Fálkinn - 28.10.1955, Side 13
FÁLKINN
13
ÞEGAR ég hugsa til baka um þessa ferð,
finnst mér hún hafa verið líkust hræðilegri
martröð, því að kvalirnar í ökklanum á mér
voru óþolandi. Bitchfield hjálpaði mér og gekk
undir mér, eins vel og hann gat, og háttaði
mig ofan í rúm undir eins og við komum heim
í kofann hans. Áður en ég sofnaði kom hann
með könnu með sjóðheitri mjólk, hellti miklu
af brennivíni í mjólkina og skipaði mér að
þamba þetta, svo að ég varð svínkaður. Ég
var ekki lengi að sofna, og þegar ég vaknaði
aftur, sá ég mér til mikillar skelfingar, að
sólin var komin lágt á loft.
Bitchfield sat á stól við rúmstokkinn hjá
mér, reykjandi, og var að lesa í bók. Ég var
gersamlega ruglaður, neri stýrurnar úr aug-
unum og reis upp við dogg.
— Hvað er klukkan? stamaði ég.
Það var ekki að sjá, að hann heyrði til
mín, því að hann svaraði engu, en lagði frá
sér bókina og opnaði dyrnar.
— Frú Barch! kallaði hann. — Komið þér
með te!
Svo kom hann aftur að rúminu og hélt á-
fram: — Ég hefi ’hugsað málið í alla nótt og
lengst af deginum, og ég hefi annast um, að
þú getir ekið til Salisbury með vörubíl, við
eigum að hitta hann á Exeterveginum klukk-
an átta í kvöld. Þú getur ekki gengið, úr því
að ökklinn á þér er svona, og gamli bílskrjóð-
urinn minn er svo lasburða, að við megum
þakka fyrir, ef við getum skrönglast á hon-
um niður að vörubílnum. Við förum héðan
klukkan kortér yfir sjö. En þarna kemur teið!
Ljótasti kvenmaður, sem ég hefi séð kom
inn með skutul. Hún var alsvört. Fötin voru
svört, hárið svart, augun svört, og stór bú-
konuvarta, sem hún hafði á kinninni, var al-
sett svörtum hárum. Hún leit á mig, og aldrei
hefi ég orðið hræddari við nokkurt augna-
ráð.
— Var það nokkuð fleira, sem þér vilduð?
sagði hún og setti skutulinn á borðið, og er
hún fekk ekki svar, strunsaði hún út aftur.
— Drottinn minn! stundi ég.
Já, skilurðu nú hvers vegna ég á helli uppi
á fjaili? sagði hann og hló.
— Þetta er blátt áfram ófreskja!
— Hún er prýðileg bústýra — og hvers er
hægt að krefjast frekar af kvenmanni? sagði
hann. — En vel á minnst: Ég talaði við Pat-
ernoster í nótt!
— Hvar þá?
— Það máttu ekki spyrja mig um. Ég tal-
aði við aðra manneskju iíka.
— Svo-o? Og hvað sagði hin manneskjan?
— Hún spurði hvort rósmarín yxi í garð-
inum mínum.
— Og það gerði það?
Já, og ég átti að minna þig á að tína nokkrar
3eL
um
Hver er verndari þessarar ungu, japönsku stúlku?
áður en þú færir. Rósmarín er blóm minning-
anna.
Já, svo segir Shakespear, svaraði ég eins
rólega og ég gat, en ég var í þannig skapi, að
ég hefði getað faðmað hana að mér.
KLUKKAN sex settum við bíl Bitchfields í
gang. Bíll er nú eiginlega ekki réttnefni, því
að þetta var eiginlega beiglaður blikkkassi.
Klukkan kortér yfir sjö var hreyfillinn farinn
að starfa nokkurn veginn og við gufuðum af
stað, ég segi gufuðum, því að svo var að sjá
sem kælivatnið hefði of háan blóðþrýsting.
Og við fórum sveitaveginn upp að hinum um-
talaða fundarstað á Exeterveginum.
Þetta var ekki löng leið, en vegurinn var
holóttur, svo að George varð alltaf að vera að
skipta um gír, en loks komumst við þó á að-
alveginn og þar stóð vörubíli úti á brún. Bíl-
stjórinn hafði lyft hlífinni ofan af hreyflin-
um og var eitthvað að eiga við hann.
— Á ég að hjálpa þér? spurði Bitchfield.
Bílstjórinn rétti úr sér og lokaði hlífinni
aftur.
— Allt í lagi, sagði hann. — Er það þessi
náungi? bætti hann við ag benti á mig.
Bitchfield kinkaði kolli og skimaði svo í all-
ar áttir. Þar var hvergi manneskju að sjá, og
ekki heyrðum við neins staðar hljóð, sem benti
til að bifreið væri að nálgast. George tók í
handlegginn á mér og hjálpaði mér inn í sæt-
ið við hliðina á bílstjóranum, og það síðasta
sem ég heyrði, er bíllinn rann af stað, var
að Bitchfield kallaði á eftir mér: — Rósmarín!
Exeter var aðeins tuttugu enskar mílur
fram undan, svo að við vorum innan við
klukkutíma á leiðinni. Við ókum þröngar,
gamlar götur og héldum svo áfram. Ég sat
þegjandi og var að hugsa um það, sem á dag-
ana hafði drifið síðustu tvo sólarhringana,
mér fannst það ótrúlegt. En loksins sofnaði
ég. Þegar ég vaknaði var komið myrkur, og
ég spurði bilstjórann:
— Hvar erum við núna?
— Við erum að koma til Wincanton, en við
stönsum ekki þar. Við stönsum á kaffihúsi
fyrir handan bæinn og fáum okkur matarbita.
Má ég bjóða vindling?
Hann rétti mér öskjuna og ég tók vindling
og kveikti í hjá honum og mér.
Svo ókum við gegnum Wincanton og héld-
um svo áfram þrjár mílur, og námum svo stað-
ar við kaffihús. Að því er ég gat best séð í
myrkrinu var þetta gamall hermannaskáli,
sem hafði verið breytt í kaffihús, með rúm-
góðu bílastæði fyrir framan, en til hliðar var
einlyft hús, sem líklega mun hafa verið bú-
staður gestgjafans. Við vorum einu gestirnir
þarna, og þegar bílstjórinn hafði talað nokkur
orð við þernuna, sem hann kallaði Ma, kom
hún með tekönnu og nokkrar svellþykkar,
smurðar brauðsneiðar. Við settumst ekki, en
stóðum við afgreiðsluborðið, og meðan ég stóð
þarna hrósaði ég happi í huganum, yfir að
vera kominn svona langt. Ég taldi mig sem sé
úr allri hættu.
EN öryggiskenndin varð ekki langlíf. — Við
höfðum ekki verið lengur en tíu mínútur þarna
í kaffihúsinu, þegar ég heyrði að mótorhjól
nam staðar fyrir utan. Að visu eru svo mörg
mótorhjól til, að þetta þurfti ekki að boða
neina hættu, en ég var á verði, og hugboð
mitt sagði mér, að hér væri hætta á ferð. Ég
hvíslaði að bílstjóranum og hann kinkaði kolli
og þegar ég leit um öxl mér, sá ég að mér haf ði
ekki skjátlast, því að það var bílstjóri Gunnes
sem kom inn í kaffihúsið. Án þess að hika
sekúndu beygði ég mig niður, fyrir innan af-
greiðsluborðið meðan hann sneri að okkur
bakinu og var að taka af sér hanskana, svo
skreið ég inn með borðinu og þaut eins og
örskot út um bakdyrnar. Ég heyrði að Ma
rak uþp skræk, en bílstjórinn minn hvíslaði
einhverju að henni og þá sagði hún ekki meira.
í augnablikinu var mér óhætt.
Framhald í næsta blaði.
FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af-
greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12
og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.-
stjóri: Svavar Hjaltested.
HERBERTSprent.
ADAMSON
Fjársjóður.