Fálkinn


Fálkinn - 27.08.1954, Side 10

Fálkinn - 27.08.1954, Side 10
10 FÁLKINN * Vitið þér...? að tvö stærstu póstpantanafyrir- tækin í Ameríku hafa selt vörur fyrir 3.76 milljarða dollara á einu ári? Það þýðir, að fyrirtækin liafa selt hverjum karlmanni, konu og barni i Bandaríkjunum fyrir 25 dollara eða sem svarar rúmum 400 ísl. kr. að Forn-Egyptar héldu að guð- irnir vægu hjarta þeirra á meta- skálum eftir dauðann, og notuðu fjaðrir til að vega á móti. Fjöðrin var tákn góðra verka hjá Forn-Egyptum. að af öllum skipum heims er flokkur eimskipanna stærstur? Skipafloti veraldar er nú tæp 32.000 og lestatalan tæplega 100 mill- jón smálestir. Af þessum skipuin eru um 15.000 venjuleg eimskip, samtals 40 milljón smálestir, 12.000 dieselskip sem bera 29.000 smálestir, og 2.700 eimtúrhínuskip með 23 milljón smá- lesta burðarmagni. Það sem á vantar heildartöluna eru skip með öðrum teg- undum véla, eða þá seglskip, en þau eru fá. — Þegar litið er á einstök lönd er það mjög mismunandi hvaða skipategund er mest notuð. í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð er 78% af flotanum dieselskip, en í Bretlandi að- eins 40% af þeirri skipategund og að- eins 4% í Bandaríkjunum og Grikk- landi. Að lestatala eimtúrbínuskip- anna er svona há, (yfir 8.500 smá- lestir að meðaltali) stafar af því að flest skemmtiferðaskip heimsins eru af þessari gerð. MATA HARI. Framhald af bls. 11. Mata Hari tók sér þetta ekkert nærri. Nú ferðaðist hún milli stór- borganna sem hin guðdómlega ind- verska gyðja. Tigna fólkið tók hana að sér en hneykslismál fóru í kjölfar hennar hvar sem hún fór. Þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst, 1914, var hún enn ljómandi falleg. Og nú hófst nýr kafli i ævi hennar — hún gerðist njósnari fyrir Þjóðverja. Hún var skráð í njósnararegistrið í Berlín árið 1914 undir merkinu „H 21“. Hún hélt áfram að dansa en hafði samband við allra þjóða fólk og varð samherjunum mjög liættuleg. Enska „Intelligence Service" veitti henni athygli frá byrjun, en tókst þó ekki að ná sönnunargögnum gegn henni. Loks gekk hún í gildru. Árið 1917 afhjúpaði Ladoux ofursti, for- stjóri frönsku leynilögreglunnar liana og tók hana fasta. Og 15. okt. sama ár var hún skotin í fangelsisgarðinum í Vincennes. Enn er flestu haldið leyndu um njósnarastarfsemi Mata Hari. Gögn- in eru geymd í leyniskjalasafni franska hermálaráðuneytisins. En um dauða liennar hefir enski majórinn Thomas Coulson skrifað, i bók sem hann gaf út. Að lnin klæddist dýrindis sam- kvæmisklæðum og veifaði til lier- mannanna með hvítum hanska, eins og sagt hefir verið, er helber upp- spuni. Siðasta morguninn sem hún lifði var hún svo máttfarin að hún gat ekki klætt sig sjálf. Njósnastarf- semin, svallið og siðast fangelsisvist- in hafði komið við liana, og hún virt- ist gömul og úttauguð þó að hún væri ekki nema 41 árs þegar liún dó. Þegar henni var sagt að Frakklandsforseti hefði neitað að náða hana, sagði hún aðeins: „Getur þetta verið satt"?‘! Mata Hari hefir orðið allra njósn- ara frægust. Og vegna aftökunnar í Vincennes hefir hún fengið á sig eins konar helgiljóma, sem hún hafði alls ekki til unnið. Hún játaði aldrei sekt sína. Og enn er til fólk sem trúir því að hún hafi verið saklaus. LEIÐIN, SEM ÉG KAUS. Framhald af bls. 9. þá .... Og samt varst það þú, sem kunnir að kjósa réttu leiðina — handa okkur öllum. Og það þótti mér vænt um, hugsaði ég með mér á eftir, þegar ég sá menn- ina tvo, sem höfðu verið mér svo mik- ils virði, heilsast brosandi. * COLA DXyfCK PÍNA, PUSI OG SIGGI SVARTI 1. mynd: Pina, Pusi og Siggi svarti eru dauðþreytt og sofa því lengi. — 2. mynd: Næsta morgun vaknar Pína fyrst. — Komið þið og sjáið, hvernig sólin skin, kallaði hún. —- 3. mynd: Pína og Pusi klæða sig í snatri og fara út í garð. — En hve hér er yndislegt! — 4. mynd: Siggi svarti klifrar upp í grindverkið. — Sjáið þið, Pína og Pusi, kallar hann. — Þetta get ég. — 5. mynd: — En hve þú ert duglegur, segir Pusi. Bravó! hrópar Pína og klappar saman höndunum. — 6. mynd: — Ég get staðið á höndunum, segir Pusi. — Lítið þið bara á. — Það er eins og við séum komin í sirkus, segir Pina. — 7. mynd: — Eigum við annars ekki að útbúa okkur i sirkus? segir Pína. — Jú, það skulum við gera, segir Pusi. — Þetta er ágæt liugmynd. — 8. mynd: — En hvar á hann að vera? Úti við skóginn er tilvalinn staður, segir Pusi. — Iíomið þið með mér. — Ég er bara að hindra að hann vegi þumalfingurinn með. Aldingarðurinn í Eden. — Nei, ég gat ekki fundið neitt sem mig langaði til að stela.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.