Fálkinn - 28.10.1955, Page 8
8
FÁLKINN
Þú þarft aldrei að vera einmana, eins og ég var, sagði Eva
★................★
Símnnúmcrid
★ ★
FJÓRIR líta upp, þegar Hákon
kemur inn í teiknistofuna. Fern
augu líta broshýr til hans, og hann
veit ekki hvað hann á að gera við
hendurnar á sér, eða hvernig hann
á að komast gegnum stóra, bjarta
stofuna, án þess að hrasa um sín-
ar eigin lappir.
Það var aðeins ung stúlka við
gluggann, sem ekki leit upp. Hún
gaut aðeins augunum út undan
sér, þegar hann kom inn, og hélt
svo áfram með teikninguna sína.
Hákon einblíndi á hnakkann á
henni og langa, mjóa höndina,
sem hélt svo fast um svartkrítina.
Eva Hagen var fyrir löngu orð-
in fræg fyrir að brjóta meira af
svartkrít, en nokkur annar á
stofunni.
Hákon hlammaði sér á stólinn
og varp öndinni og fór svo að
vinna. Hann neyddist til að hafa
sig allan við, því að hann hafði
lofað að ljúka við ilmvatnsauglýs-
inguna fyrir hádegið. En honum
þótti ekki nema vænt um að vera
önnum kafinn. Það gaf honum
kærkomna ástæðu til að losna við
að taka þátt í venjulegu samtali
þarna í stofunni, en í hvert skipti,
sem hann rétti úr handleggjun-
um og bakinu til að hvíla sig, var
líkast og merki væri gefið til þess
að allir gerðu það sama. Þá litu
fern augu á hann á ný, og fjórir
munnar brostu — og þá gat hann
ekki staðið sig við að brosa ekki
á móti.
— Vill nokkur fá sér bolla af
tei? spurði Ingiríður og stóð leti-
lega upp frá teikniborðinu. Hún
stóð þarna í miðju sólarflóðinu,
sem féll inn um gluggann, og
teygði úr sér eins og köttur. Hún
var óvenjulega fallega limuð, og
Hákoni hafði einhvern tíma orðið
það á, að segja, að hún væri fyrsta
flokks fyrirmynd. Ingiríður hafði
hlegið og sagt, að ef Hákon lang-
aði til að teikna hana, þá væri hún
reiðubúin — eftir vinnutíma.
Síðan þetta gerðist hafði Hákon
jafnan verið varfærinn, þegar
hann talaði við Ingiríði, en hún
var farin að brosa til hans með
alveg sérstökum hætti, — alveg
eins og þau byggju yfir leyndar-
máli saman.
En Hákon langaði alls ekkert
til að hleypa Ingiríði að og gera
hana þátttakanda í einkalífi sínu.
Honum fannst alveg nóg að vera
lokaður inni með fimm stúlkum
á hverjum degi frá klukkan níu
til fjögur. Hann hafði ekki hug-
mynd um hvernig hann átti að
tjónka við þær.
Honum hafði aldrei dottið í hug
að duglegur ungur teiknari, sem
þar að auki var laglegur, skemmti-
legur og heillandi, er freistandi
keppikefli ungra stúlkna, sem
langar til að giftast. Hann vissi
það eitt, að þessar stúlkur gerðu
hann feiminn og annars hugar.
Ingiríður fór fram til að setja
tevatnið á eldinn. Marianne
kveikti sér í vindlingi, hallaði sér
fram á teikniborðið og starði ó-
hikað á Hákon.
— Á ég að skreppa út eftir boll-
um með teinu? spurði Gerða áfjáð
og fór að ganga á milli til að taka
við peningunum.
Anna-Lísa stóð upp úr stólnum
sínum og hoppaði upp í gluggann.
Sólin skein á hár hennar, sem var
gljáandi og mjúkt og hrokkið.
Hákon gat ekki stillt sig um að
dást að því. Hann var listamað-
ur sjálfur, og hafði unun af öllu
því, sem fallegt var.
— Æ, ég vildi óska að einhver
byði mér í bíó í kvöld, andvarpaði
Anna-Lísa, — mig langar svoddan
ósköp að sjá nýju, frönsku mynd-
ina, en hún er sýnd í síðasta sinn
í kvöld, óg það eru fjórir dagar
þangað til maður fær kaupið . .
Hákon skildi þessa óbeinu á-
skorun mætavel — þetta var ein
gleggsta árásin, sem gerð hafði
verið á frístundir hans. ■
Hann svaraði ekki, en starði
fast á kollinn i glugganum. Eva
sat enn við leikfangaauglýsinguna
sína, og var niðursokkin í vinn-
una, eins og hún átti vanda til.
Eitt augnablik var alveg hljótt
í stofunni, en svo heyrðist smell-
ur í svartkrít, sem brotnaði. Há-
kon hrökk við.
I sömu svifum kom Ingiríður
inn með teið, og Hákon fór að
kvíða fyrir samtalinu, sem hann
gat ekki komist hjá að taka þátt
í. Hann hafði oft verið að hugsa
um að segja upp stöðunni, en þetta
var vel borgað starf, og að vissu
leyti fór vel um hann þarna.
En áður en Ingiríður hafði lokið
við að hella í bollana, kom ritari
forstjórans inn, eins og frelsandi
engill, og spurði hvort Hákon
hefði lokið við uppköstin að ilm-
vatnsauglýsingunni. Hann tók
saman rissin sín og fór með ritar-
anum niður í skrifstofuna. Te-
drykkjuhléinu mundi verða lokið,
þegar hann kæmi upp aftur —
hann huggaði sig við það.
En ekki gat honum dottið í hug,
að ungu stúlkurnar færu að tala
um hann undir eins og hann var
kominn út úr dyrunum, — hann
kunni svo lítil skil á kvenfólkinu.
Og þegar hann kom upp aftur
nam hann staðar fyrir utan dyr-
nar, því að hann heyrði að nafnið
hans var nefnt.
— Hann er blátt áfram skít-
hræddur við kvenfólk — það er
það, sem að honum er! Það var
Ingiríður, sem sagði þetta, og
Hákon urraði af vonsku. Þó að
hún hefði kannske að nokkru leyti
rétt fyrir sér, var það ergilegt að
heyra talað um sjálfan sig á þenn-
an hátt. Gat hún ekki hugsað sér
að sá maður væri til, sem stæðist
yndisþokka hennar — og Gerðu
og Önnu-Lísu?
— En hugsum okkur nú, að
hann sé giftur, andvarpaði Anna-
Lísa.
— Eða kannske ekki nema
leynilega trúlofaður, bætti hún
við og tónninn var vonbetri.
Hákon blístraði. Anna-Lísa
hafði gefið honum afbragðshug-
mynd, án þess að hún vissi af.
Auðvitað gat hann ekki farið
að segja þeim upp úr þurru, að
hann væri trúlofaður, og vildi
helst fá að vera í friði fyrir þeim.
Nei, hann varð að haga þannig
til, að þær gætu sjálfar dregið
sínar ályktanir af því.
Hann fór inn og settist, tók sím-
ann og fór að snúa valskífunni
með pennaskaftinu. Það var alls
ekki auðvelt að leika þennan gam-
anleik, — hann fann til augnanna
á þeim á hnakkanum á sér. Sam-
talið var ekki nema nokkurar
setningar, en í hverri setningu
voru orðin „elskan mín“ — og svo
komu langar þagnir inn á milli,
sem áttu að tákna, að nú væri
verið að segja eitthvað fallegt við
hann.
I einni þögninni heyrði hann hinn
gamalkunna smell, af svartkrít,
sem brotnaði. Hann sá Evu vera
að leita sér að nýrri svartkrít, en
það var auðséð, að ekki voru fleiri
í öskjunni hennar, og nú kom hún
að borðinu hans, því að þar voru
svartkrítarbirgðir í skúffunni. —
Hákon færði sig til, svo að hún
gæti dregið út skúffuna. Hinar
stúlkurnar virtust ekki hafa orð-
ið neitt hissa á símtalinu hans.
Og hann var sannfærður um, að
þetta klókindabragð mundi