Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1954, Page 6

Fálkinn - 22.10.1954, Page 6
6 FÁLKINN KVENHETJAN FRÁ AIASKA UPPGJAFADKOTTNING GIFTIST. Ungfrú Heater Cooper, sem var kjörin ,.Karnevalsdrottning“ í Orpington í Englandi 1948, giftist nýlega starfs- manni hjá Brit-Broadcasting Corpora- tion, en þar starfar hún líka. — Vcgna þess að rigning var brúðkaupsdaginn aðstoðaði ellefu ára gamall bróðir brúðarinnar og hélt yfir henni regn- hlíf, en brúðarmeyjarnar voru líka með hlífar yfir sér. Hún getur ekki án útreiðatúrsins ver- ið, hann er hressandi og skemmtileg- ur, og svo er gagn að honum því að hún sækir morgunblaðið um leið. Og undir eins og blaðið er fengið byrjar lesturinn, og þá sinnir hún ekki neinu öðru. ANNAÐ HLJÓÐ í STROKKINN. — Ellefu ára belgflautublásari er að kenna lítilli telpu að blása á belg- flautu, en það er crfið list. Eftir and- litinu að dæma er hún ekki ánægð með árangurinn. B A R N IÐ ÉG HUGSA alltaf um barnið sem stúlku. En ef það yrði nú drengur? Nei, það væri óhugsandi. Við eigum einn dreng fyrir. Lloyd langaði i litla systur. Ég vil að það verði dóttir, og Don vildi það lika. Svei mér þá, ef hrafnarnir eru ekki að leika sér. Þeir fljúga með prik í klónum. Þeir priklausu elta þann, sem hefir prikið hverju sinni, þangað til hann sleppir því allt í einu, en hinir grípa það á lofti, og svo byrjar elt- ingarleikurinn á ný. Mér hafði aldrei komið til hugar, að hrafnar hefðu vit á að leika sér. Það er farið að kólna á ný. Eg gekk mér til hressingar niður á ströndina og naut ferska loftsins. Trén eru líka svo falleg í hinum léttu snjóklæðum. Meðan ég var úti, kom óboðinn gest- ur i heimsókn í skálann. Það var skjór. Að hann skildi dirfast að ráðast inn i hýbýli min eftir allt það, scm liann hafði gert á liluta minn. Þegar ég kom inn, hoppaði bann upp á borð, og eftir nokkurn eltingarleik náði ég honum í glugganum. Þá hafði hann goggað nokkrum sinnum i mig. í fyrstu ætlaði ég að lóga honum, en hætti við það. Mér fannst það vera betur viðeigandi refsing að klippa af honum toppfjaðrirnar óg gera hann lágkúrulegan ásýndum. Að þvi loknu sleppti ég lionum. Hann flýtti sér til félaga sinna, sem drógu óspart dár að honum fyrir út- litið! Ég veitti skömm hans og niður- lægingu athygli og vonaði með sjálfri mér, að þetta væri sami skjórinn og flæmdi burt þröstinn minn. Rjúpnahópurinn kom liingað aftur. Mér fannst rétt að safna mér birgðum af kjöti, því að það gæti alltaf komið sér vel. Ég skaut átta. Loðskinnið er tilbúið og það er alveg eins og ég óskaði mér. Ég er mjög hreykin af því. Það er svo hlýlegt og fallegt. Eg ætla að sveipa því utan um barnið, þegar við förum út að viðra okkur. Ég vona, að það hætti að snjóa. Mér var það næstum ofraun að moka frá dyrunum og glugganum. Þegar ég geng inn í skálann, er eins og ég sé að fara niður í kjallara, því að snjólagið er orðið svo þykkt fyrir utan. Snjór- inn hefir líka fyllt upp í hverja rifu á skálaveggnum, svo að ég þarf ekki að brenna miklu, þegar lygnt er. Ég er búin að baða mig og þvo stuttklippta hárið vel. Nú líður mér lika sérstaklega vel. LOKSINS er hætt að snjóa. Himinn- inn er heiður og skír. Eg bið þess af heilum liug, að ekki breyti aftur til snjókomu næstu daga. Ég ákvað að fara ekki fleiri ferðir í vatnsbólið á næstunni, því að það er orðið svo djúpt niður á vatnsborðið. F Æ Ð I S T. Ef ég rynni niður á höfuðið, væri ég illa sett. Ég er orðin þung á mér og allar hreyfingar eru klunnalegar. Eg er far- in að þrá breytingu. Mér lætur ekki að sitja auðum höndum og bíða. Eg vona líka, að barnið komi, áður en vatnsbirgðirnar og eldiviðurinn verða á þrotum. í gær hvíldi ég mig eftir síðasta vatnsburðinn, en nú er ég komin að störfum á ný. Eg bjó til ávaxtaköku og notaði leifarnar af þurrkuðu epl- unum til þess. Annars á ég eftir sveskj- ur, þurrkaðar ferskjur og næstum því hálfan kassa af rúsínum. Ég held, að hendurnar séu farnar að bólgna. Eg marka það af því, að giftingarhringurinn minn er mjög þröngur á fingrinum. Eg setti hann upp, af því að mér fannst það við- eigandi, að ég beri liann, þegar barnið fæðist. Mér kemur í bug fallegi dem- antshringurinn, sem ég skildi eftir á greinitrénu i efri skálanum, en þykist þó sannfærð um, að ég eigi eftir að fá hann aftur. Ég hefi sett hríslur út í gluggann, svo að hann litur heimilislega út. Utan frá séð gæti þetta verið- sómasamlegur mannabústaður. ÉG VILDI að ég myndi betur einstök atriði frá því, er sonur minn fæddist, en það er eins og ég muni ekkert ann- að en fólkið, sem var allt í kringum mig, og öll lætin. • Mamma, amma og ein systir mín voru yfir mér auk læknisins. Don var áhyggjufullur og eirðarlaus, en pabbi var svo skynsamur að fara á skak á kænunni sinni. Mér var sagt, að það liefði gengið fremur illa hjá mér, en læknirinn sá fyrir því, að kvalirnar væru ekki alltof miklar. Ég liefi aldrei séð barn fæðast. Eg hefi alltaf talið mig gagnslausa lil hjálpar, þegar svo hefir borið undir, og verið of hógvær til þess að hafa nokkurn tíma verið áhorfandi. Eg liefi reynt að sannfæra sjálfa mig um, að fæðing geti ekki verið óttalegur at- burður, því að hún sé einn merkasti þáttur lífsins sjálfs og náttúrulegur hlutur. Eg hefi beðið til guðs um að fjarlægja óttann, og nú er ég næstum því orðin alveg róleg, enda þótt ég óskaði einskis frekar en að hafa ein- hvern hjá mér, meðan á þessu stendur. ÞAÐ ER yndislegt veður. Tunglið hef- ir horfið að baki fjallanna. Kyrrð og ró ríkir yfir öllu. Mér finnst það boða gott — loforð um að allt muni ganga að óskum. Allt er tilbúið fyrir fæðingu barns- ins míns. Eg hefi týnt saman bestu sprekin og lagt þau í hrúgu rétt hjá eldstæðinu. Lampageymarnir eru full- ir og kveikirnir í lagi. Ég hefi undirbúið ýmislegt matar- kyns og ætla að sjóða enn meiri mat. Eg er að sjóða rjúpur, og kjötseyðið af þeim mun áreiðanlega styrkja mig, ef fæðingarhríðarnar verða langar og þreytandi. Ég hefi lagað sterkt te með miklum sykri og geymi það rétt hjá rúminu, svo að ég geti brugðið því yfir lampana, sem ég ætla að nota sem hitunartæki, meðan ég verð rúmföst. Mér finnst ég hafa hugsað fyrir öllu þvi nauðsynlegasta og er því sæmi- lega róleg. Eg hefi búið um rúmið, svo að það er nú miklu mýkra en áður. Eg liekl, að- það verði ákjósan- legur hvílustaður fyrir barnið. Fötin eru öll við hendina — allt það besta, sem ég á. Eg sit og bíð — bíð eftir þvi, að verkirnir byrji. Dag- urinn líður, og sá næsti líka. Ennþá bíð ég þess, að breyting verði, en engin merki þess hafa komið i Ijós. ÉG HAFÐI heita bakstra við síðuna, þegar ég var háttuð i gær. Eftir stund- arkorn sofnaði ég, því að verkirnir höfðu horfið aftur að mestu. Þegar ég vaknaði, sá ég leiftur norðurljós- anna gegnum gluggann. KÓRDRENGUR HNEFALEIKARI. — Það er sjaldgæft að kórdrengir séu hnefaleikarar, en afríski flugþyngdar- kappinn Jake Tuli er hvort tveggja. Hann syngur í anglikönsku kirkjunni í London en þess á milli keppir hann í hnefaleik. Fyrir nokkrum árum bar það við að andstæðingur hans datt niður dauður meðan þeir voru að eigast við, og síðan gefur Jake mest af því, sem hann græðir á hnefaleik til kirkjunnar. Það er mikill helgi- svipur á Jake, cn eigi að síður getur hann barið jafnfast og asni sparkar. Hann langar til að gerast trúboði, en fyrst vill hann verða heimsmeistari í fluguþyngdarflokki. Hér er hnefa- leikarinn sem kórdrengur með prest- inum sínum.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.