Fálkinn


Fálkinn - 25.06.1954, Blaðsíða 2

Fálkinn - 25.06.1954, Blaðsíða 2
2 I FÁLKINN Biskupsvígsla í Reykjavík Biskup og vígslubiskupar ganga til kirkju. Talið frá vinstri: Sr. Friðrik J. Rafnar, herra Ásmundur Guðmundsson, sr. Bjarni Jónsson. Dr. tlieol. Ásmundur Guðmundsson var vígður biskup yfir íslandi siðast- liðinn sunnudag. Athöfnin fór fram i Dómkirkjunni í Reykjavík og dr. theol. Bjarni Jónsson, vígslubiskup, framkvæmdi athöfnina. Viðstaddir voru yfir eitt lnindrað prestar, enn- fremur forsetahjónin, ríkisstjórnin, erlendir fulltrúar og margir aðrir. Athöfnin hófst með skrúðgöngu frá Aibingishúsinu í kirkjuna. Fyrst gengu prófastur og prestar hempu- klæddir, þá erlendir gestir og siðan famuli (biskupssveinar) og biskupar ásamt vígsluvottum. Að loknu forspili dr. Páls ísólfsson- ar flutti dr. Friðrik Friðriksson bæn í kórdyrum, en siðan voru sálmar sungnir. Þá lýsti dr. llieol. Magnús Jónsson prófessor vígslu og síðan var sunginn sálmurinn „Lof guð, ó, lýðir, göfgið hann“. Að svo búnu var sung- inn vigsiusöngur og dr. theol. Bjarni Jónsson flutti ræðu, en því næst iásu vígsiuvottar ritningarkafla. Síðan liófst sjálf vígSlan, sem dr. theol. Bjarni Jónsson framkvæmdi. Lauk henni með altarisgöngu biskups, nánustu vandamanna, vísgluvotta og erlendra gesta. Síðan var sunginn sálmur, bæn flutt og Jijóðsöngurinn sunginn. I’eir sér Björn Magnússon prófessor og séra Óskar J. Þorláksson þjónuðu fyrir altari. Herra Ásmundur Guðmundsson biskup í fullum biskupsskrúða. Um kvöldið héldu kirkjumálaráð- iierra og frú boð að Hótel Borg til lieiðurs hinum nývígða biskupi. Fjöldi gesta var þar viðstaddur, þ. á. m. for- setahjónin. Daginn eftir biskupsvígsluna voru sex guðfræðingar vigðir í Dómkirkj- unni. Ilinn nývigði biskup, dr. Ás- mundur Guðmundsson, framkvæmdi athöfnina. Um þessar mundir hefir prcsta- stefnan einnig verið lialdin í Reykja- vik. Ljósm.: P. Thomsen. lundur þar, sem nefndur hefir verið lýðveldislundur og einungis eru í sitkagrenitré, er nú orðinn mjög fal- legur og liefir dafnað ótrúlega vel undanlarin 10 ár. 1 framtíðinni mun uppeldisstöðin að Tumastöðum færa mjög út kvíarnar og trjáplöntur það- an verða sendar víðs vegar um Landið til gróðursetningar. Fyrir 10 árum var einnig gróður- settur iundur með Alaskaösp i Múla- koti. Aspirnar eru nú 7—8 metra liáar, og má af þvi marka vaxtarmátt að- fluttra trjáa liér á landi. Þá var afgirtnr reitur á Markar- fljótseyrum fyrir þremur árum síðan og gróðursettar þar nokkrar jurta- og runnategundir frá Alaska. Ilafa þær dafnað ágætlega, svo að allt bendir til þess, að auðga megi jurtaríki íslands mjög mikið í framtíðinni og klæða ýmsar af þeim auðiumi landsins, sem nú eru gróðurlausar. * Landgræðslusjóður 10 ára Landgræðslusjóður er jafngamall íslenska lýðveldinu. Það fer þess vegna vel á því, að þjóðin minnist hans og skuldarinnar við landið á þessum merku tímamótum. Öllum íslendingum er það nú orðið ijóst, að eitt veglegasta viðfangsefni þjóðarinnar í náinni framtíð er efling skógræktar um land ailt. En til þess þarf bæði fé og fúsar hendur. Eng- inn vafi er á því, að áhugi fólksins á skógrækt, bæði til nytja og prýði, liefir stórvaxið á siðustu árum. Ef meira fjármagn fæst til skógræktar- starfsemi en verið liefir, þá mun gróðursetning trjáplantna og uppeldi þeirra vaxa ört. Landgræðslusjóður efnir nú til happdrættis til fjáröfiun- ar fyrir þetta góða málefni, og er þess að vænta, að þjóðin styðji þessa fjár- öflun af aiefli. í tilefni 10 ára afmælisins bauð skógræktarstjóri ýmsum gestinn aust- ur að Tumastöðum í Fljótshlíð og Múlakoti. Skógræktar- stöðin að Tumastöðum er nú 10 ára, og þaðan koma áriega um 250.000 plöntur til gróðursetn- ingar á ári hverju. Trjá- Tíu ára gamlar aspir í Múlakoti. Skógræktarstöðin að Tumastöðum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.