Fálkinn - 01.10.1954, Blaðsíða 8
8
FÁLKINN
HOLGER BOETIU S:
Dauðir krefjast reikningsskila
LISABET gekk út að glugg-
s*r anum, en haustþokan var
svo myrk að hún sá ekki
nema nokkra metra út í garðinn.
Það sást ekki einu sinni móta fyr-
ir sjúkrahúsinu. Hún hugsaði tiJ
mannsins síns. Hann hafði verio
svo þögull og fálátur um morgun-
inn og hún vissi að hann átti að
gera erfiðan uppskurð á sjúkra-
húsinu núna í dag. Og allt í einu
fannst henni svo kæfandi mollu-
legt loft í stofunni að hún opn-
aði gluggann. En hráslagaloftið,
sem lagði á móti henni að utan,
var svo ógeðfellt að hún flýtti sér
að loka aftur.
Hún gekk fram og aftur um
gólfið, eirðarlaus og óþolin. Það
var undarlegt hve henni gat fUnd-
ist allt svo óendanlega dapurlegt
stundum. Hver var ástæðan? Var
það veðrið, eða var það hún sjálf,
sem vantaði líf og yl? Hún hló
þurrahlátri að sjálfri sér. Hafði
hún ekki lesið einhvers staðar al-
veg nýlega, að það væri ellimerki
að fólk færi að hugsa heimspeki-
lega um sig og tilveruna? Hún
opnaði útvarpstækið. Þaðan
komu nokkur raunaleg tónstef í
moll. Hún lokaði tækinu sem
bráðast — það var allt annað,
sem hún vildi heyra núna.
Vitanlega gæti hún símað til
Toms og sagt honum að hún tæki
bifreiðina og skryppi inn í bæinn.
Það mundi brá af henni ef hún
yrði með Tom nokkra klukku-
tíma. Hún mundi yngjast og
hressast við atlotin hans.
Hugsanir hennar knúðu hana
út að glugganum aftur. Nei, það
var ekki viðlit. Og áhættusamt
að aka bifreið í svona mikilli þoku.
Skerandi væl frá sjúkrabíl rauf
allt í einu þögnina. Hún hrökk við.
Það var líkast og hníf væri stung-
ið í hana. Hún gat aldrei vanist
þessu hljóði. Þá sá hún alltaf í
Mikil eftirvcenting.
huganum skurðstofuna, blóð og
umbúðir, eyðileggingu og dauða.
Hún gekk rakleitt að bóka-
skápnum og tók litla ljóðabók,
sem hún hafði fengið fyrir nokkr-
um vikum. Hún las nokkur kvæð-
in og brosti. Hann hafði verið
alvarlega ástfanginn af henni,
þessi ungi Ijóðasmiður. Og
kannske hafði hún gefið honum
undir fótinn líka, en vitanlega ekki
farið of langt. Hún hafði komið
og hann gaf henni allt sem kona
gat krafist.
Langt spangól í hundi vakti
hana af þessum hugleiðingum.
Hún lagði frá sér bókina og spratt
upp. Það var eitthvað óhugnan-
legt yfir þessum degi. Henni
fannst réttast að hringja til Páls
og stinga upp á að þau borðuðu
á veitingahúsi um kvöldið og færu
í leikhús á eftir. Hún varð að fá
sér eitthvað til uppléttis í dag.
ÐYRABJÖLLUNNI var hringt.
Það leið nokkur stund áður
en Elisabet mundi að hún hafði
gefið stúlkunni frí, en svo fór hún
sjálf til dyra. Hár, miðaldra mað-
ur í læknisslopp stóð fyrir utan.
— Ég er Brun læknir, sagði
hann, -— nýi aðstoðarlæknirinn.
— Einmitt það, sagði hún. —
Þér eruð máske með skilaboð til
mín?
Hann kinkaði kolli. Hann hafði
einbeitt augnaráð. Augun voru
rannsakandi en þó ekki óvingjarn-
leg. Það var eitthvað yfirvofandi,
vorkennandi í framkomu hans, —
eitthvað sem boðaði illt.
— Gerið þér svo vel að koma
inn, Brun læknir.
Hann fór á eftir henni inn í dag-
stofuna, hægt og varlega. Stað-
næmdist um stund á miðju gólfi
og horfði kringum sig.
— Hverju áttuð þér að skila
frá manninum mínum? sagði hún.
Hann starði á hana en sagði
ekki neitt. Hvers vegna fór hann
sér svona hægt?
— Ég verð að biðja yður um
að taka þessu með stillingu, sagði
hann.
Hún þekkti þessa setningu, hún
hafði heyrt hana fyrr, og smám
saman skildist henni hvað hún
þýddi.
— Segið þér það þá! hvíslaði
hún. — Hefir hann ofreynt sig?
Var uppskurðurinn erfiður?
— Uppskurðurinn?
Þótt undarlegt mætti virðast
var hann eigi síður eftirvænting-
arfullur en hún.
— Já, ég veit að maðurinn minn
átti að gera mjög vandasaman
uppskurð í dag. Hvernig fór það?
— Það fór nú ágætlega, til allr-
ar hamingju, svaraði aðstoðar-
læknirinn og lét augun hvarfla til
og frá um stofuna.
— En hvað er þá að? Það lá
við að hún hrópaði.
Hann gekk að henni og tók
hendinni um öxlina á henni.
— Setjist þér og reynið að taka
þessu með stillingu!
— Já, en........
— Ég segi ekki orð fyrr en þér
hafið sest.
Hún settist og hann tók sér
sæti beint á móti henni. Hún fór
að skjálfa. Það hafði farið um
hana kuldahrollur um leið og
hann snerti hana með hendinni.
— Þetta var afar erfiður og
vandasamur uppskurður, byrjaði
hann. Röddin var djúp og ekki
laus við hæsi. — Hann var dauð-
uppgefinn á eftir. Og þess vegna
fór hann upp á þak til að fá sér
hreint loft á eftir. En hann gerði
það ekki viljandi ......
— Hvað segið þér — fór hann
ekki þangað viljandi .......?
— Jú, vitanlega, — en það var
ekki viljandi, sem hann steig út af
brúninni — út í þokuna.
Hún hneig aftur í stólinn, föl
og titrandi. Það var svona sem
hann þóttist færa fregnina á sem
nærgætnastan hátt!
— Heyrið þér.........hún tók
andann á lofti — er hann dáinn?
Brun læknir laut fram í stóln-
um: — Þér verðið að reyna að
taka þessu með stillingu, frú, það
stoðar lítið að.......að.........
Hún bandaði frá sér með hend-
inni. Hann þurfti ekki að segja
meira. Paul Holm yfirlæknir var
ekki framar í tölu lifenda. Maður
Elisabetar Holm var dáinn. Það
var komið stórt, svart krossmark
yfir nafnið hans. Þannig var þetta
í raun og veru. Augu hennar
hvörfluðu að reykborðinu. Vindla-
kassinn virtist svo yfirgefinn.
Henni fannst hún geta séð Paul
þar eins og í þoku, andlitsdrætt-
ina — móta fyrir herðunum ....
Og smátt og smátt varð hann
skýrari og meira lifandi fyrir sjón-
um hennar.
Skyldi hann nokkurn tíma
hafa verið við aðrar konur kennd-
ur? Líklega. Hún vissi ekki til
þess, en hún taldi það víst. Það
voru þættir í lífi hans, sem hún
átti engan hlut að. En nú var
hann dáinn — ekki aðeins henni
heldur öllum. Henni fannst sú til-
hugsun fjarstæð og grimmileg.
Eitthvað í henni hóf sig til mót-
mæla — hún vildi eiga hann ein.
‘KAÐ leið nokkur stund þangað
[~y til hún tók eftir hljóðfæra-
slættinum. Það var einfalt, lítið
lag, sem kom henni til að minn-
ast fyrstu stundanna sem þau
höfðu verið saman, minnast ungr-
ar hamingju þeirra beggja.
Hún leit við. Það var aðstoðar-
læknirinn sem var að spila! Var
þetta ekki fjarstæða og óraun-
verulegt?
— Þér verðið að afsaka mig,
en mér datt í hug að það mundi
hafa róandi áhrif á yður ef ég
léki svolítið á hljóðfærið. Hann
lagði lokið yfir nótnaborðið aftur,
stóð upp frá hljóðfærinu og sett-
ist hjá henni á ný.
— Það er undarlegt hvernig
manneskjur geta stundum orðið
virkilegri í meðvitund manns eft-
ir dauðann en þær voru meðan
þær lifðu. Mér þykir það leitt —
yðar vegna.
Hún kinkaði ósjálfrátt kolli.
Bara að hún hefði vitað hvort hún
átti heldur að biðja hann um að
fara eða vera kyrran? Hún leit
út að glugganum. Þokan var enn
jafn dimm og áður.
— En maður skyldi aldrei reyna
að umflýja þá dauðu heldur, sagði
hann, og nú var röddin ekki vin-
gjarnleg lengur. — Okkur þýðir
ekki að reyna það, því að þeir
dauðu eru inni hjá okkur þangað
til við höfum gert upp reikning-
ana við þá.
— Hvar — hvar er hann núna?
Hann yppti öxlum.
— Hver veit það. Hvað vitum
við mennirnir eiginlega um það?
— En ég á við .......
— Nú, þér meinið það sem eft-
ir var af honum? Leifarnar af
sundurtættum kroppnum? Auð-
vitað í líkgeymslunni í kjallaran-
um. Þorið þér að skoða hann?
Hún faldi andlitið í höndum
sér.
— Nei, ég held ekki.........
— En það er þó ekki nema
smáræði á móti því að sjá hann
hérna í stofunum. Sjá hann ganga
Taekni.