Fálkinn


Fálkinn - 27.08.1954, Side 11

Fálkinn - 27.08.1954, Side 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN: RUZICKA: Silfurhylkið T7YRIR skömmu hitti ég Ásbjörn ■*- skólabróður minn á Ráðhústorg- inu. Við lieilsuðumst innilega — höfð- um ekki sést í mörg ár. „Komdu með mér ef þú liefir tima til — við skulum verða saman i kvöld. Þú skilur,“ sagði Ásbjörn og deplaði augunum, „ég er konulaus sem stend- ur, konan hefir verið að heiman i hálfan mánuð og kemur ekki fyrr en á morgun. Og nú datt mér i hug að gefa lienni eitthvað. Ég fór með Ásbirni. í Aðalstræti fór ég að hugsa um að það væri skrít- ið að konan hans skyldi alltaf vera að heiman þegar ég hitti hann. Hefði ég átt jafn unga og yndislega konu hefði ég ekki liðið henni að vera allt- af að ferðast —- eins og freistingarnar eru lika margar i ferðalögum! „Á ég að segja þér nokkuð Fritz,“ sagði vinur minn allt í einu, „á ég að segja þér hvers vegna ég ætla að gefa konunni minni gjöf? Ég get með- gengið það fyrir þér. Þvi miður hefi ég talsvert slæma samvisku út af henni. Ég hefi ekki alltaf verið í billjardklúbbnum á kvöldin síðasta hálfan mánuðinn .. Þú skilur hvað ég meina, og nú ætla ég sem sagt ....“ „.... að létta á samviskunni með þvi að gefa henni eitthvað .... Það er gamalt og þrautreynt húsráð .... Hvað ætlarðu að kaupa?“ „Fallegt sígarettuhylki. Hún hefir óskað sér þess lengi. Og þá slæ ég tvær flugur i einu höggi. Komdu — við skulum fara inn til gullsmiðsins þarna og skoða eitthvað.“ GLÆSILEGUR FRAKKI. — Mjúkur frakki úr ljósu loðnu ullarefni fóðr- aður hlébarðaskinni. Frakkanum má snúa við og þá er hann á svipstundu orðinn að hlébarðaloðkápu. Eitt er þó á þessari mynd sem ekki er óað- skiljanlegur hluti af búningnum — sem sé litli kettlingurinn af Síams- kyni sem stúlkan ber undir hendinni. Og við greikkuðum sporið inn til gullsmiðsins. „Jú-jú,“ sagði stimamjúk afgreiðslu- stúlka. „Það höfum við áreiðanlega til.“ Og svo hlóð hún fjölda af silfur- hylkjum fyrir framan okluir á borðið En ekkert þeirra fann náð fyrir aug- um Ásbjarnar. Þau voru ekki nærri nógu dýr, hvislaði hann að mér. Af þessari mikilvægu setningu dró ég þá ályktun, að hann hlyti að liafa syndg- að mikið. „Hérna er það allra fallegasta sem við eigum,“ sagði stúlkan innan við búðarborðið. „Það er nýkomið frá Rruxelles. Silfur, með 22 karata gull- rönd.“ Þetta var sannkallaður dýrgripur sem stúlkan sýndi okkur. „Jú, mér líst vel á þetta,“ sagði Ásbjörn og spurði eftir verðinu, lét búa um hylkið og borgaði ......... Um kvöldið spilaði Ásbjörn billjard i raun og sannleika, og við skildum ekki fyrr en komið var langt frarn á nótt. Nokkrum dögum síðar liitti ég Ás- björn af tilviljun aftur, á kaffihúsi. Ég fór til lians. Hann var svo annars hugar að hann tók ekki eftir mér. „Ásbjörn!“ kallaði ég. „Ertu orðinn viðutan eins og prófessor? Hvað ertu að glíma við?“ Lolcsins sá hann mig. En það var ekki sami Ásbjörninn sem ég þekkti, káti, létti Ásbjörninn, sem alltaf var til i gaman. Nei, lrnugginn og stúrinn Ásbjörn, sem horfði raunalega á mig og þagði. Til þess að hressa hann sló ég á öxlina á honum og sagði í gamni: „.Tæja, Ásbjörn, hvernig fór nieð konuna þina? Lét hún þig taka próf í bilijard eða fór alit slysalaust? Og hvernig þótti henni vindlingahyikið?“ Ásbjörn gretti sig. Og andlitið var jafn alvarlegt og áður. „Jú, henni þótti vænt um það .... En, Fritz, þú manst víst hvers vegna ég keypti hylkið handa henni?“ „Hvort ég man það. Það var þögul syndakvittun .... En, heyrðu, Ásbjörn — hvað gengur að þér? Ilvers vegna ertu svona raunalegur? Komst hún á snoðir um eitthvað?“ Ásbjörn hristi höfuðið og andvarp- aði: „Nei, hún komst ekki á snoðir um neitt — en það versta er, skilurðu, að mig fer að gruna margt .... Konan min færði mér nefnilega gjöf þegar liún kom úr ferðinni. Vindlingahylki úr silfri — með urngerð úr 22. karata gulli .... “ * ALVEG HISSA. Toltecarnir í Forn-Mexico liöfðu þann sið að vernda grafir ættingja sinna gegn vanhelgun, með því að raða kringum þær beinum úr fólki, sem hafði verið fórnað. Franska lögreglan auglýsti • eftir stúlku, sem vafalaust hefir sett met í sinni grein. Tuttugu mínútum eftir að hún hafði ráðist vinnukona til bankastjóra eins var hún horfin með skartgripi, sem voru yfir 50.000 kr. virði. Italo Sapini, sjúklingur og fyrrver- andi gondólaræðari frá Venezia lá á sjúkrahúsi í Genua þegar liann frétti að hann hefði unnið 55 milljón lirur í getraunasamkeppni. Aleiga hans var 250 lirur áður en svona hljóp á snærið fyrir honum. MATA HARI var ekki indversk furstadóttir, en hún var Hollendingur. Árið 1905 skaut ljómandi fallegri dansmær upp í París. Ljómandi fal- legt svart hár, tindrandi dökk augu, óvenjulega vel limaður kroppur, sem hún var ekkert feimin við að sýna. Austrænu, perlustráðu kjólarnir lienn- ar huldu ekki nema það allra nauð- synlegasta af honum. Fólk var til- tektasamara þá en nú, svo að það var engin furða að hún vekti umtal. Fólk skiptist í tvennt: það hneyksl- aða og það hrifna. Þrátt fyrir harða dóma varð Mata Hari vinsælli en jafnvel Isidora Duncan, danskonan fræga. En samt kunni hún eiginlega ekki að dansa, en hreyfingar hennár voru svo mjúkar og ginnandi að fólk sleppti sér. Sérstaklega karlmenn- irnir. En hver var hún? Hún var sjálf mjög dul um ætterni sitt og það jók á forvitni annarra. í blöðuðum var þess getið til að hún væri indversk prinsessa. Og fólk trúði þessu þangað til mörgum árum eflir að hún var dauð. Sannleikurinn kom ekki fram fyrr en eftir 1930. Þá gaf Hollending- urinn Charles S. Heyman út greinar- góða bók um Mata Hari. Mata Hari, sem þýðir: „Sólin“, hét réttu nafni Margaretha Geertruida Zella og var fædd í Hollandi 1878. Faðir hennar var Gyðingur, leðursali í Leeuwarden og hét Adam Zelle. Það var Gyðingablóðið sem gerði hana austræna í útliti. Fimmtán ára missti hún móður sína. Faðir hennar vildi láta hana verða kennara og sendi hana í heimavistarskóla. En það átti ekki við hana og hún straulc og lenti hjá ríkum frænda sinum, sem rak tóbaksverslun í Haag. Þar drap hún tímann með því að lesa klámsögur, halda sér til og dreyma um stórborga- gjálifi. Einn vordag 1895 er hún var að lesa morgunblöðin rakst hún á girni- legt hjúskapartilboð. Hún sendi svar og kömmu síðar hafði hún stefnumót við hinn glæsilega liðsforingja sem auglýst hafði — kaptein í austur-india- hernum hollenska, Rudolf Mac Leod. Hann var af gamalli skoskri aðals- ætt og 38 ára, en Margaretha aðeins 18. Mac Leod varð samstundis ást- fanginn og hún tók honum. Þau voru gefin saman í Amsterdam í júní sama ár og fóru brúðkaups- ferð til Wiesbaden. Mac Leod var kunnugur hollensku hirðfólki og þeg- ar þau komu úr brúðkaupsferðinni bauð Ennna drottning þeim heim. Það var stórt augnablik í lífi hinnar ungu frúar en hún var kynnt Emmu drottn- ingu og Wilhelminu prinsessu. Árið eftir fór Mac Leod austur í Indonesíu og þar fór bráðlega að slettast upp á milli hjónanna. Margar- etha gat ekki fellt sig við tilveruna í setuliðsbænum Ambarawa. Skárra varð það eftir að þau fluttust til Mal- ang, því að þar var meira af hvítum mönnum og liðsforingjarnir þar fóru fljótt að draga sig eftir henni. Á dansleiknum sem haldinn var í til- efni af krýningu Wilhelminu drottn- ingu bar Margaretha af öllum döm- unum eins og gull af tófurassi. Árið 1899 fluttist Mac Leod til Medan á Sumatra en frúin vildi ekki fara þangað. Hún varð eftir i Malang með börnin tvö, Normann og Louise-Je- anne. Og eftir að hún er orðin ein fer hún að slá sér út fyrir alvöru, er alltaf í sukki og samkvæmum og eyðir svo miklu að Mac Leod, sem var efnaður maður, kemst í fjárkröggur. Hún lætur vinnukonurnar hugsa um börnin, og fyrir handvömm inn- fæddrar stúlku deyr drengurinn. Hún kinsast um sinn við þetta, og þegar Mac Leod kemur aftur frá Medan sættast þau. Hann tekur sér sonar missinn mjög nærri, en Margaretha jafnar sig fljótt. Þremur árum síðar er Mac Leod kominn á eftirlaun og þau fara til Evrópu og setjast að í Amsterdam. Þar sér hin fagra frú sér marga leiki á borði. Hún lætur elckert aftra sér, kynnist karlmönnum hópum saman, heldur leynt og ljóst fram lijá mann- inum sínum og lifir lióru líkast. Mað- ur hennar ber þetta mótlæti með still- ingu, en þgar Margaretha fer með dóttur sína í hóruhús einn daginn er Mac Leod öllum lokið. Hann krefst skilnaðar og auglýsir í blöðunum að hann taki ekki ábyrgð á skuldum, sem kona lians stofni, eða á háttalagi liennar yfirleitt. Margaretha fer af heimilinu en vill ekki gefa eftir skiln- að, liklega vegna barnsins. Svo flækist hún um Holland þangað til henni skýtur upp í París 1905, und- urfagurri og dularfullri, undir nafn- inu Mata Ilari. Hún er ekki nema 27 ára. í Indonesíu hefir hún lært ýmsa austræna siði og austurlanda- dansa. Hún er greind og lagin og leikur hlutverk sitt aðdáanlega. Mac Leod fékk ekki skilnað fyrr en 1906. I forsendum dómsins segir: Ákærða hefir sýnt sig á mjög vafa- sömum stöðum sem indversk dans- mær, að heita má alstrípuð, og með þvi að hún hefir verið model málara og myndhöggvara allsnakin, telur rétturinn þetta nægilega ástæðu til að telja lijónabandið úr gildi fallið, og dæmir af henni réttinn til ómynd- ugrar dóttur sinnar. Framhald á bls. 10. HEKLAÐ SUMARSJAL. — Stúlkan á þessari mynd ber sjal heklað á spánska vísu á herðunum, og er heklið á sjalinu eins konar eftirlík- ing á stórmöskvuðu fiskineti. Sjalið fer mjög vel við ljósbleika blússuna og eplagrænt pilsið. Takið eftir hin- um óvenjulega vasa á pilsinu. ' i

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.