Fálkinn


Fálkinn - 22.10.1954, Síða 9

Fálkinn - 22.10.1954, Síða 9
FÁLKINN 9 skæra augnaráðið og sama hakan. Hún dóttir þín er lík þér, góði -minn,“ hvísiaði hún blítt. Svo setti hún mynd- ina á borðið og lagði aftur augun. Það var eins og hún heyrði rödd hans, er hann var að segja henni frá Tullu. „Ég elska þetta barn. Hún er lík mér. En vitanlega verður Gerður að fá hana — börnin lenda venjulega hjá móðurinni við hjónaskilnað. Og Gerð- ur elskar hana líka, en liún élurj hana upp á sama hátt og hún var alin upp sjálf — gerir úr henni smáborgara- lega tepru. Og hún gæti orðið lista- kona! Ég veit það, ]jó hún væri ekki nema sex ára þegar við Gerður skild- um. Við áttum ekki saman. Hún var borgaraleg fram í fingurgóma, og ég var ólæknandi lausingi. Við t'jarlægð- umsl meira og meira. Eg skildi ekki viðhorf hennar til lífsins og hún vildi ekki einu'sinni reyna að skilja mig. Hún vildi að ég gengi í verslunar- fyrirtæki föður hennar, að ég skildi segja skilið við leikhúsið. En það gat ég ekki. Loks var það aðeins ástin til Tullu sem batt okkur, en okkur kom saman um, að barninu væri vorkunn. Við rifumst oftar og oftar og Tulla var orðin svo stór að hún hlaut að vera farin að skilja að samhúð okkar var öðruvísi en hún átti að vera. Svo skildum við og Gerður hélt Tullu. Hún fluttist heim til foreldra sinna og i fyrstu kom ég þangað við og við til að sjá Tullu. En þegar frá leið gekk það svo erfiðlega fyrir oklc- ur að skilja aftur, þegar við sáuinst, að ég hætti þessum heimsóknum alveg. Ég vona hennar vegna að hún hafi fyrir löngu gleymt föður sinum. Og nú á hún nýjan föður, — smáborgara- legan kaupsýslumann. Robert hafði talað með beiskju um hið misheppnaða fyrra hjónaband sitt þá sjaldan hann minntist á það. Inga hafði reynt að fá hann til að gleyma, og hið stutta hjónaband þeirra hafði verið einn samfelldur hamingjudagur. Þau voru bæði listamenn. Þau elskuðu leikhúsið og skildu hvort annað. Nú voru átta ár síðan Robert dó. Átta starfsár og hún hafði reynt að gleyma sorginni. Og nú hafði hún liitt dóttur hans. Rut Korsgaard var sú Tulla, sem Inga hafði aldrei vitað skírnarnafnið á, vegna þess að hún vildi elcki spyrja. Og nú ætlaði hún að reyna að gefa dóttur Roberts tækifærið. 1 fyrstu hafði hún afráðið þetta vegna þess að hún var dóttir Roberts, en nú — nú var það blátt áfram af því að hún var lieilluð af stúlkunni. Bara að hún fengi nú þetta tæki- færi! Bara að leiklnissstjórinn vildi reyna hana! Hann gat ekki komist hjá því, fannst Ingu. Það var ekki völ á neinni annarri til að taka við hlut- verkinu. Jú, liann gat ekki komist hjá því. Hann simaði til Rut og bað hana um að prófa undir eins. Hann bjóst við að liafa mikið umstang út af henni, jafn ómöguleg og hún var á lokaæf- ingunni. En frumsýningin hafði geng- ið vel, það mundi hann, og unga stúlk- an hafði sjálfsagt allgóða hæfileika. Rut kom. Það koinu tár í augun á henni þegar hún frétti að Inga væri veik. Hún spurði þegar hvort eitthvað alvarlegt gengi að henni, og hún gerði sér auðsjáanlega ekki fyllilega grein fyrir hverju hún var að svara þegar hún var spurð hvort hún vildi taka að sér aðalhlutverkið — með fimm tíma fyrirvara. Leikhússstjórin'n Jmrrkaði svitann af enninu. Hann gerði það oft meðan hann var að lesa öll hin hlutverkin i leiknum, en honum létti er hann varð þess vís að Rut kunni hlutverk Ingu eins vel og lnin kunni s:tt eigið hlut- verk. ,yÞetta er gott,“ sagði liann án þess að nokkur hrifning lieyrðist í rödd- inni, en samt var hreimurinn þannig að Rut varð glöð. Það varð ekki fyrr en hún stóð á götunni og aðeins tveir tímar voru til sýningarinnar, sem hún gerði sér grein fyrir hvað hún hefði gert. Hún átti að leika aðalhlutverkið — hið erf- iða hlutverk Ingu ....... Hvers vegna liafði hún ekki beðið leikhússstjórann að láta einhverja aðra gera það? Hvernig í ósköpunum stóð á því sem komið var. Hún gat ekki snúið við. Og Inga var veik — veslings Inga ...... Rut keypti blóm og fór heim til Ingu, og hún var ekki í rúminu en . sat við píanóið og var að spila. Rut starði á hana og var forviða. „Þú ættir að hvila þig núna,“ sagði Inga brosandi. „Það er stórt hlutverk sem biður þín i kvöld.“ „Já, en — ert þú ekki veik? Hvað gengur að þér? Hvers vegna.........?“ Rut horfði forviða á hana og litaðist svo um í stofunni. Hún hafði aldrei komið heim til Ingu áður. Allt i einu hrökk hún við. Ilún hafði rekið augun i ljósmynd í þungri silfur- umgerð. Hún gleymdi öllu öðru og færði sig að myndinni. Tók hana upp og starði — þögul og undrandi...... „'Þetta er maðurinn minn,“ sagði Inga lágt. „Hann er dáinn — það er langt síðan.“ Rut var í þann veginn að segja að hún vissi það ....... vissi það vel. En hún beit á vörina — eins og hún gerði oft — og þagði. „Hann — hann er Ijómandi falleg- ur maður. Þið hljótið að liafa verið hamingjúsöm,“ sagði hún lágt. „Við vorum það,“ sagði Inga og ])að var hiti í röddinni. „Ég elskaði hann heitt, þó ég væri miklu yngri en hann. Það var fyrir hann sem ég lék á fyrstu frumsýningunni minni.“ „Ó, einmitt,“ sagði Rut lágt og setti myndina á sinn stað. Þær viku samtalinu að öðru og Rut gleymdi kviðanum fyrir kvöldinu. Þegar hún kvaddi Ingu til að fara í leikhúsið vissi hún að hún gat leikið hlutverkið. í miðri sýningunni kom liún auga á Ingu. Hún sat i stúku — alein. Við hliðina á henni stóð auður stóll, og Rut skildi að hún væri ein sins liðs í leikhúsinu. Hún hafði klætt sig og farðað sig þannig að erfitt var að þekkja hana. „N'áttúrulega,“ hugsaði Rut með sér. En í augum Rut gerðist undur. Hún sá mann sitja í auða stóln- um við hlið Ingu. Háan mann með sterka höku og skær, grá augu. Nú tók hann um höndina á Ingu og svo hvarf hann. Svo að hann varð þá liamingjusamur að lokum, hugsaði Rut með sér. Og það hafði hann verðskuldað. Hún hugsaði til móður sinnar. Kon- unnar sem hafði nærri þvi gerspillt lifi lians. Og hún hugsaði til mót- spyrnunnar sem hún hafði orðið fyr- ir, er liún fór að tala um að verða leikari, þegar hún var fjórtán ára. Fyrst nú — tveimur árurn eftir að móðir hennar var dáin — hafði hún getað látið draum sinn rætast. F.n þá lá við að djörfungina brysti. En bæði faðir minn og ég kynntumst henni, heillastjörnunni *- leikkonunni miklu — og hún varð bjargvætturinn. Hún er ekki aðeins mikil leikkona, hún er ekki síður mikil manneskja, hugsaði Rut með sér er hún hiustaði á lófaklappið í salnum. Hún liafði sigrað i hlutverkinu og það átti hún Ingu að þakka. Ég get kannske ekki þakkað henni á réttan hátt, hugsaði Rut með sér. En eitt get ég gert — ég get hagað þvi svo að hún fái aldrei að vita, að hann er faðir minn. Því að það veit hún ekki. Ef hún vissi það mundi hún hafa sagt mér það. Hann hefir aldrei minnst á mig við hana, vegna þess að hann hefir haldið að henni mundi liafa þótt það miður að vita af mér. Ég ætla ekki að minn- ast á það heldur — en ég ætla að halda áfram þar sem hann hætti. — Elska hana. * Á 17. öld bar það oft við að grafir voru rændar af hjátrúarfullu fólki, sem vildi ná í mannabein. M. a. voru þau talin lækna „dysenteri". Beinin voru möluð og gefin inn í rauðvíni. Kötturinn er fullvaxta þegar hann er þriggja missira, og liann getur orð- ið 914 árs, ef ekkert óvænt kemur fyr- ir hann. •3 % S. ■3 * % % L-í „Þriíjo hver itölsk hvihmynd shflileg“ ¥ ■3 ‘T/’AÞÓLSKA kirkjan i Ítalíu liefir sína eigin kvik- myndaritskoðun og hún þykir ströng. í fyrra voru gerðar 147 kvikmyndir í Italíu, en af þeim voru aðeins 10 leyfðar börnum. Ritskoðunin skiptir myndunum í fjóra flokka: Þær sem ætti að banna, þær sem hægt er að leyfa með ákveðnum skilyrðum, þær sem leyfast mega fullorðnum og þær sem allir mega sjá, án þess að biða tjón á sálu sinni. í fyrra dæmdist meira en þriðj- ungur af hinum 147 kvikmynd- um „skaðlegar", en jafn margar sýningarliæfar með ákveðnum skilyrðum. Skrár um þessar myndir eru festar upp á kirkju- dyrunum, en spurning er hvort það verkar ekki þveröfugt við það sem ætlast er til, og verður auglýsing fyrir myndina. Því að ritskoðun kirkjunnar hefir ekki vald til að banna sýningar kvik- mynda. Og í ítaliu sækir fólk kvikmyndahús betur en í flestum löndum álfunnar. „Surrealistiski" málarinn Salva- dor Dahli hefir í elli sinni gerst kirkjumálari í kaþólskum sið. En hann er líka kvikmyndahöfundur og um þessar mundir er verið að taka fyrstu kvikmynd lians í Ítalíu. Anna Magnani leikur aðal- hlutverkið, stúlku sem verður ástfangin — í hjólbörum! Dahli segir að þetta verði snilldarleg- asta myndin, sem nokkurn tíma hafi sést. Margt er þar kynlegt fleira en ofurástin á hjólbörun- um, t. d. sjást fimm svanir springa eins og púðurkerling, þar sem þeir eru á flugi. Og mestri hæð nær myndin er þeir Karl Marx, Nietsche, Siegmund Freud og Lúðvík II. syngja skoðanir sínar undir óperulögum eftir Bizet. Þeir standa i fjöru á litilli eyju meðan þeir eru að kyrja, en bak við þá sést ævagömul kerling i svörtu pilsi og nakin fyrir ofan mitti. Hárið hefir verið rakað af henni, en sem hatt notar hún eggjaköku. Það þarf vafalaust mikla skerpu til að skilja hvert Dalili stefnir með þessari mynd og vafi hvort hann veit það sjálfur. En það verður fróðlegt að sjá í hvaða flokk kaþólska kirkjan skipar þessari hugarsmíð kirkjumálar- ans. HVAÐ BORGAR HOLLYWOOD HÖFUNDUNUM? ÞAÐ er stundum stórfé sem kvikmyndafélögin í Hollywood borga fyrir handrit að myndum, sem líklegt þykir að verði stór- gróðafyrirtæki. Hitt skiptir minna máli, hvort leikritið hefir nokk- urt bókmenntalegt gildi. — Hæstu ritlaunin, sem greidd hafa verið fyrir kvikmyndahandrit, eru þau sem Charles Lindberg fékk fyrir bókina „Spirit of St. Louis“. Það voru milLjón dollarar. Irving Berlin fékk tæpa hálfa milljón dollara fyrir kvikmynd- unarréttinn að „Annie get your Gun“ og Mary Chase rúma hálfa milljón fyrir „Harvey“. En surnt fá kvikmyndafélögin fyrir litið. Kvikmyndin „Héðan til eilífðarinnar" eftir James Jon- es var borguð með 50 þús. doll- urum, en kvikmyndafélagið hefir til þessa grætt kringum 10 milljón dollara á myndinni. En þó varð gróðinn ekki minni á „Gone by the Wind“, sem Margaret Mitchell fékk þó öllu minna fyrir. „Ég sá hann deyja“ eða „The Robe“ er þó sú myndin, sem mest hefir gefið af sér hingað til og á þó eftir að gefa meira. Sýningar- tekjurnar af henni eru orðnar milli 200 og 250 milljón ísl. krónur. JOAN FONTAINE SÝND SOFANDI. .TOAN FONTAINE hefir verið að leika í „Boccaccio“ suður á Spáni og Spánverjar eru hrifnir af henni. Einn morguninn er hún vaknaði í herbergi sínu á litlu gistihúsi stóðu fimmtán ungir menn í svefnherberginu og góndu á hana. Hún varð uppvæg og kærði fyrir gestgjafanum, en liann svaraði þvi til að þessir piltar hefðu endilega viljað sjá hana sofandi og það vildu fleiri. Hann hefði því selt aðgang að svefn- herberginu á nóttunni og alls væri hann búinn að hleypa 200 manns inn, og þó að aðgangs- eyririnn væri dýr þá hefðu færri komist að en vildu. — En gest- gjafinn varð súr á svipinn þegar Joan heimtaði að hann skilaði sér hverjum eyri, sem hann hafði fengið fyrir þessar nætursýn- ingar. ¥ s V í % %

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.