Fálkinn


Fálkinn - 26.03.1954, Page 9

Fálkinn - 26.03.1954, Page 9
FÁLKINN 9 einan með gimsteinana, og þess vegna sneri hann sér til stofnunar minnar. Og nú er ég kominn. Við eigum að verða samferða til Ed- inborgar og verða á sama gisti- húsinu. Fjögur augu sjá betur en tvö, er ekki svo?“ V V V Hafi Henderson hugsað seint þá hugsaði hann þó að minnsta kosti ýtarlega. Það var ekkert grunsamlegt þetta, að lávarður- inn teldi vissara, að þeir væru tveir með gimsteinana. En hins vegar var það gerólíkt húsbónda hans að skipta um skoðun. Hvað átti hann að halda um þetta? Þessi Barnes gat vel verið þjófur. Hann starði á nafnspjaidið eins og það væri baneitrað, og svo lét hann á sér heyra, að hann efaðist. „Þér kallið yður einkanjósnara, herra Barnes, en hvers vegna gætuð þér ekki verið eitthvað annað, til dæmis glæframaður?" Barnes stökk alls ekki upp á nef sér við þetta. „Hugsum okkur að ég væri það? Hvað haldið þér að ég mundi gera við yður þá?“ Henderson klemmdi töskuna fastar miili hjánna. „Mér er ómögulegt að segja um það. En ég veit hvað ég mundi gera við yður.“ Þetta voru fá orð í fullri mein- ingu, en gesturinn lét sem þau væru sögð í gamni. Hann renndi augunum til töskunnar og þau horfðu lengi á hana. Svo sagði hann: „Ég verð að reyna að sannfæra yður með því að segja yður hvað lávarðurinn sagði við meðeiganda minn. Hann sagði nákvæmlega svona: Maður á alltaf að gera það, sem fólk býst síst við. Það óvæntasta. Fólk heldur vitanlega að ég sendi gimsteinana í pósti eða hafi þá í farangrinum okkar, en ég sendi þá með þeim af þjónum mínum, sem ég trúi best. Fólki dettur það ekki í hug, að minnsta kosti þeim, sem gerast fingra- langir í eigur annarra. Ég læt gimsteinana i litla tösku og Hend- erson fer með töskuna. Það er allt og sumt!“ Henderson þótti að vísu gott að frétta að hann væri sá, sem lávarðurinn treysti best. En hann var ekki sannfærður ennþá. „Lávarðurinn," sagði hann, „lávarðurinn mun hafa sagt yður hvernig þér ættuð að haga yður. Þér eigið kannske að taka við töskunni sjálfur?" En Barnes bandaði með hend- inni: „Fyrir mig hefir ekkert verið lagt annað en halda vörð.“ Henderson lagði töskuna á hnén á sér. „Jæja, það er gott. Því að lá- varðurinn sagði við mig, að ég mætti ekki undir neinum kring- umstæðum sleppa hendinni af töskunni, hvorki dag eða nótt .... Ég get ekki bannað yður að sitja í sömu lest og ég, eða dveljast á sama gistihúsi, en tösk- unni sleppi ég ekki. Og ég ætla mér ekki að sofa í nótt, herra Barnes, — þér getið reitt yður á það.“ V V V Svo fóru þeir að tala um ann- að — um veiðar og fiski og um landbúnað og loks um glæpi, og vitanlega var Barnes vel heima í þeirri grein. Hann sagði Hender- son svo ýtarlega frá ýmsum glæp- um, að hann var alltaf að herða takið á töskunni. En það var komið kvöld þegar lestin kom á leiðarenda og far- þegarnir ruddust úr. Henderson þrýsti töskunni fast upp í hand- arkrikann og fór beina leið til gistihússsendils, sem hafði nafnið Continental á húfunni. Og Barnes elti hann eins og tryggur hundur og þeir urðu samferða inn í gisti- húsvagninn. Eftir nokkurra mín- útna ferð voru þeir komnir inn í ársal Continentals, og nú leyfði Henderson sér að varpa öndinni. Það var eins konar öryggi í allri þessari birtu og fólkinu í kring. Bara að hann gæti nú fengið her- bergi, sem hægt væri að læsa. Þá var hann öruggur. Barnes tók í handlegginn á honum. „Og nú ætla ég að biðja yður, Henderson, að íhuga tillögu, sem ég ætla að gera,“ sagði hann. „Af- hendið mér töskuna. Ég segi yð- ur það satt, að það eruð þér, sem þjófarnir eru að elta, en ekki ég. Og hverju munduð þér svara lá- varðinum, ef þeir gerðu aðsúg að yður í nótt? Lávarðinum, sem sendi mig á eftir yður, til að ráða yður heilt og hafa umsjón með yður. Þjófarnir leita ekki hjá mér — Hvernig líst yður á þetta?“ V V V Þeir borðuðu kvöldverð saman, eftir að Henderson hafði fengið herbergi í gistihúsinu. Og á eftir fengu þeir sér kaffi úti í horni á ársainum. Henderson var vitan- lega með töskuna. „Hr. Barnes,“ sagði hann, „ég hefi verið að íhuga þessa tillögu yðar — að þér takið við tösk- unni . . . . “ Barnes sperrti eyrun. „Ég veit svei mér ekki hvað gera skal. Ef það er ósk lávarðar- in að þér takið við gimsteinunum, þá er mér vitanlega nauðugur einn kostur að ganga að því. Og ég hefi verið að hugsa um þetta allt, sem þér sögðuð mér í lest- inni um rán og morð og þess háttar. En ef ég afhendi yður töskuna þá verð ég að biðja yður um að setja mér einhverja trygg- igu. Það er aldrei of varlega farið.“ Barnes kinkaði kolli í sífellu. „Þetta er laukrétt hjá yður, herra Henderson — það er aldrei of varlega farið. Það er einmitt orðtakið mitt. Og auðvitað get ég látið yður fá tryggingu, þó að hún verði ekki nema hégómi í samanburði við gimsteinana. Mað- ur er ekki vanur að hafa stórfé með sér á ferðalagi. Bíðum nú við .... hann tók upp vasabók- ina sína .... allt og sumt, sem ég hefi á mér í peningum, er rúm hundrað pund. Og svo hefi ég vitanlega úr — gullúr — og þenn- an hring.“ Hann lagði fjársjóðinn á borð- ið. Það var sannarlega erfitt að átta sig á þessum Henderson. Nú tók hann töskuna undan hand- leggnum á sér og rétti Barnes hana. Svo stakk hann seðlunum, úrinu og hringnum í vasann, tók hendinni fyrir munninn og geisp- aði. „Þetta var ljómandi, skal ég segja yður, herra Barnes, því að nú finnst mér ég geta verið ró- legur. Að minnsta kosti þarf ég ekki að hafa áhyggjur af gim- steinunum. Ég skal reyna að vaka meðan ég get, en ef ég kynni að sofna, þá veit ég að þér vakið.“ Og Barnes fullvissaði hann um að heiður stofnunar sinnar lægi við, og hann mundi vissulega ekki gera sig sekan í þeirri glópsku að sofna. Og svo buðu þeir hvor öðr- um góða nótt. Og Henderson af- læsti herberginu sínu vandlega. V V V Tveimur tímum síðar var barið á sömu dyrnar og þegar Hend- erson opnaði stóð hann augliti til auglits við tvo lögregluþjóna, ásamt einum starfsmanni gisti- hússins. Það var stutt en alls ekki skemmtileg frétt, sem þeir færðu. Maðurinn, sem hafði innritað sig í gestabókina undir nafninu Bar- nes, var alræmdur glæpamaður. Og af því að hann hafði komið í gistihúsið með Henderson lang- aði lögregluna til að athuga, hvort hann hefði ekki gert eitthvað illt af sér við hann. Maðurinn var horfinn af gistihúsinu. Henderson brosti skrítnu brosi. Og svo sagði hann þeim frá gim- steinum lávarðsins og frá tösk- unni, sem hann hafði falið Barnes til geymslu. Lögregluþjónarnir hristu höf- uðið og ármaðurinn yppti öxlum og vandræðasvipur kom á hann. „Ég grunaði hann undir eins,“ sagði Henderson, „en þetta var allra þægilegasti maður, svo að ég lét hann fá töskuna . .. .“ „Og alla gimsteinana?“ and- varpaði ármaðurinn. Framhald á bls. 14. — Ég er alltaf vön að segja, að ég liafi keypt hann af sjómanni, en okk- • ar á milli sagt hefi ég sjálf kennt honum livert einasta orð sem hann kann! — Nú liöfum við verið gift í sex daga, Eiríkur, en nú lield ég að þú sért hættur að elska mig! — Nei, ég elska ])ig ósköpin öll, Gudda mín. En jafnvel skaparinn sjálfur hvíldist sjöunda daginn. Frúin: — Veistu að vínkaupmaður- inn er að draga sig eftir einni dóttur- inni okkar? Hann: — Pað kemur sér vel. Úr því að hann er vínkaupmaður tekur hann ) auðvitað elsta árganginn. Maður nokkur keypti sér hús á landamærum Rússlands og Rúmeniu. En hann var ekki alveg viss um i hvoru landinu það væri, enda var hann krafinn um skatta frá báðum löndunum. Hann ráðgaðist um málið við lög- fræðing, sem komst loksins að þeirri niðurstiiðu að lnisið væri í Rúmeníu. — Guði sé lofl sagði maðurinn. — Pað hefði ckki þolað einn rússnesk- an vetur í viðbót! — Ha — finnst þér kalt núna? Þá ættirðu að koma til Alaska. Þar var svo kalt að þegar ekki var nema 30 stiga frost iak af þökunum. — Jæja, svo að þér viljið giftast dóttur minni? Eg hefi orðið mér úti um ýmsar upplýsingar. um yður. — Og ég um yður, herra forstjóri. — Jæja, þá lölum við ekki meira um það. — Þetta er sannarlega góðs viti og bendir á að einhver líftóra sé í hon- um ennþá. f

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.