Fálkinn


Fálkinn - 27.08.1954, Page 12

Fálkinn - 27.08.1954, Page 12
12 FÁLKINN JONATHAN LATIMER: GARDENÍU Það var Peter, sem kom henni í opna skjöldu í bílnum með Richard, en í myrkrinu hélt Carmel að það væri John, af því að málróm- urinn var svo líkur.“ „Og þegar Peter kom aftur inn í klúbbhús- ið,“ sagði Williams, „hafði Richard fengið gasið.“ „Og nú fór John að gruna Peter,“ sagði Crane, „og það kostaði hann sjálfan lífið.“ „En bréfið um sjálfsmorðið, þá?“ sagði Ann. „Þetta bréf hefir verið til.“ „Hver þekkti rithönd Johns? Hver gat stælt hana?“ Eftir langa þögn sagði Ann: „Peter, geri ég ráð fyrir.“ Ungfrú Kirby varð alls ekkert hissa þegar Crane hringdi til hennar á laug- * ardaginn klukkan kortér yfir þrjú og sagði, að nú yrði hann að fara. „Ég hefi þraúkað fimm mínútum lengur en í gær,“ sagði hann hreykinn. Ungfrú Kirby hafði ekkert sérstakt að segja við því, og Crane náði í hattinn sinn og frakk- ann og hvarf út úr dyrunum. Hann kom inn í skrifstofu Simeons March í leiðinni. Gamli maðurinn virtist lítill og pervisaleg- ur þar sem hann sat við stórt skrifborðið og sneri bakinu að háum glugga. En það voru engin veikleikamerki á röddinni, sem urruðu framan í Crane: „Jæja, hvað hafið þið ung- frú Fortune afrekað síðustu dagana?" „Við höfum verið að athuga vinkonusafn herra Richards.“ „Hvað haldið þér að þið hafið upp úr því? Það vita allir að Richard var mesti kvenna- bósi.“ „Við töldum að það gæti gefið upplýsingar í málinu.“ „Það er ónýt timaeyðsla. Þér vitið hvern þér eigið að athuga." Hrukkótt og dökkt andlitið á Simeon March minnti á Indíánahöfðingja og dökku blettirnir voru eins og ör eftir högg. „Náið þér í Carmel,“ sagði hann. Crane þóttist viss um að einhver sérstök ástæða væri til þess að gamli March hataði Carmel svona óstjórnlega, og hann spurði: „Hvers vegna eruð þér svona viss um að hún hafi framið morðin, March forstjóri?" „Lítið þér bara á hana,“ urraði sá gamli. „Hún gengur klædd eins og götuflenna.“ „Það getur satt verið, en það er samt á- stæðulaust að gruna hana um að hafa myrt Richard." Simeon starði á hann um stund eins og mannýgt naut, og svo tautaði hann: „Jæja, það er kannske eins gott að ég segi yður alla söguna." Án þess að taka vindilinn út úr sér urraði hann út úr sér langri sögu um mjög mikið einkasamtal sem hann hafði heyrt, milli Carmel og Richards nálægt f jórum mánuðum áður en hann dó. John hafði verið í ferðalög- um að staðaldri, og hann hafði leigt njósnara FRAMHALDSSAGA. 13. ILMURINN til að líta eftir Carmel þegar hann var ekki heima. „Og líta eftir Richard líka?“ Gamli maðurinn hristi höfuðið. Njósnar- inn hafði sagt að Carmel væri býsna oft með Richard, og þess vegna hafði Simeon farið til hennar og sagt, að sem tengdafaðir hennar gæti hann ekki sætt sig við að hún og Ric- hard höguðu sér eins og þau gerðu. Hann hafði hótað henni að segja John frá öllu sam- an, ef þau hættu ekki stefnumótum sínum þegar í stað. Hún svaraði að hún væri alls ekki ástfangin af Richard, en Simeon hafði ekki slakað á. „Ef ég heyri eitt orð um að þið hafið verið ein saman, skal ég sjá um að þú verðir rekin úr borginni," hafði hann sagt, og loks hafði Carmel lofað að slíta öllum samvistum við Richard. „En hvers vegna drap hún hann?“ Crane gat ekki haldið þessari spurningu til baka lengur. „Hann hélt áfram að eltast við hana,“ sagði Simeon March og leit til Crane íbygginn, „og þess vegna var henni nauðugur einn kostur að stúta honum.“ „Þá hefði hún gert hreint fyrir sínum dyr- um og hefði ekki haft neina ástæðu til að drepa John.“ „Jú. Hún drap hann af því að hún elskaði hann ekki og vildi losna við hann. Hún vissi að ég mundi þvertaka fyrir að þau fengju hjónaskilnað." Crane sagði: „Þetta finnst mér of einfalt. Carmel hefði átt að drepa annan manninn af því að hún elskaði hann, og hinn af því að hún elskaði hann ekki, ef ég skil yður rétt?“ „Ég borga yður ekki einn eyri fyrir heim- spekilegar hugleiðingar," hreytti gamli mað- urinn út úr sér. „Það eina sem ég heimta er að þér afhjúpið Carmel." „Ég sé að þér hatið hana,“ sagði Crane. „Munduð þér ekki hata konu, sem hefði drepið son yðar?“ „Jú, ef ég væri viss um að hún hefði gert það.“ „Ég er viss um það!“ öskraði Simeon March. „Þér eigið bara að ná í sannanirnar. Það er það, sem ég krefst af yður. Sannanir!" Hann stóð upp og beygði sig fram að Crane. „Var það fleira, sem þér vilduð vita?“ Crane hörfaði ósjálfrátt undan. „Já, ég vil vita hvers vegna þér notið ekki Talmadge March sem málaflutningsmann." Simeon March starði á hann um stund og sagði svo: „Hann er of ungur.“ „Er hugsanlegt að hann sé í peningavand- ræðum?“ „Nei, hann hefir peninga eins og sand.“ Crane létti þegar samtalið var afstaðið og var ekki síður feginn því, að þessi gamli fauti skyldi ekki vera húsbóndi hans nema um stundarsakir. Hann gekk út að dyrunum en nam svo staðar og spurði: „Hafið þér minnst á það við nokkurn, að þér grunið Carmel?" „Já, við málaflutningsmann minn, Dorn- bush dómara. Hann veit um það.“ „Getur hugsast að hann hafi haft orð á því við aðra?“ „Áreiðanlega ekki. Hvers vegna spyrjið þér um það?“ „Það ganga svo kynlegar sögur í bænum?“ „Um Carmel?“ ,,Já.“ Gamli maðurinn barði i borðið. „Það skal ég binda enda á. Við líðum ekki að fólk slúðri um manneskju innan March-fjölskyldunnar .... jafnvel ekki um morðingja eins og Carmel!“ Þegar Crane kom heim sat Ann við arin- inn í stofunni. Það gljáði í græn augun á henni í bjarmanum frá eldinum, og hárið var gulgyllt éins og þroskað hveiti. „Góðan daginn,“ sagði hún og stakk bók- merkinu í opnuna. „En hvað þú kemur snemma heim.“ Hann sneri bakinu að eldinum. „Já, ég var svo einmana. En nú er ég það ekki lengur, eftir að ég er kominn heim til þín.“ „Hvað segirðu, Bill!“ Hreimurinn í rödd hennar varð hlýr. — „Þetta er verulega fal- lega sagt.“ „Og svo datt mér líka í hug, að þú værir kannske einmana." „Ojæja, ég bjarga mér nú alltaf.“ „Og svo var eitt enn .... ég var að velta því fyrir mér hvort þú vildir lofa mér að fá einn martini." Hún þeytti bókinni í hann en hitti ekki. „Það var þá raunverulega ástæðan til þess að þú komst heim!“ „Nei, ég var svo einmana líka.“ „Mundu að þú hefir lofað mér að drekka ekki.“ „Aðeins einn hristing. Æ, gerðu það!“ Hann horfði biðjandi á hana. „Ég er svo þreyttur. Ég hefi unnið svo mikið í dag.“ „Ég leyfi mér nú að efast um það,“ sagði Ann. „ Eg sé ekki að þú gerir annað en koma heim, leggjast á sófann og biðja um kokkteil." „Þú veist ekki hvað þessir kæliskápar eru erfiðir." „Nei, það geri ég að vísu ekki,“ játaði Ann. „Það er þá best að þú fáir einn martini." Fimhent byrlaði hún honum hressinguna og setti ólívu í glasið. „En bara einn, mundu það,“ bætti hún við um leið og hún rétti honum glasið. Crane smádreypti á því og sagði henni frá tali sínu við Simeon March. „Hann þykist viss um að sjá Carmel í gálganum," sagði hann að lokum. „Hvað skyldi hann segja ef hann heyrði söguna hennar Carmel?" „Hann mundi ekki trúa henni.“ „Alice March er eina manneskjan sem ég gæti trúað Carmel til að drepa,“ sagði Ann. „Mig skyldi ekki furða þó að hún réðist á hana einn góðan veðurdag. Og svo held ég að Donovan sé við þetta riðinn. En það skal ég nú ganga úr skugga um bráðlega." Ann virtist vera einbeitt og hafa stórræði í huga. „Ég held að þér væri ráðlegra að fara til New York en fara að etja kappi við bófa- félög.“ „Því ræð ég sjálf, þakka þér fyrir!“ Crane sá að þýðingarlaust var að deila við hana núna. Hann dáðist að hugrekki hennar, og auk þess var hann nokkurn veginn viss

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.