Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1958, Qupperneq 11

Fálkinn - 14.03.1958, Qupperneq 11
FÁLKINN 11 ...------- —= TÍSKI JU *I»IIC RUZICKA: Einber svih Ég vatt mér að Dupuis. — HefirSu verið á Casino? spurði ég. — Casino de Paris ... ? spurði hann. — Nei. Á „Negresco“. Þú mátt til að fara þangað. — Út af Okarini? — Og það spyr þú um? Ég var steinhissa. Okarini er ómetanlegur. MaSur skyldi ekki halda aS mögulegt væri aS gera þaS, sem hann gerir. — HvaS gerir hann? spurSi Dupuis? — HlustaSu nii á. Hann stendur tii dæmis á sviSinu og heldur á spilum í liendinni. BiSur tvo menn úr saln- um aS koma upp. Og ég fór þangaS til þess aS hafa gát á öllu. Okarini rétti liinum manninum spilin, — hann hafði komið á undan mér. — GeriS þér svo vel aS athuga spilin, sagSi hann viS hann. MaSurinn gerSi þaS. — Þetta eru venjuleg spil, sagSi liann. — Jæja, sagSi Okarini og benti á mig. Nú látið þér þennan mann draga eitt spil. Ég dró hjartadrottningu. Hélt spilinu á loft, svo að áliorfendurnir gætu séð það, en Okarini setti borð fyrir framan sig, og sagSi: „Og nú ætla ég að standa á höndunum á þessu spili, sem maðurinn er með í hend- inni.“ Ég beygði spil fram og aftur til að láta sjá að það væri venjulegt spil. Dupuis horfði á mig gapandi. — Og slóð hann á höndunum á því? — Já, þaS gerði hann. Dupuis skellihló. — Æ, ég skil. Hann hefir lagt spilið flatt á horSið. — Alls ekki, sagði ég. — Hann setti spilið lóðrétt á borðið og lét myndina af drottningunni snúa að fólkinu. Og svo stóð hann á höndun- um á spilinu, sem ég hafði beygt fram og aftur framan í fólkið. Og drottn- ingin svignaði ekki. — Þetta er ómögulegt. Það eru klára svik, sagði Dupuis. — Farðu þangaS og þá sannfæristu, sagði ég. Og Dupuis fór. Ég fór til hans undir eins eftir sýninguna. — Jæja, ertu búinn aS sjá þetta? —• Já, sagði Dupuis. — Það voru svik, eins og ég sagði. Ég föinaði. — Þú heldur þá ... ? — Ég held ekkcrt um það sem ég veit. — Hvað? — Maðurinn stóð ckki á liöndun- um á spilinu, enda hcfði það verið ómölgulegt, þvi að það hefði lagst saman. — Hvernig fór hann þá að þessu. Dupuis hló fyrirlitlega. — Hann stóð á vísifingrunum, sem hann hafði stungið bak við spilið. Ég sá það glöggt. Hann stóð á visifing- urgómunum en ekki á spilinu. Ég sá það strax — einber svik! * FALLEGASTI KJÓLLINN. — Hvort sem hann er stuttur eða síður er þetta pils með grófri blúndu að neðan mjög fallegt. Til hægri er ballkjóll úr svörtu og hvítu nylontylli. Síði fallegi knipplingakjóllinn er þó fallegastur, með silkislaufum "niður bakið. Vitið þér...? B að meðlimafjöldi trúmálasafnaða í USA hefir tvöfaldast á siðustu 30 árum? Fólkinu hefir ekki fjölgað nema um 40% á sama tíma, og hafa því fleiri gerst safnaðarmeðlimir en áður. í USA eru 60 milljón mótmælendatrú- ar, 35 milljón rómversk-kaþólskir, 5.5 milljón Gyðingar og 2.5 milljón grísk- kaþólskir. að bráðum má fá ódýra eins manns kopta í Ameríku? Amerísku kopta-smiðjurnar hafa snúið sér að smíði þessara litlu véla siðustu árin. Sú smiðjan sem lengst er komin áleiðis, hefir srníðað eins manns vél, sem vegur aðeins 77 kiló og getur flogið með 100 km. liraða á klukkustund. í henni er ekki venju- legur lireyfill heldur rakettuhreyflar á skrúfublöðunum. Sama sem enginn hávaða er i þessari vél. að ef allir jöklar á jörðinni bráðnuðu mundu flestir hafnar- bæir í veröldinni sökkva í sjó? Jöklarnir á norður og suðurhveli jarðar eru svo miklir, að ef þeir bráðnuðu mundi sjávarborðið hækka um 25—30 metra — sumir vísinda- menn fullyrða, að það mundi hækka um allt að liundrað metra. — En eng- in ástæða er til að kviða neinu í bráð, því að jöklarnir mundu þurfa i minnsta lagi 10.000 ár til að bráðna.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.