Fálkinn - 16.08.1957, Blaðsíða 6
6
FÁLKINN
‘Jrank Sinalra:
3. grein.
jSigur og ósigur
„Vált er vina lánið“. — En Frank Sinatra gefst ekki upp!
HJÚSKAPAR-VANDRÆÐI.
Árið 1944 byrjaði lijá Sinatra með
2000 clollara vikukaupi. Hann átti
heima í einbýlishúsi í New Jersey, og
tiu manna flokkur g'ætti heimilis-
ins. Nú eignuðust hjónin annað barn,
sirák, sem var skírður Frankie. —
Milljónir aðdáenda samfögnðu honum
og aðdáendunum fjölgaði, svo að póst-
húsið varð að stofna sérstaka deild
fyrir bréfin hans. Röð af bilum stóð
jafnan fyrir utan húsið, þar voru vel-
unnarar, sem voru að færa húsbónd-
anum gjafir. Margar skrifuðu honum
og skoruðu á hann að láta Náncy litlu
eignast systur, og eitt kvödið, er hann
hafði sungið „Nancy with t‘he laughing
face“ bætti hann nýju viðlagi við:
„Það er leitt að hún skuli ekki eiga
systur“. Og síðan bættist þriðja við-
lagið við: „Gefið þér mér frest. Hún
skal eignast systur!“ Og þá ætluðu
áheyrendurnir vitlausir að verða.
Kvikmyndafélögin gerðu boð á boð
ofan. Var Frank hræddur við að koma
fram í kvikmynd? Eða hafði hann
meira upp úr sér með þvi að ferðast
um og halda söngskemmtanir og
syngja á plötur? Hann sagði nei. En
þegar Metro-Goldwyn bauð honum
milljónasamning lét hann lolcs til-
leiðast.
Það er hættulegt og tvisýnt að láta
jafn frægan mann koma fram innan
þeirra takmarka, sern kvikmyndin
verður að setja. Það er ekki hægt að
láta þess konar fólk koma fram i litlu
hlutverki. Það verður að sýna sig i
stórhlutverki straks. En hver segir að
þetta fólk geti leikið stórt hlutverk?
Fiða iivort röddin heillar fólk á sama
hátt í kvikmynd og hún gerir í söng-
salnum. Og mundi öðrum þjóðum, sem
keyptu kvikmyndirnar, þykja eins
mikið koma til Sinatra og Bandaríkja-
mönnum gerði? Til þess að draga úr
áhættunni voru frægir leikarar látnir
vera kringum hann í fyrstu myndinni.
Allt var undir því komið, að hann
„dytti ekki undir rammanum".
Hann varð aldrei frægur fyrir leik,
en röddin dró að. Allir, sem voru
hrifnir af röddinni, urðu að sjá kvik-
myndina, til að heyra hann syngja,
þó að efni myndarinnar væri lélegt
og Sinatra atkvæðalítili leikari. Og all-
ar þær milljónir, sem liöfðu heyrt til
hann af plötu eða lesið um hann,
streymdu í kvikmyndaliúsin til að
sjá þennan mann, sem var tignaður
eins og goð.
í Hollywood var látið svo heita,
að hjónaband Sinatras væri mjög far-
sælt. Hundruð blaðamanna skrifuðu
hiartnæmar greinar um þessa gömlu
vináttu úr barnaskólanum, og traust
og ást hjónanna hvors til annars. Þau
höfðu verið gift i tiu ár, og það er
langt hjónaband í Hollywood.
Og bráðum rættist ósk Franks um
að Nancy eignaðist systur. Hún var
skirð Cristine. Og pabbinn var jafn
montinn og hann hafði verið, þegar
Nancy og Frankie fæddust. Hvenær
sem tíminn leyfði var hann heima í
luisinu sínu í Palni Springs, sem hann
liafði keypt fyrir 200.000 dollara.
En einn daginn gat sögusmetta i
einu Hollywood-blaðinu sagt þær
fréttir, að Frank sæist grunsamlega
oft með ljóshærðri söngkonu, sem liét
Marilyn Maxwetl. Venjutega vorn þess
háttar sögur ekki teknar sérstaklega
atvarlega í Hollywood. En nafn
Franks Sinatra hafði aldrei sést nefnt
í slúðurdálkunum áður. Og nú kom-
ust sögurnar á kreik. Frú Sinatra varð
óróleg. Og svo sló í hart milli hjón-
anna. Frank taldi sér heimilt að mega
bjóða samverkakonum sínum á veit-
liafa himin höndum tekið, hvenær
sem hann söng eitthvað eftir þau.
Umboðsmenn hans gátu valið úr til-
boðunum, sem honum bárust, og liann
græddi ný ihundruð þúsunda á gömlu
tögunum, sem hann hafði gert vinsæl
áður. Hann var með sanni kallaður
„Midas nútímans“ og „maðurinn með
gullhöndina“. Allt sem hann snerti
við varð að peningum.
Eh hjónabandið var á tréfótum.
Hollywood var hneyksluð á þessu. -—
Hvað gekk að Frank Sinatra? Þotdi
hann ekki þessa miklu velgengni? —
Fólk var vant lionum brosandi og
lilæjandi, en nú voru alltaf hrukluir
í enninu á honum. Tók hann sér hjú-
skaparástandið svona nærri, að hann
gæti ekki einu sinni brosað á al-
mannafæri? Og blöðin fóru að draga
úr öltu oftofinu, sem þau höfðu ausið
yfir hann áður. Einn af helstu söng-
dómurunum í New York kallaði hann
mjátmsöngvara, eða eitthvað þvítíkt.
Og Frank stökk upp á nef sér í stað-
inn fyrir að henda gaman að þessu,
og stefndi blaðamanninum fyrir meið-
yrði.
Hann var orðinn veiktaður á taug-
unum og uppstökkur, eklci síst út af
heimilisástæðunum. Og nú kynntist
hann Ava Gardner. Þessi töfrandi
kona, sem forðum hafði verið skrif-
stofustúlka í suður-ríkjunnm, hafði á
fáum árum komist í öndvegissess sem
kvikmyndastjarna, og var nú fyrir
skömmú skitin við annan manninn
sinn, en sagðist alltaf vera hrædd,
þegar hún væri ein! Og þarna fann
hún manninn og maðurinn fann kon-
una. Ava var töfruð að „flauelsrödd“
Franks. Og Frank varð hrifinn af
„fallegasta kvendýri veraldarinnar".
Frank fékk skilnað við Nancy og
hún hélt börnunum og bjó áfram í
fallega húsinu í Palm Springs. Og
hún skildi fá þriðjung tekna hans í
lífeyri.
„VALT ER AÐ TREYSTA Á VININA“.
Frank Sinatra og
Ava Gardner ný-
gift og lukkuleg.
En „gamanið það,
það gránaði
skjótt“.
ingastað, án þess að Nancy væri með
í ferðinni. Hann neitaði að taka nokk-
urt tillit til slúðurblaðamanna eða
láta þá stjórna gerðum sinum. En frú
Sinatra var ekki á sama máli. Og i
fyrsta skipti á ævinni sat Nancy grát-
andi, þegar Frank fór að heiman.
Hann kom ekki heim fyrr en eftir
nokkra daga, og hafði þá sagt skilið
við þá ljóshærðu.
En þó að svo ætti að lieita, að hjón-
in sættust, héldu slúðursögurnar á-
fram að ganga. Og þær eitruðu heim-
ilislf hjónanna og ollu nýrri tor-
tryggni. Það var fyrirsjáanlegt að
slitna mundi upp úr hjónabandinu.
Á fimm árum hækkaði vikukaup
Franks úr 150 upp í 20.000 dollara. —
Hann fékk ógrynni fjár fyrir að koma
fram í sjónvarpi. Og nú þurfti hann
ekki að vinna eins mikið og áður.
Bestu visnaskáld og tónskáld þóttust
T. v. Ava Gardner, „fallegasta kvendýr í veröldinni", varð seinni kona Sinatra. — T. h. Nancy Sinatra, æskuástmey
Franks, fyúfr skilnaðardómstólnum.
Frank og Ava giftust i Philadelphia
7. nóvember 1951. Og kvikmyndavinir
tötuðu mikið um þetta hjónaband.