Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1958, Blaðsíða 5

Fálkinn - 14.03.1958, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Villimenn dansa til að heiðra ráðunautana frá UNICEF. sjá sig. 1 Sýrlandi einu eru 50.000 börn með hársvepp. Sjúkdómur þessi er mjög smitandi, og er það enn ein ástæðan til þess, að sjúkl- ingurinn einangrast. En iífs- hættulegur er þessi sjúkdómur ekki. Nú hefir UNICEF sagt hár- sveppnum stríð á hendur í 63 skólum í Sýrlandi og standa von- ir til að hægt verði að útrýma honum. Meðan á lækningunni stendur ganga börnin með vefj- arhött til þess að varna smitun, og þau fá að vera með öðrum börnum. Og sjálfstraustið kemur til baka með hárinu. Skólamáltíð, sem innleidd hef- ir verið víða á vesturlöndum er alls ekki ný uppgötvun eða til- stofnun. I egyptskum papyrusum má lesa, að lærlingar fengu mat í skólann í Egyptalandi árið 696 f. Kr. í vesturlöndum hefir skóla- máltíð verið tíðkuð nær heila öld, og það er vafalaust að hún hefir eflt þrótt margra barna. Árið sem matarskorturinn var sem mestur í heiminum fengu nærri tólf milljón börn eina skóla- máltíð á dag frá þeim stofnunum innan Sameinuðu þjóðanna, sem vinna að barnavernd og heil- brigðismálum og matarfram- leiðslumálum, UNICEF og FAO. Þurrmjólk var gefin sem ábætir á matinn í mörgum þessum lönd- um. I Indonesíu fengu börnin þurrmjólk til að bæta upp maís- grautinn, sem er aðalfæðan þar. I Hellas var þurrmjólk notuð í rúsínukökur, sem eru algeng fæða þar í landi og í Pakistan í hveitisnúðana. Og japönsk börn fengu þurrmjólk með rísgrjónun- um sínum. Þessar matargjafir höfðu aukna mjólkurframleiðslu í för með sér því að markaðurinn jókst stór- kostlega. 1 mjólkurframleiðslu- löndunum var áhersla lögð á aukna mjólkurframleiðslu, og mjólkurbúin fengu sér tæki til að fram'leiða þurrmjólk. „Þetta er afbragð!" segir Francisco litli og sleikir þurr- mjólkina af fingrunum. Hann er staddur i fyrstu þurrmjólkurgerð- inni í Nicaragua. Þurrmjólkur- gerðir eru settar upp í fjölda landa, og þessi mjólk bjargar lífi milljóna af börnum. En þurr- mjólkurgerðinni í Nicaragua hef- ir verið veitt sérstaklega mikil athygli, því að hún er sú fyrsta í al'lri Mið- og Suður-Ameríku. Það var upphaflega UNICEF sem átti frumkvæðið að henni og lagði til allar vélarnar, en samvinnu- félagið lagði til byggingarnar. Framleiðslan frá þessari einu þurrmjólkurgerð nægir handa 40.000 börnum og mæðrum, og er öll gefin bágstöddum. Lengi mætti halda áfram að telja öll þau fyrirtæki, sem UNICEF hefir með höndum til þess að bæta hag barnanna með- al eftirleguþjóðanna. Og vænt- anlega sést von bráðar árangur- inn af því starfi. Sendiboðar UNICEF eru vin- Framhald á bls. 14. MAÐURINHÍ, SEM hlfóp hraðar en hcslur. 8* 1. Alfred Shrubb hljóp hraðar en nokkur sem lilaupari, og þess vegna yrði 'hann að til, að hesturinn yrði spenntur fyrir létti- maðnr í heimi, en var þó aðeins 109 cm. á hlaupa á móti hestum. vagn með tveimur mönnum. Síðan ætlaði hæð. Hann hafði bætt öll liugsanleg met og 2. Shrubb tók vel i það. Hann sneri sér hann að þreyta kapphlaup við hann, og sam- sigrað tvo heimskunna indíánska lilaupara. til eiganda reiðskóla og spurði, hvort hann þykkti meira að segja, að skipta mætti um Árið 1900 sagði kanadiski þjálfarinn hans, hefði liest, sem gæti hlaupið 10 milur í ein- liest eftir 5 milur. að nú stæði enginn maður honum á sporði um áfanga. Svarið var jákvætt. Shruhb lagði 3. Skotið reið af, og ekillinn keyrði hest- inn úr sporunum, svo að hann náði hrátt sextíu metra forskoti. En Shrubb lét sig ekki. Hann náði kerrunni eftir góða stund og liljóp síðan fast á eftir henni langan spöl. 4. Á þriðju mílunni herti Slirubb á sér og fór fram úr hestinum. Ekillinn reyndi að lierða á klárnum, en Shrubb var fljótari. Þess vegna var skipt um liest, en samt náðu 0. Á þessu bragði vann Shrpbb hlaupið, þeir Shrubb ekki. því að hesturinn vai^ lengi að átta sig aftur 5. Að vísu dró hesturinn á Shrubb, en og komast á sprett. Tími Shrubbs á 10 míl- þegar þeir voru skammt frá endamarkinu, unum var 52 minútur og 40,0 sekúndur og lagðist Shrubb skyndilega á brautina fyrir nafn lians varð fleygt sem mannsins, er hljóp framan hestinn, sem bjóst til að íara fram hraðar en hestur. úr keppinautinum. Ilesturinn snarstansaði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.