Fálkinn


Fálkinn - 12.03.1954, Blaðsíða 10

Fálkinn - 12.03.1954, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN Vitið þér...? að Bandaríkin hafa til þessa not- að 25 mismunandi fána? Núverandi fáni, „Stars and Stripes“ á að lákna liinar 13 nýlendur sem iýstu yfir sjálfstæði sínum 4. júní 1770 og urðu fyrstu fylkin í Banda- ríkjunum. Síðan hafa fyiki alltaf verið að bætast við og um Jeið var bætt stjörnu við í fánann, svo að nú eru þær orðnar 48, og eru í sex röðum en 8 stjörnur í hverri. — Nú er Hawai í þann veginn að gerast 49. iýðveldið í Bandaríkjunum og þá er spurningin hvort setja eigi Hawai- stjörnuna í framhaldi af efstu röðinni eða hvort gera skuli stjörnuraðirnar sjö, með 7 í hverri röð. að landbúnaður Evrópu framleið- ir nær helmingi meira nú en fyrir stríð? En jafnframt liefir framleiðslan breytst og nú er lögð meiri áhersla á kvikfjárrækt en kornyrkju. Aðeins Ítalía og Grikkland hafa meiri korn- yrkju en kvikfjárrækt og þar nemur afrakstur akuryrkjunnar 00—80% af heildarframleiðslunni. að úr hverri amerískri eimreið, sem brædd er upp fæst svo mikið járn og stál að það nægir í heila diesel-reið og tíu 40 tonna skriðdreka. LITLA SAGAN. Frh af bls. 9. — Það get ég ekki, sagði hún. — Sérðu liinar frúrnar, þær fá loðkápur og ferðast suður að Miðjarðarhafi og fara með mönnunum sínum í verslun- arferðir. — Ég get ekki sótt fleiri námsskeið, Inga! Og ég kann aiveg nóg. — Hverjum var það að þakka að þú fékkst kauphækkun? Mér. Og ef þú iærir ekki bókfærsiu, þá giftist ég einhverjum öðrum, sem vill komast áfram. Þú neitar að vilja komast áfram! Þarna er þá hringurinn. Gerðu svo vel. Þú elskar mig ekki. Og svo lienti liún í hann hringnum og hljóp á dyr. Tveimur mánuðum siðar var Inga trúlofuð Lindhólm gjaldkera. Hann var kannske ekki eins fönguiegur og Egiil, en hafði ágæta stöðu i bankan- um og meiri tekjur en Egill mundi nokkurn tíma fá. Þau sátu eitt kvöldið lieima iijá Lindhólm. Hann leit upp úr blaðinu og sagði: — Heyrðu Inga, hvað liét hann, grænjaxlinn sem þú varst trú- lofuð áður en við kynntumst? Egiil — var það ekki? — Jú, livers vegna spyrðu? Hefir iiann ignt í einhverju? — Hm. Já, það er svo að sjá. Það stendur hérna að hann ætli að giftast dóttur Vikmanns forstjóra og eigi'að taka við stjórn fyrirtækisins því að gamli maðurinn sé að hætta störfum. * — Ilvað er esperanto, pabbi? — Það er alheimsmálið, drengur minn. — Og hvar er það talað? — Hvergi. — Þjónn, á ég að sitja hérna og svelta í hel? — Þér getið ])að ekki, þvi að við lokum klukkan sex. — Geturðu sagt mér hvað líkl er með hænum og úrum? — Nei. — Þær eru báðar með fjöðrum. — Eru þau nýgiftu alltaf jafn skot- in hvort i öðru? — Það held ég tæpiega. Nú eru þau farin að ganga með sína rcgnhlífina hvort. Elsku Jóhanna — já, það er gott veður f dag — ég elska þig — í gær var rigning — viltu — já, en á morg- un — giftast mér — verður gott veð- ur líka! 1. mynd: Pína og Pusi vita ekki, hvar þau eiga að leita að Sigga svarta. Skógurinn er svo stór. — 2. mynd: Þá sjá þau, hvar stúlka kenmr hjólandi. „Hefir þú ekki séð Sigga svarta?“ spyr Pína. „Jú, segir stúlkan." — 3. mynd: „Fyrir stuttu siðan sá ég stóran hund með lítinn negrastrák ímunninum. Hann liljóp eftir veginum. Kannske getið þið fundið hann.“ — 4. mynd: Nú flýta Pína og Pusi sér út úr skóginum aftur og upp á veginn. — 5. mynd: Þau koma að bóndabæ. Ef til vill er hundurinn ])aðan, hugsa þau með sér. Kannske hefir hann falið Sigga svarta þarna inni. — 6. mynd: Þegar þau eru komin heim undir bæinn ræðst gæs að þeim með miklu gargi. — 7. mynd: Pína og Pusi verða hrædd og flýja. — 8. mynd: Þau iilaupa fram hjá skúrnum, sem Siggi svarti er í, en þau heyra cklci köllin i honum. — Farðu nákvæmiega eftir leið beiningunum! — Líttu á fuglinn þarna, sagði ap inn og stal hnetunum. Þetta er smitandi. i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.