Fálkinn


Fálkinn - 27.08.1954, Blaðsíða 5

Fálkinn - 27.08.1954, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Ári eftir atburðinn i Mayerling fórst Jóhann erkihertogi, sem var þremenningur keisarans og mikill vinur Rudolfs. Hann liafði afsalað sér öllum erfðaréttindum og tekið sér nafnið Johann Orttt og gifst dans- meynni Milly Stubet. Yorið 1890 lögðu þau i sjóferð suður fyrir Ame- ríku og ætlðu til Valparaiso. En skipið kom aldrei fram og enginn veit hvar það fórst. í mai 1897 liafði hertogafrúin af Alencpn, Sopliie systir Elísabetar drottningar, gengist fyrir góðgerða- basar i skála í Paris, ásamt ýmsum hefðarfrúm öðrum. Þar átti að sýna skuggamyndir, en þegar minnst varði sprakk olíulampi i vélinni og áður en varði stóð skálinn í björtu báii. Þar fórst hertogafrúin og yfir hundrað manns. Hún hafði verið uppáhalds- systir Elísabetar og sú af mágkonum Franz Josephs, sem liann mat mest. Var það því mikið áfall þeim báðum er hún brann inni. En beiskjubikar keisarans var enn ekki drukkinn í. botn. Þann 1. sept- ember 1898 var Elisabet drottning stödd í Geneve. Hún var, ásamt hirð- frú sinni, á leið frá gistihúsinu Beau Rivage, sem hún liafði dvalið í, niður að bryggju, er ítalskur ævintýramað- ur, Luigi Lucclieni, kom hlaupandi að vagni liennar og rak langa, mjóa þjöl i brjóstið á henni. Drottningin missti meðvitundina þegar í stað og tveimur tímum síðar var hún skilin við. Þetta dýrslega morð vakti viðbjóð um allati heim. Luccheni gerði þá grein eina fyrir verknaði sinum, að hann hefði langað til að drepa „einhvern höfð- ingja sem væri ofaukið í veröldinni“. Þessi frétt var færð keisaranum á þann varfærnasta hátt sem unnt var. Hann var að eðlisfari hinn mesti skap- stillingarmaður, en nú gat hann ekki tára bundist. — Á ekki að hlífa mér við neinu í þessari veröld! hrópaði liann. Þrátt fyrir allt hafði honum alltaf þótt mjög vænt um drottning- una. Aldrei hafbi orðið opinber sund- urþykkja með þeim, og þegar lhtn dvaldi fjarvistum eftir eigin ósk, heim- sótti hann hana þegar hann komst liöndunum undir. Gisla og María dætur keisarans voru báðar giftar og áttu börn. Rudolf krónprins lét eftir sig eina dóttur, Elisabetu, sem Franz Joseph var mik- ið amstur að. Hún giftist í trássi við hann, og það fór eins og hann liafði spáð, að hjónabandið varð vausælt. Síðásti harmaatburðurinn i lífi hins hrjáða keisara gerðist 28. júni 1914 suður í Serajevo í Bosniu, er ríkis- erfingi Austurrikis, Franz Ferdinand erkihertogi og Sophie frú hans voru myrt á götunni þar, er þau komu i opinbera heimsókn. Franz Ferdinand var bróðursonur keisarans og stóð næstur til ríkiserfða eftir að Rudolf krónprins féll frá. Hann var ungur að árum er hann var myrtur og lét eftir sig mörg börn. Eins og flestum mun kunnugt varð þetta morð yfir- borðsástæðan til þess að fyrri heims- styrjöldin hófst. Eftir morð Franz Ferdinands var sonarsonur eins af bræðrum keisarans, Garl að nafni kjörinn ríkisarfi. Hann tók við völdum i Austurríki eftir fráfall Franz Jos- ephs 1916, en varð skammgóður í embættinu, þvi að 1918 var hann sett- ur af og hvarf í útlegð, en lýðveldi var iýst yfir í Austurríki, en Ungverja- land varð sjálfstætt ríki og megin- hluti liins gamla Austurríkis, Tékko- slóvakía, varð sjálfstætt lýðveldi. Það liggur nærri að segja, að eina Stjörnulestur Eftir Jón Árnason, prentara. Nýtt tungl 28. ágúst 1954. Alþjóðayfirlit. Megnið af plánetum í jarðar- og aðaimerkjum. Bendir á dugnað og hyggindi i aðgerðum heimsmálanna. Venus og Júpiter i 1. og 10. húsi ís- lenska lýðveldisins og ættu þvi að hafa veruleg áhrif á fjárliagsmálin enda þó þau séu i slæmri afstöðu inn- byrðis. Jnnlend fyrirtæki gætu orðið fyrir hnekki vegna utanríkisviðskipta og ákvarðana hins opinbera. — Jarð- skjálfti gæti gert vart við sig í Panama eða á þeirri lengdarlínu. — Tölur þessa dags, 28. ágúst 1954 eru í ýmsum greinum örðugar, því 8-talan, Satúrn- usartalan, er tvöföld í áhrifum og hef- ir takmarkandi áhrif, en þó henda 5- talan og 4-talan á skilgreiningu góða og liyggindi. Þversumman af þessum lölum er talan 9, Marstalan, sem bend- ir á þrautseigju og seiglu i baráttunni. Lundúnir. — Nýja tunglið er í 10. húsi. Afstöðurnar eru frekar góðar, en þá er afstaðan til Venusar og Júpíters og þeirra í milli slæmar, sem bendir á fjárhagslega örðugleika og vand- kvæði í utanríkisviðskiptum, en Mars- áhrifin bæta þetta upp að nokkru. Álirif Plútó athugaverð. — Satúrn við austursjóndeildarhring bendir á tafir og takmarkandi afstöðu almennings. Heilsufar athugavert. — Mars í 3. húsi. Örðugleikar nokkrir koma i ijós i flutningamálum, og eldur gæti komið upp í flutningatæki eða byggingu í þeirri grein. — Júpiter i 9. húsi. Lík- iegt er að fjárhagsþröng geri vart við sig i siglingum utaniands og í við- skiptum við nýlendurnar. — Merkúr í 11. húsi. Umræður miklar í þinginu um afstöðu verkamanna. — Venus og Ne])tún í 12. húsi. Góðgerðastarfsemi ætti að vera undir heillaríkum álirif- um, einnig betrunarhús, vinnuhæli og spitalar. Berlín. — Nýja tunglið og Merkúr í 10. húsi, ásamt Plútó. Athugaverð áhrif á afstöðu stjórnarinnar. Er lík- legt að lnin lendi í örðugleikum nokkr- um út af fjárhagnum. — Satúrn í 1. húsi. Óheppileg áhrif á almenning og kvillar gætu komið til greina. — Mars í 2. húsi. Ekki heppileg afstaða fyrir rekstur banka og peningaverslun yfir liöfuð. — Júpíter og Úran i 9. húsi. Örðugleikar í siglingum og vandkvæði vegna fjárhagsvandræða og verkfalla, sprenging gæti átt sér stað i skipi. — Venus og Neptún í 12. húsi. Ætti að vera góð áhrif fyrir sjúkrahús, vinnu- hæli, betrunarhús og góðgerðastarf- semi. Moskóva. — Nýja tunglið í 9. liúsi ásamt Merkúr og Plútó. Sigiingar og utanríkisviðskipti munu mjög á dag- skrá. Munu umræður nokkrar um þessi mál og þeim veitt mikil athygli. Örð- ugleikar í fjármálarekstri fyrirtækj- anna koma tii greina. Skemmdar- starfsemi gæti og komið í ijós. — Venus og Neptún í 11. liúsi. Afstaða æðsta ráðsins eru athugaverð, því Venus liefir allar afstöður slæmar. Fjármálin munu meðal annars vera mótlætið sem örlögin hafi hlíft Franz Josepli við, sé það að liann lifði ekki að sjá ríki sitt liðast í sundur og falla i rústir. Hann dó árið 1916, — og hefir vissulega dáið „saddur lífdaga" enda varð hann 86 ára. örðugt viðfangsefni. Undirferli og sviksemi munu koma í Ijós. Tokýó. — Nýja tunglið í 6. liúsi, ásamt Merkúr. Verkamenn og aðstaða þeirra mun mjög á dagskrá. Umræður nokkrar munu koma til greina og blaðaskrif um málefni þeirra, út af fjármálunum og meðhöndlun þeirra. — Mars í 10. liúsi. Hefir góðar afstöð- ur, sem gæti styrkt aðstöðu stjórnar- innar. — Júpíter og Neptún i 5. luisi. Örðugleikar í rekstri skennntistaða, leikhúsa. Útgjöid hækka og tekjur rýrna. — Venus og Neptún í 7. húsi. Hafa allar afstöður slæmar. Utanrík- isviðskiptin og samningar við aðrar þjóðir eiga örðugt uppdráttar og hindranir koma til greina. Washington. — Nýja tunglið er í 1. húsi; ásamt Merkúr. Afstaða almenn- ings mun athugaverð, því að afstöð- urnar eru slæmar. Munu fjárhagsmálin koma þar mjög til greina og afskiptin út á við. Inflúensa og taugakviilar á- berandi. — Venus, Neptún og Satúrn í 3. liúsi.^Flutningar, samgöngur, frétt- ir og útvarp mjög á dagskrá og koma ýms vandkvæði i ijós sem liindrar. rekstur þessarar starfsgreina, og munu fjárhagsmálin kom þar til greina í ýmsu tiiliti. — Júpíter og Úran í 11. húsi. Þingmálin eru undir athugaverð- um áhrifum, urgur og uppivaðsla gæti komið til greina. Sprenging i opin- berri byggingu. — Mars í 5. húsi. Leikhús og leiklist undir athugaverð- um afstöðum, en þó gætu ýmsar end- urbætur komið í ljós. í s 1 a n d . 11. hús. — Nýja tunglið er í húsi þessu. — Þingmál og framkvæmdamál munu mjög á dagskrá og veilt athygli og munu fjárhagsmálin þar ofarlega á baugi. En íhaldið styður stjórnina í framkvæmdunum. Umræður miklar um þessi mál og ágreiningur áberandi. 1. hús. — Venus og Neptún i húsi þessu. — Hafa slæmar afstöður. Óró- leiki ætti að koma í ljós vegna við- skiptamálanna og stjórnin og verka- menn koma þar ákveðið við sögu, því að slæm afstaða er milli Júpíters í 10. húsi og ræður hann 6. liúsi, stjórnin og verkamenn, og verður barátta nokkur í þessum efnum á milli þess- ara aðiija. Kommúniskur undangröft- ur gæti og átt sér stað. 2. hús. — Satúrn er i húsi þessu. — Fjárhagsörðugleikar sýniiegir og bankastarfsemin undir fargi. 3. hús. — Mars i liúsi þessu. Urgur meðal flutningamanna, og kröfur munu koma í ljós frá þeirra hendi. Fréttaflutningur, póstur og sími undir baráttuóhrifum, einnig biöð og bækur. 4. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. — Ýmsir örðugleikar verða á vegum stjórnarinnar, einkum vegna fjármál- anna og reksturs þeirra. Gæti kólnað í veðri. 5. hús. — Satúrn ræður húsi þessu. — liefir hann áhrif á leikara og leik- húsarekstur. Tafir í þessum greinum gætu átt sér stað. 6. hús. — Júpíter ræður húsi þessu. — Ætti að hafa styrkjandi áhrif á viðnám gegn sjúkdómum. Verkamenn hafa sæmilega aðstöðu. 7. hús. — Mars ræður húsi þessu. — Slæm afstaða til utanríkismálanna, einkum Englands, sem er undir áhrif- um frá Mars. Barátta nokkur gæti komið til greina. 8. hús. — Venus ræður liúsi þessu. — Hefir slæmar afstöður. Því er lik- legt að dánartala kvenna liækki nokk- uð, einkum þeirra er teljast í flokki listamanna og kvenna í háum stöðum. 9. hús. — Merkúr ræður liúsi þessu. — Bendir á umræður miklar og urg í blöðum, viðskipti, dánarmál og með- ferð þeirra. Hagnaður kemur i ijós í þessum greinum. 10. hús. — Júpíter og Úran í húsi þessu. — Hafa slæmar afstöður. Stjórnin á í margvíslegum örðuglqik- um og koma þeir úr ýmsum áttum, scm afleiðing af aðgerðum hennar sjálfrar, í fjárinálum o. fl„ frá al- menningi og afstöðu hans, frá aðgerð- um þingsins og gerðum þess. 12. hús. — Engin pláneta í liúsi þessu og þvi verða álirif þess litt áberandi. Skrifað 22. ágúst 1954. HOTT! HOTT! — Tvær hugaðar döm- ur hafa gerst svo djarfar að fara á bak nashyrningnum „Mohan“ í Whips- nade-dýragarðinum fyrir utan Lon- don, rneðan hann var að háma í sig heyið. — Nashyrningar eru taldir með illskeyttustu dýrum í heimi, svo að leikur stúlknanna var alls ekki hættujaus. „ÞREYTTI THEODOR“. — Prófessor Theodor Heuss var endurkosinn for- seti Vestur-Þýskalands um miðjan júlí, með öllum atkvæðum nema kommúnista. Forsetinn er talinn glað- lyndur inaður, en eigi að síður hafa Þjóðverjar kallað hann „Þreytta Theodor“ eftir nafnkenndri persónu úr gamanleik, sem var sýndur víða hér á árunum. En líka er hann kall- aður „Theo frændi". Svo mikið er víst að Theodor var þreyttur eftir kosningarnar, því að þá varð hann að taka í höndina á hundruðum manna, sem vildu óska honum til hamingju. Myndin cr tekin eftir að forsetinn hafði tekið á móti hamingjuóskunum og er að þurrka svitann framan úr sér.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.