Fálkinn - 21.01.1955, Blaðsíða 7
FÁLKINN
7
í LANGFERÐ. — Alfred Giinter,
þýskur hermaður sem fékk örkuml
í stríðinu þykist geta komist sinna
ferða þó að hann geti ekki notað nema
annan handlegginn. Nýlega lagði hann
upp í hringferð um Evrópu á þríhjóli,
sem hann knýr með annarri hendinni.
Hann hefir þegar verið í Sviss, Frakk-
landi, Austurríki og Ítalíu og ók
hjálparlaust yfir Gotthardskarðið.
og reyndi að komast á fætur, en vissi
að hann mundi ekki hafa þrelc til
þess. Hann þrýsti bakinu að veggnum
og þegar liöggið reið kýtti hann sig
og rak hausinn í magann á bófanum.
Hnífurinn stakkst i þilið og söng i
honum um leið.
CHRIS furðaði sig varla þegar hún
kom heim og sá að Steve var ekki
kominn. Henni fannst sem* allar til-
raunir hennar til að hafa áhrif á gang
málanna, væru fyrirfram dæmdar til
að mistakast, og liún fann á sér að
liún var að gefast upp. Það lagðist
yfir hana einhvers konar sljóleiki
og sinnuleysi og hún fann að hún
var einskis megandi. En hún forð-
aðist að hugsa um Fabian. Hvert
skipti sem honum skaut upn i hug
hennar varð hún hrædd. Bara að
Steve gæti komið áður en hún færi,
svo að hún gæti ráðgast við hann um
hvað hún ætti að gera! Hún mundi
verða öruggari ef hann vissi hvernig
á stóð fyrir henni og hann vissi hvar
hún stóð.
En Steve kom ekki.
Afmælisdagur Fabians rann upp með
sój og óþolandi hitabreyskju. Smythc
fulltrúi hringdi til hennar til að fnll-
vissa sig um að liún brygðist ekki
loforði sinu um að komast inn i gesta-
hús Fabians. Chris sagði honum að
Steve væri liorfinn. Hún bjóst ekki
við neinni samúð af Smythos liálfu,
enda var ekki um hana að ræða, en
fyrir bænarstað hennar lofaði liann
að gera út mann til að leita að Steve.
Þegar leið á daginn fór hún að búa
sig undir boðið. Þegar hún kom úr
baðinu bað hún Dominique um að
taka fram kjól handa sér — sama
hvaða kjóll það væri — og svo sett-
ist hún við snyrtiborðið. Hún var
föl og augnahvarmarnir rauðir og
þrútnir. Ósjálfrátt fór hún að sverta
augnliárin til að fjarlæga ummerkin
eftir síðustu vökunæturnar. Hún fór
í dökkbiáan kjól með silfurívafi. Hann
var mikið fleginn. Svo roðaði hún var-
irnar rækilega.
Doininique hafði lijálpað henni í
kjólinn og tók ekki eftir því fyrr en
eftir á að þetta var einn af kjólunum,
sem hún iiafði notað þegar hún dans-
aði í Carribbee. Ilann var mjög tild-
urlaus og fór henni prýðilega og var
alsettur steinkolapaljettum. Hann var
klofinn upp að hné, svo að hægara var
að dansa i honum, og pilsið fóðrað
með gljáandi rauðu silki. Þetta var
ekki beinlínis viðeigandi kjóll fyrir
samkvæmi hjá Fabian, en hún hirti
ekki um að hafa skipti. Hún greiddi
úr hárinu og skoðaði sig í spcglinum.
Andlitið var fölt enda var kjóllinn
dökkur. Munnurinn var eggjandi eftir
allan roðann og augun ljómuðu stór
og blá undir gljáandi augnalokun-
um. Chris brosti napurt. Nú leit hún
út eins og sú sem hún var — þriðja
flokks náttklúbbs-dansstelpa. Dyra-
bjöllunni var hringt. Hún rétti úr
sér og hlustaði. En þetta var ekki
Steve. Það var bílstjóri Fabians, sem
var kominn tii að sækja iiana.
í KVÖLD var ekkert ógandi við hús
Fabians. Hliðin stóðu upp á gátt og
hvíta húsið baðað í Ijósahafi. Þegar
Chris kom inn í borðstofuna á milli
blómskreytinganna, sem voru upp
með báðum dyrastöfunum, tók Fabi-
an á móti henni. Hann tók um báðar
hendur hennar og hélt lienni frá sér
til að virða hana fyrir sér. .
— Ég hefi aldrei séð þig eins fal-
Jega og í kvöld, Chris!
Hún brosti til hans, en það var
að sjá sem brosið stirðnaði á miðri
leið.
—- Þakka þér fyrir, Max.
Hún óskaði að liann sleppti hönd-
unum á henni sem fyrst. Þá kom frú
Huebling inn með kokkteilglas i
hendinni. Hún nam staðar þegar lnin
sá Chris, og hleypti brúnum.
— Ó, — frú Emery! Mikið ljómandi
er þetta fallegur kjóll! Og — ó —
lofið þér mér að sjá . . .
Hún teygði sig eftir hvíta híalíns-
klútnum, sem Chris hélt á í hendinni,
greip hann og hélt honum upp á móti
birtunni.
— Þetta er ljómandi fallegt, sagði
frú Huebling.
Svo hallaði hún undir flatt og leit
á Fahian.
— Var það þess vegna sem þú varst
að heiman í allan gærdag, Max?
Varstu að kaupa þetta? Mér finnst
það undarlegt tiítæki að þú skulir gefa
frú Emery gjöf á afmælisdaginn þinn.
Fabian tók vasaklútinn af henni
og fékk Chris hann án þess að segja
eitt einasta orð. Ilörundið hafði
dökknað á kinnbeinunum á honum.
1 sömu svifum kom Huebling til
þeirra. Það var einliver óró í gráum,
nærsýnum augunum.
— Max, geturðu fundið mig snöggv-
ast. Það er mjög áríðandi.
— Hvað ...?
Fabian liætti við það sem hann ætl-
aði að segja. Hann Iiikaði í svipinn.
en svo bað hann um að hafa sig af-
sakaðan og fór með Huebling inn í
bókastofuna. Frú Huebling sýndi á
sér snið til að elta þá, en svo leit
luin á Chris og iðraðist. Hún dreypti
á glasinu, setti það frá sér og rigsaði
svo til hinna gestanna. Chris sá að
hún flutti sig stað úr stað, simasandi.
Frú Huebling fór i hring um stofuna,
og þegar hún kom að bókastofudyr-
unum smeygði hún sér þangað inn og
lokaði á eftir sér.
Chris renndi augunum kringum sig
lil að athuga gestina, hún gat livergi
séð Walters. Var það kannske hann
sem þurfti að tala við Max? Hún gekk
að bókastofudyrunum nam staðar
]iar og sneri bakinu að hurðinni og
lét sem hún væri að leita að einhverju
í töskunni sinni. Hurðin féll ekki
alveg að stöfum og hún reyndi að
hlusta sem best hún gat.
— ... og stjórn min er orðin leið
á þessum sifelldu frestunum þínuni!
Það var Walters sem talaði og rödd-
in var gremjuleg.
— Ég hefi aldrei séð erindi rekið
með þessu móti. Húsið fullt af ókunn-
ugu fólki og svo lætur þá Bronec
sleppa! Gastu ekki séð að hann var
alveg að gugna, bölvaður auminginn.
Það er ekki gott að vita hvað gat
álpast upp úr honum.
Fabian sagði kuldalega:
— Bronec hefir verið af afgreiddur,
Bill Wittols ók yfir hann. \Vittol
var ...
Það fór skjálfti um Chris alla.
Wittol og Max ... Þetta var ócðli-
]egt eins og martröð, hana langaði
til að flýja, en liún gat ekki hreyft
sig úr sporunum. Hún fálmaði í óða-
goti í töskunni sinni og það gljáði á
dimmblá stór augun undir brúnunum.
Húp brosti með beiskju. Loks náði
hún i duftleppinn og kreisti fingurna
að honum.
— ..-. eftir allt sem ég hefi borg-
að þér!
Það var Walters sem talaði. Hann
var að ærast af vonsku:
— Og þessi Emery. Hann þekkti
Huebling aftur og ...
—- Flýttu þér hægt, sagði Fabian
þurrlega, — ég hefi annast um hann.
Steve! Chris sá að brúnirnar á henni
hvítnuðu. Fabian liafði ...?
— Flugvélin verður að fara aftur
á morgun. í siðasta lagi á morgun,
gelti Walters.
Chris opnaði farðadósina með titr-
andi fingrum og lyfti henni til þess
að geta séð sig í speglinum í lokinn.
Hún hélt speglinum þannig að hún
gat séð inn í bókastofuna gegnum
rifuna með hurðinni. Hún sá Walters
bregða fyrir, liann var æstur og
þrútinn. Ókunnur ungur maður stóð
við hliðina á honum, liann var í flug-
mannsbúningi og gleraugun uppi á
enni. En hún gat ekki haldið spegl-
inum kyrrum. Allt i einu rankaði
Huebling við sér, hann virtist mjög
skelkaður og var alltaf að fikta við
gleraugun sín:
— Talið þið ekki svona hátt. Ein-
hver gæti heyrt til okkar!
HANN gekk hratt fram að dyrunum.
Chris stirðnaði af liræðslu. Hún gat
ekki hreyft sig. Hún vissi að hún gat
ekki hreyft nokkurn vöðva. En á
næsta augnabliki var hún þó komin
út að forsalsdyrunum án |iess að hún
gæti gert sér grein fyrir með livaða
móti það hefði atvikast. Hún sá
að Huebling gægðist varlega út um
gættina og skimaði kringum sig, og
nú steig lnin skref fram að vængja-
hurðunum en í sömu svifum opnuð-
ust þær upp á gátt. Þrír menn stóðu
í hnapp á þröskuldinum, eins og þeir
væru að troðast til að verða fyrstir
inn. Chris glennti upp augun og
þrýsti hendinni að munninum til þess
að æpa ekki.
Maðurinn i miðjunni var Steve. Bií-
stjóri Fabians og brytinn reyndu að
halda honum til baka, en hann dró
þá með sér þangað til hann rak tærnar
í þröskuldinn. Bílstjórinn náði taki
á öðrum handleggnum á honum og
reyndi að snúa hann aftur fyrir bak,
en hann sleppti takinu undir eins og
Chris hrópaði.
— Steve!
Hún heyrði hratt fótatak bak við
sig og leit um öxl. Fabian kom á 'möti
henni, og á eftir henni Huebling og
í lítilli borg 200 krn. frá Kairo býr
Arabahöfðinginn Ahmed Nasralla. 120
ára gamall. Hann er náttúrunnar barn
fram í fingurgóma, hefir aidrei séð
lækni, aldrei járnbraut og aldrei
kvikmynd. Hann er nýkvæntur 16 ára
gamalli stúlku, sem hér er sýnd á
myndinni fyrir ofan. I æsku tók hann
þátt í að grafa Sues-skurðinn. 30 börn
á hann og cr elsti sonur hans 80 ára.
Hann kveðst eiga tvær óskir: að sjá
Naguib kyssa á hönd honum og kvæn-
ast einu sinni enn. Hann á alltaf 4
konur. í einu og 12 til vara í kvenna-
búri.
í Ameríku uppgötvuðu menn nýlega
stórmcrkilegt bréf, er sjálfur Kristó-
fer Kólumbus hafði skrifað. Bréfið
er nú um 350 ára gamalt og var í
þingbókasafninu í Washington. Keypti
safnið bréfið á 50 dollara, en nú er
það rnetið á 520 þús. dali. — Bréf
þetta var gefið Spánverjum og sést
hér, þegar þingbókavörður, Lúther E.
Evans, afhendir spánska sendiherran-
um gjöfina.