Fálkinn


Fálkinn - 16.07.1954, Blaðsíða 9

Fálkinn - 16.07.1954, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 með að sofa til fóta um kvöldið, held- ur fann sér miklu betri stað í oln- bogabótinni á honum, og í hvert skipti sem hann sneri sér flutti hundurinn sig líka. Þeir sváfu vært fram á morgun. Daginn eftir hafði Gullie afráðið að sýna hve góður varðhundur hann væri. Hann beit ekki póstinn alvar- lega — glefsaði bara í buxurnar hans. Honum leist eklti á manninn frá raf- magnsveitunni heldur. Georg varð að halda hundinum meðan maðurinn las á mælinn. Hins vegar fór ágætlega með Gullie og landshornamanni, sem kom til ’að biðja um 25 aura fyrir kaffibolla. Seinni part dagsins liringdi maður, sem vantaði liundinn sinn. — Hvcrnig var hann litur? spurði Georg önugur. — Svartur, sagði maðurinn liikandi. Og rétt á eftir hringdi kvenmaður og sagðist hafa misst elghund. Og svo hringdi aftur. Georg öskraði í símann: — Já! Hver er hað? Röddin var ungleg og reið — kven- rödd. Eruð þér vanur að svara svona í símann? — Ég hefi annað að gera en gegna í sima allan daginn. — Hvað viijið þér? — Það skal ég segja yður. Þér eruð maðurinn, sem hefir lokkað hundinn minn til yðar, og mér líður svo illa út af honum. Ef þér hafið verið slæm- ur við hann þá skal ég ...... — Augnablik, sagði Georg. — Getið þér ekki reynt að stilla yður? Þér liafið týnt hundinum yðar, en þér er- uð ekki sú eina, sem það gerir. Fólk eyðileggur símann hérna með sífelld- um hringingum. Það hefir allt týnt hundinum sínum, en ég hefi ekki fund- ið nema einn hund .......... — Það er minn, svaraði röddin sigri hrósandi. — Og nú kem ég og sæki hundinn undir eins. — Hvernig á ég að vita hvort það er yðar hundur? Gerið svo vel að segja mér livernig hundurinn yðar iítur út? — Ég heiti Harriet Gresham, sagði hún. — Og hundurinn er indælasta og gáfaðasta, bliðasta veran sem nokk- urn tima .... Og nú klikkaði röddin. — Hvers konar hundur er það? — Hann er gulur — gulur cocker spaniel og gegnir nafninu Gulltoppur. •—- Jæja, það getur hugsast að það sé hundurinn sem ég fann. — Ég kem undir eins, sagði hún. Georg fór inn i stofu og kveikti sér í sígarettu. Þetta var víst allt rétt. Meira að segja nafnið. Mjúkt trýni boraðist inn í lófann á honum og tvö hlý brún augu liorfðu íhugandi á hann. — Jæja, sagði Georg. — Sú sem á þig er vist ekki sérlega góð mann- eskja, en hún á þig samt, og við því er ekkert að gera. Guiltoppur skreið upp í fangið á honum og svo sátu þeir og biðu skiln- aðarstundarinnar — báðir hryggir í huga. Þegar hringt var fór Georg til dyra með Gúlltopp á handleggn- um. Unga stúlkan við dyrnar rak upp fagnaðaróp: — Gulltoppur — elsku Gulltoppur! Og svo fór hún að há- gráta. — Komið þér inn, sagði Georg vandræðalega. Gulltoppur hljóp niður á gólf og hoppaði upp á framréttar hendur stúlkunnar. Eftir dálitla stund sat hún í sófanum með hundinn í fanginu og þurrkaði tárin af aug- unum. — Mér hefir liðið svo illa, snökti hún — ég hefi ekki sofið í tvær nætur. — Ef yður þykir virkilega vænt um hundinn yðar, ættuð þér að liafa betur gát á lionum, sagði Georg. Unga stúlkan horfði á hann. Hún var litil og grannvaxin með grá augu og jarpt hár. KjóIJinn einfaldur og hörundið gljáandi eftir tárin. — Ég var í sendiferð fyrir hana mömmu, sagði hún. — Ég átti fri frá skrifstofunni, og var með svo marga böggla að ég missti ólina á Gulltopp — og svo stökk hann eitt- hvað út í buskann. Ég leitaði að hon- um marga klukkutíma — ég fór á dýraspitalann og á lögreglustöðina, og ég hringdi til allra sem ég þekkti og fannst hugsanlegt að hefðu séð hann — og svo hefir hann alltaf verið hjá yður! — Ég stal honum ekki, sagði Ge- org. — Hann kom inn og vildi ekki fara aftur. Unga stúlkan brosti og rétti honum höndina. — Ég bið yður að afsaka hve reið ég var i símann, sagði hún. Georg tók í hönd hennar og fann að liandtakið var hlýtt og fast. — Ég bið yður líka að afsaka, sagði hann. — Ég var sannast að segja önnum kafinn við matseldina ......... — Hvað gáfuð þér honum? — Sitt af hverju. Bjúgu og egg og mjólk og ananas og rjómaköku og .... — Hann má ekki fá kökur eða sæt- indi, sagði Harriet byrst. =— Þér skuluð segja honum það sjálfum, sagði Georg og brosti. — Haf- ið þér kannske ekki orðið vör við að þetta er einbeittur liundur? Harriet skellihló. — Nú verðum við að fara, sagði hún. Ég skal senda yður póstávisun fyrir fundarlaununum. — Sumt er ekki hægt að fá fyrir peninga, sagði Georg. — Viljið þér ekki kaffisopa áður en þér farið? — Ef þér hafið ekki mikið fyrir þvi, sagði hún hikandi. — En eiginlega hefi ég ekkert nærst síðan Gulltopp- ur týndist. Ég var svo hrædd um að hann væri .... að ég sæi hann aldrei aftur. Þau fóru fram í eldhús öll þrjú, og Georg hitaði kaffi og snmrði brauð. — Ég kallaði hundinn Gullie, sagði hann meðan hann var að hella i boll- ana. — Veslingurinn, honum hefir víst liðið illá, sagði Harriet og gaf Gull- toppi sneið af bjúga. — Nei, ekki aldeilis, sagði Georg. — Sannast eð segja beld ég að Gull- toppur sé mjög fljótur að kynnast fólki. — Já, hann er ósköp gæfur og gæl- inn, en honum er illa við manninn frá rafma,gnsveitunni. — Já, og póstinn líka, sagði Georg. Þau hlógu bæði. — Það er best að ég fái lieimilis- fangið yðar og símanúmerið ef ske kynni að hann kæmi aftur, sagði Ge- org og tók upp blað og blýant. Hann skrifaði og hún stóð upp og bjóst til að fara. Georg fylgdi henni til dyra. Þegar þau komu út á gangstéttina mændi Gulltoppur lengi á Georg. Það var auðséð að hann var á báðum áttum. — Svei mér ef ég held ekki að hann liafi kunnað vel við sig lijá yður, sagði stúlkan og brosti. LITLA SAGAN HAROLD DUKES: Kímnigáfa HAROLD hafði verið sérvitringur alla sína ævi. Tiltektir hans höfðu ergt marga en skemmt öðrum. Það er að segja, þær höfðu ergt þá, sem urðu fyrir þeim. En það voru einkum hans nánustu. Og þeir reyndu að sætta sig við brellurnar hans. Það voru tvær gildar ástæður til þess. Önnur sú, að Harold Turner var mjög rííkur maður, og hin sú, að hann var kominn býsna nálægt grafarbakkanúm, sem kallað er, og horfurnar á arfi voru mjög lokkandi. Eina fólkið sem hann hafði andúð á var það, sem ekki hafði kímnigáfu og kunni ekki að meta græskulaust gaman, en vegna þess að ættingjar lians voru mjög hátíðlegt fólk, sem tóku bæði sjálf sig og ver- öldina hátiðlega, urðu brosin likust grettum, þegar Harold gamli var að gera að gamni sínu. Og hann var allt- af að því. Hann hafði það til að setja púður í vindlana sem hann bauð gest- um, svo að allt sprakk og sá sem reykti varð svartur í framan af púður- reyk. Þetta var að vísu alveg hætlu- laust, því að Harold vildi ekki gera ketti mein. — Eða hann sleppti 5 hvitum músum i kvennaboðum. Hann ætlaðist til að þeir sem urðu fyrir þessu tæki undir hlátrasköllin háns. En þeim gramdist þó að þeir reyndu að brosa, og hvísluðu svo hann heyrði ekki: „Mikið barn getur þetta verið.— maður á hans aldri!“ En nú töluðu allir vel um hann og um brekin hans og barnslundina. Hann var nefnilega dauður og allir ættingjarnir voru samankomnir í bið- stofu fornvinar hans, Burk Pliilips málaflutingsmanns. Arfsvonin bliðk- aði þau í skapi og þau voru alúðleg innbyrðis og þreyttust ekki á að lof- syngja þann látna. Jesse Durant einn sat úti i liorni og horfði á hitt fólkið. Hann var nefnilega svarti sauðurinn í fjölskyldunni, kvæntur konu, sem hinir ættingjarnir kölluðu ómerkilega leikkonu. Samkvæmt skoðun þeirra voru nefnilega allir leikarar ómerki- legir, sem ekki voru frægir. Sjálfur var Jesse málari og leit björtum aug- um á lifið — liræðilegur klessumálari, skiljið þið — eins og hin fjöskyldan sagði. En sannleikurinn var sá að Jesse og konan hans lifðu í sælli sam- búð, þó að stundum væri þröngt i búi. Nú sat liann þarna með skjannarautt hálsbindi og í brúnum fötum, en allir hinir ættingjarnir voru vitanlega svartklæddir. Jesse horfði á þá með vorkunnarsvip. Hann vonaði að ein- hver slatti lenti hjá sér, það játaði hann með sjálfum sér. Það var nefni- lega liáfjara i sjóðnum hans núna. Djúp þögn varð þegar Philip mála- flutingsmaður kom i dyrnar og bað gestina um að koma inn i skrifstofuna. Andlitin lögðust í sorgarfellingar, en auragræðgin skein þó úr augunum. Málaflutningsmaðurinn fór að blaða i skjölum og ættingjum hans fannst hann fara óþarflega hægt að því. Svo stóð hánn upp og sagði: — Ég leyfi mér þá að lesa upp erfðaskrá liins látna vinar mins og skjólstæðings Harolds Turner. Hún er mjög stutt. Svo ræskti liann sig og leit yfir hópinn, sem sat og liallaði lét eftír ih S4 MMjólii jj $ 'V' % \ en giftist aldrei! % % % ■Á SARAH HYSLOP frá Leith í Skot- landi fékk 54 biðla úm ævina og tók þeim öllum. Hún bjó sig undir brúðkaupið í hvert skipti og lét sauma sér brúðarkjól, en upp að altarinu kom hún aðeins einu sinni. Og það var i fyrsta skiptið. En þá kom brúðguminn ekki. Og það fannst henni mesta hneysan, sem hún hafði upplifað. Unnusti hennar og eini maðurinn, sem hún hafði elskað brást henni á síðustu stundu. Og hún sór hefnd: að allir karlmenn sem hún kæm- ist i náin kynni við skyldu verða fyrir sömu sneypunni og liún hafði orðið og verða að athlægi lijá heilum hóp brúðkaupsgesta. Enginn hafði liugmynd um þessa hefnd þegar hún átti að giftast aðstoðarpresti safnaðarins árið 1886. Hún hljóp á dyr frá brúðgumanum þegar þau áttu að fara upp að altarinu, og strauk til London. Hún var fögur og að- laðandi svo að ekki skorti hana biðlana. Sjö þeirra urðu fyrir þvi sama sem aðstoðarpresturinn: brúðurin strauk frá þeim úr kirkjunni. Þegar prestur einn neitaði að lýsa til hjónabands með henni i tíunda skiptið fluttist Sarali til Cheltenham og gabbaði þar nokkra biðla. En svo varð lienni ekki vært þar og þá fór hún til Dublin. Næst settist liún að i París og þóttist vera ekkja. Eng- inn aðdáandi var of ríkur eða fá- tækur fyrir hana. Eftir að hafa gabbað kaupmannsson tók hún aðalsmanni og fór eins með hann. Á einu ári tókst henni að gabba 11 brúðgumaefni og eftir tiu ár hafði liún 53 vonsvikna menn á samviskunni. En svo hætti hún þessum leilc eftir að brúðguminn hafði snúið á hana með þvi að mæta ekki i kirkjunni. Svo settist hún að i Mentori og varð fræg fyrir karlmanna- hatur sitt. Hún vék jafnan úr vegi ef hún sá lcarlmann nálgast. Vinnukonur hennar urðu að sverja henni að vera aldrei við karlmann kenndar. En það skritn- asta í fari liennar vitnaðist ekki fyrr en eftir að hún var dáin. Franska 1‘greglan kom inn í íbúðina, sem hin áttræða pipar- mey hafði átt heima i, og fann þar 54 brúðarkjóla hangandi i röð. Á hvern kjól var fest mynd- n af manninum, sem hún hafði gabbað í það skiptið sem kjóllinn var saumaður. Þó naut einn maður góðs af liinni einrænu piparmey. Sarah Hyslop arfleiddi eldakonuna sína að öllum fjármunum sinum. En eldakonan hafði verið gift árum saman — vitanlega á laun! * % % % %■ jjt Framhald á bls. 14. Framhald á bls. 10.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.