa um svo margt áríðandi, ívar, og þá liættir manni við að gleyma smámununutn. — Já, ég liefi haft í mörgu að snúast í ár, sagði ívar — hann skildi ekki skensið — en þú hefðir getað minnt mig á það, Olga. — Æ, ég er orðin leið á að nudda á þér — þú heldur vist að þú sért meiri háttar maður, og — að ég sé ólm í að komast í hjónabandið. — Nei, mér finnst fara býsna vel um okkur svona, Olga — og vist cr um það, að þú ert myndarleg til munns og handa, að hafa þrifið svona vel til hérna — og ekki er að kvarta undan matnum hjá þér. Nei, nú skal ég gefa þér vel i staupinu, Olga, þú átt það skilið, jafn mikitl stólpagripur og þú ert. — Mér hefir aldrei liðið eins vel og siðan þú fórst að hugsa um mig. Og svona liðu dagarnir — og mán- uðirnir — og árin. Allt sat við það sama ganda. Þau sváfu saman, átu saman, en töluðu litið saman, þvi að ívar var orðfár og hugsaði ekki mikið heldur. Þeim leið vel svona, fannst ívari. Fremur tilbreytingarlítil ævi, fannst Olgu, sem einu sinni fyrir æva- löngu hafði dreymt um öðru visi hjónaband — ofurlítið rósrauðara. Og til þess að auka sér tilbreytingu fór hún að lesa skáldsögur á kvöldin, helst sögur sem gerðust hjá höfðingj- um sem áttu nóga peninga og voru við Miðjarðarhafið á vorin. Einhverjir sumargestir á næstu bæjum böfðu skilið þessar sögur eftir þegar jieir fóru. Og til þess að vera ekki alveg vonlaus um að verða rík einhvern tima keypti hún sér miða í happdrætt- inu, fyrir peninga sem hún hafði unn- ið fyrir sjálf. Hún fékk aldrei rauðan eyri eða grænan túskilding lijá ívari. En númerið hennar kom aldrei með vinning. Svona liðu fimm löng ár, hvert með 300 virkum dögum, sem voru allir ná- kvæmlega eins, og sextíu og fimm helgidögum, sem ekki voru mikið öðruvísi. En svo fór rás viðburðanna að breyta um farveg einn góðan veður- dag. Nú varð að skríða til skarar. Langlundarásjónan á Olgu varð ein- beitt, og án þess að minnast á það einu orði við ívar fór Olga i spariföt- in einn góðan veðurdag og fór i höfuð- staðinn. ívar varð talsvert hissa þegar hann kom að tómum kofanum um kvöldið — enga Olgu, engan kvöid- mat og kaldan ofninn. Þegar hann liafði setið lengi og furðað sig á þessu, kom Olga. Hún brosti til hans, en það var ekki neitt yndisbros, því að hún var tannlaus i efri skoltinum. Þær höfðu ekki verið beisnar þessar beigl- ur sem í henni voru áður en það voru þó tennur. ívar starði á hana, hann hafði ekki tekið eftir því áður, en nú

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.