Fálkinn


Fálkinn - 26.03.1954, Blaðsíða 10

Fálkinn - 26.03.1954, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN Vitið þér...? hvers vegna' rákir eru hafðar á hjólbörðunum? Maður skyldi ætla að þetta væri fyrst og fremst gert til þess að hjólin nái betri festu og viðnámi á vegunum. , En á þurrum vegi grípa slétt hjól eins vel og Iirufótt. í röku vcðri getur myndast örþunn en afar liál saman- hangandi vatnshimna á veginum. Sléttur hjólbarði mundi aka ofan á þessari himnu og geta skrikað. En hrufóttur barði slítur himnuna sund- ur, því að vatnið þrýstist inn i rifurn- ar. Og gúmmíið snertir sjálfan veginn, sem eklci er háll. að ýms dýr nota „snorkel“? „Snorkel" er pípa sem kafbátarnir nota til þess að ná til sín lofti þegar þeir eru i' kafi. Fílarnir nota ranann á sér sem snorkel og liggja oft i kafi i tjörnum með endann á rananum upp úr vatnsborðinu til þess að geta náð i sig lofti. Fleiri dýr í Afríku nota sömu aðferðina: að hafast við í kafi með nasirnar einar upp úr. að það var strax árið 1910, sem menn reyndu að hcfja sig til flugs í flugvél af herskipi? Fyrstur allra til þess að hætta sér út í þennan erfiða leik var Ameríku- maðurinn Eugene Ely. Um borð í beitiskipinu „Birmingham“ var gerð 30 m. löng og 8 m. breið flugbraut í stafni, var hún 10 m. fyrir ofan sjáv- armái. Skipið var látið fara með 10 hnúta hraða á klst. upp í vindinn og með herkjum tókst Ely að ná sér upp er hann rann fram af brautarendanum. I>að er cngin furða ]x> að sumt fólk sé síkjaftandi, því að læknar segja að vöðvatægjurnar í tungunni séu svo sterkar að þær mundu geta lyft 150 kílóum. En fíngerðar eru ])essar tægj- ur, því að ef þær væru skeyttar sam- an nnindi verða úr þeim þrettán kíló- metra langur þráður. Tungan er eini vöðvinn í mannslí'kamanum, sem ekki hefir festu nema í annan endann, og ]>ess vegna er hún hreyfanlegust af öllum vöðvum. # Þegar Edmund Burke, enskur stjórnmálamaður á 18. öld, hélt eina af sínum allra merkilegustu ræðum — um England og nýlendurnar í Ame- riku — þótti hún svo leiðinleg að flestir týndust út úr þingsalnum með- an á henni stóð. Burke þótti yfirleitt svo leiðinlegur ræðumaður að enginn vildi hlusta á hann ótilneyddur. En undir eins og ræðurnar koniu á prent vildu allir lesa l>ær, þó að liann væri langorður. Burke var níu daga að flytja eina ræðu sína. * Menntamenn stama miklu meira en ómenntað fólk, og það er hrein und- antekning ef fávitar stama. Það er kunnugt, að stam kom fyrir meðal Rómverja til forna, en hjá frumþjóð- um veraldarinnar þekkist það varla. # Ymsir heimsfrægir menn hafa stamað. Eitt af siðustu dæmunum er Georg VI. Bretakonungur, faðir nú- varandi Englandsdrottningar. Dæmi- söguhöfundurinn Espó stamaði, enn- fremur Virgilius, Charles I.amb, Demosþenes (þangað til hann vandi sig af því) og Charles Kingsley. Það er einnig fullyrt að Móses gamli hafi stamað, lionum var „erfitt um tungu- tr.k“. Maðurinn sem vandi George Englandskonung af að stama hét Lio- nel Logue og var nýkominn frá Ástra- líu þegar hann var fenginn til að lækna stam Georgs konungs, sem þá var hertogi af York. Ilöfðu níu stam- læknar gefist upp við að venja her- togann af staminu þegar Logue kom til sögunnar. En Logue tókst það. Ilertoginn var fyrsti maðurinn sem hann stundaði, svo að ekki er að spyrja um að Logue hafði nóg að gera eftir það. # Einvígi hafa farið fram milli kvenna. Árið lf>f>5 háðu t. d. tvær franskar stúlkur skammbyssueinvígi — ríðandi. Þær hittu aldrei, en ein- vígisvottarnir skemmtu sér vel. # Sænskur fiskimaður missti gler- augun sín í sjóinn. Tveimur mánuð- um síðar fann hann gleraugun i maga á þorski, sem haiyi veiddi. PÍNA, PUSI OG SIGGI SVARTI 1. mynd: „Hvað er þetta?“ ségir Pína. „Það er eins og svartir handleggir komi þarna út um gat.“ — 2. mynd.: „Pína og Pusi,“ heyrist kallað frá gatinu. „Þetta er Siggi svarti!" hrópa þau bæði. „Hann kemst ekki út.“ — 3. mynd: „Ég kem undir eins og 0)>na dyrnar," segir Pusi. — 4. mynd: En Pusi er svo lítill, að hann getur ekki opnað dyrnar. Hann nær ekki upp í lykilinn. „Bara að ég hefði stiga.“ — 5. mynd: Inni í garðinum er stigi, sem hann getur notað. — 6. mynd: „Pína, komdu og hjálpaðu mér,“ kallar Pusi. — 7. mynd: Þau bera stigann að skúrnum. — 8. mynd: Pusi getur samt ekki opnað. Hann hefir ekki afl til að snúa lyklinum. Hvernig eiga þau þá að opna? — .... Það er ekkert óvenjulegt við þetta tilfelli yðar, en ég hefi aldrei rekist á það hjá lifandi manni áður. Uppþvottasnillingurinn. Fær í allan sjó. — Já, ég er farin að venda flibb- unum á slitnustu skyrtunum þínum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.