Fálkinn


Fálkinn - 28.10.1955, Qupperneq 10

Fálkinn - 28.10.1955, Qupperneq 10
10 FÁLKINN VÍtið þér...? að Napoleon skrifaði hræðilega illa? Hann skrifaði svo illa, að Jósefína kona hans misskildi stundum bréfin hans, og þegar farið var að lesa sum bréfin hans eftir hans dag, héldu menn að þetta væri ekki skrift, held- ur uppdrættir af ýmsum vígvöllum, sem Napoleon ætlaði sér að berjast á. að iðnaðar- og námuframleiðsla heimsins er nú meiri en nokkru sinni áður? Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var frandeiðslan 8% meiri en á sama tíma árið áður, og hún fer sívaxandi. 1 samanburði við árið 1948 er fram- leiðslan orðin 46% meiri. — I nær- fellt öllum löndum veraldar hefir ver- ið um framför að ræða, en þó mesta i Frakklandi og Vestur-Þýskalandi. Japan er undantekning frá reglunni. Þar var framleiðslan minni í ár en í fyrra á fyrsta ársfjórðungi. að þvottabjörninn þvær alltaf matinn sinn áður en hann étur hann? Hann er meira að segja svo þrifinn, að hann vill heldur svelta en að éta óþveginn mat, ef ekki er vatn nærri. En ef hann neyðist til að éta matinn óþveginn, strýkur hann af honum áð- ur en liann lætur hann upp í sig. Þegor gullið fonnst FRAMHALDSSAGA. 21. En þegar sem allra verst liorfði fyrir Sutter kom elsti sonur hans vestur frá Sviss. Hann var aðeins 21 árs, en samt lét faðir hans liann taka við fyrirtæki sínu, og það kom brált i ljós að honum var treystandi. Hann ihóf baráttu gegn svikahröppunum, tókst að greiða skuldir föður síns og láta verslunina bera sig. Og ári síðar var verslunin komin á svo góðan rek- spöl, að Sutter gat skrifað þeim sein eftir voru af fjölskyldunni í Sviss og sagt þeim að koma vestur. — Sutt- er varð fjáður maður, svo var syni hans fyrir að þakka. En hann auðgað- ist ekki á gullinu, heldur á hyggju- viti og iðni. AlTegr hissa. WILLIAM S. GALLUP bróðursonur skoðanakönnunarmannsins, bað sér nýlega stúlku, sem heitir Betty Lee og á heima i Wicksburg í Iowa. Um leið og hann bað hennar afhenti hann henni úrslit skoðanakönnunar, sem hann hafði gert í Wicksburg, en þau voru á þá leið, að 281 af 308 íbúum þorpsins töldu það mjög.vel til fallið að Betta tæki William S. Gallup. MÖMMUDRENGUR. — Læknir í Holstcrbro á Jótlandi var sóttur til bónda í héraðinu. Þegar hann kom inn í eldhúsið sat konan þar og var að gefa barni brjóst, en barnið var á fjórða árinu. Læknirinn hafði orð á þvi við konuna, að hún vendi barnið nokkuð seint af. En snáðinn kunni illa þessari afskiptasemi. Hann sneri sér að lækninum og sagði: „Heyrðli manni. Kemur þér þetta eiginlega nokkuð við?“ REGN EFTIR PÖNTUN. -r- Veður- tilraunastöð breska flugmálaráðu- neytisins hefir tilkynnt bændmn í Suðvestur- og Norðaustur-Englandi, að hiin geti litvegað þeim rigningu eftir pöntun. Framleiðir stöðin þessa rigningu með því að skjóta úr fal.l- byssum eða dreifa úr flugvélum silf- urjoð-sambandi til þess að láta rigna úr skýjunum. En bændur liafa ekki kunnað að meta þetta tilboð og segja, að þeir þurfi alls ekki meiri rigningu, en náttúran láti þá fá óbeðið. Hins vegár mælast þeir til þess við veður- stöðina, að geta fengið þurrk, þegar þeim liggi á. 22. Sutter var líka gæfumaður og þakklátur fyrir að geta haft konu sina og börn hjá sér í ellinni. Hann varð einn af leiðtogum hins nýja rikis, Kaliforniu. Hann gladdist af að sjá þær framfarir, sem urðu þar fyrir tilstyrk gullsins, en var raun að ó- gæfunni, sem gullæðið hafði haft í för með sér. Fyrstu sex árin höfðu verið framin nær 1200 morð, en vegna þess að engin var lögreglan höfðu aðeins þrír morðingjar verið hengdir. — I ellinni flúttist Sutter til Washington. Einnig þar varð hann virtur maður. Á hverju ári reyndi hann að fá þingið til að viðurkenna eignarrétt hans á landinu sem gullið fannst á. En hann dó án þess að það næði fram að ganga. E n d i r . MONTGOMERY marskálkur . hefir verið spurður um, hve lengi hann ætli að halda áfrajn sem næstæðsti yfir- boðari Nato-hersins i Evrópu. — „Svo lengi sem ég vil,“ svaraði Montgomery. „Enginn þorir að setja mig af. því að þá fengi ég tíma til að skrifa endur- minningar minar.“ LISETTE PARIENTÉ lieitir frægasti fegrunar- og megrunarsnillingur Par- isarhorgar. Hún var kvödd i skyndi tii Rómaborgar í vetur, þvi að þar var vandi á ferðum. Gina Lollobrigida og Silvana Pampanini voru orðnar 9 kílóum þyngri en þær máttu vera, samkvæmt kvikmyndasamningnum sínum, og enginn þótti líklegri til að geta náð af þeim fitúnni og nýrná- mörnum en Lisetté hin frahska. KAFFIÐ er eklci komið frá Arabíu heldur Suður-Abessiníu, en það voru Arabar, sem ruddu þvi braut út unj heiminn. Pilagrímarnir, sem fóru til Mekka og Medina kynntust kaffinu þar og fórii með baunir heiúi með sér. Fyrsta þjóðin, eftir Araba, sem tók upp kaffidrykkju, voru Egyptar, en þá komu Tyrkir, og fyrstu kaffihéisin j Tyrklandi voru opnuð um miðja 16. öld. Þár var rætt um landsins gagn og nauðsynjar, en á arabisku kaffi- húsunum þögðu menn alltaf. — Frá Tyrklandi breiddist kaffidrykkja út til Suður-Evrópulandanna. Læknarn- ir fordæmdu það fyrst í stað, og sumir þjóðhöfðingjar bönnuðu kaffihúsa- hald, en þetta varð auðvitað til þess að auka forvitni fólks og stuðla að kaffidrykkjunni. — Nú er yður óhætt að láta konuna mína koma inn. — Hann pabbi sagði að ég ætti að fara á fætur stundvíslega eftir klukku- tíma. — Ættum við ekki að taka okkur frí á morgun og koma á skrifstof- una? 1 A'áh . .— Síðan ég fann upp á þessu hefi ég ekki þurft að ganga á eftir strákn- um, til að fá hann til að laka rusl í garðinum. \

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.