Fálkinn


Fálkinn - 28.10.1955, Qupperneq 7

Fálkinn - 28.10.1955, Qupperneq 7
FÁLKINN 7 EINS OG KÖNGULÓARVEFUR er stálgrindin utan um turninn á þing- húsinu í London og efst í turninum er frægasta klukka veraldar, Big Ben. Það er verið að gera við turninn og þess vegna er grindin. gengur það miklu betur ef þú horfir ekki á 'hana á meðan. Ben heilsaði stutt og fór svo þang- að, sem Anne stóð. „Sinbad“ sigldi áfram um lágnœlt- ið. Anne var komin í einkennisbúning- inn og stóð uppi á þilfari með Leni til þess að horfa á innsiglinguna í Súes-skurðinn. Hún var dauf í dáík- inn eftir samtaiið við Ben. Þau gátu ekki skiþst á mörgum orðum áður en hann fór á vörð, og hún þóttist viss um að hún hefði sært hann mikið. Hún var alltaf að tvístíga og Leni sneri sér að henni og horfði á hana. Svo spurði hún vingjarnlega: — Er eitthvað að, systir Anne? — Nei, ekki eiginlega ... — Var gaman í landi? — Já. Einstaklega gaman. — En þetta fór ekki alveg eins og þér höfðuð hugsað yður? — Ne-ei, ])að gerði það ekki. — Ég skil. Eg tók eftir að þriðji stýrimaður var einn. Hann kom til mín, óður og uppvægur, til að spyrja um livar þér væruð. Þriðji stýrimaður stendur þarna og horfir á okkur, sagði Leni. — Ég hefi ekki mikið álit á þessum unga manni, en liann var uppmáluð örvæntingin í kvöld, systir Anne. Hann var bók- staflega að sleppa sér. Hún leit á armbandsúrið og svo framan í Anne, sem var föl og angurvær. — Farið þér til lians og hughreystið hann. Það er orðið framorðið og þér ættuð að vera háttuð fyrir löngu, en — gefið þér honum samt tíu minútur, er ])að ekki? — Ég — jæja. Það gat hún að minnsta kosti gert, hugsaði Anne með sér. Hún gat beðið Ben afsökunar á, að ihún hafði vcrið svo afundin við hann.iEn þegar hún fór og nam staðar við liliðina á honum við borðstokk inn, var það Ben sem fór að biðja fyrirgefningar. Anne tók fram í fyrir honum. — Þetta var mér að kenna, Ben. Ég hefði ekki átt að skilja við þig og fara af stað ein. — En það var mér að kenna að þú gerðir það, sagði Ben. — Þú liefðir átt að vita hve sorgbitinn ég varð þegar ég sá, að 'þú varst farin ein. Ó, Anne! Iðrunin skein úr bláum augunum. — Og þegar dyravörðurinn sagði, að einhver hefði ráðist á evrópiska dömu, varð ég alveg úrvinda við til- hugsunina um, að það gæti verið þú. — Það — það var ég. sagði Anne dauf í dálkinn. — Nei! Hann livítnaði í framan. Anne kipptist við er luin sá þessa augljósu sönnun þess hve vænt hon- um þætti um hana, og hún rétti fram höndina tit hans. — Ben, þetta var ekki þín sök! Það var að öllu leyti mér að kenna. Það var mátulegt á mig, og .. . — Ó, Anne! Hann tók ntan um hana. — Anne, ég elska þig. Skilurðu ])að ekki? Skilurðu ekki livað þú ger- ir mér, þegar þú visar mér svona á bug? — Ben, ekki ... vertu nú góður. Augu hennar fylltust tárum, og Ben horfði á liana í örvæntingu. — Nú hefi ég komið þér til að gráta líka! Ég var rétt að segja farinn að gráta þegar ég sá þig koma niður að skip- inu með Frazer. Er liann þér nokkurs virði, Anne? Segðu mér það. — Hann er — nei, hann skiptir engu máli fyrir mig — ekki nema sem vinur. Anne kæfði niðri í sér grátinn, sem var að brjótast fram. — Lofðu mér nú að fara. Mér er illt i höfðinu og ... — Nei, sagði Ben ástriðufullur. Af- brýðin brann úr augunum á honum. — Ekki ennþá. Ekki fyrr en þú hefir kysst mig ... Anne sleit sig af honum. Hún gat ekki liugsað til þess að aðrir en Nicholas kýsstu hana núna. Hún sncri undan og æddi að næsta stiga, stig- anum að A-þilfarinu. Um seinan sá hún að Nicholas stóð fyrir neðan stig- ann þegar hún kom hlaupandi niður. Iíann vék til hliðar, svo að hún kæm- ist fram lijá, og ætlaði að fara að tala við tiana þegar hann kom auga á Ben á efra þilfarinu, en dró sig þá í hlé mikilúðlegur á svipinn. Hann sneri frá og livarf burt án þess að segja orð. Anne stóð kyrr og liorfði á eftir honum en tárin runnu niður kinn- arnar. Svo gekk liún eins og i leiðslu inn í klefann sinn og fleygði sér á rúmið í öllum fötunum. * Ilún sofnaði með tárvotar kinn- arnar. í BAÐFJÖRUNNI í ADEN. Það var heitt i Rauðahafinu. Anne átti annríkt og hitinn kvaldi hana. Eftir vinnuna á skurðstofunni um morguninn var henni léttir að fá að teygja úr sér í rúminu í klukkutima, með aðeins eitt lak ofan á sér og lofl- . snælduna á fullri ferð. Hún var nær eingöngu í klefanum sínum í frístund- unum. Að öðru leyti stundaði hún starf sitt af mestu kostgæfni og þótti vænt um að geta keppst sem mest við, til að dreifa huganum frá áhyggj- um sínum. Hún vissi að Ben beið hennar á þil- farinu í von um að geta gengið um með henni á kvöldin, eins og áður. En hún gerði sitt ítarasta til að forðast hann. Nicholas sá hún varla. Annað hvort var ])að tilviljun, eða hann forðaðisi hana af ásettu ráði. Hún sá hann stundum álengdar fjær, er liann mókti í tegustól með bók í hendi, þegar hún fór eftirlitsferðina sína um A þilfarið á morgnana, en hann hafði ekki gert tilraun til að láta hana staldra við. aðeins heitsað eða sagt örfá orð. í dag liöfðu flestir farþegarnir leitað inn i loftkældu salina vegna hitans, og hún gat aðeins getið sér til þess, sem hann hefði fyrir stafni. Litli Dale Slieridan var enn trygg- ur skuggi hennar, og stundum frétti hún að „Nick frændi“ væri ekki i góðu skapi, eða — eins og drengurinn komst að orði — „fúll út af einhverju". Anne, ég lield að það sé eitthvað út af henni mömmu. En ef hún reyndi að veiða meira upp úr honum, yppti strákurinn öxl- um og sagði: „Mamma var bátvond líka“. Og svo bætti hann við i bæn- arróm: — Fæ ég ekki að fara með þér í tand, Anne, þegar við komum til Aden? Það er vist gaman í fjörunm ]iar. Ég veit að hún mamma vitl Iofa mér að fara með þér. Anne varð hissa er hún komst að raun um að þetta var rétt. Lilly l)rosti eins og engill þegar hún endurtók bón drengsins. — Það er svo leiðinlegt fyrir hann að vera með henni Olgu, systir, og Dale þykir svo vænt um yður. Geri ég yður mikil óþægindi með því að biðja yður að lofa Iionum að vera með yður? Vitanlega skal ég borga hádegisverðinn yðar og vagn. Ég hafði ætlað mér að vera með hon- um sjálf, en ... Brosið varð enn gleið- ara — ég hefi lofað að fara með herra Frazer. — Það er safn hérna, sem hann langar til að sjá, og Dale leiðist svo mikið að fara i söfn, — er það ekki, góði minn? Anpe sá vonaraugun í Dale og lof- aði þessu, og skömmu eftir að ,,Sinbad“ hafði látið akkerin falta úti á höfninni, fór hún og Dale í vélbát- inn, sem átti að flytja þau í land. Húu ætlaði i verslanir, en Anne og Dale ætluðu í bíl út á baðfjöruna. Það var svalt og þægilegt i fjör- unni. Goluna lagði á móti þeim utan af sjónum og óðum féll að, svo að fjöruna, sem var afgirt með virneti vegna hákarlanna, fyllti óðum, af tær- um og volgum sjó. Anne og Dale skemmtu sér vcl sam- an. Dale synti eins og setur, gleymdi að vera hlédrægur við liin börnin af skipinu og tók þátt i kappsundi. Hann hrópaði fagnandi til Anne, i hvert skipti sem hann vann. Eftir klukkutíma lét Anne liann vera sjálfráðan og fór sjálf að sólbaka sig i fjörunni. Tim Lane kom auga á tiana og kom til liennar og settist hjá henni. — Jæja, systir, þetta er hressandi. finnst yður það ekki? Hann bauð henni vindling. — Ég sé að bér liafið fórnað yður fyrir Dale í dag. — Já, læknir. Anne tók á móti vindlingnum. — Það er ekki ábyrgðar- laust. Móðir hans fór á safnð og hélt að Dale mundi langa meira að fara i sjó. Ég er dauðhrædd um að ég týni lionum. — Hm! Tim leit i sömu átt og hún. — Það er svo að sjá að hann skemmti sér hérna — með yður. Þau reyktu saman um stund í ró og næði. S'vo stóð Tim upp og sagði: — Mig langar til að stinga mér í sjó- inn, ég hefi ekki gert það ennþá. Ætlið þér að koma lika? Anne setti á sig hettuna og fór á eftir honum. Date kom syndandi til þeirra, rjóður í framan eftir kapp- sundið. — Nú máttu til að hafa gát á þér, Dale, sagði Anne. — Sólin getur verið hættuleg. Ertu ckki búinn að fá nóg? — Æ, nei, Anne. Litið þér á mig, læknir. Ég kann skriðsumt. Hann sýndi þeim sundkunnáttu sina og Tim sagði hlæjandi: — Þér Framhald í næsta blaði. ANN MILLER í ROKI. Ann Miller, ameríska kvikmynda- stjarnan, kom nýlega til London úr ferðalagi um austurlönd og Evrópu. Ur flughöfninni við London fór hún í kopta inn í miðja borgina, en þótti fullhvasst kringum koptann, því að hún lenti í strokunni frá honum, þeg- ar hún var að fara um borð. FREISTANDI. Helst mundu telpurnar þrjár kjósa að busla í vatninu allan daginn. Nú íhuga þær hvort þær eigi að fara í vatnið einu sinni enn áður en þær fara heim að borða. HANN SVALAII SÉR. Þessi gamli fiskimaður frá Frank- furt veit nákvæmlega hvernig best er að svala sér í sumarhitanum. Hann situr undir sólhlíf, með fæturna niðri í bala með köldu vatni og dreypir við og við á eplamiði til að kæla sig að innan.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.