Fálkinn


Fálkinn - 23.09.1955, Blaðsíða 8

Fálkinn - 23.09.1955, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN ... þetta verður síðasta kvöldið okkar saman ... við skulum nota það vel ... r • trui ft Astmft ★ * * Jf ÞAU voru nærri því ein í horninu á hálídimmum strætisvagninum, og liklega hefir enginn séð að þau kysst- ust. Það var langur koss. „Við erum ástfangin,“ sagði Jerry, „hvort þér likar það betur eða verr.“ Hún brosti og þrýsti sér að honum, en sagði ekki neitt. Hún vissi að það var satt. „Hvað eigum við að gera?“ sagði liann. Hún hristi höfuðið. Þau höfðu drukkið kampavin um kvöldið, þó að þau hefðu ekki efni á því, en nú voru áhrifin að hverfa, og gáskinn farinn að fjara út. „Við verðum að vera skynsöm," sagði hún. „Við verðum að gæta að okkur vel í tvo daga ... og svo verðum við að reyna að gleyma hvort öðru.“ „Hvers vegna heldurðu að það sé skynsamlegt?" hvíslaði hann. Hún yppti öxlum. „Þú heyrðir sjálfur hvað pabbi sagði.“ Hann kinkaði kolli. Hann mundi vel allt það, sem Caven gamli hafði sagt um kvöldið. Jerry hafði komið heim til hennar í fyrsta skipti, og hafði verið kynntur foreldrum hennar. Það var í fyrsta skipti, sem hann hafði boðið Patty út með sér, áður höfðu þau al-ltaf hitst í matsal vöruhússins. „Jæja, og hvað eruð þér, herra Slanley?“ hafði Caven spurt. Jerry svaraði að hann' væri verkfræðingur. „En þér hafið enga stöðu?“ „Nei, ég hefi unnið ígripavinnu fyrir Vöru- liúsið,“ svaraði Jerry. „En nú hefi ég fengið stöðu í Suður-Ameríku,“ „í Suður-Ameriku?“ tók herra Caven upp og hnyklaði brúnirnar. „Þér ætt- uð að reyna að fá stöðu hérna heima, helst hjá þvi opinbera. Þá fær maður eftirlaun og er tryggður ævilangt.“ „Já, sagði Jerry og glotti út í annað munnvikið, „en þess konar stöður eru ekki á hverju strái.“ „Þú ert að hugsa um orð föður þíns um örugga stöðu og eftirlaun?“ sagði Jerry lágt. „Já,“ sagði Patty. „Það hlýtur að vera indælt að hafa eitthvað öruggt til að byggja tilveruna á.“ „Ég veit vel, að þessi staða í Suður- Ameríku er fremur óviss,“ sagði Jerry. „En þú verður að muna eitt, Patty .. þú ert eina manneskjan í veröld- inni, sem mér þykir vænt um, og það er hræðileg tilhugsun, að eiga ekki að fá að sjá þig í sex mánuði. Ég vil nauðugur missa af þér.“ Hún kyssti hann. „Við skulum ekki tala um þetta núna, Jerry,“ svaraði hún. „Hvort ég elska þig eða ekki, þá verð ég að vera þar sem ég er. Afgreiðslustaðan í Vöruhúsinu er ekki nema bráða- birgða-úrlausn — einhvern tíma hlýt- ur sá dagur að koma, að ég geti notað prófið mitt og fái kennslukonustarf. En þangað til verð ég að vera þar sem ég er.“ „Við höfum ekki langan umhugsun- artíma,“ sagði hann. Það var annar hreimur í röddinni, það var hægt að heyra bak við róleg orðin, að hon- um var mikið niðri fyrir. „Annað kvöld fer ég til Washington til að tnka við fyrirskipunum. Og hinn dag- inn ... er það orðið of seint.“ Hún svaraði ekki, en kyssti hann aftur. Þegar þau voru komin að dyrun- um hjá henni, tók liann um höndina á henni og hélt fast, eins og -liann vildi varna henni að fara frá honurn. „Patty, ertu fastráðin í þessu?“ Það er auðvelt að ljúga þegar mað- ur finnur ekki til sársauka og hefir tilfinningarnar á valdi sínu, en þegar æsing og efi býr i manni, iætur sann- leikurinn alltaf til sín lieyra, hvort manni líkar betur eða verr. „Ég veit það ekki með vissu,“ sagði lnin, „en ... en við verðum að vera skynsöm, Jerry.“ „Skynsöm? En elskarðu mig ekki, Patty?“ „Hvernig ... hvernig á ég að vita það, Jerry? Við liöfum aldrei talað ýtarlega um þetta fyrr en i kvöld.“ „Það er satt.“ Röddin var róleg og stillileg. „En sex mánuðir án þín ... ó, við vitum ekkert um framtíðina, Patty. Maður á að grípa gæfuna með- an hún gefur færi á sér — annars missir maður hana.“ „Jerry ... þú gerir þetta svo erf- itt ...“ „Ég vil aðeins að þú horfist í augu við sannleikann. Við elskum hvort annað. Þú verður að giftast mérl“ „Já, en ... Jerry ...“ Nú grét hún. „Þú mátt ekki reka svona mikið á eftir. Jú verður að lofa mér að taka ákvörðun sjálf. Þetta er ekki hægt. Það er ómögulega hægt.“ Hún kippti að sér liendinni, opnaði dyrnar og flýtti sér inn. Hurðin skall að stöfum hak við hana. Á leiðinni í Vöruhúsið, morgun- inn eftir, liugsaði hún aðeins um hann, og að hún ætti að fá að sjá hann aftur. Hvernig átti hún að heilsa lion- um? Átti hún bara að segja „góðan daginn“, -létt og kæruleysislega? Hún losnaði við þær áhyggjur, því að þeg- ar rafmagnsbjöllurnar hringdu var Jerry enn ókominn. Patty fór ósjálfrátt á sinn stað í leikfangadeildinni. Viðskiptavinirnir fóru að koma, fyrst dræmt og síðan fleiri og fleiri. Mest voru þrengslin við borðið, sem rafmagnsjárnbraut- irnar voru afgreiddar við. „Haldið þér að lítill drengur, sem liggur í rúminu geti leikið sér að raf- magnsjárnbraut?“ spurði gráhærður, gamall maður, með ofur raunaleg augu. „Það fer eftir því, hve veikur hann er,“ sagði Patty og útskýrði fyrir manninum. hve einföld gerðin væri á þessu leikfangi. Ekki annað en setja tengilinn í samband ... „Biily er þvi miður mikið veikur,“ sagði maðurinn annars hugar. „En hann langar að eiga rafmagnsjárn- braut ... Hvað kostar þessi? ... Þessi faliega, með átta vögnunum ...? Patty nefndi verðið. ,JÞað er dýrt,“ sagði maðurinn. „En mig larigar svo mikið að gleðja liann . . .skiljið þér, við vitum ekki hvort hann kenist nokkurn tíma á fætur aft- ur. Læknirinn segir okkur að híða og vera róleg, en það hefir hann sagt l síðasta hálfa árið ...“ „Þér gætuð byrjaðmeð því að kaupa dráttarvagninn og til dæmis einn vagn að auki. Og hringur, sem vagnarnir geta ekið á í sífellu, kostar ekki eins mikið og heil samstæða af teinum. Og þér getið fengið þessu skipt fyrir annað, ef drengurinn yðar liefir ekki gaman af því.“ Maðurinn spurði aftur um verðið, og svo fór að liann keypti það, sem Patty hafði ráðlagt honum. „Þér getið alltaf fengið vagna í við- bót, ef þér viljið," sagði hún meðan hún var að búa um böggulinn. „Og svo vona ég að drengurinn nái bráð- lega heilsu aftur ...“ „Já, guð gæfi að það gæti orðið,“ sagði maðurinn. „Þakka yður fyrir þægilegheitin.“ Um leið og hún rétti manninum reikninginn, sagði rödd bak við hana: „Nei, þú ert þá þarna! Góðan dag- inn, Patly!“ Hún var fljót að líta við. „Hvar hefirðu verið, Jerry?“ Hún gekk frá bögglinum og rétti mannin- um hann. Og nú fyrst gat hún litið á Jerry. Honum virtist vera órótt, og kringum munninn á honum voru ein- hverjir kippir, sem hún liafði elcki séð fyrr. „Ég hefi setið við að skrifa farm- skírteini í allan morgun," sagði hann. „Reyndar hefi ég hringt til tveggja verktakafirma líka og boðið fram mína ómetanlegu aðstoð.“ Hún horfði forviða á liann. „Hefirðu þá sótt um stöðu hérna i bænum ... ég hélt að það væri af- ráðið, að þú .. .“ Hann tók eina rafmagnsbrautina og fór að skoða hana, eins og hann væri kaupandi. „Ég vil lielst verða hérna, af viss- um ástæðum. Ég veit ekki hvort þú getur giskað á hverjar þær ástæður eru? „Ó, Jerry,“ sagði lnin bara. „Ungfrú, eruð þér viðlátin?" spurði kona, sem kom arkandi inn að borð- inu með stóra búðartösku. „Já, nú skal ég koma,“ sagði Patty. Það var rétt svo að liún fékk ráðrúm til að renna augunum til Jerrys. Klukkan fimm stóð hann fyrir ut- an dyrnar og beið eftir henni. Hann tók undir arm liennar og þau gengu saman fram götuna. Þetta var í fyrsta skipti sem þau höfðu leiðst frá Yöru- liúsinu, eins og kærustupar. En núna, þegar allt var úti, gat þetta komið út á eitt. „Ég fer með lestinni til Washington i nótt,“ sagði hann er þau höfðu geng- ið dálitla stund. „Kemurðu á brautar- slöðina? Mig flangar svo mikið til að þú komir. En hins vegar skaltu ekki koma til skips annað kvöld.“ „Þú verður að lofa mér því, að gera ekki þá vitleysu að sleppa stöðunni í Suður-Ameriku, Jerry,“ sagði hún alvarleg. „Kannske það sé framtíðar- staða, og þá máttu ekki láta hana ganga úr greipum þér.“ Henni fannst kokið herpast saman. „Ég vil ekki lofa þér neinu,“ sagði hann. „Ur þvi að þú vilt ekki koma með mér, væri líklega vissast að ég yrði kyrr. Mér væri sama livað ég fengi að gera — ég mundi taka öllu.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.