Fálkinn


Fálkinn - 27.08.1954, Síða 13

Fálkinn - 27.08.1954, Síða 13
FÁLKINN 13 um að Donovan villti á sér heimildir. Sjálf- sagt hafði ekki annað vakað fyrir honum en að hræða Crane, svo að hann þyrði ekki að koma nærri Deliu framar. Og ef honum væri alvara að ætla að stela Ann, þá mundi hann ekki senda út aðvaranir fyrirfram. Svo fór hann að tala um Peter March og lét sem hann tæki ekkert eftir hve illa Ann féll það sem hann sagði. „Það horfir illa fyrir Peter vini vorum núna,“ sagði hann með ánægjusvip. „Ég vil helst að ekki sé talað um hann,“ sagði Ann. „Skrambi sniðugt af Williams að uppgötva að hann var líkur John,“ hélt Crane áfram. Ann svaraði ekki. Crane sagði: „Það er full ástæða til að gruna Talmadge líka.“ Hún svaraði ekki enn, og hann hélt áfram. „I fyrsta lagi reynir hann að láta gruninn falla á Carmel, og í öðru lagi var það hann sem sagði Donovan að ég væri kominn aftur í Rauða köttinn. En annars held ég enn, að morðin séu framin af einni persónu, og að aðrir séu ekki samsekir.“ „Heldurðu að Talmadge gruni að þú sért njósnari?" „Nei, það gerir hann vafalaust ekki.“ „Hvers vegna gerði hann þá Donovan að- vart?“ „Vegna Deliu. Hann vissi ekki að hún var farin, og þess vegna fannst honum að hann yrði að segja Donovan að nú værir þú kominn á stúfana eftir henni á ný.“ „Ég er hrædd um að þér sjáist yfir aðal- atriðið í þessu máli, með því að láta Slats Donovan sigla sinn sjó.“ „Hugsaðu heldur um Peter March, og hættu að hafa áhyggjur af mér og Slats.“ „Ég skal kinsa dónann!“ sagði hún ein- beitt. „Þú ert kannske hræddur við Donovan, en það er ég ekki.“ „En Peter þá? Stendur þér alveg á sama um hann, nú orðið?“ Ann svaraði ekki. „Eða ertu hrædd um að hann sé sekur?“ hélt hann áfram, ertandi. „Þar er Carmel þungamiðjan. Peter drap Richard af því að Carmel elskaði hann, og John af því að hann var kvæntur Carmel," Eftir dálitla þögn sagði hún: „Þarftu að vera svona þjösnalegur? Þú talar eins og ég væri að draga mig eftir Peter — eða pening- unum hans.“ „Já, hann er forríkur — ætli það ekki?“ „Þú ert óþolandi!“ Hún rauk út og skellti hurðinni eftir sér. > I Crane kom auga á Ann úti í horni í 7 /I danssalnum í klúbbnum, hún var að * * * tala við Alice og Talmadge March. „Má ég leyfa mér að biðja um dans?“ sagði 3eL umy-n Hvar er fjallgöngumaðurinn? hann hæverskur. Þau höfðu ekki sést síðan eftir nón. Hann leiddi hana fram á gólfið, og þegar þau voru nýfarin að dansa, kom hann auga á Carmel og Peter skammt frá. Þau liðu fram létt og svífandi eins og atvinnudansarar, en ekki var að sjá að þau skemmtu sér. Augna- brúnirnar á Peter voru eins og strik, og nú starði hann á Crane eins og hann þekkti hann ekki. „Hvað skyldi ganga að honum?“ spurði Crane. „Hann var að rifast við Talmadge,“ sagði Ann. „Um hvað?“ Ann vissi það ekki. „Ég sá bara að þeir voru náfölir af vonsku, báðir tveir. Hefðu þeir verið einir hugsa ég að þeir hefðu lent í handalögmáli." „Skemmtilegt fólk þetta March-fólk,“ sagði Crane hugsandi. „Simeon hatar Carmel, Alice og Talmadge hatar Carmel, Simeon hatar Ric- hard. Peter flýgst á við Talmadge. Carmel heldur framhjá John með Richard. Peter er að draga sig eftir „Haltu bara áfram,“ sagði Ann. En Crane var farinn að hugsa um annað. Hann sá' hve falleg Ann var og var unun að hafa hana í faðminum, jafnvel þó að hún óskaði sér kannske að vera komin langt í burt. Eftir nokkra þögn sagði hann: „Afsakaðu að ég hefi sagt svona margt ljótt um Peter. Kannske ég hætti við að láta hengja hann.“ „Þú ert víst skrambi hrifin af honum, er það ekki?“ „Jú, það er ég.“ Hann reyndi að ímynda sér að það væri allt í lagi. Ung stúlka eins og Ann átti að giftast ríkum, ungum manni, en ekki fátæk- um þefara, sem þjáðist af sívarandi timbur- mönnum. Hann andvarpaði og fannst hann vera miklu meira en þrjátíu og fimm. „Ann ....“ byrjaði hann. „Já, hvað var það?“ „Þætti þér vænt um að ég segði Peter frá, að við værum ekki gift?“ „Nei.“ „Ég gæti sagt honum, að við störfum bara saman, skilurðu." Hún sagði: „Mér leiðist allt þetta mas um Peter.“ „Afsakaðu.“ Hljómsveitin tók sér hvíld og þau stóðu kyrr og horfuðst í augu. „Heyrðu nú, Ann. Ég er stórhrifinn af þér, og ég vona að þú erfir það ekki við mig þó að ég hafi verið að eltast við hana Deliu og fengið mér fullmikið neðan í því.“ Nú fór hljómsveitin að spila vals, hann tók hana í faðminn og þau fóru að dansa aftur. „Það er mér að kenna að við höfum rifist svona oft,“ hélt hann áfram. „Ég skal reyna að haga mér sómasamlega framvegis.“ „Það skal ég líka.“ „Þá finnst mér .... úr því að við eigum að vinna saman .... að við skulum láta eins og okkur komi vel saman .... tala vinsamlega þegar við erum saman, meina ég.“ „Gott og vel.“ Hann brosti til hennar. „Þú skilur — njósn- arar hafa lítinn tíma aflögu til að njóta heim- ilisgleðinnar, en það gæti verið gaman að vita hvernig það er.“ Hún svaraði ekki. Skömmu síðar varð hlé hjá hljómsveitinni aftur, og gljákenndur ung- ur maður kom og bað Ann um dans. Crane flýtti sér til Alice March og bað hana um næsta dans. „Þér drekkið ekki — gerið þér það?“ sagði hún. „Aðeins smáleka við og við — eftir læknis- ráði.“ „Ég þarf að fá strammara." „Við verðum þá að líta inn í vínstofuna." „Nei, það er svo margt fólk þar.“ „Já, þér þekkið víst þennan stað betur en ég..........“ Hún þrýsti að handleggnum á honum, og sagði: „Hittið mig fyrir utan kvenfatageymsl- una,“ Svo sleit hún sig af honum og stefndi beint fram að dyrunum. Framhald í næsta blaði. FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út á föstudögum. Áskriftir greiðist fyrirfram. - Ritstjóri: Skúli Skúlason. Fram- kv.stjóri: Svavar Hjaltested. - HERBERTSpvent. ADAMSON Skaðinn í nætur- heimsókn.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.