Fálkinn


Fálkinn - 28.10.1955, Síða 9

Fálkinn - 28.10.1955, Síða 9
FÁLKINN 9 tryggja honum frið — að minnsta kosti um sinn. EFTIR nokkra daga hrósaði Há- kon happi yfir árangrinum af samtölum sinum við Vivi, en svo kallaði hann hina frægu símaunn- ustu sína. Tónninn í teiknistofunni var orðinn miklu óþvingaðri og félagslegri en áður, og það varð ekki annað séð, en að Ingiríður, Maríanna, Gerða og Anna-Lísa gætu hagað sér eins og skikkan- legt fólk. En á Evu hafði orðið leiðin- leg breyting. Nú var það hún, sem gekk best fram í því að stara á hann, og honum fannst á sér, að hún þyrfti að segja eitthvað við hann. Og stundum var hún að gera sér erindi að skrifborðinu hans, þegar hann var að síma. Og éinn daginn lagði hún lítið, samanvafið pappírsblað á borð- ið hjá honum meðan hann var í símanum. Hún beið þangað til hann hafði tekið það og stungið því í vasann. Hinar stúlkurnar tóku ekkert eftir þessu. Hann sleit símasambandinu og fór að vinna aftur. Og Eva sat yfir teikningunni sinni með brotna svartkrít í hendinni. Hún teikn- aði ekki, og hún varaðist að horfa á Hákon. Hann fór fram á gang til að lesa blaðið, og roðnaði út undir eyru, þegar hann sá hvað á því stóð. Hringdu ekki í númer teikni- stofunnar, þegar þú œtlar að tála við Vivi. Maður heyrir són- inn, sem merkir „Á táli“ og ein- hvern tíma heyra stúlkurnar hann líka, og þá hefir þú ekki stundlegan frið fyrir ertninni í þeim. Þetta stóð á miðanum, með skýrri forskrift Evu. Hann varð svo sneyptur, að hann hafði ekki kjark í sér til að lesa lengra, en kveikti sér í vindlingi. Jæja, hún hafði þá séð í gegnum blekking- una! Hún hafði séð hvaða númer hann valdi á skífunni. Og hún hafði óefað skemmt sér vel á kostnað hans. En þegar hann fór að hugsa betur um það, þóttist hann alls ekki viss um, að hún hefði hent gaman að honum. Henni hafði verið órótt hans vegna — hrædd um að hinar stúlkurnar mundu komast að þessu og hlæja að hon- um. Hákon braut sundur blaðið aft- ur og las síðustu línurnar: Hringdu heldur í númer, sem þú veist að svarar ekki. Þú mátt nota númerið mitt^ef þú villt. Það er áldrei neinn heima fyrri part dagsins. Og neðst á blaðinu stóð síma- númerið hennar. Hákon reykti út vindlinginn. — * Simone Siiva segir Hollywood til syndanna A % 'M % 'w 3 í>. * Whisky úr krönum, vaggandi rúm og samkvæmi í sundlaug- inni! SIMONE SILVA, sem hneykslaði amerisku leikarana i Cannes i fyrra, með því að láta þá taka myndir af sér allsnaktri, hefir þótst þurfa að hefna sín. Hún fór til Hollywood, en var neitað um franilengingu á dvalarleyfi þar og er nú komin til Englands aftur, og segir margt ófagurt um „hræsn- ina í Hollywood“. „Þar leyfir siðalögmálið kven- fó’lki að sýna sig allsnaktar, bara ef það fær borgun fyrir það. En þegar ég missti i ógáti upphlutinn af baðfötunum mínum í Cannes ætlar að líða yfir þetta fólk. — Strípidansmær í Ameríku græðir 6 þúsund dollara á viku. Ein sú kunnasta af þeim fer i kerlaug á leiksviðinu, labbar svo um alls- nakin og lítur lostaaugum á karl- mann, sem stendur hjá henni, fer svo í gegnsæ nærföt og leggst fyr- ir á legubekk. Þetta mundi ekki leyfast í Englandi, og ég roðnaði, þegar ég sá það. Þegar mér voru boðnir 3 þúsund dollarar á viku til að sýna mig sem strípistelpu liafnaði ég því boði. í Hollywood finnst fólki ekkert athugavert, þó að leikari drýgi þjófnað eða falsi vixla eða verði eiturlyfjunum að bráð, en sama fólkið hneykslast á þvi, sem kom fyrir mig í Cannes. En ég skal taka það fram, að ég hefi aldrei verið ljósmynduð alveg allsnakin. Þegar ljósmyndarinn í Cannes laumaðist að mér og losaði um haldið mitt, varð ég frá mér og huldi mig með höndunum. Hollywoodgæðingarnir lifa i ó- hófi. Fyrir milligöngu fransks vinar míns kynntist ég þessu lífi. Ýmsir geta ekki hugsað sér, að halda samkvæmi, nema þeir hafi 800 flöskur af kampavíni og hafi þakið allar stofurnar með rósum. Það er alvanalegt að allir gest- irnir fái minjagripi, svo sem vindlakveikjara úr gulli eða minkaskinnkraga, Eitt samkvæm- ið, sem ég var í, var í Hawaij-stíl og allir gestirnir klæddir sem Hawaij-búar. Annað samkvæmið fór fram í sundlauginni i garðin- um og gestirnir voru allir í bað- •fötum. Milljónamæringurinn Hal Hayes er frægur fyrir samkvæmi sin. Hann hefir flatsængur handa gestum sínum og þær eru með bjarnarfeldi og kodda úr sebra- skinnum. Meðfram öllum veggj- um eru kranar, og þar getur mað- ur valið whisky, kampavin eða appelsinusafa í glösin. Á einu heimilinu, sem ég kom á, voru gestarúmin jiannig, að ef maður jirýsti á hnapp fóru þau að rugga eins og vagga, svo að gestirnir ættu hægara með að sofna. Á ein- um staðnum var járnbraut kring- um húsið og á öðrum síki með bátum, sem gestirnir gátu róið á“. Svona 'segist Simone Silva frá. TERRY MOORE FÓR AÐ GRÁTA. Ameríski hótelkóngurinn Hilton hefir fyrir skömmu opnað gisti- hús í Istambul, hið stærsta þar í borginni. Vigsluveislan stóð í 4 daga og þangað voru boðnir margir gestir úr öllum áttum m. a. leikkonan Terry Moore. Hilton þekkir ýmsa kvikmyndaleikara, siðan hann var giftur Zsa Zsa Gabor, „en gamanið það — það gránaði skjótt“ stendur þar. Nicky Hilton, sonur hótelkóngs- ins, átti að sjá um, að Tcrry leidd- ist ekki i vígsluveislunni, og varð ekki annað séð, en að vel færi á með þeim. Ýmsir töldu trúlofun vera í uppsiglingu. En þó var þetta ekki eintóm sæla hjá Terry. Einn dáginn hafði hún grátið hálfan annan tíma samfleytt og vildi ekki huggast láta . Þetta var þó alls ekki Nicky að kenna. Eftir því sem blöðun- um segist frá voru ástæðurnar til gráthríðarinnar tvær: 1. Ljós- myndari einn hafði. með klækj- um, náð ,,óviðeigandi“ mynd af Terry, og 2. Einhver liafði laum- að sterku áfengi i glasið hennar. En Terry fyrirlítur áfengi, hún er sanntrúaður mormóni hvað á- fengismálin snertir. JANE RUSSEL varð fyrir því slysi að ökklabrjóta sig, er hún átti að stíga ofan í sundlaug, í leik, sem hún tók þátt í nýlega. Kvikmyndafélagið, sem í hlut átti, mat tjónið á 112 þúsund krónur. Hvað skyldi Jane kosta öll? k1 k/ V" % V’ % % 8 Hann var öruggur um, að Eva mundi þegja yfir leyndarmálinu hans, og honum varð léttara. Hann leit til hennar, þegar hann kom inn í teiknistofuna aftur, en hún var að teikna kjólföt og leit ekki einu sinni upp. Einhverra hluta vegna urðu honum þetta vonbrigði, og honum var ómögu- legt að koma saman fræauglýs- ingunni, sem hann var að fást við. Hann hringdi ekki til Vivi í nokkra daga, og hann sá að stúlk- urnar voru hissa á þessu. Þær fóru hreint og beint að gerast nærgöngular við hann, eins og forðum. Sú eina, sem ekki breytti hátta- lagi, var Eva. Hún sat niðursokk- in í teikningarnar sínar út við gluggann, eins og hún var vön. En það kom fyrir, að Hákon leit framan í hana, þegar hún stalst til að gægjast til hans. OG einn daginn notaði hann sér símanúmerið, sem hann hafði fengið. En það var á sunnudegi, og hann hringdi úr matsölunni sinni, þar sem alla gilti einu um samtölin hans. Hann spurði Evu hvort hún vildi koma með sér út að ganga, og hann heyrði að hún varð bæði glöð og forviða. Það er ekki fyrr en á heimleið- inni, eftir unaðslega göngu, langt út í skóg, að Hákon sneri sér að málefninu. — Hvernig fórstu að komast að blekkingunni með símanúmerið? spurði hann, og brosið, sem Eva svaraði með, snerti hjartarætur hans. Það var bros, sem bar vott um beiskt at- vik, sem aldrei hafði gleymst. — Ég er alin upp í barnahæli, sagði hún lágt. — Hin börnin áttu ættingja, sem þau símuðu til öðru hverju — við fengum að nota síma tvisvar í viku. En ég átti engan að, sem ég gat símað til — og þess vegna bjó ég mér til frænku. Ég fann númer í síma- skránni — það var í verslun, og ég vissi að enginn mundi svara, ef ég símaði eftir klukkan sex á kvöldin eða á sunnudögum. — Þú getur ekki hugsað þér hvað ég var sæl, eftir að hafa fundið upp á þessu með frænkuna — þangað til ég fékk skarlatsóttina. Börnin höfðu sagt forstöðukonunni að ég ætti frænku, sem ég talaði við í síma, og nú vildi hún fá símanúm- erið hennar. Ég gleymi aldrei hve mikið var hlegið að mér, þegar allt komst upp. Og þess vegna vildi ég ekki láta þig halda þessu áfram, Hákon. Stúlkurnar hefðu komist að þessu fyrr eða síðar, og þá hefðu þær hlegið að þér, eins og hlegið var að mér forðum . ... og Hún gat ekki sagt meira, enda var engin þörf á því. Hann tók handleggnum utan um grannar axlir hennar, og þau stóðu lengi, án þess að segja orð. — En þú þarft ekki á svona brögðum að halda, hélt hún áfram — þú þarft aldrei að vera ein- mana, eins og ég — þú getur bara brosað til einhverrar stúlkunnar á teiknistofunni, og þá....... Hákon horfði á hana. Eva hafði haldið, að hann hefði tekið upp á þessum simtölum af því að hann var einmana. Hún hélt að honum væri líkt innanbrjósts og munað- arlausu telpunni var — og svo hafði hún ætlað að hjálpa hon- um. — Mig langar ekkert til að brosa til þeirrá, sagði hann hægt. — Ég vil miklu heldur nota síma- r.úmerið, sem þú gafst mér .... Hann horfði á hana, á sterku litlu hendurnar hennar, sem héldu svo fast um stofninn á trénu. — Smáar hendur, sem höfðu vanist því að halda of fast um fleira, en svartkrítina — því að þær höfðu svo lítið að halda í. Hann sárlang- aði til að fylla lófa hennar með Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.