Fálkinn


Fálkinn - 28.10.1955, Síða 12

Fálkinn - 28.10.1955, Síða 12
12 FALKINN QUNNE-jSAMjSÆRTÐ Lögreglusaga eftir; RALPH INCHBALD 7 huga manninn. Hann var illa til reika, en dauð- ur var hann ekki. En hófurinn á hest- inum hafði rekist í hnakkann á honum, en ég hafði séð svo marga dauða menn síðustu fimm árin, að mér blöskraði þetta ekki. Ég studdi hann upp að tré, tók af honum skamm- byssuna, og sló i hestinn, svo að hann hvarf inn í skóginn. Svo athugaði ég mótorhjólið. Það var Norton-hjól, tegund, sem ég hafði oft notað áður. Ég kom hreyflinum í gang á svip- stundu og þeysti svo af stað niður veginn. ÉG hafði ekki hugmynd um hvert þessi veg- ur lá. Kannske heim til Mettercombe Manor eða kannske til Paternoster? Ég gaf mér ekki tírna til að líta á landabréfið, ég brunaði bara áfram, eins hratt og ég komst. Ég fór gegn- um tvö þorp og sá á spjöldunum að annað þeirra hét Dunadon og hitt Somerley, en var einskis fróðari af því, og þeysti áfram eins og flugeldur. En allt í einu fannst mér blóðið storkna í æðum mér, því að svo sem tvö hundr- uð metrum fram undan stóð gulur bíil þvert yfir veginn og lokaði honum. Ég var ekki í vafa um, að þetta var bíll Gunnes, og nú voru góð ráð dýr. 1 örvænt- ingu skimaði ég kringum mig eftir einhverri björgunarvon, en aðeins fimmtíu merta frá bílnum kom ég auga á mjóan hliðarstig. Eina ráðið var að nota þessa leið og þess vegna sveigði ég til hægri. 1 sömu svifum, sem ég beygði út af veginum heyrði ég tvo skothvelli og tvær kúlur komu niður rétt hjá mér. Ég gaf fullan bensinskammt og með 120 kíló- metra hraða brunaði ég út á hliðarstíginn, sem var litlu breiðari en skógargata. En þarna var björgunarvon, því að bíllinn gat ekki kom- ist á eftir mér. Ég gat ekki haldið þessum hraða til lengd- ar, því að gatan var grýtt og blaut eftir rign- inguna nóttina áður. Og svo skeði það versta. 1 krappri beygju missti ég stjórnina á hjól- inu. Það skrikaði út til hliðar og rann áfram í limgirðingu, en ég stakkst á hausinn inn í girðinguna. Ég særðist ekki, en meiddi mig illilega, og þetta skeði svo óvænt, að ég var dálitla stund að átta mig á eftir. Ég stóð upp og leit í kring- um mig, en mótorhjólið var horfið, það var eins og það hefði sokkið ofan í jörðina. En hvað var það, sem lá þarna í grasinu við veg- arbrúnina? Breiðleitt brosandi andlit með gamlan hattkúf. Það var umrenningur. Hann deplaði augunum til mín og benti með ó- hreinum fingri á limgirðinguna. — Skríðið þér gegnum limið og felið yður, sagði hann. — Flýtið þér yður og látið mig um hitt. Ég var fljótur að hlýða, skreið ósjálfrátt gegnum limið og faldi mig í kjarri. Það mátti ekki seinna vera, því að nú kom mótorhjól á fleygiferð og færðist nær og nær. Var þetta hjálparleiðangur frá Kit? Eða var það óvinur? Ég þurfti ekki að brjóta heilann um það lengi, því að allt í einu nam mótorhjólið stað- ar og ég heyrði mannsrödd: — Heyrðu, þú þarna! Og svo heyrði ég annað hljóð. Umrenning- urinn hraut svo að undir tók. — Heyrðu, þú þarna í grasinu! hrópaði röddin. Hroturnar voru meistaralegar, en allt í einu hættu þær og ég heyrði ánægjulega geispa. — Ertu að tala við mig? sagði umrenning- urinn. — Já ,og vertu fljótur að svara- Hefirðu séð mótorhjól fara hérna framhjá? — Mér líst ekki á ásjónuna á þér, sagði umrenningurinn. — En ég skal svara þér. — Ég hefi ekki séð neitt mótorhjól, því að hér hefir ekkert mótorhjól farið hjá. Ertu nú ánægður? Ég heyrði að hreyfillinn fór að starfa aft- ur. Svo heyrði ég að gesturinn ók áfram, og eftir nokkra stund hvarf hljóðið í fjarska. Umrenningurinn kallaði á mig og ég skreið fram úr fylgsninu. Svo fórum við saman þvert yfir stíginn, skriðum gegnum limið hinumeg- in og héldum inn í skógarþykkni og upp brekku. Þegar upp kom var gott útsýni og nú sá ég hvað orðið hafði af mótorhjólinu mínu. Það hafði brunað gegnum limgirðing- una og hafði haldið áfram niður brekku af eigin ramleik og lennt niðri í á, langt fyrir neðan. Við héldum áfram og komum fram á brattan hamar. Umrenningurinn benti og við gengum til hliðar og niður á milli trjáa og komum nú að glufu í berginu. Við tróðum okkur inn um hana og dálítill hellir var fyrir innan. Hann var fyrri til að rjúfa þögnina. — Það hlaut að fara svona, úr því að þér ókuð svona gikkslega, sagði hann. — Gikkslega og gikkslega ekki, sagði ég. — Aðalatriðið er, að nú er ég vonandi á örugg- um stað. — Það eruð þér. Það var skuggsýnt þarna í hellinum, og nú tók hann upp eldspýtu og kveikti á kerti og fór svo út í horn. Þar tók hann tvær fiöskur og rétti mér aðra. — Nú hugsa ég, að það sé gott að fá sér öl, sagði hann. Ég hefði getað kysst hann, þvi að aldrei hefir mér fundist öl eins gott og í þetta skipti. Ég kveikti mér í pípu og sama gerði hann, og svo segir hann: — Það er réttast að ég kynni mig. Ég heiti Georg Bitchfield og er dósent í háskólanurn í Cambridge. Ég hafði verið við ýmsu óvenjulegu bú- inn, en nú varð ég mállaus. En svo sá ég það broslega í þessu og rak upp skellihlátur. — Þér hafið vafalaust haldið, að ég væri umrenningur, Stroode majór, sagði hann. — Ja. Þér verðið að muna, að mikið er skradd- arans pund, bætti hann við. — Hvernig í ósköpunum vitið þér hver ég er? spurði ég forviða. — Paternoster, vinur minn, lýsti yður svo nákvæmlega fyrir mér. — Hefir hann gert yður út til að bjarga mér? — Já, eða réttara sagt yndislega lagleg stúlka, ungfrú Durrance. — Þetta verðið þér að útskýra betur fyrir mér. — Það er ekki nema velkomið. Þér voruð sendur til Mettercombe, og ég var sendur í þorpið eða skógana þarna í kring, því að það þótti líklegt, að þér þyrftuð á iiðsinni að halda. Ég sá yður, þegar þið Gunne voruð í útreið- artúrnum saman, og ég hefi séð yður á vakki í garðinum fyrir neðan húsið. Síðan í morgun hefi ég haldið mig hérna uppi í hæðunum, og af sjónarhólunum þar hefi ég getað fylgst með því, sem gerst hefir. Þegar þér beygðuð út af veginum, er þér voruð kominn rétt að gulu bifreiðinni hans Gunnes, hljóp ég eins og elding niður brekkuna. Og svo vitið þér sjálf- ur hvað gerst hefir síðan. Hérna í hellinum er bæði matur og öl, en þetta verður ekki ör- uggur felustaður, nema stutta stund. Við verð- um að reyna að hypja okkur áfram. — Hvert liggur þessi vegur? spurði ég og benti út um hellismunnann. — Hann liggur niður að smáþorpi, sem ég á heima í núna í sumar. Það er nálægt átta kílómetrum fyrir norðan veginn til Exeter. — Og þeir leita til þrautar í öllum þessum skógum, sagði ég. — Þess vegna verðum við að halda okkur hérna, þangað til dimmt er orðið. — Alveg rétt. En þá verða okkur allir veg- ir færir, þvi að ég er þaulkunnugur hérna um slóðir. Eftir nokkrar mínútur slökkti hann á kert- inu og fór út til að kanna umhverfið, en ég settist upp við stein til að hvíla mig í bakinu. Ég mun hafa blundað, en allt í einu hrökk ég upp. Ég grillti í skugga, sem beygði sig yf- ir mig, og sekúndu síðar var gripið fyrir kverkar mér. Og nú þekkti ég aftur rödd síðari mannsins á mótorhjólinu: — Ef þér hreyfið yður, þá eruð þér dauð- ans matur, og þegar ég segi dauðans matur, þá meina ég það. En nú gerðust margir hlutir í senn. Ég heyrði högg og takið á hálsinum á mér linað- ist. Síðan var kveikt ijós, og þarna stóð Bitch- field, en mótorhjólsmaðurinn lá eins og slytti við hliðina á mér. — Það mátti ekki seinna vera, sagði hann. — Nú er best að reyna að hypja sig héðan. — En hann — þessi þarna! Er hann dauð- ur? — Við látum 'hann liggja. Bitchfield náði í snæri og við bundum hann á höndum og fótum, svo rammlega, að það var óhugsandi að hann gæti losnað sjálfur. — Búið með hann, veslings flónið, sagði Bitchfield. — Hann gleymdi mér. Ég hefi elt hann eins og skuggi í meira en klukkutíma. — Komið þér, nú skulum við fara, sagði hann svo. Og svo héldum við af stað að fyrsta mark- inu: Þorpinu, sem George Bitchfield átti heima í.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.