Fálkinn


Fálkinn - 16.07.1954, Blaðsíða 14

Fálkinn - 16.07.1954, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Lárétt skýring: 1. þreklaus, 5. súlu, 10. húsdýra, 11. fylkingin, 13. upphafsst., 14. klœðn- aður, 1G. ógæfu, 17. upphafsst., 19. von, 21. mánuður (skammst.), 22. loftteg-' und, 23. snjó, 24. daunill, 26. skeldýr, 28. sigraði, 29. steinn, 31. angra, 32. vökvan, 33. nákvæmar, 35. votri, 37. ending, 38. tónn, 40. ráðabrugg, 43. liýsa, 47. eykur, 49. hestur, 51. subbur, 53. kvos, 54. sjósókn, 56. martröð, 57. höfuðborg, 58. biblíunafn, 59. veiðar- færi, 61. samliggjandi, 62. á nótum, 63. álegg, 64. steintegund, 66. eins og 62 lárétt, 67. skýli, 69. nöldrar, 71. svall, 72. kól. Lóðrétt skýring: 1. skammst., 2. samband, 3. busla, 4. úr trjákvoðu, 6. risi, 7. ráp, 8. kvæð- is, 9. upphafsst., 10. gælunafn, 12. ka- þólsk, 13. óeirða, 15. æpir, 16. farar- tæki, 18. betri, 20. gáfaður, 23. vökvi, 25. dugleg, 27. forsetning, 28. sögn, 30. raðtala, 32. gribba, 34. mjög, 36. fæði, 39. skreyta, 40. blómstur, 41. sker, 42. skína, 43. óra, 44. auð, 45. ættgöfgi, 46. logaði, 48. föðurlands, 50. kvæði, 52. aumar, 54. dýr, 55. baktal, 58. un- „HUNDUR HEFIR TAPAST“. Framhald af bls. 9. Georg elti þau með augunum þangað til þau hurfu fyrir hornið, og það var auðséð að hundurinn var á báðum áttum. Hann var alltaf að lita við og toga í ólina. Georg fór inn. Honum fannst svo einkennilega tómlegt i stofunni og hvar sem hann fór. Nú var enginn liundur honum til samlætis meðan hann var að taka til i eldhúsinu, og enginn til að trufla liann. Þegar hann settist inni í stofu og tók fram bókina, kom engin framlöpp til að fella liana á gólfið. Allt var eins og það hafði verið fyrrum — liann gat lialdið áfram reglubundnu tilverunni án nokkurra truflana. Hann fleygði bókinni á gólfið og fór inn í svefnherbergið. Ennþá var svolitil laut í yfirsænginni eftir Gull- topp. Hálfétin kaka lá á höfðalaginu. Georg beið klukkutíma. Svo tók hann símann. Hann var ekki öruggur i liendinni þegar hann valdi númerið. Röddin sem svaraði var móð en ekki ókunnleg. — Heyrið þér, sagði Georg. — Ég var að velta því fyrir mér livort þér G. aður, 60. umbúðaþungi, 63. grænmeti, 65. trygg, 68. uppliafsst., 70. tónn. LAUSN Á SÍÐUSTU KROSSGÁTU. Lárétt ráðning: 1. sef, 4. blesönd, 10. Reó, 13. trog, 15. eitra, 16. gert, 17. ófresk, 19. grannt, 21. alin, 22. Mrs, 24. auga, 26. Öræfajökull, 28. lág, 30. iak, 31. ami, 33. Ae, 34. kem, 36. nár, 38. æð, 39. bannlög, 40. górilla, 41. A. S., 42. áll, 44. Idó, 45. Ag, 46. Maó, 48. hró, 50. Ari, 51. sunnangolan, 54. Mene, 55. men, 56. umdi, 58. leynst, 60. brella, 62. eira, 63. Annas, 66. namm, 67. Ósi, 68. fleipra, 69. gat. Lóðrétt ráðning: 1. stó, 2. erfa, 3. forlög, 5. lek, 6. ei, 7. styrjan, 8. ör, 9. nag, 10. rengla, 11. Erna, 12. ótt, 14. Geir, 16. gaul, 18. Snæfellsnes, 20. Rauðárdalur, 22. mal, 23. Sök, 25. Alabama, 27. Kiðagil, 29. álasa, 32. mælar, 34. kná, 35. möl, 36. nói, 37. Rió, 43. örnefni, 47. Ós- eyri, 48. liam, 49. ógn, 50. andlag, 52. unna, 53. amen, 54. meis, 57. ilma, 58. Leó, 59. tal, 60. B.S.R., 61. amt, 64. Ne, 65. A. P. og Gulltoppur væruð nokkuð bundin seinnipartinn i dag? — Nei, ég er ekki bundin. Bíðið þér augnablik, ég skal spyrja Gulltopp. Svo varð þögn. — Nei, hann segist vera laus og liðugur, sagði Harriet. — Eigum við að skreppa upp í sveit? spurði hann. — Ég veit um stað, sem er ágætur handa litlum hundum að leika sér á. — Er ekki orðið of áliðið til þess? spurði hún liikandi. — Hinkrið þér við og sjáið hve fljótur ég verð að koma! sagði Georg um leið og hann sleit sambandinu. Þegar bíllinn brunaði áfram götuna söng Georg við raust: — Þú og ég, og við bæði tvö ......... * í gamla daga kom fólk, sem fór til austurlanda, oft heim aftur með kín- verska töfraspegla. Þeir voru þannig, að þegar birta féll á j)á komu fram kínverskir bókstafir, flúr eða blóm, eins og það væri upphleypt. Indversk- ir fakírar notuðu þessa spegla til að vekja furðu áhorfenda sinna. Það var kínverskur listamaður, Omtse-Hing (1260—1341) sem gerði þessa spegla fyrstur. MAU-MAU HREYFINGIN .... Framhald af bls. 4. uðu til. Þóttust þeir liafa upprætt flokkinn. En nokkrum árum síðar kom það á daginn að Mau-Mau var i fullu fjöri. í mars 1953 gerði Mau Mau ár- ás á eitt þorpið og drap nokkur hundruð manns á hryllilegan hátt. Ymsir Kikuyu-menn líta á aðfarir Mau-Mau með sama viðbjóði og hvítir menn, en þeir jjora ekki að hafast neitt að af hræðslu við þá, þó að þeir viti liverjir eru valdir að hryðju- verkunum. Því að þau bitna ekki að- eins á hvítum mönnum heldur líka á því Kikuyu-fólki, sem ekki aðhyllist Mau-Mau og vinnur eið að stefnuskrá flokksins. Mau-Mau lætur sér ekki nægja að drepa andstæðinga sina heldur rista þeir líkin sundur með linífum ef þeir hafa tima til þess. Og svo láta þeir hefndarþorsta sinn bitna á skepnun- um lika. T. d. misþyrmdu þeir 300 kúm í einni árásinni. Hvítir menn liafa stundum ekki liagað sér eins og siðaðir menn. Þess eru dæmi að þeir hafa skotið Kikuyu- fólk, ef þeir hafa haft grun um, að það hafi gert sig sekt um ódæðisverk. Og þeir hafa brennt heil Kikuyu-þorp. — Meðal Kikuyu-kynkvíslarinnar starfar lika hægfara flokkur, sem vinnur að því að bæta kjör svert- ingja. Þeir sem honum stýra gera sér Ijóst að það er breska þingið, sem segir úrslitaorðið i málinu, og þeir liafa oftsinnis lýst yfir því, að þeir treysti drengskap Breta. Og upp á síð- kastið hafa þeir fylkt sér þeirra meg- in í baráttunni við Mau-Mau. GRIMMDARVERK OG GALDRAR. Fólki finnst bryllilegt að heyra um hryðjuverk Mau-Mau, en fólk sem þekkir Kikuyu-menn er síður hissa á þeim. Þau eru í nánu sambandi við trúarbrögð og þjóðhætti Kikuyu-kyn- kvislarinnar. Að því er snertir hryllilega meðferð á skepnum verður að líta á það, að svertingjar eru engir dýraverndarar og gera sér eklci hugmynd um að dýr hafi tilfinningar. Enn í dag fórna þeir geitum ef barn verður veikt, eða ef eiginkona eignast ekki barn. Þvi lengur sem geitin er kvalin því ör- uggari verður lækningin. Þeir fót- brjóta skepnuna, opna á henni kvið- inn og láta hana draga eftir sér inn- yflin. Og ómelta grasið í vömbinni liefir lækningamátt! Þegar Mau-Mau-félagi vinnur eið- inn eru ýmsir ófagrir siðir hafðir um hönd til að festa loforðið í minni. Og fólkið er lijátrúarfullt og kýs heldur að deyja en rjúfa jjennan eið. Oliver Lyttleton nýlendumálaráð- herra vitnaði í neðri málstofunni í einn eiðstafinn, og hann er svona: „Ef ég yfirgef hvíts manns bæ án þess að bafa drepið eigandann um leið og blásið er í liornið, óska ég að þessi eiður drepi mig.“ HVERNIG FER? Allir eru á eitt sáttir um að ástandið sem nú er i Kenya verði ekki þolað til lengdar. Afríkubúar liafa vaknað í Kenya ekki síður en í Sudan, Mor- okko, Alzir og Tunis. Og það er ekki síst nýtísku vélamenning livitu þjóð- anna sem hefir vakið þá. Aðstaða þeirra til hvítra manna er aðstaða þrælsins gegn kúgaranum. Að bæla niður hreyfingu á borð við Mau-Mau með vopnunum einum er ekki sæm- andi siðferðishugmyndum nútímans, og ef ekki er hægt að ná sáttum við Gunsa inín — Gunsa mín! Hefirðu látið þvottinn hanga úti í nótt? Hugs- aðu þér ef honum hefði verið stolið! — Það er sími til yðar aftur, frú Belgan. Mau-Mau þá verða livitir menn að fara. En liægfara Kikuyumenn vilja ekki missa þá. Þeir vilja læra af þeim og viðurkenna að þeir liafi gott af komu þeirra. Enska þingið hefir sent nefnd manna suður í Kenya lil að kynna sér ástandið og er sú nefnd nú komin heim og liefir skilað áliti. Enn er eigi séð hvað breska stjórnin gerir. En hún verður með cinhverju móti að binda enda á þá hryðjuverkaöld, sem nú hefir staðið i Kenya í meira en ár. * KEMST FLJÓTT Á FRÆGÐAR- BRAUTINA. Jane Griffith leikur á móti Gregory Peck í „Milljón punda scðillinn“. Það þykir kannske ekki tíðindum sæta þó að breska félagið Pin^wood Film hafi ráðið Gregory Peck til að leika aðalhlutverkið i nýrri kvikmynd, „Milljón punda seðillinn“, en hitt þykir furðulegra að sem mótleikari hans hcfir verið ráðin 22 áa stúlka, sem að vísu hefir leikið nokkur hlut- verk í leikhúsum, en aklrei hefir verið i kvikmynd fyrr. Það er Jane Griffitli, sem hoppar svona hindrunárlaust inn á frægðarbrautina, eftir að liafa verið reynd í tveimur smáþáttum. „Star- Iets“ eða smástirni eru þær venjulega kallaðar nýju leikmeyjarnar, sem eru fyrst og fremst látnar sýna á sér kroppinn og geta orðið frægar fyrir hann. En Jane hleypur yfir þann kaflann, og sætir alls ekki venjulegri meðferð af hálfu kvikmyndastjórans. Hún fær að greiða sér hárið eins og liún var vön áður, og enginn tann- læknir fær að lagfæra í lienni tenn- urnar, þó að þær séu dálitið ójafnar. Og svo fær lnin að vera í óvenjulega miklu af fötum, af byrjanda að vera. Nú er eftir að vita hvernig dómur kvikmyndagestanna verður.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.