Fálkinn


Fálkinn - 03.12.1954, Page 8

Fálkinn - 03.12.1954, Page 8
6 FÁLKINN CAREY SMITH: (5) TRINIDAD FRAMHALDSSAGA. FRÁ STRÍÐSÁRUNUM. — En eru að finnast ósprungnar sprengjur í jörðu í Berlín. — Fyrir nokkru var eyðilögð þar flugsprengja, sem var talin sér- lega hættuleg. Var gips sett utan um sprengjuna áður en hún var sprengd og 200 hálmsekkjum hlaðið í kring, til að varna grjótflugi. VINSÆL ÞRENNING. — Tvíburar Ingrid Bergman og Robertino sonur hennar eru um þessar mundir mest Ijósmynduðu börn í London, en þar eru þau á meðan hin fræga móðir þeirra er að kvikmynda Jeanne d’ Arc, 'í myndinni „Jeanne d’ Arc á bálinu“. Hér eru þau að leika sér í einum garð- inum í London. Stóri bróðir er að kyssa Ingrid, en hin telpan heitir Isabelle. FAIRBANKS YNGIÍI í ÞÝSKALANDI. Douglas Fairbanks jr. er kominn frá Hollywood til Miinchcn til að leika í nokkrum stuttkvikmyndum handa ameríska sjónvarpinu. Hér sést hann nýkominn á flugvöllinn. að halda? Hann laug, þessi sótraftur! Neal hafði fengið gjafastaup í kránni, sagði hann, hann hafði drukkið fyrir meira en 100 dollara. Steve hitnaði af gremju þegar hann hugsaði til þessa smeðjulega lygalaups. Og nú var hann ráðinn i hvað liann skyldi gera. Undir eins og birti af degi skyldi hann heimsækja fantinn og pína hann til sagna. Hann mundi geta orðið margs vísari af lionum. ÞEGAR birti læddist Steve út úr hús- inu án þess að vekja nokkurn. Hann vildi ekki láta aðra komast að livað hann ætlaðist fyrir. Það reyndist erf- iðara að finna Carribbee en hann hafði haldið. Hann varð að leita fyrir sér í ýmsum daunillum sundum áður en hann fann liúsið. Dyrnar voru ó- læstar og enginn vörður við þær. Steve komst inn i náttklúbbinn hindrunar- laust. Salurinn var mannlaus og stól- arnir i hlöðum meðfram veggjunum. í vínkránni stóð maður og var að fást við flöskur, og við dyr beint á móti sat langur sláni og liafði lagt lappirnar upp á borð og góndi upp í loftið. Þegar Steve sýndi á sér snið til að ganga framhjá honum og inn gegnum perluforhengið rétti maður- inn út höndina og spurði: — Hvað vilt þú? — Hitta húsbóndann, sagði Steve. — Er þér verr við það? Maðurinn góndi á liann, og svo hitti hann á réttu spurninguna. — Hefir l>ú mælt þér mót við hann? Steve hló. — Á þessum stað? Ertu að reyna að vera fyndinn? Langi sláninn kippti löppunum nið- ur af borðinu, snöggar en Steve hélt að hann væri maður til. — Bíddu hægur .... En Steve rak hnefann í bringuna á honum og keyrði hann niður á stól- inn aftur. — Vertu ekki að standa upp. Þú þarft ekki að gera þér ómak mín vegna. Hann snaraðist gegnum perlufor- hengið og opnaði fyrstu dyrnar sem liann sá. Og heppnin var með honum. Þarna inni sat litli, feiti náttkhibbs- dólgurinn Wittol við furðulega skraut- legt skrifborð og var að tala i sima. En undir eins og hann kom auga á Steve sleit hann samtalinu og spratt upp úr stóInUm. — Hvað viljið ]>ér hér? Hann var hræddur, hnipraði sig eins og rotta og svörtu augun voru gljá- andi. Steve svaraði ekki. Hann gekk að skrifborðinu, dró handfylli sína af seðhun upp úr vasanum og þeytti þeim í felmtrað andlitið á Wittol. — Þarna er borgunin. Wittol 'kipptist undan og fálmaði vandræðalega eftir seðlunum, sem flögruðu niður á gólfið. — Bo-borgun .... — Fyrir skuld bróður míns, sagði Steve kuldalega. — Fyrir það sem hann drakk í kránni, ef það hefir þá verið nokkuð. Og svo vil ég vita hvað gerðist daginn sem bróðir minn dó. Wittol neri saman höndunum, allur á iði. — Daginn sem .... Hvað gerðist .... Það gerðist ekkert sérstakt þann dag, hann var eins og allir aðrir dagar .... — Það er lygi, urraði Steve. Hann snerist á hæli og steig eitt skref í áttina til dyra, en litli gest- gjafinn kom eins og elding fram fyrir skrifborðið og greip í handlegginn á honum. — Hvert eruð þér að fara, herra Emery? Við þessa spurningu datt Steve nýtt í hug. — Til lögreglunnar, svaraði hann harkalega. — Nei, bíðið þér svolítið. Ég skal segja .... Hann hélt dauðahaldi í liandlegginn á Steve, eins fast og hann gat. Steve ýtti lionum frá sér, en hann gerði ekki alvöru úr hótuninni um að fara, hann beið. Gestgjafinn sá að enn var tækifæri og reyndi nú að jafna sig eftir hræðsluna. Munnurinn komst ósjálfrátt i sama gamla lagið og smeðjubrosið kom undir svarta yfir- skegginu. — Ég sé að þér eruð of greindur til að taka hálfan sannleikann góðan og gildan, sagði hann mjúkt. — En þér verðið að skilja, herra Emery, að hún er mér mikils virði, peninga- lega. Steve hnyklaði brúnirnar. — Er það kona Neals sem þér meinið? — Nú, svo að þér hafið hitt hana. Ágætt, herra Emery, ágætt. Þá skiljið þér það betur. Þvílikur kvenmaður — þvílikur kvenmaður. Hann smjattaði og skellti tungunni í góm, en þegar hann sá svipinn á Steve flýtti hann sér að bæta við: — Þér skiljið eflaust, herra Emery, að það er erfitt fyrir karlmann að vera öruggur um aðra eins konu. Hvernig getur hann vitað hvort aðrir eigi ekki ilök í henni. Það er ómögulegt! Hann dró djúpt andann og virtist hryggur sem snöggvast. En Steve vatt sér að honum og mannkrílið hörfaði undan eins og hann hefði fengið rýt- ing i brjóstið. — Moldvarpa, sagði Steve hægt. — Dirfistu að segja að hún — að hann .... Að það hafi verið vegna þess að .... — Ég hefi ekki fullyrt neitt. Eg hefi ekki nefnt neitt nafn. Wittol titraði af hræðslu. — En þér hljótið að skilja .... — Þetta er nóg, sagði Steve. Hann sneri frá honum og fór. Hratt perluforhenginu til hliðar og tók svo fast í það að sumir þræðirnir slitn- nðu og perlurnar hrutu eins og baun ir um allt gólf. Hann hélt áfram gegn- um salinn án þess að lita til hægri eða vinstri, og skellti hurðinni á eftir sér. Ilonum datl ekki í hug að efast um að það væri satt, sem Wittol hafði gefið í skyn. Maðurinn hafði verið svo hræddur, að hann þorði ekki að segja annað en það sem satt var. Steve var langstígur fram götuna en skeytti ekki i hvaða átt hann fór. Hendurnar voru krepptar i buxnavös- unum og hann var álútur. Nú vissi hann sannleikann um Chris. En hann vissi ekkert um sámtalið sem Wittol átti undir eins og Steve var kominn út úr dyrunum. Og hann vissi ekki heldur að bak við Iiann, upp við húsvegginn, læddist langi slán- inn frá Carribbee hljóðlaust eins og skuggi. ÞEGAR Chris sá að Steve var horfinn varð hún hissa og svo hrædd. Hún spurði Dominique, en svarta konan vissi ekki hvert hann hefði farið, því að herbergið hans var tómt þegar hún kom inn til lians með morgun- kaffið. Því meira sem Chris hugsaði um hvar Steve gæti verið niðurkom- inn því hræddari varð hún. Hún gekk fram og aftur um stofugólfið. Nú iðraðist hún þess mjög að hún hafði ekki rofið þagnarheit sitt við Smythe og sagt Steve hvernig í öllu lá. Þá hefði hann getað gert sér Ijóst að hann væri í hættu, og verið var um sig. En nú gengi hann kannske beint í gildruna. — Þessi herra Emery er maður, sagði Dominique rólega. — Hinn var ekki nema skuggi af honum. Chris varð hissa, hún vissi ekki hverju hún átti að svara. Eitthvað í hug liennar hélt því fram að Dominique hefði rétt fyrir sér, en hún vildi ekki kannast við það. Það var ekki heiðarlegt gagnvart Neal. — Ég hefi ekki hugsað neitt um það, sagði hún stutt. — En það er samt umhugsunarverl, svaraði Dominique um liæl. — Þegar einum degi lýkur byrjar annar nýr. Chris tók eftir hreimnum í orðum kerlingar, og gegn vilja hennar fór hlýr ylur um hana, eins og bjart lof- orð um að lífið liefði eitthvað gott STERK- — Elvie Paulsen heitir þessi dama, og sýnir á fjölleikahúsi í Þýskalandi. Það er ekki fyrir karl- menn að komast í krumlurnar á henni, og hér á myndinni sést hún „hand- leika“ manninn sinn, sem þó er 75 kíló. En það skrítna er, að þegar Elvie fæddist vóg hún ekki nema sex merkur, og varð að liggja í upphitaðri bómull í margar vikur.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.