Fálkinn


Fálkinn - 16.08.1957, Blaðsíða 7

Fálkinn - 16.08.1957, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 ,/Nú skal CJuttí set/A ofsn" Og blöðin birtu ítarlegar frásagnir af sambúð iþessara bjóna, sem vorn svo gerólík að upplagi. Von bráðar fóru blöðin að segja frá hatramlegum á- rekstrum, sem orðið hefðu milli Franks og konunnar. Tvivegis sögðu blöðin frá því, að Frank væri svo ör- væntandi út af hjónabandinu, að nú hefði liann reynt að farga sér með því að taka svefnskammta. Eitt kvöldið kom hann óvænt heim til konunnar og hustaði á samtal ’hennar við vin- konu hennar, Lana Turner. Af ’þessu samtali þóttist hann skilja, að Ava væri staðráðin í að láta hann sigla sinn sjó. Og í bræði sinni rak hann hana út og iæsti húsinu. Þetta varð reginhneyksli. Frank kom alltaf of seint í kvik- myndatökurnar, og hann lét bíða eftir sér í sjónvarpinu. Og hann varð fok- reiður hvenær sem blaðamennirnir spurðu hann, hvort hann og Ava ætl- uðu að skilja. Enginn gat skilið hvers vegna hann var orðinn svona hörund- sár og geðvondur. Grammófónfélögin tóku eftir að nú fór óðum að draga úr sölunni á plöt- unum hans. Hvað var að? Var draum- urinn búinn? Það fór að draga úr bréfafjöldanum á auglýsingastofunni h.ans. Það var orðið ískyggilega hijótt um Frank Sinatra. Ava fór til Nevada, til að ganga frá skilríkjunum undir hjónaskilnaðinn. En löngu áður en skilnaðarfresturinn an og fór til Madrid. Frank simaði var útrunninn hljóp hún frá öllu sam- frá Holywood til Spánar og talaði við liana. Hann vildi að þau reyndu að sættast. Ava var kuldaleg, en þver- tók þó ekki fyrir iþetta. N’okkru síðar frétti Frank að Ava sæist öllum stundum með nautaban- ar.um fræga, Louis Dominguin. Nú ieigði Frank sér einkaflugvél og flaug til Spánar. Ava varð ekkert hissa, þeg- ar hún sá hann. Þau urðu bestu vinir á ný, og fóru að gera áætlanir um framtíðina. Og blöðin fluttu langar greinar um sættina. RAUÐA HILDA. — Dómsmálaráð- herrann í Austur-Þýskalandi er kven- maður og heitir Hilde Benjamin. Ný- lega hélt hún ræðu á fundi fyrir ung- ar stúlkur og ræddi þar austurþýsku lagaákvæðin um, að stúlkur yngri en 18 ára megi ekki gifta sig, jafnvel þó að þær séu kasóléftar. Taldi hún þetta ákvæði sett til að ungar stúlkur ginntust ekki í hjónaband, sem þær iðruðust eftir síðan. Það er engin skömm að eignast krakka í lausaleik, sagði dómsmálaráðherrann, sem jafn- an gengur undir nafninu Rauða Hilda. FIMUR í FÓTUNUM. — Anton Fisc- her er maður nefndur í Stranbcrg í Þýskalandi. Hann hefir misst báðar hendurnar. En nú notar hann fæturna í staðinn og málar með þe*im. Og hann er jafn fimur með penslinum í tánum og aðrir eru með hann í höndunum. JAPÖNSK HAFMEY ? — Strönd Jap- ans er klettótt og miklir hafstraumar eru meðfram landinu. En víða við sjóinn er kvenfólkið vant að veiða fisk og skeldýr með því að kafa eftir þessu búsílagi. Þetta eru þrekleg kvendi og venjast verkinu frá barns- aldri og halda því áfram til elli. Karl- mennirnir róa hins vegar á bátum og koma aflanum í peninga. — Ama, eru þessar konur kallaðar. Hér sést ein þe'irra koma upp úr sjónum með netið sitt og körfuna. Hún er með mittis- skýlur, hettuklút og kafaragleraugu — og annað ekki. VÍKINGALÍF Á KVIKMYND. í Noregi hefir síðan í vetur verið mikill viðbúnaður undir kvikmynd eina, sem verið er að taka þar núna, og víðar á Norðurlöndum. Leikstjór- inn heitir Richard Fleischer, en að- alhlutverkið leikur Kirk Douglas og er ’hann aðaleigandi félagsins, sem tekur myndina. Það fyrsta var að láta smiða þrjú vikingaskip, og var skipasmiður einn skammt frá Bergen fenginn til þess. Og næst var að reisa víkingabústað i Sogni. Eru það bjálkahús með torf- þaki gerð samkvæmt bestu heimild- um sem menn hafa um húsagerð á víkingaöld. Þá voru ráðnir margir leikendur fyrir alllöngu, svo að karl- mennirnir fengi tíma til að láta sér Þessi setning Jóns lögmanns Jóns- sonar hefir verið tilfærð í Islands- sögu-ágripum, sem unglingar hafa lært, og er jafnvel notuð sem orðtak, i merkingunni: „Nú skal N.N. láta i litla pokann.“ En „Gutti“ var enginn annar en sá frægi Hólabiskup Guð- brandur Þorláksson, sem frægt er orð- ið. En er nýr hirðstjóri kom í landið og kvaddi Jón til viðtals, mun tal þeirra hafa farið þannig. að Jón mun liafa átt sér víst liðsinni höfuðsmanns- ins til að rétta hlut sinn. En af þvi varð þó ekki, þvi að lögmaðurinn sál- aðist nóttina eftir, að hann mælti hin frægu orð. Frá síðustu ævistundum segir svo í neðanmálsgrein við Skarðs- árannál 1600 úr Lögmannaævum Boga Benediktssonar: „1606 kom út nýr hirðstjóri, Herluf Daa, því að Enevold Kruse hafði dáið um veturinn. Hirðstjóri sendi mann að Arnarstapa til Jóns lögmanns, að láta hann vita komu sína, og bað hann koma til fundar við sig á Bessa- stöðum. Jón lögmaður brá við, tók með sér gjöld af lénum sínum, og það sem hann i hirðstjóra-stað hafði að embætti gert, kom að áliðnum degi 23. júní til Bessastaða, og ætlaði þaðan á alþing. Var hann orðinn stirður, bæði af elii og ferðalagi, lét þénara sina tjalda hjá kirkjugarðinum, en færa tvær töskur í forstofu hirðstjór- ans. Herluf Daa tók ágætavel við lög- vaxa skegg og kvenfólkið að láta lengjast á sér hárið. Skipin voru gerð eftir víkingaskip- unum, sem enn eru til i Noregi, og þar eru op fyrir árarnar, sem skip- unum var róið með. En það kom á daginn að þessi áragöt eru neðar, en liæfilegt er handa þeim 200 skeggjuðu Dönunum, sem ráðnir hafa verið til að róa skipunum. Vikingarnir hafa sem sé verið minni vexti en menn eru í dag. Þess vegna varð að gera bilið milli árgatanna og þóftanna stærra en það var á gömlu vikingaskipunum. Aðal sjóorrustan i kvikmyndinni á að fara fram við Bretagneströnd, fram undan gamalli miðaldahöll, sem heitir La Latte og er 60 km. frá St. Malo. Og heista sögulega persónan í myndinni er Ragnar loðbrók, en Kirk Douglas er höfðingjasonur, sem vík- ingar hafa rænt. — Útimyndirnar vcrða teknar i Danmörku, Noregi, Sviþjóð og Bretagne, en innimynd irnar i Frakklandi og Þýskalandi. Handritið að kvikmyndasögunni er eftir Edison Marshall. manni, og sló upp fyrir honum veislu, mest af vínum, er þá mælt, að lögmað- ur hafi lagt fram skrifaðar embættis- aðgerðir sínar, einnig sagt eða sýnt honum rit Guðbrands biskups, er hann hafði yfirkomist og klagað, hversu hann væri sér hatursfullur eftir gerð- ar sættir, og hefði Herluf Daa lofað lögmanni að rétta hluta hans. (Er sögn, að þénari lögmanns, sem tók upp að hans boði, af töskunum skjöl og gjald, hafi þar að komist). Herluf Daa sendi fylgdarmönnum lögmanns hressingu, en hirðstjóri og lögmaður töluðu lengi saman fram á nótt, tveir einir. Vissu engir hvað þeim á milli fór. Þá á nótt leið sendi Herluf Daa til þénara lögmannsins, sem kom heim. Hirðstjóri fylgdi þá lögmanni út af dyrunum til þénarans, sem þá tók við honum mjög drukknum, og leiddi hann til tjaldsins. Lögmaður skyldi þá meðal annars hafa sagt: „Nú skal Gutti setja ofan!“ og jafn- framt óskað sér, að hann væri orð- inn ungur og frískur, og flestu gæti hann af sér hrundið, nema ellinni og lasleik. Eftir það lögðust þeir allir til svefns og sofnuðu fast, voru bæði þreyttir og drukknir. S’eint á Jóns- messumorgun sendi hirðstjóri stúlku til tjalds lögmanns að bjóða honum heim til sin, þá sváfu þeir allir. Hún vakti einhvern, og þá vaknaði hver af öðrum, tóku þeir að klæðast og síð- an vekja lögmann. Urðu þeir þá þess varir, að hann var örendur. Ætluðu menn að hann, mjög drukkinn, hefði kafnað í dúnsvæfli, er hann hafði undir höfðinu. Var hann þá sjötugur að aldri. Herluf Daa gerði útför hans heiðarlega, og var lík hans jarðað hjá Páli höfuðsmanni Stígssyni, er dó fyrir 40 árum áður. Sviplegt þótti frá- fall Jóns lögmanns, þá fréttist. Mælt er að Norðlendingur kæmi að Hólum í Hjaltadal að sunnan snemma morg- uns, hitti Guðbrand þiskup, og sagði ihonum lát Jóns lögmanns. Hafi biskup þá gefið honum 4 spesiur fyrir frétt- ina.“ Deilur þeirra Jóns lögmanns og biskups höfðu staðið í 15 ár að minsta kosti og þeir stefnt málum sínum til kóngs, og hann stefnt þeim utan. — Þannig sendi Guðbrandur biskup Arn- grím lærða í sinn stað á konungsfund 1592, en þá fór Jón lögmaður einnig utan. Og ýms konungsbréf komu fyrir alþing út af þessu máli síðar. En var- anlegasti minnisvarði þessarar óvin- áttu hinna tveggja valdamanna eru Morðbréfabæklingur Guðbrands bisk- ups.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.