Fálkinn


Fálkinn - 27.08.1954, Side 8

Fálkinn - 27.08.1954, Side 8
8 FÁLKINN leiðin, sem ég kaus EGAR ég stóð inni i bókaverslun Gerhardsens með honum Sverri í morgun, fannst mér eins og stund og staður hefðu flutt sig um set, — mig sundlaði. Þess vegna skrifa ég þetta, til að reyna að greiða úr flækju hugrenninga minna. Það er skritið að sama manneskjan skuli upplifa tvö atvik sem eru alveg eins, og ekki eingöngu það, tieldur atvik sem bæði ráða örlögum manna. Mér hefði aldrei dottið í hug að ég ætti eftir að koma inn i bókaverslun Gerhardsens aftur. En það var Sverrir sem sagði: — Mig hefir lengi langað til að gefa þér bólc, Inga. Dálítið sérstaka bók. Við skulum koma liérna inn og kaupa hana. Hún er up'pseld niðri í bæ, en það er ofi sem hægt er að ná í stíkar bækur í úthverfunum. Það var yndislegt veður í dag, og húsin voru svo falleg og ánægjuleg þarna inni í liltu görðunum, og þar ríkti kyrrð og friður. En í huga mín- um var uppreisn og ólga. En ég reyndi að stilla mig og sagði: — Þarna var ég búðarstúlka einu sinni. — Jæja, var það í þessari bóka- verslun? sagði Sverrir. — Þá liefir þú gantan af að koma á fornar slóðir aftur. Við fórunt inn, og nú andaði á móti mér sama iyktin og alltaf er i bóka- verslunum, og sem ég kann svo vel við. Það er merkilegt hvernig iykt getur vakið gamlar endúrminningar af svefni. En hann Sverrir stóð þarna við hliðina á mér, hár og teinréttur, með hattinn í liendinni. Hann er svo ljós yfirlitum og svo bjartur i augun- um, hann Sverrir. Roskin kona stóð fyrir innan búðar- borðið og spurði hæversklega hvers við óskuðum. Sverrir varð fyrir svörum og spurði eftir bók sem hét: „Hvert liggur leiðin mín“? Hvort hún væri til. — Ég veit ekki, sagði konan. — Eg skal spyrja Gerhardsen. — Er — er hann við? spurði ég. — Ef svo er þá þætti mér gaman að sjá hann. Hann hlýtur að hafa heyrt til mín, því að í sömu svifum var hann kominn fram í dyrnar úr bakherberginu. Augu okkar mættust, og upp frá því augna- bliki varð fortiðin svo lifandi í huga mér, að ég gleymdi öllu því sem kringum mig var í nokkrar sekúndur. Skyldi nokkur annar en ég hafa orðið fyrir sliku nokkurn tíma? Það var alls ekki í dag — núna, á þessu augnabliki, sem ég horfðist í augu við Gerhardsen, þegar ég kom i fyrsta skipti inn í þessa búð og fal- aðist eftir atvinnu. Ég var ung þá. en einstaklega ánægð með sjálfa mig. Að vísu stóð ég ein uppi í veröldinni, en ég var vel að mér og hafði óbilandi starfsþrek. Ég hefi alltaf haft yndi af bókum, svo að ég varð heldur eu ekki ánægð þegar ég fékk atvinnuna. Þetta var að visu engin stórverslun, en búðin var þokkaleg, var í úthverfi borgarinnar og viðskiptavinirnir voru aðallega fólk, sem átti heima i eigin liúsum þarna i kring og átti þau sjálft. Og þarna gat ég legið i alls konar bókum eftir vild. Fyrst og fremst lánaði Gerhardsen mér allar þær bæk- úr sem ég bað um. Hann hafði lesið kynstrin öll sjálfur. Hann var vel ritfær líka — skrifaði greinar í blöð og tímarit. Við voruin ckki nema tvö i versluninni og höfðum þvi meira en nóg að gera. Gerhardsen vann eftir iokunartíma sem næst á hverju kvöldi. — Ég kann best við mig hérna í búðinni, sagði hann. — Mér finnst ég eiga heima hérna. Og bækurnar eru bestu vinir mínir. Hann leit eitthvað svo einkennilega á mig um leið og hann sagði þetta. Dökkbrún augu hans voru ávallt svo raunaleg, og þegar þau litu á mig fannst mér þráin skína út úr þeiin. Hann var nokkrum árum eldri en ég og jarpt hárið farið að hærast yfir eyrunum. Andlitið var fölt og gáfu- legt. Aðeins einu sinni minntist hann á konuna sína. Ég hafði haldið að hann væri ókvæntur, því að hann var ekki með hring. Það var einu sinni þegar við vorum að tala um óvissuna og uin- brotin í veröldinni, sem blöðin þreyt- ast aldrei á að klifa á. Mér fannst á honum sem liann iangaði að hafa einhvern til að tala við — að liann þyrsti eftir félagsskap og skilningi. — Konan min lítur aldrei í blað og hlustar aldrei á útvarp, sagði liann. En það var hvorki beiskja né álas í rómnum, hann nefndi aðeins stað- reyndir. — Hún segir að það sé að- eins til vansældar að brjóta heilann um þessi mál — maður geti engu um þau ráðið hvort eð er. Og því skyldi maður þá vera að hugsa um þetta, segir hún. Hver veit nema hún hafi rétt fyrir sér. Hann sneri sér frá mér og fór að dútla eitthvað í einni bókahillunni. En hann hafði gert mig forvitna. — Hún hefir þá einhver önnur á- hugamál, sagði ég. — Auðvitað — eða svo má kalla það. Hús og heimili, matargerð, kökuupp- skriftir. Já, og svo er hún Gerðu góð móðir — litlu telpunni okkar. — Jæja, eigið þér börn?^ — Já, eina telpu átta ára. En eins og börnum er tamt, sérstaklega telp- um, þá lieldur hún sig mest að móður sinni. Mér finnst ég varla þekkja hana. En konan mín hefir svo gott lag á henni, vegna þess að hún er svo rólynd. Skömniu síðar sagði liann upp úr eins manns hljóði: -— í rauninni þarf ég á hjálp að halda við vélritun. Vit- anlega krefst það aukinnar vinnu, en kaupið hækkar að sjálfsögðu að sama skapi, bætti hann við og brosti. — Ég gæti fengið aðra stúlku, en ég kýs helst að hafa sem fæst fólk kring- um mig, og mér finnst að okkur hafi gengið svo liðlega að starfa saman. Þetta fyrirtæki er eiginlega eins og lítið skip, sem við hjálpumst að við að stjórna. G tók þessari aukavinnu fegins hendi, því að mér veitti ekki af hærra kaupi. Mamma bjó við þröngan kost og hafði tekið sér nærri að ég fór að heiman. Og kannske hefir til- hugsunin um að fá að vera meira 'með Gerhardsen gert sitt til. Ég vissi ekki sjálf hvers eðlis tilfinningar min- ar gagnvart honum voru, en það lagð- ist i mig hvernig fara mundi, og ég hafði ekki þrótt til að spyrna á móti. Að vissu leyti virtist mér hann vera svo fjarrænn — eins og hann væri ekki hold og blóð eins og aðrir menn. En mér fannst menntandi og göfg- andi að tala við hann. Hann varð svo einkennilegur til augnanna þegar hann talaði um Gerðu litlu — þá skein út úr þeim vonlaus þrá og angurblíða, eins og þetta væri eitthvað, sem hann réði ekkert við. Eitt kvöklið þegar ég hafði skrifað eitthvað, sem hann átti að lesa yfir, og ég fór til hans með blaðið, horfði hann ekki á það heldur eingöngu á mig. Og allt í einu stóð hann upp og studdi höndunum á axlir mér. — Inga, sagði hann. — Kannske er það ekki ráðlegt að við höldum þessari yfirvinnu áfram, svona ein á kvöldin. Ég er ekki viss um að ég geti treyst sjálfum mér. Þú ert svo ung, óþroskuð og yndisleg. Eg er allt- af að hugsa um hve sælt það væri að faðma þig að mér — og kyssa þig. En liann gerði það ekki. Og hve ég virti hann mikils fyrir það! Hann stóð grafkyrr stutta stund, meðan ég var að leita að einhverju til að svara. Og svo gekk hann niður stigann og fór inn í bókageymsluna. En þarna stóð ég, titrandi af löngun i koss. En ó- sjálfrátt gerði ég það eina rétta: ég smeygði mér i kápuna niína og fór heim. Ég grét mikið þá nótt — það man ég vel. Elskaði ég hann? Hann var, hvað sem öðru leið, ekki maðurinn sem mig hafði dreymt um að giftast. Ekki stóri, sterki maðurinn, sem átti að bægja öllum voða fra mér og vernda mig, sem var svo lítil og veim- iltítuleg. Daginn eftir hittumst við eins og ekkert hefði í skorist, og starfið gekk eins og vera bar. Hvernig sem á því stóð liafði ég ekki getað gert mér grein fyrir hvern- ig konan lians liti út. Ekki fyrr en daginn sem liún kom vaðandi inn í búðina, hlaðin pinklum og pokum, og með liattinn aftur á linakka og úfið, strítt hár. Ég var ein þá stundina því að Gerhardsen hafði brugðið sér nið- ur í bæ. — Pú-ú, en sá hiti! dæsti hún. — Er hann Jörgen ■—■ maðurinn minn — ekki við? Þér ætlið ekki að segja mér, að ég liafi farið þennan langa krók til ónýtis? Ég góndi á hana og trúði ekki mín- um eigin augum. Var þetta kona Jörgens? Þessi digra, subbulega kona í ljóta kjólnum og ólánlega jakkanum. En samt var eitthvað í andlitinu, ein- hver róleg sjálfsánægja — og barns- legt traust. Ég gat einhvern veginn ekki að mér gert: ég kenndi í brjósti bæði um hana oog Jörgen. — Jæja, svo að þér eruð nýja að- stoðarstúlkan, sagði hún vingjarnlega. Já, hann Jörgen liefir minnst á yður — hann segir að þér séuð afbragðs dugleg. Ég kinkaði kolli en gat engu svarað. — Drottinn minn — livað þér eruð mjó, hélt hún áfram og lét móðann mása. Fáið þér nóg að borða? Borgar hann Jörgen yður sæmilegt kaup? Annars skal ég taka í lurginn á honum, svei mér þá. Sjálfur lifir hann aðeins fyrir þessar bækur — og af þeim — veslingurinn .... Nei, sjáið þér, ég reyni að njóta lífsins. Það dugir ekki annað. Konur á minum aldri eru stundum að fá móðursýkisköst í þess- ari vonlausu baráttu fyrir þvi að halda sér unglegum og fitna ekki. Hún skellihló. En það var hjartanlegur og góðlátlegur hlátur. Og þarna stóð ég rugluð og vissi ekki hvort mér var vel eða illa við konuna. Mér fannsl ekkert illt mundi vera til i henni. Og ekki gat ég fundið eitt orð til að svara, en það kom ekki að sök. Því að hún óð elginn stanslaust. Skönmiu síðar kom Jörgen. Hann bauð henni góðan daginn og ég tók eftir hve fljót hún var að snúa sér að honum og hvernig andlit liennar ljómaði þegar liún leit á liann. Hún elskaði hann, hugsaði ég með mér. Elskaði hann heitt. ÖRGEN gekk á leið með lienni þegar hún fór, og þegar hann kom aftur sagði hann: — Jæja, nú liefir þú kynnst Ellu. Hann fór allt í einu að þúa mig. — Heldurðu að þeir ætlist til að ég bjóði þeim kaffi?

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.