Fálkinn


Fálkinn - 25.06.1954, Blaðsíða 13

Fálkinn - 25.06.1954, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 i. u,Annars hefði hann ekki farið að spyrja fasteignasalann um hús Richards." Ann settist á bríkina á stól Williams. „En hvernig komst hann á snoðir um að Richard hafði leigt húsið?“ Crane gat ekki svarað því. „Hann hefir heyrt einhverjar lausafregn- ii, “ sagði Williams, „en mikið hefir hann ekki vitað úr því að hann spurði um hvernig frú Maxwell liti út.“ Crane leit til Ann og sagði: „Við erum orð- in sammála um að John hafi komist að kunn- ingsskap Richards og Carmelar og hafi drepið Richard þess vegna.“ „En hver myrti John?“ spurði Williams. „Við höfum hugsað okkur að hann hafi fengið samviskubit og fyrirfarið sér sjálfur," sagði Ann. „En er ekki hugsanlegt að Carmel hafi drep- ið manninn sinn?“ spurði Williams. „Hvað hefði henni gengið til þess?“ spurði Ann. „Hún elskaði Richard og vildi hefna morðs- ins.“ Crane horfði hugsandi ofan í tómt glasið sitt. „March gamli heldur að hún hafi drepið hann. Hann heldur að hún hafi drepið þá báða.“ „Heldur hann kannske að hún hafi ætlað sér að drepa alla fjölskylduna, svona smátt og smátt?“ spurði Williams. „Ég gleymdi nú alveg að spyrja hann að því,“ sagði Crane. Eftir miðdegisverðinn voru Ann og Crane að drekka kaffi við arininn. Eldurinn brann glatt. „Mér líkar ekki að vera njósnari," sagði Ann allt í einu. „Finnst Þér væsa um okkur?“ spurði Crane forviða. „Og svo kostar þetta fina hús og allt annað okkur ekki einn eyri.“ „Þetta er dauðs manns hús,“ sagði Ann. „Ertu kannske hrædd við afturgöngur?" „Ég veit ekki hvað það er. Mér finnst bara öll þessi kynlegu mannslát svo óhugnanleg .... Það fer hrollur um mig þegar ég hugsa um þetta litlausa og lyktarlausa eiturloft, sem laumast ofan í lungun og drepur fólk.“ „Þá er þér best að vera ekki að hugsa neitt um það.“ „Væri ég March mundi ég vera síhræddur. Það er líkast og einhver álög hvíli á fjöl- skyldunni.“ „Þú berð að minnsta kosti ekki nafnið Ma. ... “ Crane þagnaði því að í þessum svif- um var Peter og Carmel vísað inn í bókastof- una til þeirra. Carmel fleygði minkafeldinum sínum á sófann, settist hjá Crane og teygði úr grönnum skönkunum. Eftir liverju bíða stúlkurnar? Hún var í kvöldkjól úr svörtu flaueli, svo vönduðum að Crane þóttist vita að hann hefði verið dýr. Um vinstri úlnlið hafði hún arm- band með rúbínum og demöntum. „Þér komið þá ekki sem innbrotsþjófur í kvöld,“ sagði Ann er hún heilsaði Peter. „Nei.“ Hann brosti út undir eyru. „Ég byrja aldrei að vinna fyrr en eftir miðnætti.“ „Þá má ég kannske bjóða ykkur í staupinu," sagði Crane. „Erindi okkar var eiginlega," sagði Peter þegar öll höfðu fengið í glösin, „að ......“ Crane tók fram í. „Þér eruð vitanlega kom- inn til að fá aftur bílinn, sem þér lánuðuð okkur.“ „Því liggur ekkert á.“ „Hann er svolítið skaddaður, en hann geng- ur þó,“ hélt Crane áfram. „Það er bara gat á einni rúðunni,“ sagði Ann. „Það hrökk steinn . .. . “ „Nei, nei,“ tók Crane fram í. „Það var byssukúla. Okkur Ann var sýnt banatilræði.“ Það varð ekki annað séð en þau héldu að hann væri að gera að gamni sínu, og meðan Ann var að hella koníakinu í glösin sagði Carmel: „Við komum eiginlega til að segja ykkur að golfklúbburinn heldur dansleik næst- komandi laugardag.“ Crane tók eftir garden- íuilminum af henni. „Pabbi hefir innritað ykkur í klúbbinn," sagði Peter, „og okkur datt í hug að þið vilduð koma með okkur.“ „Auðvitað langar okkur til þess,“ sagði Ann. „Sérstaklega ef þið viljið koma með okkur í Rauða köttinn á morgun,“ sagði Crane. „Með mikilli ánægju,“ sagði Carmel. Skömmu síðar fóru Ann og Peter fram í eld- hús og Crane varð einn með Carmel. Hann hafði gert sér ljóst áður að hún var töfrandi kona, og núna þegar hann sat við hliðina á henni í sófanum varð honum það ljósara en nokkurn tíma áður. „Segið þér mér — er gardeníu-ilmur af öllum líkum í Marchton?“ spurði hann. Hún sneri sér að honum. „Hvað eigið þér við?“ Hún starði á hann. „Æ, þér eruð að hugsa um það sem þér hlustuðuð á í dag?“ „Já.“ „Talmadge talar of mikið.“ „Já, en einhver sagði mér að það hefði líka verið gardeníuilmur af manninum yðar.“ „Er það nokkuð undarlegt?“ Hún horfði heiftaraugum á hann. „Hann var þó alltaf maðurinn minn.“ Hún hallaði sér að honum, og hann fann glöggt gardeníu-ilminn. „Hver sagði yður það?“* „Ég má víst ekki segja yður það.“ „Ég þykist víst vita hver það hefir verið.“ Hún horfði á hann og honum fannst hann geta séð vott af hræðslu í augnaráðinu. „Þér eigið kannske óvini.“ Hann langaði til að spyrja hana nánar, en var hræddur við að láta bera á því að hann væri forvitinn. Hann kaus heldur að láta hana halda að hann vissi eitthvað. Hún leit á hann aftur. „Hvers vegna viljið þér vita það?“ „Ég veit ekki,“ sagði hann. „Mér datt það svona í hug.“ „Þér haldið að eitthvað sé grunsamlegt við dauða Richards og Johns,“ sagði hún hægt. „Kannske." „Þér hafið rétt fyrir yður. Það er grun- samleg-t.“ Hún hélt áfram og lækkaði róminn. „John framdi sjálfsmorð.“ „En hvers vegna . .. . “ byrjaði hann en þagnaði brátt því að Peter og Ann komu inn aftur úr eldhúsinu. „En hvers vegna eru ekki skemmtanirnar haldnar í klúbbhúsinu í bænum?“ „Vegna þess að húsakynnin eru ekki nógu stór,“ sagði Carmel. „Nú held ég að ég hypji mig burt, svo að Crane geti fengið fullan svefn í nótt,“ sagði Peter glaðlega. „Pabbi verður fjúkandi vond- ur ef hann kemur of seint á skrifstofuna." Framhald í næsta blaði. FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út á föstudögum. Áskriftir greiðist fyrirfram. - Ritstjóri: Skúli Skúlason. Fram- kv.stjóri: Svavar Hjaltested. - HERBERTSprent. ADAMSON Skiljanleg gremja.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.